Greinar þriðjudaginn 7. september 2021

Fréttir

7. september 2021 | Innlendar fréttir | 193 orð

26 smit greindust – kúrfan niður á við

„Ef við lítum bara á þróunina síðustu viku og svo núna yfir helgina þá getum við sagt það að kúrfan sé klárlega niður á við,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en 26 greindust með kórónuveiruna innanlands á sunnudag. Meira
7. september 2021 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Aðstandendur fordæmdu Rússa

Aðstandendur þeirra 298 sem létust, þegar flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014, kröfðust þess að rússnesk stjórnvöld myndu koma lögum yfir þá rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem báru ábyrgð á verknaðinum. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Akureyri verði skilgreind svæðisborg

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýta skal hnattræna strauma í búferlaflutningum til borganna til eflingar sjálfbærri byggð úti um land á Íslandi. Samkvæmt því ber að skilgreina Akureyri og nærliggjandi svæði sem annað borgarsvæði, það er til viðbótar við höfuðborgarsvæðið. Þetta er tillaga starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem í gær skilaði honum skýrslu sem ber yfirskriftina Svæðisbundið hlutverk Akureyrar. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Atkvæði með penna ekki ógild

„Það hefur ekki tíðkast að úrskurða ógild atkvæði þótt þau hafi verið greidd með penna en fyrirmælin í lögunum eru auðvitað að það skuli vera ritblý,“ sagði Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í 82.... Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Ruslaralegt Vegfarendur um Öskjuhlíð vestanverða hafa tekið eftir rusli sem hefur legið þar. Svartir ruslapokar, dýnur, kantsteinar og fleira drasl blasir... Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Bónus opnar þriðju verslun sína á Akureyri næsta vor

Hagar hafa gert samning við eigendur verslunarhúsnæðisins við Norðurtorg á Akureyri um að opna þar matvöruverslun undir merkjum Bónuss vorið 2022. Fyrir eru í húsnæðinu Rúmfatalagerinn og ILVA. Verslunin verður um 2.000 fermetrar að flatarmáli. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Eftir er að veiða um þriðjung hreindýrakvótans í ár

Um þriðjungur hreindýra sem leyft er að veiða á þessu ári, um 400 dýr af 1.220, var óveiddur á sunnudaginn var. Þá voru aðeins tíu dagar eftir af veiðitíma tarfa og 15 dagar af veiðitíma kúa. „Það er dálítið mikið óveitt,“ segir Jóhann G. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Ekið utan vega og á gönguslóðum í Vonarskarði

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vatnajökulsþjóðgarður hefur tilkynnt til lögreglu akstur utan vega í Vonarskarði síðari hluta ágústmánaðar. Meira
7. september 2021 | Erlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Fagna fullnaðarsigri

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Talíbanar sögðust í gær hafa náð valdi á Pansjír-dalnum, síðasta vígi þeirra andspyrnuhreyfinga sem enn stóðu gegn yfirráðum þeirra í Afganistan. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Fái að fjárfesta meira ytra

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, telur rétt að endurskoða hömlur á erlendri fjárfestingu lífeyrissjóða. Varða þær gjaldeyrisáhættu af fjárfestingunni. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Ferðamenn skýldu sér fyrir rigningunni í miðbænum

Það viðraði ekki vel til útivistar í höfuðborginni í gær. Fjöldi ferðamanna var þó á ferð í miðbænum og sáu flestir sér þann kost vænstan að skýla sér fyrir rigningunni með húfum og litríkum regnkápum. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 401 orð | 6 myndir

Fjölhæfur hagleiksmaður

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Listamanninum Willy Petersen fellur helst aldrei verk úr hendi og hann hefur smíðað marga ólíka dýrgripi, fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 551 orð | 2 myndir

Fluttu yfir 150 þús. ferðamenn til Íslands

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ríflega 264 þúsund farþegar flugu með vélum Icelandair í seinasta mánuði, margfalt fleiri en í ágústmánuði á seinasta ári þegar tæplega 80 þúsund farþegar flugu með félaginu. Meira
7. september 2021 | Erlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Fordæma þunga fangelsisdóma

Maria Kolesnikova, einn af leiðtogum mótmælanna í fyrra gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands, hlaut í gær ellefu ára fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í skipulagningu mótmælanna. Annar sakborningur, Maxim Znak, hlaut tíu ára dóm. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 65 orð

Geta samið með stafrænum hætti

Foreldrar geta nú gert með sér stafrænan samning um breytt lögheimili barns og um leið breytta tilhögun meðlags. Öll afgreiðsla málsins er stafræn og foreldrarnir undirrita samninginn um breytta högun með rafrænni undirritun, hvort fyrir sig. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Grafarholt í tvennt fyrir kosningar

Landskjörstjórn hefur auglýst mörk norður- og suðurkjördæma í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Hafa mörkin breyst frá kosningunum 2017 og ber þar hæst að hluti Grafarholts færist í Reykjavíkurkjördæmi norður. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Halda verði uppi framkvæmdastigi

Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Samgöngur eru lífæð samfélaga og hafa áhrif á alla fleti þess; verðmætasköpun, öryggi og aðgengi að þjónustu. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Haldið heim úr haganum

Laxamýri | Á mörgum bæjum bera kýrnar mikið á haustin meðan þær eru ennþá á útibeitinni. Stundum ber burðinn brátt að og kálfurinn vill komast í heiminn með hraði. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Hlýjasta sumarið í sögu veðurmælinga

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sumarið 2021 hefur verið einstaklega hlýtt. Þetta er hlýjasta sumar frá upphafi mælinga á Akureyri, Egilsstöðum, Dalatanga og Grímsstöðum á Fjöllum og það næsthlýjasta í Grímsey og Bolungarvík. Meira
7. september 2021 | Erlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Hyggjast setja upp „þjóðstjórn“

Mamady Doumbouya, ofursti í her Gíneu og leiðtogi valdaránsins þar, hét því í sjónvarpsávarpi í gær að herforingjastjórnin myndi setja „þjóðstjórn“ á laggirnar til þess að sjá um valdaskipti í landinu. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Katrín Jakobsdóttir fyrst í forystuviðtali í Dagmálum

Í fyrramálið birtist fyrsta viðtalið af níu í þættinum Dagmálum sem tekin eru við forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem tilkynnt hafa framboðslista í öllum kjördæmum. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Landtenging jákvætt skref í orkuskiptum

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á síðustu dögum hafa uppsjávarskip verið tengd við rafmagn í landi við komuna til Neskaupstaðar, fyrst Vilhelm Þorsteinsson EA í lok síðustu viku og síðan Börkur NK í gær. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 344 orð | 2 myndir

Lundastofninn í Eyjum er á uppleið

Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum „Í sumar var lundaveiði í Vestmannaeyjum leyfð frá sjötta til fimmtánda ágúst, eða í tíu daga. Flestallir lundaveiðimenn í Eyjum létu lundann njóta vafans og aðeins nokkrir fuglar voru veiddir til matar. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Magnar upp hljóðin í hafinu

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Listaverkið Sjávarmál hefur verið sett upp á sjávarkambinum á Eiðsgranda í Reykjavík. Verkið var valið úr sjötíu innsendum tillögum um nýtt útilistaverk í Vesturbænum. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 223 orð

Nær hámarki í kvöld eða nótt

Hlaupið í Eystri-Skaftárkatli jókst nokkuð hratt eftir hádegi í gær eftir að hlaupvatn byrjaði að mælast við Sveinstind, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Um kl. 20 mældist svo rennsli við Eldvatn í Skaftá rétt undir 240 rúmmetrar á sekúndu. Upp úr kl. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Ræddu skýrslu Björns á fjarfundi

„Við vorum öll sammála um hve alvarleg og viðkvæm staðan í Afganistan er um þessar mundir. Rétt eins og í upphafi heimsfaraldursins var samstarf Norðurlanda á sviði borgaraþjónustu vegna ástandsins í Afganistan ómetanlegt. Meira
7. september 2021 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Sonur Gaddafís látinn laus úr fangelsi

Saadi Gaddafí, þriðji sonur einræðisherrans Moammars Gaddafí, var í gær sleppt úr fangelsi í Trípólí, en þar hafði hann dvalið undanfarin sjö ár. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 147 orð

Sveik út vörur fyrir milljónir króna

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik árið 2013, en maðurinn sveik út raftæki, eldsneyti og gjafakort með því að gefa upp kreditkortaupplýsingar móður sinnar og þriggja annarra sem... Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 53 orð

Tvær hópuppsagnir

Tvær tilkynningar um hópupp-sagnir bárust Vinnumálastofnun í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. Alls voru 52 uppsagnanna í sjávarútvegi þar sem gert er ráð fyrir endurráðningu og 13 í sérfræði-, tækni- og vísindalegri starfsemi. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Vaxandi hlaup úr Eystri-Skaftárkatli

Veðurstofan gerði ráð fyrir því í gær að hlaupvatn úr Eystri-Skaftárkatli kæmi fram við Eldvatn í nótt eða snemma í morgun. Eftir það eykst rennslið jafnt og þétt og nær líklega hámarki við þjóðveg 1 seint annað kvöld eða aðfaranótt fimmtudags. Meira
7. september 2021 | Innlendar fréttir | 45 orð

Viðmælandinn var Þorgerður L. Diðriksdóttir Ummæli í frétt um hraðpróf í...

Viðmælandinn var Þorgerður L. Diðriksdóttir Ummæli í frétt um hraðpróf í grunnskólum í Morgunblaðinu í gær voru ranglega höfð eftir Önnu Maríu Gunnarsdóttur, varaformanni Kennarasambands Íslands. Hið rétta er að viðmælandi blaðsins var Þorgerður L. Meira

Ritstjórnargreinar

7. september 2021 | Leiðarar | 668 orð

Fjör víða og vandræði

Ekki þarf að kvarta undan tilbreytingaleysi kosninga hvert sem litið er Meira
7. september 2021 | Staksteinar | 207 orð | 1 mynd

Lýðskrum og lýðræðið

Enginn maður var á sínum tíma duglegri en Gunnar Smári Egilsson, að útmála það fyrir þjóðinni að það mætti engin lög setja um eignarhald stórfyrirtækja á fjölmiðlum, þá væri voðinn vís og sjálft lýðræðið í hættu. Það fór nú eins og það fór. Meira

Menning

7. september 2021 | Tónlist | 46 orð | 3 myndir

Blúshátíðin á Patreksfirði, Blús milli fjalls og fjöru, fór fram í...

Blúshátíðin á Patreksfirði, Blús milli fjalls og fjöru, fór fram í félgsheimilinu Patreksfirði um helgina. Blúsband Þollýjar steig fyrst á svið og á eftir henni Fógetarnir. Á laugardagskvöld komu R G P 103 blúsband og Johnny and the rest. Meira
7. september 2021 | Bókmenntir | 436 orð | 2 myndir

Bókmenntaborg í tíu ár

Reykjavíkurborg hefur í áratug verið Bókmenntaborg UNESCO og er því fagnað með ársfundi Bókmenntaborga UNESCO í Reykjavík og bókaútgáfu. Meira
7. september 2021 | Tónlist | 80 orð | 1 mynd

Bríet, Rubin og Þorleifur koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon

Bríet, Rubin Pollock og Þorleifur Gaukur koma fram á tónleikum í Sky Lagoon í kvöld og mun DJ Margeir taka á móti gestum kl. 20. Miðasala á tónleika fer fram á tix. Meira
7. september 2021 | Leiklist | 1007 orð | 1 mynd

Heiðríkja, húmor og frjó hugsun

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl. Meira
7. september 2021 | Tónlist | 219 orð | 1 mynd

RÚV og Sinfónían auka samstarf sitt

Sinfóníuhljómsveit Íslands verður reglulegur gestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í vetur, en hljómsveitin hefur gert samkomulag við RÚV um aukið samstarf um beinar sjónvarpsútsendingar frá tónleikum hljómsveitarinnar. Meira
7. september 2021 | Fjölmiðlar | 224 orð | 1 mynd

Tiffany, maður, svarið er Tiffany!

Hefði ég verið spurður um millinafn bandaríska leikarans og hjartaknúsarans Richards Geres árið 2007 hefði ég verið í vandræðum. Ég er ekki viss um að dugað hefði að spyrja salinn, taka burt tvö röng svör eða hringja í vin. Meira

Umræðan

7. september 2021 | Aðsent efni | 599 orð | 1 mynd

Bjarni veit betur

Eftir Símon Vestarr: "Eigum við að kjósa ráðamenn sem skella skollaeyrum við skoðunum almennings við hvert einasta tækifæri til að gera vini sína og auðugri?" Meira
7. september 2021 | Pistlar | 391 orð | 1 mynd

Er heilbrigðiskerfið botnlaus hít?

Enn einar kosningar er staðan í heilbrigðiskerfinu aðalmálið. Fyrir fimm árum safnaði Kári Stefánsson nærri 90 þúsund undirskriftum fyrir átaki í þágu heilbrigðiskerfisins. Meira
7. september 2021 | Aðsent efni | 668 orð | 1 mynd

Forvarnir, framboð, áfengi og Covid-19

Eftir Aðalstein Gunnarsson: "Hvetjum alla flokka og frambjóðendur til að bjóða upp á meira bindindi því neysla áfengis og annarra vímuefna stefnir lýðheilsu samfélagsins í voða." Meira
7. september 2021 | Aðsent efni | 270 orð | 1 mynd

Heyr mína bæn

Eftir Gísla Sigurðsson: "Misrétti kynjanna er raunverulegt og baráttan gegn því er háð á mörgum vígstöðvum." Meira
7. september 2021 | Aðsent efni | 629 orð | 1 mynd

Hver er rétti afrakstur sjávarauðlindarinnar?

Eftir Guðmund Ragnarsson: "Það er ekki bara hagsmunamál sjómanna að vita hvort afurðaverð sé rétt heldur allrar þjóðarinnar." Meira
7. september 2021 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Innan við roðið

Eftir Jóhann L. Helgason: "Hvernig stendur á því að fólk getur ekki fengið þessa skoðun ókeypis hjá Landspítalanum, og um leið sparast miklir fjármunir fyrir ríkissjóð?" Meira
7. september 2021 | Aðsent efni | 708 orð | 1 mynd

Stjórnvöld hindra þróun loftslagstækni

Eftir Valdimar Össurarson: "Ekkert „séríslenskt“ loftslag er yfir Íslandi. Stjórnvöld hafa brugðist stuðningi við íslenskar tæknilausnir á hnattrænum loftslagsvanda." Meira
7. september 2021 | Aðsent efni | 943 orð | 1 mynd

Vörumst afvegaleiðslu og öfugmæli

Eftir Arnar Þór Jónsson: "Leiðarmerki til heimahafnar." Meira
7. september 2021 | Aðsent efni | 374 orð | 1 mynd

Þurfum þau áfram

Eftir Hjálmar Waag Árnason: "Við megum ekki láta það slys henda að þau detti út af þingi. Til þess eru þau of mikilvæg fyrir hagsmuni fólks. Lilju og Ásmund Einar á þingi áfram." Meira

Minningargreinar

7. september 2021 | Minningargreinar | 502 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Smárason

Aðalsteinn Smárason fæddist 30. júlí 1977. Hann lést 19. júlí 2021. Útförin fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2021 | Minningargreinar | 1625 orð | 1 mynd

Anna Guðný Sigurbergsdóttir

Anna Guðný Sigurbergsdóttir fæddist í Reykjavík 28. apríl 1935. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 26. ágúst 2021. Foreldrar Önnu voru Valgerður María Guðnadóttir, f. á Óspaksstöðum í Hrútafirði 28. október 1894, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2021 | Minningargreinar | 2175 orð | 1 mynd

Ágúst Ingi Rossen

Ágúst Ingi Rossen fæddist á Akranesi 19. janúar 1997. Hann lést á Odense Universitetshospital í Danmörku hinn 7. ágúst 2021. Foreldrar hans eru Marteinn Steen Rossen, f. 14. nóvember 1973, og Ásta Laufey Ágústsdóttir, f. 16. mars 1976. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2021 | Minningargreinar | 371 orð | 1 mynd

Ásvaldur Ingi Guðmundsson

Ásvaldur Ingi Guðmundsson fæddist 20. september 1930. Hann lést 13. ágúst 2021. Ásvaldur var jarðsunginn 28. ágúst 2021. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2021 | Minningargreinar | 1520 orð | 1 mynd

Guðmunda Magnea Friðriksdóttir

Guðmunda Magnea Friðriksdóttir, til heimilis í Reykjanesbæ, fæddist í Ystabæ á Látrum í Aðalvík 5. janúar 1925. Hún lést á Hrafnistu, Nesvöllum, 23. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru Friðrik Finnbogason, f. 1879, d. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2021 | Minningargrein á mbl.is | 1455 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðmunda Magnea Friðriksdóttir

Guðmunda Magnea Friðriksdóttir til heimilis í Reykjanesbær, fæddist  í Ystabæ að Látrum í Aðalvík 5.janúar 1925. Hún lést á Hrafnistu, Nesvöllum 23.ágúst 2021.Foreldrar hennar voru Friðrik Finnbogason f.1879 d. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2021 | Minningargreinar | 1404 orð | 1 mynd

Magdalena S. Ingimundardóttir

Magdalena Soffía Ingimundardóttir fæddist 30. desember 1932 á Ísafirði. Hún lést 12. ágúst 2021. Foreldrar Magdalenu voru hjónin Ingimundur Ögmundsson, útgerðarmaður og byggingameistari, f. 1881, d. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2021 | Minningargreinar | 878 orð | 1 mynd

Ólafur Guðlaugur Viktorsson

Ólafur Guðlaugur Viktorsson fæddist 9. janúar 1949. Hann lést 25. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Ólöf Anna Ólafsdóttir, fædd 1929, látin 2005 og Viktor Þorkelsson, fæddur 1923, látinn 1994. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. september 2021 | Viðskiptafréttir | 670 orð | 5 myndir

Traustar stoðir en þungt högg

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skilað til Alþingis skýrslum sem Þorgerður K. Gunnarsdóttir og fleiri alþingismenn óskuðu eftir um annars vegar stöðu lífeyrissjóða í hagkerfinu og hins vegar um lántökur ríkissjóðs á næstu árum. Meira
7. september 2021 | Viðskiptafréttir | 163 orð | 1 mynd

Verne Global selt á 42 milljarða

Breski fjárfestingasjóðurinn Digital 9 infrastructure plc. hefur keypt Verne global sem rekur gagnaver á Ásbrú á 42 ma.kr. Þetta kemur fram í tilkynningu. Verne er meðal annars í eigu Novator partners, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Meira

Fastir þættir

7. september 2021 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 dxc4 5. e3 a6 6. a4 b6 7. Bxc4 Bb7...

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 dxc4 5. e3 a6 6. a4 b6 7. Bxc4 Bb7 8. 0-0 Rbd7 9. De2 Bb4 10. Hd1 0-0 11. Bd2 De7 12. Hac1 Hfe8 13. Ra2 Bd6 14. Rc3 e5 15. Rg5 Hf8 16. d5 e4 17. f4 exf3 18. Rxf3 Hfe8 19. Hc2 Rg4 20. He1 Bc5 21. Rd1 Rdf6 22. h3 Rh6... Meira
7. september 2021 | Í dag | 983 orð | 3 myndir

Gaman að taka þátt í að móta menntun lögreglumanna á Íslandi

Heiðrún Ósk Ólafsdóttir fæddist 7. september 1981 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Ég ólst upp í þorpinu á Akureyri, var í Síðuskóla alla mína tíð og held að æska mín hafi verið ósköp hefðbundin.“ Heiðrún fór oft í sveitina til afa og ömmu á Hofi í Arnarneshreppi. „Við frændsystkinin vorum mikið í sveitinni og það var oft fjör og glatt á hjalla.“ Hún segir að sumrin hafi að mestu liðið í leik en þau fengu að hjálpa aðeins til. „Við fengum að gefa kúnum og rákum svo kýrnar. En svo vorum við bara mest að leika okkur og það var mjög gaman.“ Meira
7. september 2021 | Árnað heilla | 200 orð | 1 mynd

Hafrún Olgeirsdóttir

30 ára Hafrún fæddist á Húsavík þar sem hún býr enn. „Ég átti mjög góða hefðbundna æsku enda er mjög barnvænt og gott að alast upp á Húsavík.“ Hafrún spilaði fótbolta með Völsungi frá því hún var sex ára og var toppkona í boltanum. Meira
7. september 2021 | Í dag | 105 orð | 1 mynd

Íslendingar háma í sig nýju plötuna

Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú nýbúinn að gefa út glænýja plötu, plötuna Donda, og virðast Íslendingar taka henni nokkuð vel því að hvorki meira né minna en 15 lög af plötunni eru nú komin á Tónlistann, þar af þrjú í topp tíu. Meira
7. september 2021 | Í dag | 49 orð

Málið

Sú var tíð að maður hefði verið brenndur á báli, og prentverkið með manni, fyrir að „prenta“ teikningu að hlut þannig að út kæmi hluturinn sjálfur. Meira
7. september 2021 | Í dag | 249 orð

Sundreiðin og upp eða niður

Fyrst er limran „Sundreiðin“ eftir Guðmund Arnfinnsson: Hann Sæmi úr Svartaskóla sundreið kolsvörtum drjóla „yfir hafið og heim“ og hrekkjóttum þeim með saltara sökkti fóla. Meira
7. september 2021 | Í dag | 24 orð | 3 myndir

X21 Samgöngur og ferðaþjónusta

Frambjóðendurnir Hildur Sverrisdóttir (D), Líneik Anna Sævarsdóttir (B) og Álfheiður Eymarsdóttir (P) ræða samgönur og ferðaþjónustu, fyrir, á eftir og á meðan heimsfaraldri... Meira

Íþróttir

7. september 2021 | Íþróttir | 562 orð | 2 myndir

29 ára milljarðamæringur

Golf Kristján Jónsson kris@mbl.is Patrick Cantlay stóð uppi sem sigurvegari í PGA-mótaröðinni í golfi á þessu keppnistímabili. Hann varð í efsta sæti stigalistans eftir að hafa unnið tvö síðustu mótin í FedEx-úrslitakeppninni. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 303 orð | 1 mynd

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, átti mjög...

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, átti mjög áhugaverða innkomu í leik Íslands og Norður-Makedóníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli á sunnudaginn síðasta. Vinstri bakvörðurinn kom inn á í stöðunni 0:2 á 66. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Átta Þýskalandsmeistarar og þrír Evrópumeistarar í þýska hópnum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir stórliði Þýskalands í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli á morgun. Íslenska liðið er með fjögur stig í fimmta og næstneðsta sæti riðilsins en Þjóðverjar eru í efsta sætinu með 12 stig. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 20 orð | 1 mynd

Bikarkeppni kvenna 16-liða úrslit: Stjarnan – Tindastóll 68:43...

Bikarkeppni kvenna 16-liða úrslit: Stjarnan – Tindastóll 68:43 Fjölnir – Breiðablik 83:55 KR – ÍR 57:60 Grindavík – Njarðvík... Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Breytingar á U21-árs landsliðinu

Mikael Egill Ellertsson og Hjalti Sigurðsson hafa verið kallaðir inn í U21-árs landsliðshópinn í knattspyrnu sem mætir Grikklandi í undankeppni EM 2023 á Würth-vellinum í Árbænum í dag. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Frá Danmörku til Frakklands

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er á leið til Frakklands á næsta keppnistímabili og mun ganga til liðs við stórlið Nantes. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Guðrún hækkaði sig um tíu sæti

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er komin í 74. sæti á styrkleikalista Evrópumótaraðarinnar í golfi eftir góðan árangur á Opna Creekhouse-mótinu í Kristianstad í Svíþjóð um nýliðna helgi. Guðrún Brá hafnaði í 24. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 53 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Undankeppni EM U21 árs karla: Würth völlur Árbæ: Ísland...

KNATTSPYRNA Undankeppni EM U21 árs karla: Würth völlur Árbæ: Ísland – Grikkland 17 Lengjudeild karla: Extra völlurinn: Fjölnir – ÍBV 17:30 KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, 16-liða úrslit: TM Hellirinn: ÍR – Þór Þ. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 152 orð

Nokkrir stórleikir í fjórðungsúrslitum

Keflavík tekur á móti Haukum í fjórðungsúrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, í Blue-höllinni í Keflavík hinn 11. september en dregið var í höfuðstöðvum KKÍ í Laugardal í gær. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 423 orð | 1 mynd

Ógnarsterkir Þjóðverjar

HM 2022 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir stórliði Þýskalands í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli á morgun. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 790 orð | 3 myndir

Spennandi blanda yngri og reyndari leikmanna

HM 2023 Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Stórlið bíða Vals í Evrópu

Dregið verður í dag til 2. umferðar í Evrópudeild karla í handknattleik og verða Íslandsmeistarar Vals í skálinni. Valur er í neðri styrkleikaflokki og mun fá andstæðing úr efri styrkleikaflokki. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

Svíþjóð Bikarkeppni, 16-liða úrslit: Hallby – Skövde 29:33 &bull...

Svíþjóð Bikarkeppni, 16-liða úrslit: Hallby – Skövde 29:33 • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fjögur mörk fyrir... Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Tveir leikir fram undan í Kósovó

KA/Þór mætir Istogu frá Kósovó í 2. umferð Evrópubikarkeppni EHF í handknattleik en það bendir allt til þess að báðir leikirnir muni fara fram ytra. Erlingur Kristjánsson, formaður kvennaráðs KA/Þórs, sagði í samtali við Akureyri. Meira
7. september 2021 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Undankeppni HM karla Suður-Ameríkuriðill: Ekvador – Síle 0:0...

Undankeppni HM karla Suður-Ameríkuriðill: Ekvador – Síle 0:0 Paragvæ – Kólumbía 1:1 Úrúgvæ – Bólivía 4:2 Staðan : Brasilía 21 stig, Argentína 15, Ekvador 13, Úrúgvæ 12, Kólumbía 10, Paragvæ 8, Síle 7, Bólivía 6, Venesúela 4. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.