Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikill meirihluti borgarbúa, 69,3%, er jákvæður gagnvart göngugötum í miðborginni en tæp 16% segjast vera neikvæð og tæp 15% eru í meðallagi jákvæð eða neikvæð. Afstaða íbúanna til göngugatnanna getur þó verið mjög mismunandi eftir því í hvaða hverfum þeir búa og ríflega fjórðungur eða 27,6% telur göngugötusvæðið vera of stórt en 30,3% telja það of lítið. Innan við helmingur borgarbúa eða 47,6% er þeirrar skoðunar að göngugöturnar hafi jákvæð áhrif á verslun í miðborginni en rúm 30% segja þær hafa neikvæð áhrif á verslun.
Meira