Greinar laugardaginn 18. september 2021

Fréttir

18. september 2021 | Innlendar fréttir | 146 orð

1,9 milljarða framkvæmd

Stórfelldar endurbætur eru nú hafnar á fangelsinu á Litla-Hrauni enda hefur lengi legið fyrir að húsnæðið þar sé ófullnægjandi á alla mælikvarða. Stefnt er að því að endurbótum ljúki árið 2023 og munu þær kosta um 1,9 milljarða króna. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

33 sýkingar af salmonellu 2020

Alls greindust greindust 33 tilfelli af salmonellusýkingu í fólki hér á landi á seinasta ári. Smitið reyndist af innlendum uppruna hjá 16 einstaklingum, en átta höfðu smitast erlendis. Ekki var vitað um uppruna hjá níu tilfellum. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 400 orð | 2 myndir

Aðstæðurnar álíka í Kraganum

Leiðir verði greiðar og heilbrigðisþjónustu í lag. Þetta segir fólkið í Kraganum, sem velur sér 13 fulltrúa til setu á Alþingi. Lífskjörin í umræðu og unga fólkið vill ræða loftslagsmálin. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 765 orð | 2 myndir

Aukinn kraftur í skógrækt

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skógrækt hefur tekið við sér síðustu ár og útlit er fyrir að í ár verði gróðursettar hátt í fimm milljónir plantna. Mest var gróðursett á árunum í kringum hrun, um eða yfir sex milljónir á árunum 2007 til 2009, en síðan kom bakslag. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segist gera sér vonir um að á næsta ári fari gróðursetning á ný yfir sex milljón plöntur og aukist síðan enn frekar. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 443 orð | 2 myndir

ÁTVR höfðar mál á hendur Arnari

Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur höfðað mál á hendur Arnari Sigurðssyni, eiganda Santewines SAS og Sante ehf., til að láta af starfsemi að viðlögðum dagsektum og til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Bakkabræður í Gaflaraleikhúsinu

Kómedíuleikhúsið sýnir brúðuleikinn Bakkabræður í Gaflaraleikhúsinu í dag, laugardag, og sunnudaginn 26. september kl. 13 báða daga. Sýningin var frumsýnd fyrir vestan í sumar en kemur nú í leiðferð suður. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 707 orð | 2 myndir

„Eitthvað hefur komið fyrir“

Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nú þegar styttist mjög í laxveiðisumrinu hefur mest veiðst í Ytri-Rangá og við vesturbakka Hólsár, tæplega 3.000 laxar á miðvikudagskvöldið var. Rúmlega 2.800 höfðu veiðst í Eystri-Rangá, um 1. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

„Hilluvaran“ ekki í boði

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Engar lóðir eru til sölu undir sérbýli eða fjölbýli hjá Reykjavíkurborg í augnablikinu, að því er fram kemur í svari borgarinnar við fyrirspurn blaðsins. Vísað var til svars við fyrirspurn um málið í borgarráði, hinn 16. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

„Samfylkingin blaðrar út í eitt“

Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar og mun setja sitt X við annan lista nú en í síðustu kosningum. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 516 orð | 2 myndir

Blóðgjöf endurnýjar og viðheldur betri heilsu

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Blóðgjafafélag Íslands átti 40 ára afmæli í sumar. Á aðalfundi félagsins skömmu áður hætti Jón Svavarsson sem formaður eftir sjö ára setu. Hann er samt ekki hættur að gefa blóð, hefur gefið svonefnda heilgjöf 168 sinnum og hefur sett stefnuna á 175 skipti. „Ég má bara gefa blóð á um þriggja mánaða fresti og til sjötugs, ef heilsan heldur, en blóðgjöf er ekki aðeins lífgjöf heldur veldur hún ákveðinni endurnýjun og viðheldur þannig betri heilsu,“ segir hann. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ekkert bull um umhverfismálin

„Ungt fólk er meðvitað um umhverfismál og þær breytingar á lífríkinu sem eru að koma fram. Umfjöllunin má þó ekki vera bull eða skapa hræðslu,“ segir Bjarki Þór Sigurðsson, nemi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Eldur í Bríetartúni

„Það var ekkert rosalega mikill eldur þegar að var komið þó þetta liti mjög illa út. Þannig að það gekk mjög fljótt og vel að slökkva,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 710 orð | 2 myndir

Frisbígolf og fjölbreytni í Reykjanesbæ

Úr bæjarlífinu Reykjanesbær Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær hefur lengi verið fjölmenningarlegur bær og á undanförnum árum hafa íbúar af erlendum uppruna verið um fjórðungur. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Hálft ár frá upphafi eldgossins í Geldingadölum

Eldgosið í Geldingadölum er orðið það lengsta á þessari öld. Sex mánuðir eru á morgun frá því gosið hófst, 185 dagar. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 367 orð | 7 myndir

Hálft ár frá upphafi jarðeldanna í Geldingadölum

Sex mánuðir eru á morgun frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst að kvöldi 19. mars. Það eru 185 dagar að báðum dögum meðtöldum og gosið það lengsta á þessari öld. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Háskólanemar nú 2,7% íbúa Ísafjarðar

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Aldrei hafa fleiri nemendur verið innritaðir í nám á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða. Alls hófu 43 nemendur nám í tveimur námsleiðum setursins í haust. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Hressilega uppstokkun frá vinstri

„Mikilvægt er að farið sé strax í framkvæmdir við lokaáfanga Arnarnesvegar, sem tengja á saman efstu byggðir Kópavogs og Breiðholt,“ segir Vilhjálmur Einarsson, fasteignasali í Kópavogi. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Hörður forstöðumaður ÚÚ Sports

Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur ráðið nýjan forstöðumann íþróttadeildar fyrirtækisins, ÚÚ Sports. Um er að ræða Hörð Hilmarsson, sem stofnaði ÚÚ Sport fyrir um 30 árum ásamt félaga sínum, Þóri Jónssyni. Meira
18. september 2021 | Erlendar fréttir | 205 orð

Kalla sendiherra heim

Ríkisstjórn Frakklands hefur kallað sendiherra sína heim frá Bandaríkjunum og Ástralíu til þess að mótmæla samningi landanna tveggja sem hallar á Frakka. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 638 orð | 2 myndir

Kynjagjáin sker bæði menntun og störf

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Níu flokkar inni á þingi og stjórnin fallin

Andrés Magnússon andres@mbl. Meira
18. september 2021 | Erlendar fréttir | 171 orð

Réttarhöld hafin vegna smits á skíðasvæðum

Fyrstu réttarhöldin hófust í Vínarborg í gær í skaðabótamálum sem höfðuð voru vegna kórónuveirufaraldurs á skíðasvæðum í Týról í Austurríki í febrúar á síðasta ári. Meira
18. september 2021 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Risavaxið grænmeti á sýningu

Grænmetið, sem var til sýnis á blómasýningu á Englandi í gær, var engin smásmíði. Kálhausarnir voru risavaxnir, gúrkurnar á stærð við lambalæri og graskerin þurfti að flytja á hjólbörum. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Skrifstofur víkja fyrir opnum rýmum

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdasýsla ríkisins vinnur að endurmati á fyrirhugaðri nýbyggingu sem rísa mun hjá Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 428 orð | 2 myndir

Smöluðu mannskap í göngur

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
18. september 2021 | Erlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Stefnir Netflix fyrir fúlgur fjár

Georgíska skákkonan Nona Gaprindashvili, hefur stefnt Netflix og krefur streymisveituna um fimm milljónir Bandaríkjadala, sem gera rúmlega 642 milljónir íslenskra króna. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 370 orð | 2 myndir

Svara gagnrýni frá Mjólkursamsölunni

Guðni Einarsson Freyr Bjarnason Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi mjólkurbúanna KÚ og Mjólku, gerir athugasemdir við yfirlýsingu Mjólkursamsölunnar (MS) vegna fylgiblaðs Fréttablaðsins í fyrradag sem hét Fögnum frelsinu – samkeppnin lifi. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Upplausn eða stöðugleiki

„Núverandi ríkisstjórn nálgast þjóðstjórn, því hún spannar allt hið pólitíska róf,“ segir Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur í Garðabæ. „Heimsfaraldur kom upp. Öryggi og skynsamleg hagstjórn hafa gert djúpa efnahagslægð bærilega. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Úrbætur í umferðaröngþveiti

„Mér eru heilbrigðismál og umferðaröngþveiti efst í huga,“ segir Díana Dögg Víglundsdóttir sem starfar við stafræna þróun hjá Arion banka. „Héðan úr Hafnarfirði er ég um 45 mínútur í og úr vinnu. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Vel lukkuð 500 manna skrúðganga Bergsins

500 ungmenni tóku þátt í skrúðgöngu sem haldin var í tilefni þriggja ára afmælis samtakanna sem reka Bergið headspace. Talan 500 vísar í þann fjölda sem hafa leitað til Bergsins undanfarin tvö ár en samtökin veita ungmönnum fría ráðgjöf og stuðning. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Vilborg Dagbjartsdóttir

Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona og kennari, lést á líknardeild Landspítalans, hinn 16. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Vilborg fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 18.7. 1930. Foreldrar hennar voru Dagbjartur Guðmundsson, f. 19.10. 1886,... Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Vinnsla kjörskrár er óbreytt

Þjóðskrá hefur ekki breytt neinu verklagi við vinnslu kjörskrár, eins og skilja mátti af frétt blaðsins í gær sem byggð var á svörum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þjóðskrá sendi Morgunblaðinu atugasemd þar sem segir m.a. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Vinstri sveifla þegar vika er eftir

Andrés Magnússon andres@mbl.is Greinilega sveiflu til vinstri má sjá í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Meira
18. september 2021 | Innlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Þekking á örnefnum færist milli kynslóða

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Örnefni skipta máli og jafnframt að þekkja staðsetningu þeirra. Þetta er meðal annars nauðsynlegt vegna landnytja, framkvæmda, ferðaþjónustu og raunar margs annars. Meira

Ritstjórnargreinar

18. september 2021 | Reykjavíkurbréf | 1968 orð | 1 mynd

Mál vinnast best án upphlaupsmanna

Leikur kjósanda er ekki gerður auðveldur þegar hann leggur höfuð sitt í bleyti á seinustu dögum kosningaslags. Frambjóðendur hafa gælt við gæluverkefni, og sett girnilega maðka á alla sína öngla og dingla þeim eins og rækju fyrir kött, ótt og títt og ögrandi, í átt að nefi kjósandans. Meira
18. september 2021 | Leiðarar | 628 orð

Skattar þurfa að lækka

Ísland ætti að setja sér markmið um að lækka á lista yfir skattheimtu sem hlutfall af landsframleiðslu Meira
18. september 2021 | Staksteinar | 232 orð | 1 mynd

Varfærin veirueyki

Geir Ágústsson skrifar um veirumál á blog.is og segir meðal annars: „Innlendar takmarkanir vegna veiru eru nú afnumdar í Danmörku. Fólk hittist í stórum hópum, faðmast, tekur í hendur, treðst í röðum og á skemmtistöðum, situr þétt á skrifstofum og almenningsfarartækjum og lifir eðlilegu lífi. Meira

Menning

18. september 2021 | Tónlist | 89 orð | 1 mynd

Árstíðir hlutu verðlaun í lagakeppni

Hljómsveitin Árstíðir vann nýverið til verðlauna í alþjóðlegri sönglagakeppni sem ber nafnið The John Lennon Songwriting Contest. Meira
18. september 2021 | Kvikmyndir | 371 orð | 1 mynd

Einstök kvikmynd Rósku sýnd

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl. Meira
18. september 2021 | Myndlist | 447 orð | 1 mynd

Eitt leiðir af öðru

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Upphafið er í miðjunni/ In Media Res nefnist einkasýning Huldu Stefánsdóttur sem opnuð verður kl. 17 í dag, laugardag, í BERG Contemporary á Klapparstíg 16. Meira
18. september 2021 | Tónlist | 526 orð | 3 myndir

Eitt orð myndi gerbreyta öllu

Iðunn Iuvenilis, sem er listamannsnafn Iðunnar Snædísar Ágústsdóttir, er ungt og upprennandi tónskáld sem sinnir tilrauna- og popptónlist jöfnum höndum. Meira
18. september 2021 | Myndlist | 59 orð | 1 mynd

Fjórir hlutu Premium Imperiale

Bandaríski myndlistarmaðurinn James Turrell hlýtur japönsku Premium Imperiale-listaverðlaunin í ár fyrir skúlptúr og í verðlaunafé 100.000 sterlingspund, jafnvirði 18 milljóna króna. Meira
18. september 2021 | Tónlist | 123 orð | 1 mynd

Flytja lettnesk og íslensk tónverk

Píanóleikararnir Dzintra Erliha frá Lettlandi og Snorri Sigfús Birgisson halda tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 20. Meira
18. september 2021 | Tónlist | 771 orð | 2 myndir

Fyrstu tónleikarnir erlendis í 639 daga

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Einn af virtari háskólakórum heims, kór Clare College í Cambridge á Englandi, kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag, laugardag, kl. Meira
18. september 2021 | Fjölmiðlar | 231 orð | 1 mynd

Goðsagnir eru ekki alltaf fullkomnar

Ég gaf mér loksins tíma á dögunum til þess að horfa á „The Last Dance“ á streymisveitunni Netflix. Það var auðvitað búið að tala mikið um þessa þætti sem komu út á síðasta ári. Meira
18. september 2021 | Tónlist | 230 orð | 1 mynd

Leika Piazzolla í Hörpu

Fyrstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á yfirstandandi starfsári fara fram í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Meira
18. september 2021 | Tónlist | 143 orð | 1 mynd

Leikur verk eftir Sveinbjörn í Hofi

Tónlistarfélag Akureyrar hefur vetrardagskrá sína með tónleikum í Hömrum í Hofi á morgun, sunnudag, kl. 16. „Þá leikur Þórarinn Stefánsson píanóleikari verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Meira
18. september 2021 | Tónlist | 63 orð | 4 myndir

Níunda sinfónía Beethovens, sem er eitt dáðasta verk tónlistarsögunnar...

Níunda sinfónía Beethovens, sem er eitt dáðasta verk tónlistarsögunnar, var flutt á tvennum tónleikum í Eldborg Hörpu í vikunni. Um tónsprotann hélt Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri sveitarinnar. Meira
18. september 2021 | Myndlist | 71 orð | 1 mynd

Núllvigur hjá Listhúsi Ófeigs

Núllvigur / Zero Vector nefnist málverkasýning sem Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir opnar í Listhúsi Ófeigs í dag kl. 14-17. „Ferðalag línanna í tíma og rúmi er viðfangsefni mitt á þessum vettvangi. Meira
18. september 2021 | Bókmenntir | 234 orð | 1 mynd

Nýfundin smásaga Williams gefin út

„The Summer Woman“ eða Sumarkonan nefnist áður óútgefin smásaga eftir bandaríska höfundinn Tennessee Williams sem nýverið kom í leitirnar og birt var í nýjasta eintaki tímaritsins Strand Magazine sem kom út í vikunni. Meira
18. september 2021 | Myndlist | 101 orð | 1 mynd

Ró í náttúrunni í Mjólkurbúðinni

Ró í náttúrunni nefnist sýning sem hófst í gær í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélags Akureyrar, og lýkur 28. september. Meira
18. september 2021 | Myndlist | 86 orð | 1 mynd

Sýnir í Portfolio

Björgvin Jónsson opnar sýninguna Spegil-mynd í Portfolio galleríi, Hverfisgötu 71, í dag kl. 16. Björgvin sýnir nú í fyrsta sinn á Íslandi en hann hefur áður sýnt í New York, Los Angeles og Kýpur. Hann gengur undir listamannsnafninu V.K.N.G. Meira

Umræðan

18. september 2021 | Aðsent efni | 645 orð | 2 myndir

Allt upp í loft

Eftir Sigurð Guðmundsson: "Losun vegna brennslu á eldsneyti nær nýjum hæðum." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 415 orð | 3 myndir

Ákvarðanir um 6.000 milljarða sparnað almennings verða að vera í sátt

Eftir Friðrik Jónsson, Ragnar Þór Pétursson og Sonju Ýr Þorbergsdóttur: "Nokkur styr hefur staðið um forsendur og framtíð íslenska lífeyriskerfisins undanfarið." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 634 orð | 1 mynd

Bara „þingmannafrumvarp“

Eftir Emil Thoroddsen: "Lög um kostnaðarþátttöku við sálfræðiþjónustu voru samþykkt á Alþingi 30. júní 2020. Lögunum hafa ekki fylgt efndir. Greinin er ákall á efndir." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 379 orð | 1 mynd

Fjárfestum í heilbrigði þjóðarinnar

Eftir Sigurð Inga Jóhannsson: "Við í Framsókn erum fylgjandi því að heilbrigðiskerfið sé heilbrigð blanda af opinberum rekstri og einkarekstri." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 720 orð | 1 mynd

Forlögin mótast í móðurkviði

Eftir Arnar Sverrisson: "Óábyrgt líferni mæðra á meðgöngu veldur fóstrum og börnum stundum alvarlegu heilsutjóni. Um lýðheilsuvanda gæti verið að ræða" Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 810 orð | 1 mynd

Fögur er hlíðin – Minningabrot um útvarpserindi

Eftir Gunnar Guttormsson: "Það er tilhlökkunarefni að fá í hendur smásagnasafn snillingsins Jóns Óskars." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 373 orð | 1 mynd

Horfðu til himins

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Sú gjöf Guðs sem kærleikur hans er og umhyggja fyrir okkur rennur ekki út og hefur engan síðasta neysludag. Okkar er bara að þiggja og fara vel með." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 676 orð | 1 mynd

Hvað fór úrskeiðis?

Eftir Gísla Má Gíslason: "Hvað fór úrskeiðis með rammaáætlun um verndun og nýtingu landssvæða m.t.t. virkjanakosta?" Meira
18. september 2021 | Pistlar | 312 orð

Hvers vegna gelti hundurinn ekki?

Í smásögu um leynilögreglumanninn Sherlock Holmes, Silver Blaze, sem hlotið hefur heitið Verðlauna-Blesi á íslensku, hverfur verðmætur veðreiðahestur um nótt. Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Iðnnámið er sprungið

Eftir Júlíus Viggó Ólafsson: "Sú ríkisstjórn sem tekur við verður að halda áfram, fjárfesta í innviðum framhaldsskólanna, búa til skólaplássin og sjá til þess að iðn- og verknemar hafi aðgang að sömu tækifærum og bóknemar." Meira
18. september 2021 | Pistlar | 754 orð | 1 mynd

Landbúnaðarstefnan Ræktum Ísland!

„Ég efast að nokkur atvinnugrein eigi slíka vinnu sem stefnan byggir á. Löngu tímabært og mikilvægt,“ segir Haraldur Benediktsson réttilega. Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Menningarleg endurnýjun

Eftir Birgi Þórarinsson: "Ég tel að eitt stærsta verkefni næstu ríkisstjórnar sé að efla með þjóðinni sameiginlega sýn um menningarlega sjálfsímynd hennar." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 424 orð | 1 mynd

Mikilvægi heiðarleikans

Eftir Guðjón Jensson: "Fyrir daga kjaradóms fyrir nær 60 árum, fengu þingmenn greidda einungis þá daga sem þinghald stóð yfir." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 225 orð | 1 mynd

Ólympíu„mót“ eða –„leikar“ fatlaðra

Eftir Bryndísi Svavarsdóttur: "Ég get ekki séð að erlendum aðilum komi við eða að það skipti þá máli hvernig við þýðum yfir á okkar tungu. – Opið bréf til Íþróttasambands fatlaðra." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 560 orð | 2 myndir

Skýr skilaboð um stöðugleika

Eftir Árna Sigurjónsson og Sigurð Hannesson: "Atvinnulíf sem býr við stöðugleika er best til þess fallið að skapa störf og verðmæti fyrir fólkið í landinu." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 655 orð | 1 mynd

Skýr stefna Sjálfstæðisflokks í loftslagsmálum

Eftir Njál Trausta Friðbertsson: "Sjálfstæðisfólk telur að í viðureign við loftslagsvá felist fjöldi tækifæra, ekki síst með grænum fjárfestingum fyrirtækja og nýsköpun." Meira
18. september 2021 | Pistlar | 463 orð | 2 myndir

Skýrt og auðskiljanlegt málfar

Einu sinni heyrði ég erlendan sérfræðing í textagerð og málnotkun segja frá reynslu sinni. Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 770 orð | 1 mynd

Staðreyndir um rafefnaeldsneyti

Eftir Egil Þóri Einarsson: "Framleiðsla á rafefnaeldsneyti hefur verið mjög til umræðu hér á landi að undanförnu. Mikilvægt er að staðreyndir málsins liggi fyrir." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd

Sveigjanlegt gengi er siðlaus svikamylla

Eftir Ole Anton Bieltvedt: "Önnur aðferðafræði, einkum sú sem byggist á „sveigjanlegu gengi“, er svikul hentistefna siðlausra og skammsýnna stjórnmálamanna." Meira
18. september 2021 | Pistlar | 400 orð | 1 mynd

Til þess fallið að misskilja

Ég varð virkilega undrandi og ef satt skal segja döpur þann 7. september þegar ég opnaði Stundina og sá fyrirsögnina „Tillögur Flokks fólksins í skattmálum kosta ríkissjóð á annan hundrað milljarða. Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 403 orð | 1 mynd

Tryggjum öldruðum mannsæmandi líf

Eftir Ernu Valsdóttur: "Gerum átak í málefnum aldraðra, greiðum öldruðum mannsæmandi lífeyri og byggjum fjölbreytt búsetuúrræði við allra hæfi." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 622 orð | 2 myndir

Um þetta snúast kosningarnar

Eftir Bjarna Benediktsson: "Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið burðarás í ríkisstjórn sem stóðst þrekprófið." Meira
18. september 2021 | Aðsent efni | 222 orð | 1 mynd

Þitt atkvæði – þínir skattar

Eftir Bessí Jóhannsdóttur: "Núverandi ríkisstjórn hefur verið farsæl um margt." Meira

Minningargreinar

18. september 2021 | Minningargreinar | 351 orð | 1 mynd

Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir

Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir fæddist 4. maí 1935. Hún lést 2. september 2020. Útför hennar fór fram 17. september 2020. Meira  Kaupa minningabók
18. september 2021 | Minningargreinar | 930 orð | 1 mynd

Ester Hallgrímsdóttir

Ester Hallgrímsdóttir fæddist í Bolungarvík 29. september 1942. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði 9. september 2021. Foreldrar Esterar voru Halldóra Hjálmarsdóttir, f. 1907, d. 1948, og Hallgrímur Jónsson, f. 1907, d. 1986. Meira  Kaupa minningabók
18. september 2021 | Minningargreinar | 1772 orð | 1 mynd

Magnús Pálsson

Magnús Pálsson fæddist á Veturhúsum á Eskifirði 28. október 1926. Var hann yngstur tíu systkina sem öll eru nú látin. Systkini Magnúsar: Emerentíana Kristín, 1900, d. 1993, Ólafur, f. 1901, d. 1984, Kjartan, f. 1903, d. 1986, Arnbjörg, f. 1905, d. Meira  Kaupa minningabók
18. september 2021 | Minningargreinar | 414 orð | 1 mynd

Oddur Gústafsson

Oddur Gústafsson fæddist 27. mars 1941. Hann lést 25. ágúst 2021. Útförin fór fram 10. september 2021. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. september 2021 | Viðskiptafréttir | 82 orð | 1 mynd

Íslenski markaðurinn hækkað um 65,4%

Í lok ágúst nam 12 mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi 65,4%. Það er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Meira
18. september 2021 | Viðskiptafréttir | 267 orð | 2 myndir

Seljast eins og heitar lummur

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aron Freyr Eiríksson, löggiltur fasteignasali hjá Ás fasteignasölu, segir mikla spurn hafa verið eftir nýjum íbúðum í Skarðshlíð í Hafnarfirði. Meira
18. september 2021 | Viðskiptafréttir | 525 orð | 2 myndir

Velta Víkurverks orðin 15% hærri en 2020

Baksvið Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Sprenging varð í sölu á ferðavögnum hjá Víkurverki í sumar en heildarsala fyrirtækisins það sem af er þessu ári er orðin 10-15% meiri en í fyrra. Meira

Daglegt líf

18. september 2021 | Daglegt líf | 1048 orð | 4 myndir

Ég fékk aðeins að kyssa mölina

„Hann Fjarki hefur tamið mig jafnvel meira en ég hann. Þar er fegurðin í sambandinu,“ segir Magnús Kjartansson um samband sitt við öldunginn Fjarka, reiðhest hans sem fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli í sumar. Meira

Fastir þættir

18. september 2021 | Fastir þættir | 174 orð | 1 mynd

1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 dxc4 5. Bxc4 a6 6. e4 c5 7. d4 b5 8...

1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 dxc4 5. Bxc4 a6 6. e4 c5 7. d4 b5 8. Bb3 cxd4 9. Rxd4 Rbd7 10. Be3 Bb4 11. 0-0 Bb7 12. a4 0-0 13. axb5 axb5 14. Rdxb5 Hxa1 15. Dxa1 Rxe4 16. Hd1 De7 17. Bc2 Rxc3 18. bxc3 Bc5 19. Dc1 Rf6 20. Meira
18. september 2021 | Í dag | 269 orð

Allt vill lagið hafa

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Tækifæri telja má. Tíðum falskt það hljómar. Ei með réttu ráði sá. Rækja sálir frómar. Guðrún B. svarar: Er í lagi að leika sér og lagi fölsku skríkja? Sjaldan í lagi Sjana er, ef Sharialög ríkja. Meira
18. september 2021 | Í dag | 80 orð | 1 mynd

„Við viljum meina að þetta sé óformlegt Íslandsmet“

Þóra Sig., umsjónarmaður matarvefjar mbl.is, tíndi hvorki meira né minna en 160 lítra af bláberjum í berjavertíðinni í ár en hún ræddi um þetta og fleira tengt mat í Ísland vaknar í vikunni. Meira
18. september 2021 | Árnað heilla | 233 orð | 1 mynd

Hafliði Hallgrímsson

80 ára Hafliði Hallgrímsson fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Eftir útskrift frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1962 stundaði hann framhaldsnám hjá Enrico Mainardi í Róm og í framhaldinu við Konunglegu akademíuna í Lundúnum. Meira
18. september 2021 | Árnað heilla | 145 orð | 1 mynd

Helga Magnúsdóttir

Helga Jónína Magnúsdóttir fæddist 18. september 1906 á Vesturhópshólum, V-Hún. Foreldrar hennar voru Þorlákur Magnús Þorláksson, f. 1875, d. 1942, bóndi þar, síðar á Blikastöðum í Mosfellssveit, og fyrri kona hans, Marsibil Sigurrós Jónsdóttir, f. Meira
18. september 2021 | Fastir þættir | 556 orð | 4 myndir

Hitað upp fyrir heimsmeistaraeinvígið

Á „norska mótinu“ í Stafangri í Noregi gefst skákunnendum færi á því að skoða hvað Magnús Carlsen og áskorandi hans Jan Nepomniactchi hafa fram að færa í aðdraganda HM-einvígisins sem hefst í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í... Meira
18. september 2021 | Í dag | 54 orð

Málið

Merking er fólki og breytingum undirorpin. Í Ísl. orðabók merkir það að eiga vingott við e-n tvennt: að vera vinur e-s og að hafa kynmök við e-n . Í Ísl. samheitaorðabók er eintóm vinátta . Í Ísl. Meira
18. september 2021 | Fastir þættir | 172 orð

Mennskir fuglar. S-Allir Norður &spade;ÁK54 &heart;765 ⋄654...

Mennskir fuglar. S-Allir Norður &spade;ÁK54 &heart;765 ⋄654 &klubs;732 Vestur Austur &spade;9873 &spade;DG10 &heart;D10 &heart;G98 ⋄G8 ⋄K1097 &klubs;G9654 &klubs;Á108 Suður &spade;62 &heart;ÁK432 ⋄ÁD32 &klubs;KD Suður spilar... Meira
18. september 2021 | Í dag | 1068 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Þorgrímur Daníelsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Hólmfríður Hermannsdóttir. Meira
18. september 2021 | Árnað heilla | 836 orð | 3 myndir

Samferða góðu fólki í starfinu

Sigríður Kristín Helgadóttir fæddist 19. september 1971 og verður því fimmtug á morgun. „Ég fæddist á Landspítalanum í Reykjavík, foreldrar mínir höfðu þá nýverið flust á suðvesturhornið frá Flateyri við Önundarfjörð. Meira

Íþróttir

18. september 2021 | Íþróttir | 249 orð | 1 mynd

Athyglisverðir leikir eru á dagskrá í næstsíðustu umferð Pepsí Max...

Athyglisverðir leikir eru á dagskrá í næstsíðustu umferð Pepsí Max deildar karla í knattspyrnu á morgun. Breiðablik og Víkingur hafa verið sterkustu liðin en þau eiga útileiki gegn FH og KR sem skipuð eru mörgum fyrrverandi atvinnumönnum. Meira
18. september 2021 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Áfall fyrir meistarana

Handknattleiksmaðurinn Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er á leið í aðgerð á hægri öxl eftir helgi og verður af þeim sökum frá keppni í 8-12 vikur. „Ég hef ýtt á undan mér síðustu ár að fara í aðgerð á öxlinni. Meira
18. september 2021 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Bíða bæði eftir fyrsta sigrinum

Newcastle United og Leeds United gerðu jafntefli á St. James Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Newcastle í kvöld. Raphinha kom Leeds yfir á 13. mínútu þegar sending hans utan af kanti hafnaði í netinu. Allan Saint-Maximin jafnaði á 44.... Meira
18. september 2021 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Fór í gegnum niðurskurðinn

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili komst í gær í gegnum niðurskurð keppenda að loknum 36 holum á Opna franska mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi. Guðrún Brá féll nokkuð niður listann í gær eftir að hafa leikið á 74 höggum. Er hún í 55. Meira
18. september 2021 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

Körfuknattleikur VÍS-bikar kvenna, úrslit: Smárinn: Fjölnir &ndash...

Körfuknattleikur VÍS-bikar kvenna, úrslit: Smárinn: Fjölnir – Haukar L16.45 VÍS-bikar karla, úrslit: Stjarnan – Njarðvík L19.45 Knattspyrna Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Breiðholt: Leiknir R. Meira
18. september 2021 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Leó stóðst pressuna á vítalínunni að Varmá

Leó Snær Pétursson skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Aftureldingu úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og einungis vítakastið eftir í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Leikurinn var liður í 1. Meira
18. september 2021 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Margir telja deildina vera orðna enn sterkari en á síðasta tímabili

Fram hafnar í efsta sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, ef marka spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir komandi keppnistímabil. Val er spáð öðru sætinu og ríkjandi Íslandsmeisturum KA/Þórs því þriðja. Meira
18. september 2021 | Íþróttir | 841 orð | 2 myndir

Nýjasta kennileiti höfuðborgarinnar

MITT SJÓNARHORN Philipp Lahm @philipplahm Á árbakka Seine-árinnar í París, steinsnar frá Louvre-safninu, er að finna Samaritaine-stórverslunina. Síðast þegar byggingin var gerð upp kostaði það 750 milljónir evra. Meira
18. september 2021 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Afturelding – Stjarnan 35:36 Staðan: ÍBV...

Olísdeild karla Afturelding – Stjarnan 35:36 Staðan: ÍBV 110030:272 KA 110028:252 Stjarnan 110036:352 Valur 110022:212 FH 0000:0 Fram 0000:0 Haukar 0000:0 Selfoss 0000:0 Afturelding 100135:360 Grótta 100121:220 Víkingur 100127:300 HK 100125:280... Meira
18. september 2021 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Úr Árbænum í Fossvoginn

Knattspyrnumaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen hefur skrifað undir þriggja ára samning við Víking úr Reykjavík og mun hann ganga formlega til liðs við félagið að tímabili loknu þegar samningur hans við Fylki rennur út í október. Meira
18. september 2021 | Íþróttir | 564 orð | 2 myndir

Von á jafnri og sterkari úrvalsdeild kvenna

Handboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Fram hafnar í efsta sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, ef marka spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir komandi keppnistímabil. Meira

Sunnudagsblað

18. september 2021 | Sunnudagsblað | 6 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Hauksson Já, ég kýs Pírata...

Aðalsteinn Hauksson Já, ég kýs... Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 231 orð | 1 mynd

Að eltast við morðingja

Ættarmótið, um hvað fjallar hún? Ættarmótið snýst um morð og alls kyns tilfinningamál innan fjölskyldu, en eftir lát manns skapast mikið ósamkomulag í fjölskyldunni um ættaróðalið. Er líka verið að leita að morðingjanum? Já, já. Þetta er sakamálasaga. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 125 orð | 1 mynd

Aflýsir vegna veikinda

Veikindi Mike Patton, söngvari málmbandanna Faith No More og Mr. Bungle, hefur aflýst öllu tónleikahaldi í haust vegna andlegra veikinda. „Ég hef verið að glíma við vandamál sem hafa ágerst í heimsfaraldrinum og sækja hart að mér núna. Meira
18. september 2021 | Sunnudagspistlar | 544 orð | 1 mynd

Allir nema ég

Þau ganga venjulega út á það að börnin okkar segja með suðandi sannfæringu að allir krakkarnir í bekknum fái þetta nema þau og nú sé nóg komið. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 1259 orð | 1 mynd

Áhrifamáttur heilandi garða

Mikill ávinningur er fólginn í því að koma upp heilandi görðum við heilbrigðisstofnanir á Íslandi. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 360 orð | 7 myndir

Betri bók ekki verið skrifuð

Ég er kominn á þann aldur að vera með nokkrar bækur í vinnslu á náttborðinu sem ég skiptist á að taka skorpur í. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 3019 orð | 2 myndir

Búin til af ást og hugrekki

Leikkonan Noomi Rapace heillaðist af handriti Dýrsins og ákvað að stökkva á hlutverkið þrátt fyrir að leikstjórinn hefði ekki áður leikstýrt stórri kvikmynd, launin væru lág og myndin á íslensku. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 73 orð | 1 mynd

Ekkert eins ógnvekjandi í lífinu

Heiður Bandaríska söngkonan og leikkonan Jennifer Hudson segir ekkert í þessu lífi hafa verið eins ógnvekjandi og að leika sáldrottninguna Arethu Franklin í kvikmynd um ævi hennar, Respect, enda heiðurinn ofboðslegur. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 173 orð | 1 mynd

Ég er engin fígúra!

Greint var frá því í Morgunblaðinu á þessum degi fyrir fjörutíu árum að bandaríski leikarinn Richard Mulligan ætti erfiða daga. „Hann fer með hlutverk Burts, karlaumingjans í Löðri. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 112 orð | 1 mynd

Forvitin að vita hvað fólki finnst

Áreiti Hin bandaríska Sydney Sweeney kveðst nota samfélagsmiðla sparlega eftir að hún sló í gegn sem leikkona. Ástæðan er níð og almenn neikvæðni sem alla jafna gengur yfir frægt fólk á þeim vettvangi. Þó getur hún ekki alfarið slitið sig frá þeim. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 439 orð | 2 myndir

Grímuklæddur með blóð á hníf

Lögreglan í Galveston í Texas fékk símtal á mánudaginn var, þess efnis að grímuklæddur maður með blóðugan hníf í greipum gengi laus á ströndinni. Laganna verðir fóru á stúfana, fundu manninn og tóku hann höndum. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 482 orð | 1 mynd

Gróðurhús og endurhæfing í meðferðargarði við Grensás

Framkvæmdir standa nú yfir við meðferðargarð við endurhæfingardeild Landspítala við Grensás. „Við erum að gera breytingar á hluta á garðinum sem er á milli sundlaugar og aðalbyggingar hjá okkur og snýr í austur. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 112 orð | 1 mynd

Hann lifir á miðöldum

Endurfundir Maður flettir ekki svo málmgögnum þessa heims að því sé ekki annað slagið velt upp hvort Ritchie Blackmore eigi eftir að spila með Deep Purple á ný en hann yfirgaf bandið, sem hann stofnaði, í fússi árið 1993. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 6 orð | 1 mynd

Helga Þórhallsdóttir Já, ég kýs Samfylkinguna...

Helga Þórhallsdóttir Já, ég kýs... Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 624 orð | 1 mynd

Hvað segja vísindin?

Hugmyndin um heilandi garða er ævaforn og er þar meðal annars hægt að líta til Grikkja sem byggðu merkileg lækningahof. Eitt hið frægasta er Epidaurus-hofið (um 400 f. Kr.) sem var umkringt furuskógi og náttúru. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 54 orð | 1 mynd

Hver er áin á Akureyri?

Áin er oftast næsta sakleysisleg, en breytist stundum í skaðræðisfljót rétt eins og gerðist sl. sumar. Upptökin eru í jöklum á Tröllaskaga, en fleiri vötn falla í ána sem skiptir Akureyarbæ í tvennt. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 61 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 19. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 271 orð | 1 mynd

Meðferðargarður í Kaupmannahöfn

Nýr meðferðargarður var opnaður í Kaupmannahöfn í júní. Þar eru haldinsérstök námskeið gegn streitu en garðurinn er líka opinn öllum. Garðurinn er hluti af Vestre Kirkegård, stærsta kirkjugarði í Danmörku, og er á vegum Kaupmannahafnarborgar. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 858 orð | 3 myndir

Morðjátning og kosningafár

Gunnar Smári Egilsson , formaður Sósíalistaflokksins , fór mikinn í Dagmálum Morgunblaðsins í byrjun vikunnar og sagði að Ísland væri gerspillt samfélag og dómskerfið og stjórnsýslan væru valdaklíka en að baki byggi skipulegt samsæri um að setja menn í... Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 1008 orð | 3 myndir

Mun gera allt sem þú segir!

Nicole Kidman var í karakter frá fyrstu til síðustu töku við gerð sjónvarpsþáttanna Nine Perfect Strangers en þar leikur hún harða bisnesskonu sem snúið hefur sér að hugleiðslu og heilun. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 80 orð | 1 mynd

Ótrúleg björgun kattar – „Kettir eru með níu líf“

Köttur nokkur í Miami í Flórída á líf sitt að launa bandaríska fánanum en myndbönd af kettinum, þar sem hann hangir á einni loppu eftir að hafa dottið úr áhorfendastúkunni á fótboltaleik hjá Appalachian-háskólanum þarsíðasta laugardag, hefur farið sem... Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 3173 orð | 4 myndir

Talibanabragur á mörgu hjá Lúther

„Þessi bók kveikti í mér og mér varð ljóst hversu firrt hugmynd okkar um Lúther er. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 20 orð | 1 mynd

Thelma Björk Jónsdóttir Nei, ég er ekki búin að ákveða mig en er að...

Thelma Björk Jónsdóttir Nei, ég er ekki búin að ákveða mig en er að leita að jöfnum tækifærum fyrir... Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 13 orð | 1 mynd

Tómas Friðjónsson Ég er búinn að kjósa Sjálfstæðisflokkinn; annað kemur...

Tómas Friðjónsson Ég er búinn að kjósa Sjálfstæðisflokkinn; annað kemur ekki til... Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 1234 orð | 7 myndir

Þar sem Japan mætir Perú

Snorri Grétar Sigfússon, eigandi og yfirkokkur á Monkeys, segir staðinn sérhæfa sig í nikkei-matargerð, sem upprunnin er í Perú og Japan. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 163 orð | 1 mynd

Þar sem Queen í veggjum

Verslun tileinkuð rokkbandinu Queen opnuð í lok mánaðar í Lundúnum. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 717 orð | 1 mynd

Þetta kaustu

Ég læt lesendum eftir að reyna að ímynda sér hvernig slíkri fimm flokka stjórn muni farnast. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 379 orð | 1 mynd

Þrjátíu og þrjár miðaldra konur

Já, ég veit, hallærislegt, en mér er bara drullusama! Nú tek ég sporið í eldhúsinu fyrir framan unglingana sem rúlla augunum af hneysklun, sem gerir það bara enn skemmtilegra. Meira
18. september 2021 | Sunnudagsblað | 803 orð | 1 mynd

Öxin og moldin geyma þá best

Árið 1751 voru bræðurnir Jón yngri og Helgi Sigurðssynir frá Kálfagerði teknir af lífi ásamt Bjarna Árnasyni frá Helgastöðum, fyrir morð á bróður sínum, Jóni eldra. Þeir voru dysjaðir við svonefnda Klofasteina í Möðrufellshrauni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.