Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eitt mikilvægasta hlutverk háskóla er, þegar kennslu og rannsóknum sleppir, að vera sterkt afl í samfélaginu. Miðla þekkingu til almennings. Þannig berjumst við gegn bullinu,“ segir dr. Ragnhildur Helgadóttir, nýr rektor Háskólans í Reykjavík. „Mér finnst alveg aðdáunarvert hvað fólk í heilbrigðisvísindum til dæmis hefur verið virkt að segja okkur frá kórónuveirunni og rannsóknum tengdum henni. Vissulega gæti vegið þyngra, samkvæmt akademískum viðmiðum, að segja frá málavöxtum í vísindagrein, en að segja frá mikilvægum efnum svo almenningur skilji er ekki síður nauðsynlegt.“
Meira