Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta á upphaf sitt í því að þegar Unnur var í sjötta bekk í grunnskóla var handavinnukennarinn hennar hér í Flúðaskóla að reyna að finna eitthvað fyrir hana að gera sem hæfði henni. Hún vissi að í framtíðinni myndi Unnur hafa nægan tíma og því væri upplagt að kenna henni að sauma út,“ segir Marta Hjaltadóttir, móður ungrar konu, Unnar Þórsdóttur, en hún situr við dagana langa og saumar út púða sem seldir eru til styrktar Downs-félaginu, en sjálf er Unnur einstök stúlka með Downs-heilkenni.
Meira