Í fyrra lífi sínu, sem hann vill ekki kannast við í dag, var foringi Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári Egilsson, ötull talsmaður aukins einkarekstrar á öllum sviðum og almennt aukins frjálsræðis í viðskiptalífinu, auk þess að taka sjálfur þátt í því af óheftum myndarskap eins og frægt er orðið. Þá viðraði hann, sem ritstjóri Fréttablaðsins, skoðun sína á ýmsum málum og fjallaði meðal annars um það að stjórnmálaflokkum væri „nauðsynlegt að hafa trúverðuga leiðtoga“.
Meira