Greinar þriðjudaginn 28. september 2021

Fréttir

28. september 2021 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

44 kórónuveirusmit greindust um helgina

Alls greindust 44 kórónuveirusmit innanlands um nýliðna helgi, 24 á sunnudag og 20 á laugardag. Þá greindust 39 smit á sl. föstudag. Níu eru á sjúkrahúsi veikir af Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Aðeins skýrslur tveggja kjördæma komu á tilskildum tíma til landskjörstjórnar

Landskjörstjórn hafði einungis fengið skýrslur frá tveimur kjördæmum, um framkvæmd talningar í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardag, þegar skilafrestur rann út klukkan átta í gærkvöldi. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 644 orð | 4 myndir

Auglýstu mikið á samfélagsmiðlum

Baksvið Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Það er mikill munur á notkun samfélagsmiðla í dag og fyrir síðustu kosningar, svo ekki sé talað um enn lengra aftur,“ segir Sigurður Svansson, markaðsstjóri hjá Sahara. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

„Þingmannaskólinn“ fjölsóttur í ár

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Að venju verður haldið námskeið fyrir þingmenn sem eru að setjast á Alþingi í fyrsta skipti. Slík námskeið eru jafnan haldin við upphaf nýs kjörtímabils, nokkrum dögum eftir kjördag. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 559 orð | 1 mynd

Ekki lögreglu að ógilda kosningu heldur Alþingis

Þóra Birna Ingvarsdóttir Oddur Þórðarson Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir það koma í hlut Alþingis að skera úr um hvort kosning hafi verið lögleg og hvort tilefni sé til ógildingar. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Endurtalning í Suðurkjördæmi

Oddur Þórðarson Skúli Halldórsson Þóra Birna Ingvarsdóttir Endurtalning fór fram í Suðurkjördæmi í gær. Fimm stjórnmálaflokkar höfðu óskað eftir endurtalningu en hún fór fram fyrir opnum tjöldum í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Meira
28. september 2021 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Fjallið aftur farið að spúa ösku

Eldfjallið La Cumbre Vieja á Kanaríeyjum hóf aftur í gær að spúa út ösku eftir nokkurra klukkustunda goshlé. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Flokkur fólksins eyddi mest

„Mér sýnist ljóst að allir flokkar hafi eytt tugum milljóna,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um nýafstaðna kosningabaráttu. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Formenn ríkisstjórnarflokkanna upplýstu ekkert um framhaldið

Það var létt yfir Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, er hann kom af fundi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanni VG, og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í gær. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 333 orð | 3 myndir

Gersemar geymdar til eilífðarnóns

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Djúpt í iðrum gamallar kolanámu á Svalbarða eru ýmsir dýrgripir mannkyns geymdir til eilífðarnóns. Þeirra á meðal er stafrænt afrit af norskri þýðingu á Flateyjarbók, sem er stærst allra íslenskra skinnbóka. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Krafa um aukið traust og samstarf

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sagði í ávarpi, sem hann flutti á 76. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Kuldi, mygla og bleyta hafa einkennt sumarið

Kartöflubændur í Þykkabæ hafa þurft að glíma við ýmis vandamál á þessu sumri. Fyrst var það kalt vor svo seint var sett niður og á miðju sumri þegar farið var að hlýna ágætlega gerði mygla vart við sig í kartöflunum. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Lífskjarasamningurinn heldur

Lífskjarasamningurinn á almenna vinnumarkaðinum heldur gildi sínu þrátt fyrir að forsendur hans séu að hluta til taldar brostnar og mun hann því gilda út gildistímann til loka október á næsta ári. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 539 orð | 1 mynd

Matur sem markar leið til betra lífs

Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum „Ég byrjaði í fótbolta eins og flestir Eyjapeyjar en fann mig ekki þar. Byrjaði tólf ára að æfa sund sem hentaði mér vel. Var tuddi í fótboltanum en kunni því vel að smjúga eins og fiskur í gegnum ylvolgt vatnið. Einn og sér, ekkert þras og rifrildi,“ segir Smári Harðarson sem náði góðum árangri í sundinu og hefur alltaf haft ástríðu fyrir íþróttum, hollum mat og heilsusamlegu lífi. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Milljarður vegna landgrunnskrafna

Heildarkostnaður vegna landgrunnsgreinargerða frá aldamótum nam ríflega milljarði króna. Meira
28. september 2021 | Innlent - greinar | 304 orð | 1 mynd

My Way er franskt

Dagskrárstjóra K100, Sigga Gunnars, er margt til lista lagt en í Síðdegisþættinum nýverið brá hann sér í slopp Dr. Music sem veit allt um tónlist. Þar fræddi hann Loga Bergmann og landann um óvænt tíðindi úr tónlistarsögunni. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 475 orð | 1 mynd

Sígauninn Hnútur leggst út yfir sumarið

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Hann hefur elt mig eins og skuggi hér innanhúss frá því að hann kom heim. Hann hangir í fanginu á mér, enda er hann félagsdýr þótt hann fari sínar eigin leiðir,“ segir Laufey Vilhjálmsdóttir, eigandi kattarins Hnúts, sem skilaði sér óvænt heim nú í haust eftir rúmlega þriggja mánaða fjarveru. „Þetta er langlengsta útilegan hans og ég var farin að jarða hann í huganum. Ég hef eytt ómældum tíma í að leita að honum,“ segir Laufey og bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hinn ellefu ára Hnútur lætur sig hverfa. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Skoðuðu Námaskarð í kaldri blíðu

Það var kalt á Norðurlandi í gær og bar á snjó víða, sérstaklega til fjalla. Var þó bjart og mátti sjá fjölda erlendra ferðamanna sem lögðu leið sína um Námaskarð, Goðafoss og Ljósavatn eins og sést á myndum fréttaritara Morgunblaðsins á Norðurlandi. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Skotæfingasvæði SR lokað

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 11. mars 2021 um að gefa út starfsleyfi fyrir starfsemi Skotfélags Reykjavíkur (SR) í Álfsnesi. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Spá jafnvel ofsaveðri í dag

Slæm veðurspá er fyrir norðvestanvert landið í dag með stórhríð á fjallvegum og stormi, jafnvel ofsaveðri. Veðrið átti að byrja norðanlands í nótt en verða verst á Vestfjörðum um miðjan dag í dag, að sögn Vegagerðarinnar. Meira
28. september 2021 | Erlendar fréttir | 518 orð | 3 myndir

Stjórnarmyndun enn í óvissu

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Engar skýrar línur um stjórnarmyndun lágu fyrir í Þýskalandi eftir þingkosningarnar í fyrradag, en Sósíaldemókrataflokkurinn náði þar mestu fylgi, eða um 25,7%, og flestum þingmönnum. Munaði þó einungis um einu og hálfu prósentustigi á þeim og bandalagi kristilegu flokkanna CDU/CSU, en þeir fengu 24,1% eftir að hafa mælst með allt að 21% fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikurnar. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 300 orð | 2 myndir

Stjórnin gefur sér út vikuna

Fréttaskýring Andrés Magnússon andres@mbl.is Viðræður um endurnýjað ríkisstjórnarsamstarf hófust með stjórnarflokkunum í gær, en sagt er að forystumenn þeirra vilji gefa sér út vikuna til þess að komast að því hvort flokkarnir eru á eitt sáttir um meginlínur þess, verkaskiptingu. Takist það muni þeir svo gefa sér þann tíma sem þarf til þess að semja um stjórnarsáttmála, líkt og gert var í upphafi liðins kjörtímabils. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Talning atkvæða endurtekin í Suðurkjördæmi

Atkvæði í Suðurkjördæmi voru endurtalin í gærkvöldi. Yfirkjörstjórn kjördæmisins tók ákvörðun um að láta verða af því, í ljósi þess hve mjótt var á munum milli Miðflokksins og Vinstri grænna. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Unnur Karen

Lægð Ferðamennirnir voru þungir á svip í lægðinni í Reykjavík. Spurning hvort það var veðrið eða fréttir af endurtalningu sem gerði... Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Willum starfandi forseti Alþingis

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Næsta mál á dagskrá er að kanna hvaða verkefni liggja fyrir, hvað bíður manns,“ segir Willum Þór Þórsson alþingismaður. Meira
28. september 2021 | Innlendar fréttir | 325 orð | 2 myndir

Þingmenn eiga rétt á biðlaunum í allt að sex mánuði

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nokkur tími kann að líða áður en nýtt þing kemur saman. Þing skal koma saman eigi síðar en 10 vikum eftir almennar alþingiskosningar. Skv. 22. gr. Meira

Ritstjórnargreinar

28. september 2021 | Leiðarar | 771 orð

Naumt í Þýskalandi

Sósíaldemókratar sigra, en kristilegir gera tilkall til valda Meira
28. september 2021 | Staksteinar | 100 orð | 1 mynd

Þá er það afgreitt

Nú er kosningunum lokið og jafnvel búið að telja atkvæðin og sum þeirra tvisvar. Það er betra að hafa niðurstöðu kosninganna á hreinu. Þetta segir Halldór í Kópavogi að séu skilaboðin þaðan: Meira

Menning

28. september 2021 | Fjölmiðlar | 208 orð | 1 mynd

Ástin blómstrar á einhverfurófinu

Áströlsku þættirnir Love on the spectrum eru í einu orði sagt yndislegir. Þar er fylgst með ungu fólki á einhverfurófi sem er í leit að ástinni, en allar manneskjur þrá jú að elska og vera elskaðar. Meira
28. september 2021 | Tónlist | 1587 orð | 2 myndir

„Ómetanleg menningarverðmæti“

Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við vorum svo blessunarlega vel sett að við þurftum ekki að aflýsa neinum af okkar stóru verkefnum heldur færast þau milli ára. Meira
28. september 2021 | Tónlist | 114 orð | 1 mynd

Fyrsta tónleikaferðin án Watts

Rokksveitin heimskunna Rolling Stones hóf bandarískan hluta stuttrar tónleikaferðar sinnar, sem ber yfirskriftina No Filter, á sunnudaginn í St. Louis í Missouri. Meira
28. september 2021 | Tónlist | 50 orð | 1 mynd

Guðný leikur verk eftir konur á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju

Hádegistónleikar verða haldnir í Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudag, kl. 12 til 12.30. Á þeim leikur Guðný Einarsdóttir, organisti Háteigskirkju, verk eftir konur á bæði orgel kirkjunnar. Meira
28. september 2021 | Bókmenntir | 292 orð | 3 myndir

Miskunnarlaust rutt úr vegi

Eftir Anders Roslund. Elín Guðmundsdóttir þýddi. Kilja. 511 bls. Ugla 2021. Meira
28. september 2021 | Kvikmyndir | 211 orð | 1 mynd

Óskarsverðlaunahafi framleiðir Rift

Óskarsverðlaunahafinn Dustin Lance Black, sem komið hefur að gerð kvikmynda á borð við Milk , J. Edgar og When We Rise , mun framleiða ameríska endurgerð á íslensku hrollvekjunni Rökkur sem Erlingur Óttar Thoroddsen skrifaði og leikstýrði árið 2017. Meira

Umræðan

28. september 2021 | Aðsent efni | 307 orð | 1 mynd

Að kosningum loknum

Eftir Arnar Þór Jónsson: "Undirstöður lýðveldisins verða að vera traustar til að stöðugleiki haldist." Meira
28. september 2021 | Aðsent efni | 742 orð | 2 myndir

Er ekki löngu tímabært að stöðva gróðursetningu stafafuru hér á landi?

Eftir Svein Runólfsson, Andrés Arnalds: "Í upphafi alþjóðlegs áratugar um endurheimt vistkerfa er óásættanlegt að landsáætlun í skógrækt skuli boða stórfellda röskun á vistkerfum Íslands." Meira
28. september 2021 | Aðsent efni | 543 orð | 2 myndir

Sóknarfæri í skólamálum: Markvissar leiðir til að efla vellíðan barna og ungmenna

Eftir Þorstein Þorsteinsson og Gunnlaug Sigurðsson: "Skólarnir gegna mikilvægu hlutverki til að styrkja vellíðan barna og ungmenna. Umsjónarkennarar og námsráðgjafar eru þar í lykilhlutverki." Meira
28. september 2021 | Aðsent efni | 894 orð | 1 mynd

Spænska veikin á Akranesi

Eftir Ásmund Ólafsson: "Ólafur Finsen læknir fullyrðir að allt að 90% fólks í læknishéraði sínu hafi veikst og skráir hann hjá sér 620 sjúklinga frá nóvemberbyrjun og fram í miðjan desember 2018." Meira
28. september 2021 | Pistlar | 373 orð | 1 mynd

Þjóðin kýs réttlæti!

Kæru stuðningsmenn, þið sem hafið byggt flokkinn okkar upp eins fallega og raun ber vitni, þúsund þakkir fyrir allt. Meira

Minningargreinar

28. september 2021 | Minningargreinar | 506 orð | 1 mynd

Friðrika Björnsdóttir

Friðrika Björnsdóttir fæddist á Eskifirði 19. september 1941. Hún lést á Landspítalanum 20. september 2021. Foreldrar hennar voru Björn Kristjánsson, f. 14. nóvember 1917, d. 23. maí 1983, og Borghildur Einarsdóttir, f. 23. júlí 1916, d. 20. apríl 1942. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2021 | Minningargreinar | 3670 orð | 1 mynd

Guðrún Hrund Sigurðardóttir

Guðrún Hrund Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 31. maí 1960. Hún lést á líknardeild Landspítalans 3. september 2021. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórðarson tannlæknir, f. 16.1. 1935, d. 31.5. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2021 | Minningargreinar | 87 orð | 2 myndir

Hjálmar Jóhannesson

Hjálmar Jóhannesson fæddist 31. júlí 1948. Hann lést 15. september 2021. Útför hefur farið fram. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2021 | Minningargreinar | 932 orð | 1 mynd

Magnús Ólafur Einarsson

Magnús Ólafur Einarsson fæddist í Reykjavík 11. júlí 1956. Hann lést 10. september 2021. Foreldrar hans voru Einar Valberg Sigurðsson (f. 1930, d. 2003) og Elísabet Ottesen Magnúsdóttir (f. 1927, d. 1986). Bræður Magnúsar eru Eiríkur Einarsson (f. 5.3. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2021 | Minningargreinar | 6254 orð | 1 mynd

Vilborg Dagbjartsdóttir

Vilborg Dagbjartsdóttir fæddist 18. júlí 1930 á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Hún lést á líknardeild Landspítalans 16. september 2021. Foreldrar Vilborgar voru Dagbjartur Guðmundsson, f. 19.10. 1886, d. 6.4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. september 2021 | Viðskiptafréttir | 447 orð | 3 myndir

Setja upp boxhanskana

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eigendur heilsuræktarkeðjunnar World Class hyggjast færa út kvíarnar og opna einn stærsta bardagaklúbb landsins um áramótin. Verður hann á efri hæð World Class-stöðvarinnar á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Meira
28. september 2021 | Viðskiptafréttir | 155 orð | 2 myndir

Tekjur Deshúsa 165 milljónir 2020

Deshús byggingafélag var með ríflega 165 milljónir króna í tekjur í fyrra, að því er lesa má úr ársreikningi sem hefur verið birtur hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Félagið er í eigu þriggja fjárfesta. Meira
28. september 2021 | Viðskiptafréttir | 234 orð | 1 mynd

Öll kauphallarfélögin hækkuðu í verði í gær

Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands hækkaði í gær um 2,55% í líflegum viðskiptum þar sem öll félögin í kauphöllinni hækkuðu í verði. Meira

Fastir þættir

28. september 2021 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. Rf3 0-0 6. 0-0 c6 7. Dc2 Re4...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. Rf3 0-0 6. 0-0 c6 7. Dc2 Re4 8. b3 Rd7 9. Ba3 Bxa3 10. Rxa3 De7 11. Rb1 a5 12. Re5 f5 13. Rxd7 Bxd7 14. Rd2 Rxd2 15. Dxd2 a4 16. Dc3 b5 17. De3 Dd6 18. f4 Ha7 19. Hab1 axb3 20. c5 Dc7 21. axb3 Ha2 22. Meira
28. september 2021 | Í dag | 234 orð

Á kjördag og það haustar að

Sigríður Hjálmarsdóttir kvað á kjördag: Vinstri öflin vægðarlaust á vetur harðan kalla. Kjósum frekar hægra haust og hagvöxt fyrir alla. Ingólfur Ómar gaukaði að mér þessari haustvísu: Fölva slær á fjallahring fölna gróðurreitir. Meira
28. september 2021 | Árnað heilla | 157 orð | 1 mynd

Birgitta Steingrímsdóttir

30 ára Birgitta Steingrímsdóttir er Reykvíkingur, ólst upp í Árbænum og býr þar. Hún er með BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá sama skóla. Meira
28. september 2021 | Í dag | 106 orð | 1 mynd

Kom eiginkonu sinni á óvart í bíósal

Hjónin Drew og Kayla Gottfried giftu sig árið 2007 og tóku upp mikið af skemmtilegum myndböndum á brúðkaupsdaginn. Meira
28. september 2021 | Í dag | 52 orð

Málið

„Orðin hvor og annar eiga ekki að beygjast saman,“ segir í Málfarsbankanum og sannara orð hefur varla verið sagt lengi. Meira
28. september 2021 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

Reykjavík Ragna Marvinsdóttir fæddist föstudaginn 19. mars 2021 kl. 7.33...

Reykjavík Ragna Marvinsdóttir fæddist föstudaginn 19. mars 2021 kl. 7.33 heima í Reykási. Hún vó 4.040 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Birgitta Steingrímsdóttir og Marvin Ingi Einarsson... Meira
28. september 2021 | Fastir þættir | 170 orð

Spennufíkn. S-AV Norður &spade;109 &heart;10942 ⋄92 &klubs;KG764...

Spennufíkn. S-AV Norður &spade;109 &heart;10942 ⋄92 &klubs;KG764 Vestur Austur &spade;G542 &spade;863 &heart;K83 &heart;DG ⋄8763 ⋄ÁK54 &klubs;95 &klubs;D1032 Suður &spade;ÁKD7 &heart;Á765 ⋄DG10 &klubs;Á8 Suður spilar 4&heart;. Meira
28. september 2021 | Í dag | 41 orð | 3 myndir

Svíakóngur í slæmum félagsskap

Sigríður Klingenberg hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár sem stjörnuspekingur, spámiðill og skemmtikraftur. Sigga er lífskúnstner af guðs náð og með eindæmum jákvæð. Meira
28. september 2021 | Árnað heilla | 752 orð | 3 myndir

Vinnan hluti af áhugamálunum

Margrét Valgerður Helgadóttir fæddist 28. september 1971 í Reykjavík en bjó fyrstu æviárin í Lundi í Svíþjóð. Hún bjó á Selfossi til 10 ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur. Meira

Íþróttir

28. september 2021 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu...

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mun í vikunni tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leikina tvo gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Meira
28. september 2021 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

England Crystal Palace – Brighton 1:1 Staðan: Liverpool 642015:414...

England Crystal Palace – Brighton 1:1 Staðan: Liverpool 642015:414 Manch. City 641112:113 Chelsea 641112:213 Manch. Meira
28. september 2021 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Sethöllin: Selfoss...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Sethöllin: Selfoss – FH 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Akranes: ÍA – Haukar 19. Meira
28. september 2021 | Íþróttir | 849 orð | 4 myndir

Höskuldur var besti leikmaður deildarinnar

Uppgjör 2021 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði og hægri bakvörður Breiðabliks, var besti leikmaðurinn í úrvalsdeild karla í fótboltanum keppnistímabilið 2021 samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Meira
28. september 2021 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Íhuga að spila í Kaplakrika

Svo kann að fara að Vestri spili heimaleik sinn gegn Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði en ekki á Olísvellinum á Ísafirði. Meira
28. september 2021 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Júlíus bestur í 22. umferð

Júlíus Magnússon miðjumaður Víkings var besti leikmaðurinn í 22. og síðustu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu síðasta laugardag, að mati Morgunblaðsins. Meira
28. september 2021 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Jöfnunarmark í blálokin

Neal Maupay reyndist hetja Brighton þegar liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Meira
28. september 2021 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Sjálfkjörin formaður

Ljóst er að Vanda Sigurgeirsdóttir verður kjörin formaður KSÍ til bráðabirgða á aukaþingi knattspyrnusambandsins næsta laugardag en ekkert mótframboð barst áður en frestur til að tilkynna um slíkt rann út um helgina. Meira
28. september 2021 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Þjálfari Vals fékk háa sekt

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik, hefur verið sektaður af Evrópska handknattleikssambandinu, EHF, fyrir framkomu sína eftir leik Vals og Lemgo í fyrri leik liðanna í 2. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.