Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) telja sér ekki fært að afhenda samning við Landspítala – háskólasjúkrahús (LSH) um framleiðslutengda fjármögnun hluta starfsemi spítalans á þessu stigi. Ástæðan er sú að viðræður standa yfir við Sjúkrahúsið á Akureyri og taka þær mið af samningnum við Landspítala. Þetta kom fram í skriflegu svari Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ, við spurningum Morgunblaðsins.
Meira