Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta er fyrsta ullarvikan á Íslandi, það best við vitum,“ segir Margrét Jónsdóttir, ein þeirra kvenna sem standa að ullarviku sem fór af stað sl. sunnudag. „Við erum að fagna þrjátíu ára afmæli Þingborgar með því að halda þessa hátíð, en verslunin, handverkstæðið og ullarvinnslan Þingborg í Flóa var opnuð haustið 1991,“ segir Margrét sem er margt til lista lagt, því auk þess að reka verslunina Þingborg er hún kúabóndi, sauðfjárbóndi, prjónakona, spunakona, sveitarstjórnarmaður, smiður, flísari, pípari og prjónahönnuður.
Meira