Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Breyttir neysluhættir á Vesturlöndum, sem afleiðing af heimsfaraldri kórónuveirunnar, kunna að hafa áhrif á að verðbólga hefur reynst þrálátari í heimshagkerfinu en hagfræðingar og seðlabankar gerðu ráð fyrir. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi í gær þar sem hann ásamt Rannveigu Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra kynntu þá ákvörðun peningastefnunefndar að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, eftir tilkynninguna, eru 1,5% af sjö daga bundnum innlánum.
Meira