Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég er sammála þessum orðum Tómasar og hef lengi talað á þessum nótum,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um ummæli Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra HS Orku, í ViðskiptaMogganum í fyrradag, um að virkja þyrfti meira af endurnýjanlegum orkugjöfum hér vegna orkuskipta í samgöngum, þ.e. rafvæðingar bílaflotans og framleiðslu eldsneytis. Einnig til þess að Ísland legði sitt af mörkum til loftslagsmarkmiðanna.
Meira