Kristín Heiða Kristinsdóttir khkmbl.is „Ó já, það er ekkert smá skemmtilegt að fá svona flotta dóma, bæði uppsetningin sem slík og líka ég fyrir mitt hlutverk,“ segir Elísabet Einarsdóttir sópransöngkona sem var sannarlega í skýjunum þegar blaðamaður náði tali af henni, en hún syngur eitt af aðalhlutverkunum í óperunni Draumi á Jónsmessunótt, sem frumsýnd var nú í október í Óperunni í Malmö í Svíþjóð. Elísabet syngur hlutverk álfadrottningarinnar Títaníu og gagnrýnendur í norrænum fjölmiðlum hafa hlaðið lofi bæði á sýninguna og frammistöðu Elísabetar.
Meira