Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á annað hundrað sindraskeljar hafa fundist í Hvalfirði og við ósa Hafnarár í Borgarfirði á þessu ári. Sindri Gíslason, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, telur miklar líkur á að þessi nýbúi á Íslandi eigi eftir að breiðast nokkuð hratt út norður með Vesturlandi og norður fyrir land. Hvort hægt verði að nýta fiskinn úr skelinni, sem þykir lostæti, segir hann að tíminn verði að leiða það í ljós, hversu mikill þéttleikinn verði og hversu víða hún dreifist.
Meira