Icelandair Group skilaði hagnaði í fyrsta sinn síðan árið 2019 á þriðja fjórðungi þessa árs. Tap félagsins nam 6,9 milljörðum á öðrum fjórðungi ársins og fjórum milljörðum á þeim fyrsta.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eden í Hveragerði brann til grunna fyrir rúmum áratug en útskornar útihurðir eftir Erlend F. Magnússon stóðu eftir. „Skelin bjargaðist, þökk sé slökkviliðsmanni sem sprautaði stöðugt vatni á hurðirnar að utanverðu,“ segir listamaðurinn og horfir hugfanginn á Evu upp við stofuvegginn og Adam liggjandi á búkkum framan við hann.
Meira
Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Fyrir kirkjuþingi, sem hefst um helgina, liggur tillaga um að ráðningabann presta verði framlengt og að ráðist verði í hagræðingu á mannahaldi þjóðkirkjunnar m.a. með fækkun presta á tilteknum stöðum og sameiningu prestkalla.
Meira
Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líklegt að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga á næstunni en í fyrradag greindust 66 smit innanlands. Átta sjúklingar liggja á Landspítalanum vegna Covid-19, allir fullorðnir.
Meira
Elísabet 2. Bretadrottning frestaði í gær fyrirhugaðri heimsókn sinni til Norður-Írlands að læknisráði. Sagði í yfirlýsingu frá bresku krúnunni að læknar hefðu ráðlagt drottningunni að hvíla sig næstu daga, en hún er 95 ára gömul.
Meira
Spilað Mannlífið í miðbænum færist í aukana, enda styttist í aðventuna. Hljómsveitin Mandólín lék fyrir gesti bókabúðar Máls og menningar eitt kvöldið í...
Meira
Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Eyrarrokk er tónlistarhátíð sem haldin verður í fyrsta sinn á Akureyri nú um komandi helgi, föstudag og laugardag. „Þessi hátíð er okkar framlag til að auka við annars fjölbreytt tónlistarlíf á Akureyri,“ segja þeir Rögnvaldur Bragi, Sumarliði Helgason og Helgi Gunnlaugsson sem standa fyrir tónlistarveislunni sem fram fer á Verkstæðinu við Strandgötu 53 á Akureyri, þar sem í eina tíð var Oddviti og síðar Norðurslóðasafn.
Meira
Facebook er enn sem áður mest notaði samfélagsmiðillinn meðal fullorðinna Íslendinga en níu af hverjum tíu segjast nota miðilinn. Þetta kemur fram í nýrri samfélagsmiðlagreiningu greiningarfyrirtækisins Gallup.
Meira
Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel mun hefja vetrarflug frá Amsterdam til Akureyrar eftir áramót, fyrsta flugið er 11. febrúar 2022.
Meira
Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Uppkosning er orð sem er svo fáheyrt að það rataði ekki inn í orðabók Menningarsjóðs. En eftir hina dæmalausu atburðarás í kjölfar talningarinnar í Borgarnesi er sá möguleiki fyrir hendi að endurtaka þurfi atkvæðagreiðsluna í Norðvesturkjördæmi. Það kallast uppkosning á lagamáli.
Meira
Icelandair Group skilaði hagnaði upp á tvo og hálfan milljarð króna á þriðja fjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem verður kynnt á fjarfundi í dag.
Meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær að Rússar fengju vikufrí úr vinnu á launum frá 30. október næstkomandi. Er aðgerðinni ætlað að stemma stigu við auknum fjölda kórónuveirusmita í landinu, en 1.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Atlantsolía hefur verið í viðræðum við Reykjavíkurborg um að loka bensínstöð fyrirtækisins við Háaleitisbraut 12. Áformar Atlantsolía að fjarlægja stöðina og breyta notkun lóðarinnar í íbúðabyggð.
Meira
Jón Arnór, 15 ára og Baldur, 14 ára eru saman í hljómsveit og gáfu á dögunum út lagið Partý í kvöld (Arí Arí Ó) í samvinnu við stjörnuframleiðanda frá LA sem hefur meðal annars unnið með Miley Cyrus, Selenu Gomez og Katy Perry.
Meira
Nefnd á vegum öldungadeildar brasilíska þingsins lagði til í gær að Jair Bolsonaro, forseti landsins, yrði ákærður vegna þess hversu slælega hann hefði brugðist við heimsfaraldrinum. Rúmlega 600.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Bókaunnendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að grípa í tómt þegar kemur að því að kaupa vinsælustu titlana í jólabókaflóðinu.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Góðir möguleikar eru taldir á Norðurlöndum til vinnslu á málmum og öðrum jarðefnum til notkunar í tækni í lágkolefnishagkerfum framtíðarinnar í Evrópu. Í nýrri skýrslu er augunum ekki síst beint að norðanverðri Skandinavíu og Grænlandi, auk hefðbundinna málmvinnslusvæða á Norðurlöndum. Á Íslandi eru meðal annars nefnd svæði í Lóni þar sem sé að finna títan og kopar.
Meira
Milli fjalls og fjöru nefnist ný heimildarmynd eftir Ásdísi Thoroddsen sem frumsýnd er í Bíó Paradís í dag. „Í kvikmyndinni er fjallað um skógrækt 20. aldar til okkar tíma þar sem nauðsyn skógræktar verður æ meiri til að sporna við hamfarahlýnun.
Meira
Harry Potter-stjarnan Emma Watson vakti athygli á græna dreglinum á Earthshot-verðlaunahátíðinni í London um helgina. Watson var ekki bara í hvítum kjól heldur einnig í svörtum buxum. Fötin voru umhverfisvæn í anda verðlaunanna.
Meira
Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Lengi hafa verið uppi getgátur um viðveru norrænna manna í Norður-Ameríku fyrir um þúsund árum. Nú telja vísindamenn sig hafa sannað búsetu þeirra á Nýfundnalandi, árið 1021.
Meira
Tálknafjörður | Starfsmenn Borgarverks hafa unnið við það síðustu daga að leggja slitlag á nýjan veg fyrir botni Tálknafjarðar. Alls er um 1,8 km kafla að ræða en einnig var smíðuð tvíbreið brú yfir Botnsá, 20 metra löng.
Meira
Erna Hrund Hermannsdóttir áhrifavaldur mun stýra nýjum þáttum sem aðgengilegir verða í Sjónvarpi Símans Premium í vetur. Þættirnir bera titilinn Rósin, sem er tilvísun í aðalútgangspunkt Bachelorette-þáttanna.
Meira
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Illa hefur gengið að byggja upp rækjustofna í Arnarfirði og í Ísafjarðardjúpi ef marka má tækniskýrslur og ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna rækjuveiða á fiskveiðiárinu 2021/2022.
Meira
Stjórn Sorpu hefur samþykkt að ganga til samninga við Björn Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, en Björn höfðaði skaðabótamál gegn Sorpu eftir að honum var sagt upp störfum í byrjun síðasta árs.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að það sé best fyrir alla að þetta sé frágengið og við getum farið að snúa okkur að uppbyggingunni,“ segir Líf Magneudóttir, formaður stjórnar Sorpu.
Meira
Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins hefur gefið út árlegt jólamerki sitt en allur ágóði af sölunni rennur óskertur til líknarmála sem tengjast börnum. Félagið hefur staðið að útgáfunni allt frá árinu 1913, eða í 108 ár.
Meira
Baldur S. Blöndal Oddur Þórðarson Dyr inn í talningarsal á Hótel Borgarnesi voru ólæstar á meðan kjörgögn úr Norðvesturkjördæmi lágu þar inni óinnsigluð eftir að talningu lauk í kjölfar þingkosninganna í síðasta mánuði.
Meira
Aðildarfyrirtæki Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, og norska fyrirtækið KraftCert hafa gert með sér samstarfssamning um varnir og viðbúnað fyrir netöryggi.
Meira
Viðgerðarmenn sinntu reglubundnu viðhaldi á fjarskiptamastri við Þorlákshöfn í gær. Fjarskiptainnviðir á Íslandi hafa verið í sviðsljósinu undanfarna daga.
Meira
Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Á sama tíma og flækjustig brotastarfsemi hefur aukist hefur lögreglan aldrei haft jafn mikinn aðgang að rafrænum upplýsingum og nú.
Meira
Þingvallabærinn, aðsetur þingvallanefndar, þjóðgarðsvarðar og prests, og sumardvalarstaður forsætisráðherra, verður ónothæfur næstu vikur og jafnvel mánuði, þar sem umfangsmiklar viðgerðir á þakklæðningu bæjarins standa nú yfir.
Meira
Reykjavíkurborg samþykkti í fyrradag „lýðræðisstefnu“ og gildir hún til ársins 2030 þegar óvissa um lýðræði í borginni tekur við á ný. Og það er ekki nóg með að samþykkt hafi verið lýðræðisstefna, heldur liggur einnig fyrir „aðgerðaáætlun“, sem tryggir auðvitað að stefnan verður ekki orðin tóm. Stefnudrögin voru unnin í „opnu samráðsferli“ og að auki voru handahófsvaldir „rýnihópar“ fengnir til að „ræða lýðræðismál“. Þá voru haldnir „vinnufundir í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar“ til að undirbúa stefnuna og „opinn rafrænn fundur“ um framtíð lýðræðisins í Reykjavík.
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Jón Hjartarson hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2021 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar . Afhenti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri honum verðlaunin við athöfn í Höfða.
Meira
Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Orðið aiôn kemur úr grísku og vísar, ásamt orðunum kairos og chronos, í þrjár mismunandi tegundir af tíma.
Meira
Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég ber mikla virðingu fyrir Vigdísi og er mjög heilluð af henni sjálfri og líka af þeirri staðreynd að kona geti verið forseti.
Meira
Á útgáfulista bókaforlagsins Sölku er venju fremur fjölbreytt útval bóka, veiðibækur, matreiðslubækur, barnabækur, bækur um gönguferðir, fjármálalæsi, glæpi og hlutabréfaviðskipti.
Meira
Leikstjórn: Christoffer Boe. Handrit: Christoffer Boe og Tobias Lindholm. Kvikmyndataka: Manuel Alberto Claro. Tónlist: Anthony Lledo og Mikkel Maltha. Aðalleikarar: Katrine Greis-Rosenthal, Nikolaj Coster-Waldau og Flora Augusta. Danmörk, 2021. 104 mínútur.
Meira
Poppkórinn Vocal Project kemur fram á tónleikum í Guðríðarkirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 undir yfirskriftinni Saman á ný. „Það er söngþyrstur hópur sem bíður þess að halda fyrstu tónleikana í tæp tvö ár.
Meira
Bandaríski sýningarstjórinn og listgagnrýnandinn Gregory Volk heldur í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.
Meira
Eftir Hildi Björnsdóttur: "Borgarstjóri segir umræðu um húsnæðismál vera pólitískt útspil. Það er sérkennilegt viðhorf þegar húsnæðismál eru grundvallarmál í lífi borgarbúa."
Meira
Eins og fleiri hlusta ég á útvarp, og meina þá rásirnar tvær á Rúv, hvor annarri betri. Þar koma fram margir stjórnendur, viðmælendur, lesarar og pistlahöfundar.
Meira
Eftir Jafet Ólafsson: "„Það mun enginn muna hverjir voru númer tvö, þið verðið að vinna.“ Mönnum hljóp kapp í kinn og þetta gekk eftir. Fyrsta sæti og Bermúdaskálin í höfn."
Meira
Í samræmi við heilbrigðisstefnu hefur á síðustu árum verið unnið að því að innleiða þjónustutengda fjármögnun í heilbrigðiskerfinu. Slík fjármögnun hefur tíðkast um árabil í nágrannalöndum okkar og byggist á svokölluðu DRG-flokkunarkerfi sjúkdóma (e.
Meira
Eftir Björn Rúnar Lúðvíksson, Ísleif Ólafsson, Jón Jóhannes Jónsson, Pál Torfa Önundarson og Svein Guðmundsson: "Er ekki eitthvað öfugsnúið við að tala um notendasamráð þegar sjónarmið lögformlegra faglega ábyrgra stjórnenda og læknaráðs Landspítala eru sniðgengin?"
Meira
Eftir Brynjólf Jónsson: "Við höldum hiklaust áfram að gróðursetja stafafuru og bætum landið, bindum mikið kolefni og búum í haginn fyrir komandi kynslóðir."
Meira
Eftir Hauk Arnþórsson: "Í Danmörku virðist þjóðþingið standa nær almenningi en hér á landi og síður er litið á þjóðaratkvæðagreiðslur sem andstætt afl við þingið."
Meira
Helgi fæddist í Reykjavík 27. júní 1936. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar 12. október 2021 á heimili sínu í Stykkishólmi. Foreldrar Helga voru Eiríkur Helgason rafvirkjameistari, f. 14. desember 1907, d. 24. október 1983, og Unnur Jónsdóttir húsmóðir,...
MeiraKaupa minningabók
Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist í Hafnarfirði 31. ágúst 1942. Hún lést á Landspítalanum 10. október 2021. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson (1891-1966) og Guðný Pálína Guðvarðardóttir (1901-1959).
MeiraKaupa minningabók
Svanhildur Gestsdóttir fæddist í Reykjavík 7. mars 1930. Hún lést á Dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 14. október 2021. Foreldrar hennar voru Gestur Pálsson lögfræðingur og leikari og Dóra Þórarinsdóttir húsmóðir.
MeiraKaupa minningabók
Theodór Máni fæddist á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut 18. september 2020. Hann lést í fangi foreldra sinna umvafinn ást og kærleik á heimili sínu þann 7. október 2021. Foreldrar Theodórs Mána eru Anna Gréta Oddsdóttir markaðsfræðingur, f....
MeiraKaupa minningabók
Þóra Jónsdóttir fæddist í Hvítanesi í Kjósarhreppi í Kjós 18. september 1938. Hún lést á heimili sínu 6. október 2021. Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson, f. 1896, d.
MeiraKaupa minningabók
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Verðskrá Póstsins mun taka talsverðum breytingum 1. nóvember næstkomandi og taka breytingarnar til pakkasendinga sem eru 0-10 kg og eins til fjölpósts.
Meira
Fréttaskýring Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Franska fyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa þess á Mílu, dótturfélagi Símans, er alþjóðlegt sjóðsstýringarfyrirtæki með höfuðstöðvar í París. Það leggur áherslu á ábyrgar langtímafjárfestingar. Félagið er í meirihlutaeigu starfsfólks, sem á 70% í félaginu.
Meira
„Svefn og matur er svo nátengt, og það sem ungabörn gera er að sofa og borða, og svo þurfa þau ást,“ segir Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir um ástæðu þess að hún gaf nýja fyrirtækinu sínu um svefnráðgjöf nafnið Sofa Borða Elska.
Meira
„Ef við foreldrarnir værum skósmiðir þá væru strákarnir okkar sennilega líka að smíða skó,“ segir Þórunn Jarla rithöfundur um það að báðir synir hennar skrifi skapandi texta.
Meira
Konur geta upplifað um 30-50 einkenni á breytingaskeiðinu, bæði andleg og líkamleg, og geta afleiðingarnar verið margs konar. Geta konur meðal annars dottið út af vinnumarkaði og geta einkennin haft áhrif á sambönd og hjónabönd.
Meira
Í dag, fimmtudaginn 21. október 2021, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Magnús Haraldur Magnússon og Helga Benediktsdóttir , Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði. Þau voru gefin saman á heimili sr. Guðmundar Guðmundssonar á Útskálum.
Meira
Stefán Einar Stefánsson ræðir í Dagmálum við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, og Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo, um þau framúrskarandi fyrirtæki sem kynnt verða í...
Meira
Kristján Karlsson yrkir: Það lagði sig maður í Líma, mjög langur, í fáeina tíma og vaknaði lár, bæði grettinn og grár en gat ekki varist að kíma.
Meira
Keppinautur er sá sem keppir við e-n (um e-ð). Að skora á hólm þýðir að bjóða til einvígis . Hvort sem ganga á frá keppinautnum fyrir fullt og allt eða reyna sig við hann í viðskiptum, grindahlaupi eða tertubakstri er hann keppinauturinn .
Meira
30 ára Snærós Sindradóttir er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum og býr þar. Hún er dagskrárgerðarkona á RÚV. „Áhugamál mín eru ferðalög og ég er einmitt stödd á Ítalíu. Ég ætla að verja afmælisdeginum á siglingu um Capri og á Capri.
Meira
Flóki Kristinsson fæddist 21. október 1951 í Reykjavík og ólst upp á Barónsstígnum og frá 11 ára aldri í Sólheimum, í öðru af 12 hæða húsunum þar. „Mig langaði alltaf í sveit og mér fannst ég vera sá eini í hverfinu sem ekki komst í sveit.
Meira
Helena Sverrisdóttir skoraði 15 stig fyrir Hauka þegar liðið tapaði 53:66-fyrir Tarbes í L-riðli Evrópubikarsins í körfuknattleik í Frakklandi í gær.
Meira
Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Barcelona – Dynamo Kiev 1:0 Benfica – Bayern München 0:4 Staðan: Bayern München 330012:09 Benfica 31113:44 Barcelona 31021:63 Dynamo Kiev 30120:61 F-RIÐILL: Man.
Meira
Körfuboltinn Kristján Jónsson kris@mbl.is Á meðan bikarmeistarar Hauka voru í Frakklandi að glíma við atvinnumennina í Evrópukeppni, mættust í Subway-deildinni þau lið sem hafa byrjað best í deildinni.
Meira
Cristiano Ronaldo reyndist enn og aftur hetja Manchester United í Meistaradeildinni þegar liðið tók á móti Atalanta í F-riðli keppninnar á Old Trafford í Manchester í gær. Leiknum lauk með 3:2-sigri United en Ronaldo skoraði sigurmark leiksins á 81.
Meira
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir átti frábæran leik fyrir HK og skoraði átta mörk þegar liðið tók á móti ÍBV í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í fjórðu umferð deildarinnar í Kórnum í Kópavogi í gær.
Meira
Íslendingar voru fyrirferðarmiklir í Meistaradeildinni í handknattleik í gær en þá voru fjögur Íslendingalið á ferðinni. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 9 mörk og var markahæstur hjá Kielce sem vann Porto 39:33 í B-riðli.
Meira
Þýskaland Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir þetta tækifæri og þetta er draumur að verða að veruleika ef svo má segja,“ sagði handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg í Þýskalandi, í samtali við Morgunblaðið.
Meira
Starri Friðriksson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna þegar liðið vann fimm marka sigur gegn Selfossi í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Set-höllinni á Selfossi í gær.
Meira
Subway-deild kvenna Njarðvík – Valur 60:63 Skallagrímur – Breiðablik 49:79 Keflavík – Grindavík (62:57) *Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Staðan fyrir leik Keflav. og Grindav.
Meira
„Við erum nokkrar að berjast um þessa stöðu en af því að ég er hugsuð sem hægri bakvörður vil ég klárlega gera mitt besta til að halda stöðunni,“ sagði Guðný Árnadóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á fjarfundi með...
Meira
Yfirtaka sádiarabísks fjárfestahóps á Newcastle United hefur vísast ekki farið fram hjá nokkrum manni. Í gær tók Steve Bruce pokann sinn eftir rúm tvö ár sem knattspyrnustjóri.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.