Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Stigið... og Sigtryggur vann“ hljómaði um árabil í glímukeppni á árum áður. Sama er upp á teningnum í pílukasti, þar sem Þorgeir Guðmundsson, sem verður 77 ára á sunnudag, hefur verið í sviðsljósinu í um aldarfjórðung, en hann fagnaði tveimur titlum í tvímenningi á dögunum. „Ég hef verið ansi sigursæll og er örugglega elsti A-landsliðsmaður Íslands og þótt víðar væri leitað,“ segir Þorgeir.
Meira