Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé byrjaði markvisst að hlaupa fyrir áratug og náði hápunktinum á dögunum, þegar hún tók þátt í 350 km fjallahlaupinu Tor Dés Geants á Ítalíu. Hún kynnti sér svæðið í Ölpunum í æfingaferð í ágúst og hljóp þá alls 210 km og þar af síðasta hlutann í keppnishlaupinu. „Sá undirbúningur hafði mikið að segja,“ segir Halldóra, sem var rúma sex daga að ná takmarkinu, hljóp samtals í 145 klukkustundir og 55 mínútur og svaf í rúmlega níu klukkustundir í heildina.
Meira