Fréttaskýring Andrés Magnússon andres@mbl.is Umræða um húsnæðismál í Reykjavík hefur verið mikil undanfarin ár, enda vel þekkt að erfitt getur verið að finna íbúðarhúsnæði í borginni og fasteignaverð hefur hækkað ört. Svo rammt hefur að þessu kveðið að sumir hafa talað um húsnæðiskreppu í því samhengi og kennt um lóðaskorti, sem rekja megi til stefnu meirihlutans í borginni eða sinnuleysis. Meirihlutinn segir hins vegar að mikil íbúðauppbygging eigi sér stað, en nýjar byggðir þurfi að bíða borgarlínunnar til 2034.
Meira