Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lífríkar fjörur, grunnsævi með æti fyrir fuglategundir, tún, akrar og votlendi með fjölbreyttum gróðri; þetta er meðal þess sem einkennir Bessastaðanes á Álftanesi sem Umhverfisstofnun vinnur nú að friðlýsingu á. Starfið er unnið með embætti forseta Íslands, Garðabæ, ráðuneytum og Minjastofnun Íslands og er hluti af átaki til friðlýsinga sem fráfarandi ríkisstjórn hefur rekið.
Meira