Greinar miðvikudaginn 27. október 2021

Fréttir

27. október 2021 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Alsælar landsliðskonur í rigningunni í Laugardalnum

Ísland vann afar öruggan 5:0 sigur á Kýpur í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í gær. Hér sjást þær Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir fagna marki í gær en þær skoruðu fyrstu tvö mörk Íslands. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 691 orð | 2 myndir

„Þurfum að spyrja þjóðina hvað hún vill“

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tungutak úr heimi almannatengla og auglýsingastofa heyrist nú á kirkjuþingi sem meðal annars ræðir um leiðir til að koma boðskap kirkjunnar á framfæri á öld nýrrar samskiptatækni og samfélagsmiðla. Nýstárlegri þykir þó kannski sú hugmynd starfshóps um samskiptamál að landsmenn verði spurðir hvað þeir vilji frá kirkjunni. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Bessastaðanes verði friðlýst svæði

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lífríkar fjörur, grunnsævi með æti fyrir fuglategundir, tún, akrar og votlendi með fjölbreyttum gróðri; þetta er meðal þess sem einkennir Bessastaðanes á Álftanesi sem Umhverfisstofnun vinnur nú að friðlýsingu á. Starfið er unnið með embætti forseta Íslands, Garðabæ, ráðuneytum og Minjastofnun Íslands og er hluti af átaki til friðlýsinga sem fráfarandi ríkisstjórn hefur rekið. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Brugðist við álitamálum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, í samvinnu við Hafrannsóknastofnun, hefur ákveðið að vinna umhverfismatsskýrslu fyrir burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar í fiskeldi á Austfjörðum og Vestfjörðum í samræmi við ný lög um umhverfismat framkvæmda... Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Bubbi hitti eldri borgara á Seltjarnarnesi

„Bubbi er kóngurinn,“ segir Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju. Þar var í gær, hefð samkvæmt á síðasta þriðjudegi í mánuði, opið hús fyrir eldri borgara í söfnuðinum með ýmsum skemmtilegum atriðum. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Faraldurinn minnir á sig innanlands

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fyllstu ástæðu til þess að hafa áhyggjur af þróun faraldurs Covid-19 á Íslandi í ljósi fjölgunar smita innanlands. Ellefu liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og einn á gjörgæslu. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Flestir aldraðir í eigin húsnæði

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Langflestir aldraðra, 67 ára og eldri í Reykjavík, eða 87%, bjuggu í eigin húsnæði, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði á högum og líðan aldraðra fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar, félagsmálaráðuneytið og Landssamband eldri borgara frá nóvember 2020 til janúar 2021. Meira
27. október 2021 | Erlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Forsetinn verði sviptur samfélagsmiðlum

Þingnefnd öldungadeildar brasilíska þingsins um viðbrögð við kórónuveirunni óskaði í gær eftir því við hæstarétt landsins og embætti ríkissaksóknara að Jair Bolsonaro, forseti landsins, yrði sviptur aðgangi sínum að samfélagsmiðlum. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 453 orð | 1 mynd

Fólk í ósögðu ævintýri

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Torg listamessa stendur yfir á Korpúlfsstöðum á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Þar eru til sýnis og sölu verk fjölmargra listamanna, þar á meðal fimm stórar andlitsteikningar unnar með litkrít á pappír eftir Bjarna Ólaf Magnússon, en hann hefur ekki sýnt síðan 2014. „Ég hef ekki náð að safna verkum í sýningu, sem er lúxusvandamál en vandamál samt,“ segir hann. Meira
27. október 2021 | Erlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Fórnaði tigninni fyrir æskuástina

Mako, prinsessa af Japan, giftist í gær Kei Komuro, unnusta sínum, en þau kynntust fyrst á háskólaárum Mako. Athöfnin var lágstemmd, en Mako neyddist til þess að gefa frá sér tign sína og titla til þess að mega giftast Komuro. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 379 orð | 2 myndir

Gert út á gæði myrkurs í Snókalöndum

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í Snókalöndum við Bláfjallaveg í upplöndum Hafnarfjarðar hefur verið komið upp Norðurljósasetri. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Hegningarlögin nái yfir byrlun

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl. Meira
27. október 2021 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Hitti sendiherrana á fjarfundi

Elísabet 2. Bretadrottning sinnti skyldustörfum sínum í gær á ný, en það var í fyrsta sinn síðan hún þurfti að dveljast næturlangt á sjúkrahúsi í síðustu viku. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Hlýnun á Múlanum í kvöld kl. 20

Tumi Árnason, saxófónleikari og tónskáld, flytur ásamt hljómsveit tónverkið Hlýnun á tónleikum á vegum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Hreinsuðu upp 120 lítra af olíu

Betur fór en á horfðist í júlí í sumar þegar vörubíll valt á Eyrarfjallsvegi við bæinn Þúfu í Kjós og lenti úti í skurði. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Jákvæðir gagnvart samstarfinu

Almenningur á Norðurlöndum er enn jákvæður gagnvart norrænu samstarfi en margir Norðurlandabúar telja hins vegar að samhæfing aðgerða í tengslum við heimsfaraldurinn verði að vera betri. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Langt að komin bláskotta

Bláskotta hefur glatt fuglaáhugamenn á Stokkseyri undanfarna daga. Tvær bláskottur sáust fyrst hér á landi á Höfn í Hornafirði í október 2017. Þriðja bláskottan sást á Höfn í október í fyrra og nú er sú fjórða komin til Stokkseyrar. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Líney Sigurðardóttir

Gæfir Tveir gæfir selir flatmöguðu í höfninni á Þórshöfn rétt við mynni Hafnarlækjarins í gær. Litu þeir upp og sperrtu sig þegar flautað var til þeirra. Selir eru ekki óalgeng sjón á... Meira
27. október 2021 | Erlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Loftslagsáætlanir langt frá markinu

Núverandi áætlanir ríkja í loftslagsmálum munu einungis skila brotabroti af þeim árangri sem þörf er á, ætli ríki heims að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum á Celsíus frá því sem var fyrir iðnbyltingu, að mati Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna,... Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Lokahnykkurinn skammt undan

Andrés Magnússon andres@mbl.ia Miðað er við að formenn stjórnarflokkanna nái saman um útlínur endurnýjaðs stjórnarsamstarfs ekki síðar en um helgina. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Skautasvell í miðbæ Hafnarfjarðar

Til stendur að opna skautasvell í miðbæ Hafnarfjarðar í lok nóvember um leið og Jólaþorpið verður opnað. Lagt var til á fundi menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar í vikunni að fjárfesta í skautasvelli. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 308 orð | 2 myndir

Stjórnarandstaðan mun halda stjórninni við efnið

Dagmál Andrés Magnússon andres@mbl.is Þingmenn í stjórnarandstöðu gera fastlega ráð fyrir því að núverandi ríkisstjórnarflokkar endurnýi samstarf sitt áður en yfir lýkur, þó þau telji að óþarflega langur tími hafi farið í þær viðræður. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Tekst ekki að manna fjölda starfa

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir óráðið í 30-40% auglýstra starfa í átakinu Hefjum störf. Meðal annars hafi reynst erfitt að manna stöður á hótelum úti á landi, ekki síst þeim sem eru langt frá höfuðborgarsvæðinu. Meira
27. október 2021 | Erlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Valdaráninu mótmælt

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mótmælt var annan daginn í röð gegn valdaráni hersins í Súdan í gær. Meira
27. október 2021 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Vínbúðinni í Austurstræti lokað?

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Til skoðunar er hjá ÁTVR að loka vínbúðinni í Austurstræti. Fyrirtækið leitar nú að húsnæði fyrir vínbúð á sama svæði. Vínbúðin í Austurstræti er sú af stærri vínbúðum ÁTVR þar sem minnst er selt af áfengi á ári hverju. Meira

Ritstjórnargreinar

27. október 2021 | Leiðarar | 480 orð

Aftur á einræðisbraut

Súdanska hernum snýst hugur Meira
27. október 2021 | Staksteinar | 182 orð | 1 mynd

Henni að kenna!

Að gefnu tilefni bendir Jón Magnússon fv. alþingismaður á þekkt tilþrif: „Loftslagsráðstefna S.Þ. á að hefjast í Glasgow um næstu helgi og svo virðist sem Glasgow sé nú sem oftast með sóðalegustu borgum á norðurhveli jarðar, þar sem rottugangur og óhreinindi eru ógn við lýðheilsu fólks í borginni. Meira
27. október 2021 | Leiðarar | 231 orð

Svíþjóð logar

Glæpagengi, iðulega innflutt, vaða uppi hjá frændum okkar Meira

Menning

27. október 2021 | Fjölmiðlar | 179 orð | 1 mynd

„Skidegodt, Egon!“

Undirrituð nýtur þess reglulega að fara á nostalgíutripp með því að horfa á kvikmyndirnar um Olsen-banden sem nutu fádæma vinsælda í Danmörku á árum áður. Meira
27. október 2021 | Menningarlíf | 172 orð | 1 mynd

Ben Waters leikur hér á tónleikum

Kunnur bandarískur píanóleikari, Ben Waters, kemur fram á þrennum tónleikum hér á landi á næstu dögum, með íslenskum meðleikurum, en hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa starfað með meðlimum Rolling Stones, í hljómsveitum Ronnies Woods og Charlies... Meira
27. október 2021 | Bókmenntir | 145 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um hrollvekjur og hryllingsskrif

Í tilefni af hrekkjavöku flytur rithöfundurinn Emil Hjörvar Petersen fyrirlestur um hrollvekjur og hryllingsskrif á fjórum bókasöfnum höfuðborgarsvæðisins með styrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Fyrsti fyrirlesturinn verður í dag, 27. október, kl.... Meira
27. október 2021 | Tónlist | 88 orð | 1 mynd

Hádegistónleikar í Bústaðakirkju í dag

Í Bústaðakirkju hefur í mánuðinum verið haldið upp á Bleikan október, listamánuð í kirkjunni, með ýmsum viðburðum. Í dag, miðvikudag, verða síðustu hádegistónleikarnir á dagskrá. Meira
27. október 2021 | Bókmenntir | 616 orð | 3 myndir

Óvenjuleg og kröftug

Eftir Evu Rún Snorradóttur. Benedikt, 2021. Innbundin, 144 bls. Meira
27. október 2021 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

Prjón, ópera og bíó í einn hrærigraut

Hátíðin Óperudagar stendur fyrir viðburði þar sem áhugamenn um prjónasakap, óperu og bíó fá eitthvað fyrir sinn snúð; prjónaóperubíói svokölluðu. Í samstarfi við Bíó Paradís verður kvikmyndin Florence Foster Jenkins sýnd í kvöld, miðvikudagskvöldið 27. Meira
27. október 2021 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Rithöfundar ræða ástríðu fyrir bókum

Í kvöld kl. 20 setjast rithöfundarnir Ragnar Helgi Ólafsson og Arndís Þórarinsdóttir, ásamt Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, niður á Borgarbókasafninu Gerðubergi og ræða um allt mögulegt sem tengist bókum og ekki síst ástríðu sína fyrir þeim. Meira
27. október 2021 | Bókmenntir | 1103 orð | 1 mynd

Systa lifað með Steinunni í 20 ár

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi bók kom til mín með allt öðrum hætti en aðrar bækur mínar. Mér var veitt innsýn í kjallaraíbúð með mjög lágri lofthæð þar sem ein kona hafðist við og var með kemískt klósett. Þetta tvennt gengur í gegnum bókina eins og rauður þráður, enda finnst Systu þetta ekki mannsæmandi aðstæður,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um nýjustu bók sína, Systu megin, sem hún skilgreinir sem leiksögu. Meira
27. október 2021 | Bókmenntir | 155 orð | 1 mynd

Velgengni íslenskra bókmennta rædd

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í Bókamessunni í Frankfurt sem lauk um helgina. Í ár eru 10 ár frá því Ísland var heiðursland messunnar og af því tilefni fóru fram umræður á ARD-sviðinu í Frankfurt þar sem m.a. Meira

Umræðan

27. október 2021 | Aðsent efni | 763 orð | 1 mynd

Að klípa og særa

Eftir Óla Björn Kárason: "Til verður samfélag sem drepur niður frumkvæði og sköpunarkraft einstaklinga. Stjórnlyndi velur sér aldrei fjölbreytni og dínamík sem ferðafélaga." Meira
27. október 2021 | Aðsent efni | 432 orð | 1 mynd

Kvenréttindi: Upphaf án endis

Eftir Kristján Hall: "Í fyrsta sinn á landi þessu varð til stétt kvenna sem naut virðingar í samfélaginu." Meira
27. október 2021 | Aðsent efni | 827 orð | 1 mynd

Ný klassísk tónlist

Eftir Finn Torfa Stefánsson: "Segja má að aðferð klassískrar tónlistar til þess að afgreiða listræn álitamál sé aðferð náttúrunnar." Meira
27. október 2021 | Pistlar | 419 orð | 1 mynd

Vertu til er vorið kallar á þig

Íslendingar halda þingkosningar á vorin, þegar sól fer að rísa og landið tekur lit á ný. Þannig hefur það verið í 38 ár, ef frá eru taldar síðustu þrennar kosningar. Meira

Minningargreinar

27. október 2021 | Minningargreinar | 2544 orð | 1 mynd

Björgvin Þorsteinsson

Björgvin Þorsteinsson fæddist á Akureyri 27. apríl 1953. Hann lést á líknardeild Landspítalans 14. október 2021. Björgvin var sonur hjónanna Þorsteins Magnússonar vélstjóra, f. 1919, d. 1992, og Önnu Rósamundu Jóhannsdóttur húsfreyju, f. 1920, d. 2011. Meira  Kaupa minningabók
27. október 2021 | Minningargreinar | 756 orð | 1 mynd

Helga Pétursdóttir

Helga Pétursdóttir fæddist 17. desember 1929. Hún andaðist á Landspítalanum Fossvogi 16. október 2021. Foreldrar hennar voru Pétur Ottason skipasmiður, f. 10.3. 1891, d. 28.9. 1973, og Guðrún S. Árnadóttir húsmóðir, f. 28.11. 1890, d. 14.9. 1977. Meira  Kaupa minningabók
27. október 2021 | Minningargreinar | 480 orð | 1 mynd

Ragnheiður Elín Jónsdóttir

Ragnheiður Elín Jónsdóttir var fædd í Stykkishólmi 9. desember 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 Reykjavík 2. október 2021. Hún var dóttir hjónanna Evu Sæmundsdóttur, f. 22 ágúst 1908, d. 16. des. 1993, og Jóns Hjaltasonar, f. 29. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

27. október 2021 | Fastir þættir | 166 orð | 1 mynd

1. e4 e6 2. Rf3 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. d4 c5 6. dxc5 Rc6 7. Bf4...

1. e4 e6 2. Rf3 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. d4 c5 6. dxc5 Rc6 7. Bf4 Rxc5 8. Bd3 a6 9. h4 Be7 10. a3 Bd7 11. Hh3 Db6 12. b4 Rxd3+ 13. Dxd3 Ra7 14. Rd4 Rb5 15. Rf5 Rxc3 16. Rxg7+ Kd8 17. Dxc3 Hc8 18. Dd2 Dc7 19. c3 Dc4 20. Dd4 Bb5 21. Dxc4 Hxc4 22. Meira
27. október 2021 | Í dag | 259 orð

Af faldabrík, sauðfé og tófum

Limra eftir Kristján Karlsson: „Ég fer,“ sagði faldabrík, „klukkan fimm suðrí Grindavík.“ Hvílík endemisreisa og heimska og hneisa. En það hélt henni engin flík. Meira
27. október 2021 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Fann 25 ára fyrir einkennum breytingaskeiðsins

Jónína Margrét Sigurðardóttir var aðeins 25 ára gömul þegar hún fór að finna fyrir einkennum breytingaskeiðsins. Þá vissi hún þó ekki hvað olli þeim kvillum sem hún fann fyrir og flakkaði hún á milli lækna í nokkur ár í leit að svari. Meira
27. október 2021 | Fastir þættir | 175 orð

Hæpið útspil. S-AV Norður &spade;G965 &heart;KG765 ⋄974 &klubs;8...

Hæpið útspil. S-AV Norður &spade;G965 &heart;KG765 ⋄974 &klubs;8 Vestur Austur &spade;8 &spade;4 &heart;103 &heart;Á842 ⋄9765432 ⋄KDG10 &klubs;K65 &klubs;ÁG103 Suður &spade;ÁKD10732 &heart;D9 ⋄Á &klubs;D82 Suður spilar 4&spade;. Meira
27. október 2021 | Í dag | 31 orð | 3 myndir

Í miðri stjórnarandstöðu

Þótt ekki sé komin ný ríkisstjórn er komin ný stjórnarandstaða, en þar eru miðjuflokkar fyrirferðarmiklir. Þingmennirnir Jakob Frímann Magnússon í Flokki fólksins og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir í Viðreisn eru gestir... Meira
27. október 2021 | Í dag | 52 orð

Málið

Sé manni mikið niðri fyrir má líka segja að manni liggi mikið á hjarta eða að eitthvað hvíli þungt á manni. Og þetta er ópersónulegt: mér, þér, henni og þeim er öllum mikið niðri fyrir . Meira
27. október 2021 | Árnað heilla | 801 orð | 4 myndir

Nallinn er oftast spilaður

Torfi Karl Antonsson fæddist 27. október 1951 á Ólafsvegi 13, Ólafsfirði. Hann flutti þaðan nokkurra mánaða með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Þegar hann var sex ára flutti fjölskyldan síðan til Kópavogs þar sem Torfi bjó til 1983. Meira
27. október 2021 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

Reykjavík Hildur Erla Óladóttir fæddist 30. júlí 2021 kl. 03.08 á...

Reykjavík Hildur Erla Óladóttir fæddist 30. júlí 2021 kl. 03.08 á Landspítalanum. Hún vó 3.145 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigríður Þóra Birgisdóttir og Óli Hörður Þórðarson... Meira
27. október 2021 | Árnað heilla | 108 orð | 1 mynd

Sigríður Þóra Birgisdóttir

30 ára Sigríður Þóra Birgisdóttir er úr Mosfellsbænum en býr í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Hún er læknir, er í sérnámi í almennum lyflækningum og vinnur á Landspítalanum. Meira

Íþróttir

27. október 2021 | Íþróttir | 309 orð | 3 myndir

* Alexander Petersson mun yfirgefa þýska handknattleiksfélagið Melsungen...

* Alexander Petersson mun yfirgefa þýska handknattleiksfélagið Melsungen þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Handball-World News greindi frá þessu á heimasíðu sinni í fyrradag. Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Á heimleið eftir ellefu ár erlendis

Aron Jóhannsson er á leiðinni til karlaliðs Vals í knattspyrnu og mun skrifa undir samning við félagið á næstu dögum. Fréttablaðið skýrði frá þessu í gær. Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Evrópudeildin B-RIÐILL: GOG – Cocks 46:30 • Viktor Gísli...

Evrópudeildin B-RIÐILL: GOG – Cocks 46:30 • Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot í marki GOG. Nantes – Lemgo 27:28 • Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo. Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Hvíta-Rússland stóð í Hollandi

Evrópumeistarar Hollands lentu í vandræðum með Hvíta-Rússland á útivelli í C-riðli undankeppni HM 2023 í knattspyrnukvenna, riðli Íslands, í gærkvöldi. Hvít-Rússar héldu Hollendingum í skefjum lengi framan af enda var það ekki fyrr en á 71. Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Keita marinn en ekki brotinn

Naby Keita, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er ekki alvarlega meiddur þrátt fyrir að hafa verið borinn sárþjáður af velli í 5:0 sigri liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag. Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Subway-deild kvenna: Borgarnes: Skallagrímur &ndash...

KÖRFUKNATTLEIKUR Subway-deild kvenna: Borgarnes: Skallagrímur – Njarðvík 18:15 Keflavík: Keflavík – Breiðablik 19:15 Dalhús: Fjölnir – Grindavík... Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 225 orð | 1 mynd

Magdeburg vann Íslendingaslaginn

Mögnuð byrjun Íslendingaliðs Magdeburg frá Þýskalandi á tímabilinu heldur áfram. Í gær vann liðið góðan 31:27 sigur á franska liðinu Aix í Íslendingaslag í C-riðli Evrópudeildarinnar og hefur þar með unnið alla leiki sína í öllum keppnum á tímabilinu. Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Mikilvæg æfingatörn framundan hjá landsliðinu í nóvember

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur valið leikmenn til æfinga hér heima dagana 1.-6. nóvember næstkomandi. Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 610 orð | 2 myndir

Mjög öruggt gegn Kýpur

Í Laugardal Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er með 6 stig eftir þrjá fyrstu leikina í undankeppni HM 2023 en allar leikirnir til þessa hafa verið heimaleikir. Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 39 orð | 1 mynd

NBA-deildin: Indiana – Milwaukee 109:119 Charlotte – Boston...

NBA-deildin: Indiana – Milwaukee 109:119 Charlotte – Boston 129:140 Toronto – Chicago 108:111 Miami – Orlando 107:90 Brooklyn – Washington 104:90 Atlanta – Detroit 122:104 LA Clippers – Portland 116:86 Denver... Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Solskjær heldur starfinu um sinn

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, mun halda starfi sínu, að minnsta kosti um sinn. Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 343 orð | 1 mynd

Tveir sem náð hafa hundrað landsleikjum

Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur valið leikmenn til æfinga hér heima dagana 1.-6. nóvember næstkomandi. Meira
27. október 2021 | Íþróttir | 351 orð | 1 mynd

Undankeppni HM kvenna C-RIÐILL: Ísland – Kýpur 5:0 Hvíta-Rússland...

Undankeppni HM kvenna C-RIÐILL: Ísland – Kýpur 5:0 Hvíta-Rússland – Holland 0:2 Staðan: Holland 431013:110 Ísland 32019:26 Tékkland 31119:54 Hvíta-Rússland 21014:33 Kýpur 40041:250 A-RIÐILL: Slóvakía – Georgía 2:0 Finnland –... Meira

Viðskiptablað

27. október 2021 | Viðskiptablað | 194 orð | 1 mynd

Alcoa stefnir að kolefnishlutleysi 2050

LOFTSLAGSMÁL Móðurfélag Alcoa-Fjarðaáls stefnir að því að vera orðið kolefnishlutlaust fyrir árið 2050. Það er að segja að um miðja þessa öld verði ekki nettólosun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi félagsins um heim allan. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 542 orð | 3 myndir

Atvinnulausir hafna störfum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ekki hefur tekist að ráða í þúsundir lausra starfa í átaksverkefninu Hefjum störf. Samtímis eru um 10.400 manns án vinnu. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 357 orð | 1 mynd

Eldsneytið ekki hærra frá 2018

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Flugvélaeldsneyti hefur hækkað gríðarlega í verði á síðustu mánuðum og er farið að bíta í rekstri flugfélaganna. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 452 orð | 1 mynd

Er aldur bara tala?

Eins og ég hef áður nefnt fælir sú útbreidda hugmynd marga frá viskíheiminum að viskí þurfi að vera bæði gamalt og rándýrt til að þykja spennandi drykkur. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 256 orð

Facebook í nýju ljósi

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Almannatenglar Facebook hafa í nógu að snúast þessa dagana. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 215 orð | 2 myndir

Fyrirtæki í fremstu röð hafa lýst áhuga

Framkvæmdastjóri Landeyjar býst við að deiliskipulagi Arnarlands í Garðabæ ljúki í desember 2022. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 232 orð | 1 mynd

Jafnvægi hjá Símanum á þriðja fjórðungi

Fjarskiptamarkaður Vörusala Símans á þriðja fjórðungi ársins nemur 6.267 milljónum króna og dróst saman um 0,6% frá sama fjórðungi fyrra árs. Rekstrarhagnaður jókst hins vegar og nam 1.526 milljónum, samanborið við 1.338 milljónir í fyrra. EBITDA var 2. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 146 orð | 1 mynd

Jukust um 54,4 milljarða

Málmvinnsla Tekjur af málmvinnslu fyrstu átta mánuði ársins voru 54,4 milljörðum króna meiri en sama tímabil í fyrra. Þannig voru þær 147,4 milljarðar króna á þessu tímabil í fyrra en 201,8 milljarðar þetta tímabil í ár. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 538 orð | 2 myndir

Lífeyrismál á 21. öldinni

Vaxandi hluti landsmanna kýs að sinna öllum sínum daglegu bankaviðskiptum í gegnum app-lausnir fjármálafyrirtækja. Það lá því beinast við að tengja lífeyrismál þar inn enda lífeyrissparnaður mikilvægur grunnþáttur í fjármálum einstaklinga. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 1201 orð | 1 mynd

Löngu, löngu tímabær sögulok

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Playa del Carmen ai@mbl.is Saga Alitalia varpar ljósi á mörg af þeim heimagerðu vandamálum sem halda aftur af ítölsku atvinnulífi. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 788 orð | 1 mynd

Niðurfelling ábyrgðar

Með dómi Landsréttar í máli nr. 374/2020 hefur þannig verið mörkuð lína um hvenær vanræksla lánveitanda á tilkynningu getur talist vera svo veruleg að til niðurfellingar ábyrgðar komi, með tilheyrandi áhrifum á tryggingaréttindi sem henni tengjast. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 857 orð | 1 mynd

Rekstrarumhverfið getur verið krefjandi

Barnaloppan var opnuð árið 2018 og varð fljótt vinsælt markaðstorg fyrir notaða barnavöru. Extraloppan var opnuð ári síðar en þar má kaupa og selja föt á fullorðna, fylgihluti og húsbúnað. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 406 orð | 2 myndir

Salan nálgast 8 milljarða

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslenskar fasteignir hafa selt íbúðir á Austurhöfn fyrir um átta milljarða króna. Seld hefur verið 41 íbúð í sex stigagöngum. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 128 orð | 1 mynd

Stórbætt afkoma Össurar

SALA STOÐTÆKJA Hagnaður Össurar nam 2,2 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi borið saman við 1.940 milljóna króna hagnað á sama fjórðungi í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 293 orð

Töfrar markaðarins eru sannarlega magnaðir

Það voru gáfaðir menn sem tóku skortstöðu gegn bílaframleiðandanum Tesla á sínum tíma. Þeir sáu á öllum gögnum sem greina mátti að fyrirtækið stóð ekki undir því verðmati sem markaðurinn lagði á það. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 340 orð | 1 mynd

Vildu auka umræðuna

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fyrir marga fótboltaunnendur sem fylgjast grannt með íslensku kvennaknattspyrnunni er heimsókn á Instagram-reikning Heimavallarins orðin daglegur viðburður. Meira
27. október 2021 | Viðskiptablað | 1534 orð | 2 myndir

Þar sem nýjar hugmyndir og tækifæri fæðast

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fasteignaþróunarfélagið Landey hefur hafið skipulagningu heilsutengds atvinnu- og íbúðasvæðis í Arnarlandi í Garðabæ ásamt Ósum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.