Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kaupmáttur launafólks hefur aukist verulega og vinnutími ýmissa hópa launafólks hefur breyst umtalsvert á 27 mánaða tímabili í yfirstandandi kjarasamningalotu á vinnumarkaðinum, sem hófst með gerð lífskjarasamninganna vorið 2019. Gerðir hafa verið 326 samningar á þessu tímabili. Laun á almennum markaði höfðu í júlí í sumar hækkað um 15,9% frá mars 2019 skv. launavísitölu Hagstofunnar, nokkru meira, eða um 17,8%, hjá ríkinu og hlutfallslega mest hjá sveitarfélögunum eða um 24,2%. Á sama tíma jókst verðbólgan um 8,2% þannig að kaupmáttur tímakaups hefur aukist á bilinu 7% til 16% á tímabilinu.
Meira