Því verður ekki neitað að heimsandspyrnan gegn „hamfarahlýnun“ tekur myndarlegan kipp nú í október, þegar að fjöldi manna söðlar sína gæðinga, í mörgum tilvikum einkaþotur sínar, og tekur þátt í fjölmennri baráttu, með yfirskrift ráðstefnu, gegn læðupúkalegu loftslagi, sem hefur verið manngert í fyrsta sinn síðan skemmdarverkamaður loftslags dró andann á jörðinni. Áður var sá sem áttaði sig fyrst á eðli eldsins til góðs og ills góðvinur allrar ókominnar tíðar.
Meira