Áhrif vinnutímastyttingar sem samið var um í núgildandi kjarasamningum hafa verið gríðarleg hjá ríki og sveitarfélögum, þó að þau séu mismikil eftir stéttarfélögum. Hjá ASÍ og BSRB samsvara áhrifin 5-6% hækkun grunntímakaups frá mars 2019 til júní 2021. Þetta væri dágóð launahækkun á þessu tímabili en við bætast launahækkanirnar, sem hjá Reykjavíkurborg, sem algerlega missti fótanna í samningunum, fóru upp í 27%, en voru innan við 20% hjá ríkinu, sem er samt afar mikil hækkun og langt umfram það sem skattgreiðendur geta staðið undir.
Meira