Kristinn Dagur Gissurarson, fulltrúi Framsóknarflokksins í skipulagsráði Kópavogs, lagði á dögunum fram bókun í ráðinu. Þar sagðist hann ákafur talsmaður betri almenningssamgangna „en jafnframt ötull talsmaður þess að farið sé skynsamlega með fé okkar, skattborgaranna. Þær hugmyndir og ætlanir sem nú eru uppi, á því herrans ári 2021, varðandi Borgarlínuna eru óraunhæfar og allt of dýrar í framkvæmd.“
Meira