Frá Austurríki bárust í gær þær fréttir að óbólusettir þyrftu að halda sig heima næstu tíu daga hið minnsta, nema þeir ættu brýnt erindi af heimilinu. Kanslari Austurríkis, Alexander Schallenberg, tilkynnti þetta á blaðamannafundi og gaf þær skýringar að á sama tíma og smit hjá bólusettum drægjust saman væru þau enn í veldisvexti hjá óbólusettum. Kanslarinn bætti því við að þessu yrði fylgt fast eftir og refsingum beitt yrði misbrestur á að óbólusettir færu eftir reglunum. Þó að kanslarinn sé mjúkmáll og tali af stillingu hefur eflaust farið um ýmsa og þá ekki aðeins óbólusetta.
Meira