Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Óskar Logi Ágústsson, gítarleikari, söngvari, texta- og lagahöfundur, er nýjasti handhafi Gullnaglarinnar. Hún er veitt einstaklingi sem hefur lagt mikið af mörkum í gítarleik á Íslandi og afhent í tengslum við Guitarama, gítarhátíð Björns Thoroddsens. „Þvílíkur heiður,“ voru fyrstu viðbrögð tónlistarmannsins við útnefningunni. „Ég er sá yngsti sem hefur fengið þessa viðurkenningu og trúði ekki mínum eigin eyrum, þegar kallið kom. Er enn í skýjunum.“
Meira