Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Söngvarinn Geir Ólafsson varð að fresta þrennum jólatónleikum í fyrra en þar sem hann sé innan fjöldatakmarkana trufli ekkert fyrirhugaða ferna tónleika í Gamla bíói í næstu viku eða 2., 3., 4. og 5. desember. „Ég er svo heppinn að hugsa ekki um peninga heldur gæði og því komast aðeins 320 manns á hverja tónleika og þar af 170 í þriggja rétta kvöldverð í glæsilega skreyttum salnum,“ segir tónlistarmaðurinn.
Meira