Greinar þriðjudaginn 23. nóvember 2021

Fréttir

23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Alþingi kemur saman

Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Þingsetning, með tilheyrandi formlegheitum, fer fram í dag þótt þingsetningarfundur verði þrískiptur að þessu sinni. Greinargerð undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa mun liggja fyrir í dag. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Ákæra gefin út vegna skotárásar

Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru í máli gegn karl-manni á Egilsstöðum vegna skotárásar sem átti sér stað 26. ágúst í götunni Dalseli í bænum. Þetta staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson hjá héraðssaksóknara við mbl.is í gær. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 441 orð | 2 myndir

Bjóða 28 milljónum barnabóluefni

Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Þóra Birna Ingvarsdóttir Ef umsögn Lyfjastofnunar Evrópu verður jákvæð er líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning gegn Covid-19-sjúkdómnum hér á landi, að sögn Þórólfs Guðnasonar... Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Bólusetning barna frá fimm ára líkleg

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að boðið verði upp á bólusetningu fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára á Íslandi. Áður en sú ákvörðun er tekin þarf að liggja fyrir niðurstaða Lyfjastofnunar Evrópu. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Ekki mikið kjöt á beinum ásakana

„Verkalýðshreyfingin hefur undanfarin ár verið óvægin í málflutningi sínum gagnvart atvinnurekendum og þá ekki hvað síst ferðaþjónustufyrirtækjum. Meira
23. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Eldflaug skotið frá annarri eldflaug

Stórblöðin Financial Times og Wall Street Journal greindu frá því í gær að tilraun Kínverja með ofurhljóðfráa eldflaug í júlí síðastliðnum hefði einnig falið í sér að annarri eldflaug var skotið frá megineldflauginni, meðan hún ferðaðist á meira en... Meira
23. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 484 orð | 2 myndir

Erfiður vetur fram undan

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, varaði við því að það væri erfiður vetur fram undan vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar, sem leikur nú Evrópu grátt. Tilfellum í flestum ríkjum Vestur-Evrópu fjölgaði ört í síðustu viku frá vikunni áður, og er það sjöunda vikan í röð samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu sem nýjum tilfellum hefur fjölgað í álfunni. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Fjölgar á biðlistum og biðin lengist

Margir einstaklingar þurfa að bíða lengi eftir skurðaðgerðum í heilbrigðiskerfinu og umfram viðmið embættis landlæknis, sem gerir ráð fyrir að 80% sjúklinga komist í aðgerð innan 90 daga. Þetta kemur fram á nýju yfirliti landlæknis um bið eftir skurðaðgerðum í 18 aðgerðaflokkum í september sl. Í ljós kemur að einungis í fjórum aðgerðaflokkum er bið eftir aðgerð styttri en þrír mánuðir. Bið eftir aðgerðum er umfram viðmið landlæknis í 14 flokkum og hefur hlutfall fólks á biðlista sem hefur þurft að bíða lengur en í þrjá mánuði farið hækkandi. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 718 orð | 2 myndir

Heimavinnan breytti ekki verkaskiptingu

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ný könnun Hagstofunnar leiðir í ljós að meirihluti aðspurðra telur að álag vegna heimilisstarfa sé svipað og það var áður en kórónuveirufaraldurinn hófst snemma á síðasta ári. Um 15% beggja kynja telja álagið hafa aukist. Hins vegar reynist töluverður munur á svörum eftir því hvort börn eru á heimilinu eða ekki; í ljós kom að álagið hafði aukist hjá fjórðungi barnaheimila. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 495 orð | 1 mynd

Heim með handritin

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Frímerkja- og póstkortasafnarinn Reynir Sverrisson hefur staðið vaktina í Kolaportinu síðan 1. október 1994. Hann var á frímerkjasýningu og uppboði í Kaupmannahöfn í liðinni viku, þar sem hann seldi frímerki, kort og bréf sem tengjast Danmörku, og keypti stór íslensk söfn með merkjum frá 1873 til 1944. „Það er margt skemmtilegt í þessu góssi og ég segi gjarnan að ég komi heim með handritin,“ segir hann. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Hæsta sektin var 350 þúsund krónur

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Alls hefur 431 brot gegn sóttvarnalögum verið skráð hjá lögreglu frá 1. mars 2020. Brotin eru skráð á 475 einstaklinga og 73 fyrirtæki en í einhverjum tilvikum eru margir skráðir fyrir sama brot. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Ingólfur Guðmundsson

Rjúpnakrækir Stutt er í að jólasveinarnir komi til byggða en fram að því stunda þeir ýmsa iðju til fjalla, m.a. að ganga til rjúpna. Ljósmyndari rakst þar á Kjötkrók, eða öllu heldur... Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 587 orð | 4 myndir

Jarðskjálftavirkni í eðlilegt horf

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga er að færast í eðlilegt horf, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Undanfarið hafa flekaskilin sem liggja eftir skaganum endilöngum teiknast greinilega upp á jarðskjálftakortum. Meira
23. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Keyrði á ofsahraða inn í skrúðgöngu

Bandaríkjamenn voru slegnir hryllingi í gærmorgun eftir að ökumaður á rauðum jepplingi keyrði á ofsahraða inn í jólaskrúðgöngu í borginni Waukesha í Wisconsinríki á sunnudagskvöld. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Ljósmæður brugðust fljótt og vel við kallinu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fjórar ljósmæður skráðu sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu um helgina. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Ný Kristrún til heimahafnar

Ný Kristrún RE 177 kom til Reykjavíkur í gær, en hún leysir af hólmi eldra skip með sama nafni. Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa, segir að nýja skipið sé stærra, öflugra og betur búið en það gamla, sem hefur verið sett á sölu. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Nýr snjótroðari á leiðinni í Kjarnaskóg

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur safnað 35 milljónum króna til að fjármagna nýjan snjótroðara til að troða brautir fyrir göngufólk og gönguskíðafólk í Kjarnaskógi. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Orkuveitan hagnast um 2,1 milljarð

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur nam tæpum 2,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við ríflega 1,6 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur jukust um 867 milljónir á tímabilinu og námu 4,2 milljörðum. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

Reynt að leiðrétta mistök við lóðarleigu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ísafjarðarbær áformar að ógilda lóðarleigusamning sem gerður var við eiganda viðbyggingar við gömlu fiskvinnsluhúsin á Hafnarbakka 5 á Flateyri vegna mistaka við frágang samningsins á sínum tíma. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Rjúpan er í góðum holdum

Holdafar rjúpna, bæði fullorðinna fugla og ungra fugla, var í haust með því besta sem mælst hefur frá upphafi mælinga 2006 og mun betra en í fyrra. Holdafar fullorðinna fugla var með besta móti og það besta hjá ungum fuglum. Meira
23. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 90 orð

Segja „innrásar“-fregnir rangar

Utanríkisleyniþjónusta Rússlands, SVR, hafnaði í gær ásökunum um að Rússar væru nú að undirbúa innrás í Úkraínu, en Vesturveldin segja að rúmlega 100.000 rússneskir hermenn séu við landamæri ríkjanna. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Smáskjálftar algengir

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga er að færast í eðlilegt horf, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Undanfarið hafa flekaskilin sem liggja eftir skaganum endilöngum teiknast greinilega upp á jarðskjálftakortum. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 981 orð | 4 myndir

Undirbúningsnefnd hefur lokið störfum

Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Alþingi verður sett, samkvæmt forsetabréfi, í 152. sinn í dag að guðsþjónustu í Dómkirkjunni lokinni. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Útgöngubann gengið í gildi

Götur helstu stórborga Austurríkis voru að mestu auðar í gær eftir að útgöngubann gekk í gildi vegna fjórðu bylgju kórónuveirunnar, sem nú ríður yfir Vestur-Evrópu. Meira
23. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 439 orð | 1 mynd

Vinna verðmæt hrogn í styrjueldi á Ólafsfirði

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í byrjun næsta árs verður belti brugðið á búk um 160 styrja og þær hífðar upp úr körum hjá Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Meira

Ritstjórnargreinar

23. nóvember 2021 | Staksteinar | 201 orð | 1 mynd

Kjarasamningagerð í ólestri

Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar um kjarasamninga á bak Viðskiptablaðsins í liðinni viku. Þar nefnir hún að á síðustu 32 mánuðum hafi 326 kjarasamningar verið endurnýjaðir og að stéttarfélög séu tvöfalt fleiri hér á landi en í Svíþjóð. Þá segir hún: „Á Norðurlöndunum er það ófrávíkjanleg regla að stefnumarkandi samningar eru gerðir á vettvangi útflutningsgreina og að opinberi vinnumarkaðurinn víki ekki frá þeim ramma. Hér er þessu öfugt farið. Meira
23. nóvember 2021 | Leiðarar | 724 orð

Pyrrosarsigur hefnir sín

Furðu margir létu blekkjast. Það er skárra en ekki að nú sjá þeir glitta í raunveruleikann Meira

Menning

23. nóvember 2021 | Fólk í fréttum | 112 orð | 1 mynd

Bað um peninga og fékk milljónir

Nígerísk-bandaríski popptónlistarmaðurinn Davido fékk 330.000 sterlingspund, jafnvirði um 59 milljóna króna, gefins frá vinum sínum og aðdáendum eftir að hafa beðið fólk um peninga á Twitter 17. nóvember síðastliðinn. Meira
23. nóvember 2021 | Tónlist | 954 orð | 2 myndir

Góð mynd af merku tónskáldi

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í tilefni af 95 ára afmæli tónskáldsins Jóns Nordal fyrr á þessu ári hefur útgáfufyrirtækið Polarfonia Classics nú gefið út tvöfaldan hljómdisk með sjö verkum eftir Jón. Meira
23. nóvember 2021 | Myndlist | 305 orð | 1 mynd

Greiddi 30 dali fyrir Dürer-verk

Áður óþekkt teikning eftir einn dáðasta myndlistarmann sögunnar, hinn þýska Albrecht Dürer (1471-1528), sem seld var úr dánarbúi nærri Boston fyrir aðeins 30 dali, um 4. Meira
23. nóvember 2021 | Kvikmyndir | 490 orð | 2 myndir

Lítið fyrir peninginn

Leikstjórn og handrit: Rawson Marshall Thurber. Aðalleikarar: Dwayne Johnson, Ryan Reynolds, Gal Gadot, Ritu Arya og Chris Diamantopulos. Bandaríkin, 2021. 118 mín. Meira
23. nóvember 2021 | Fjölmiðlar | 188 orð | 1 mynd

Meira ávanabindandi en ópíóðar

Þáttaröðin Dopesick var nýlega gerð aðgengileg á streymisveitu Disney+. Þættirnir eru framleiddir af streymisveitunni Hulu en eru þó aðgengilegir á þeirri fyrrnefndu. Meira
23. nóvember 2021 | Tónlist | 112 orð | 1 mynd

Poprugin og Ólöf í Norðurljósum

Rússneski píanistinn Slava Poprugin leikur í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20 og með honum sellóleikarinn Ólöf Sigursveinsdóttir. Munu þau m.a. flytja Trois Pieces fyrir selló og píanó eftir Nadiu Boulanger og sellósónötu Richards Strauss. Meira
23. nóvember 2021 | Tónlist | 99 orð | 1 mynd

Sheeran og Swift voru vinsælust

Suðurkóreska sveitin BTS var valin hljómsveit ársins á bandarísku tónlistarverðlaunahátíðinni, American Music Awards, sem haldin var í Los Angeles í fyrrakvöld. Meira
23. nóvember 2021 | Tónlist | 129 orð | 1 mynd

Slembispilun aflögð fyrir Adele

Streymisveitan Spotify hefur nú fjarlægt slembispilunarhnappinn, „shuffle“, þann sem gerir slembispilun mögulega, eftir að enska söngkonan Adele sagði slíka spilun skemma fyrir heildarupplifun hlustenda af hljómplötum. Meira

Umræðan

23. nóvember 2021 | Aðsent efni | 816 orð | 1 mynd

Brostnir spádómar

Eftir Hauk Ágústsson: "Enn dynur á almenningi hræðsluáróður; þessa dagana sprottinn af COP26." Meira
23. nóvember 2021 | Pistlar | 406 orð | 1 mynd

Frjálsar handfæraveiðar

Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Meira
23. nóvember 2021 | Aðsent efni | 587 orð | 1 mynd

Göng undir Öxnadalsheiði

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Til að tryggja öruggar vegasamgöngur Fjallabyggðar við Norðvestur- og Norðausturkjördæmi er óhjákvæmilegt að flýta fyrst framkvæmdum við 6 km löng veggöng undir Siglufjarðarskarð." Meira
23. nóvember 2021 | Velvakandi | 166 orð | 1 mynd

Hópaskjól og flokkafjöld

Hér áður og fyrr dugðu oftast fjórir flokkar til að koma skoðunum fólks lýðræðislega til skila í alþingiskosningum. Meira
23. nóvember 2021 | Aðsent efni | 720 orð | 1 mynd

Nú reynir á gjörvalla heimsbyggðina

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Lausnin felst ekki aðeins í að hverfa frá jarðefnaeldsneyti í tíð einnar kynslóðar, heldur verður að draga úr rányrkju á öllum sviðum." Meira
23. nóvember 2021 | Aðsent efni | 607 orð | 1 mynd

Vistvæn, græn og sjálfbær náttúruspjöll

Eftir Þorvald Friðriksson: "Fjallað er um orð eins og grænn og vistvænn, sem eru notuð til þess að fegra fyrirætlanir um stórfelldar virkjunarframkvæmdir." Meira

Minningargreinar

23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1102 orð | 1 mynd

Arndís Kristín Daðadóttir

Arndís Kristín Daðadóttir fæddist á Litla Langadal á Skógarströnd á Snæfellsnesi 6. júlí 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi þann 6. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru Anna Sigfúsdóttir, f. 11.3. 1896, d. 4.8. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 750 orð | 1 mynd

Björg Gunnarsdóttir

Björg Gunnarsdóttir fæddist 11. mars 1964. Hún lést 10. nóvember 2021. Útförin fór fram 22. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 558 orð | 1 mynd

Björn Jónsson

Björn Jónsson (Dengsi) fæddist 16. desember 1944. Hann lést 10. nóvember 2021. Útförin fór fram 20. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 382 orð | 1 mynd

Elvar Snær Jónsson

Elvar Snær Jónsson fæddist 11. maí 1973. Hann lést á heimili sínu Steinahlíð 1 í Hafnarfirði 15. nóvember 2021. Foreldrar hans eru Lilja Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. 30. apríl 1943, og Jón Sævar Alfonsson, f. 8. janúar 1944. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 203 orð | 1 mynd

Erna Líf Gunnarsdóttir

Erna Líf Gunnarsdóttir fæddist 11. apríl 1991. Hún lést 31. október 2021. Útförin fór fram 11. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1787 orð | 1 mynd

Guðbjartur Björnsson

Guðbjartur Björnsson, eða Baddi eins og hann var alltaf kallaður, fæddist á Efra-Seli í Landsveit 28. maí 1939. Hann lést 6. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Björn Bjarnason og Guðrún Lilja Þjóðbjarnardóttir. Systkini Badda eru Bjarnheiður, f. 13.2. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 272 orð | 1 mynd

Guðmundur Magni Gunnarsson

Guðmundur Magni Gunnarsson fæddist 4. nóvember 1942. Hann lést 31. október 2021. Móðir hans var Sigurjóna Kristinsdóttir, f. 28.10. 1905, d. 22.9. 2000, og faðir hans Gunnar Ferdinand Gunnarsson, f. 12.6. 1912, d. 28.12. 1987. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 19 orð | 1 mynd

Guðrún Guðlaugsdóttir

Guðrún Guðlaugsdóttir fæddist 15. ágúst 1924. Hún lést 30. október 2021. Útför Guðrúnar fór fram 15. nóvember 2021. www.mbl.is/andlat/. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargrein á mbl.is | 989 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðrún Guðlaugsdóttir

Guðrún Guðlaugsdóttir fæddist í Gegnishólaparti í Gaulverjabæjarhreppi 15. ágúst 1924. Hún lést á Landspítalanum 30. október 2021. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Friðfinnsdóttir, f. 13. júlí 1906, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1019 orð | 1 mynd

Hallgrímur Hallgrímsson

Hallgrímur Hallgrímsson fæddist 15. apríl 1955. Hann lést 13. október 2021. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 699 orð | 1 mynd

Helgi Valtýr Sverresson

Helgi Valtýr Sverresson fæddist 4. febrúar 1952. Hann lést 8. nóvember 2021. Jarðarförin fór fram 22. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1214 orð | 1 mynd

Ingvi Th. Agnarsson

Ingvi Th. Agnarsson fæddist í Reykjavík 13. desember 1950. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 19. október 2021. Móðir hans er Erla Ásmundsdóttir, f. 28. maí 1931. Faðir hans Agnar Ólafsson, f. 29. nóvember 1930, d. 9. október 2014. Þann 14. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2021 | Minningargreinar | 3155 orð | 1 mynd

Jóhanna María Pálmadóttir

Jóhanna María Pálmadóttir fæddist á Akureyri 28. ágúst 1927. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru Guðrún Jóhannesdóttir, f. í Litla-Laugardal á Tálknafirði 21.9. 1904, d. 23.3. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. nóvember 2021 | Viðskiptafréttir | 1268 orð | 4 myndir

Voru ákveðin í að endurbyggja

Baksvið Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Í stórbrotnum fjallasal í Eilífsdal í Kjós, þar sem áður stóð hús sem hýsti varphænur í búrum, stendur nú lúxusvillan Kleif Farm. Hjónin Erla Aðalsteinsdóttir og Ólafur Þór Júlíusson eru eigendur Kleif Farm og sjá þau alfarið um reksturinn en jörðin sem húsið stendur á er skráð í eigu foreldra Erlu sem eru bændur á bænum. Meira

Fastir þættir

23. nóvember 2021 | Fastir þættir | 156 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 c5 5. g3 cxd4 6. Rxd4 0-0 7. Bg2 d5...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 c5 5. g3 cxd4 6. Rxd4 0-0 7. Bg2 d5 8. cxd5 Rxd5 9. Db3 Db6 10. Bxd5 Dxd4 11. Bg2 Rc6 12. 0-0 Db6 13. Be3 Bc5 14. Dxb6 Bxb6 15. Bxb6 axb6 16. Hfd1 Ha5 17. a3 e5 18. b4 Ha7 19. e3 Bg4 20. Hdc1 Hfa8 21. Rb5 Ha4 22. Meira
23. nóvember 2021 | Í dag | 50 orð | 3 myndir

Fór til helvítis en rataði til baka

Baldur Freyr Einarsson var vanrækt barn í Keflavík. Leið hans lá inn í frumskóg fíkniefna og glæpa. Heiftin innra með honum var svo skefjalaus að hann lýsir sjálfum sér sem villidýri þegar hann óx úr grasi. Meira
23. nóvember 2021 | Fastir þættir | 150 orð

Gestur gangandi. S-Allir Norður &spade;873 &heart;D74 ⋄KD2...

Gestur gangandi. S-Allir Norður &spade;873 &heart;D74 ⋄KD2 &klubs;G653 Vestur Austur &spade;Á10642 &spade;G9 &heart;953 &heart;ÁK862 ⋄10963 ⋄G87 &klubs;2 &klubs;D97 Suður &spade;KD5 &heart;G10 ⋄Á54 &klubs;ÁK1084 Suður spilar 3G. Meira
23. nóvember 2021 | Í dag | 59 orð

Málið

„Eg veit, að aldrei dvín / ástin og mildin þín“ segir í sálmi eftir Herdísi Andrésdóttur. Þar kemur rækilega fram að mildi er kvenkyns , það er hún , mildin . Meira
23. nóvember 2021 | Í dag | 293 orð

Og hananú sagði hænan

Þorsteinn í Holti í Þistilfirði var mikill fjárræktarmaður og sú fjölskylda og átti hrútinn Pjakk, sem þótti skara fram úr öðrum kynbótahrútum í landinu. Meira
23. nóvember 2021 | Í dag | 80 orð | 1 mynd

Reistu bandaríska lögreglustöð í Stokkhólmi

Ný Viaplay-þáttaröð úr smiðju heimsþekkts leikstjóra sem hefur leikstýrt þáttum á borð við Dexter, The Wire og Sopranos. Glænýja þáttaröðin The Box er væntanleg inn á streymisveituna Viaplay um næstu helgi, 28. nóvember. Meira
23. nóvember 2021 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

Reykjavík Keonna Brielle Alquino Estrada fæddist 9. nóvember 2020 á...

Reykjavík Keonna Brielle Alquino Estrada fæddist 9. nóvember 2020 á Landspítalanum við Hringbraut. Hún vó 3.120 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Oscar Amor Estrada og Mary Jean Alquino Estrada... Meira
23. nóvember 2021 | Árnað heilla | 1026 orð | 3 myndir

Tamdi og þjálfaði hesta 17 ára

Jóhann G. Jóhannsson fæddist í Reykjavík 23.11. 1971 en hann er alinn upp í vesturbæ Kópavogs. Hann gekk í Kársnesskóla og Þinghólsskóla og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Meira
23. nóvember 2021 | Árnað heilla | 56 orð | 1 mynd

Þær Hjördís Lóa Óttarsdóttir , Katrín Borg Jakobsdóttir og Mist...

Þær Hjördís Lóa Óttarsdóttir , Katrín Borg Jakobsdóttir og Mist Sigurbjörnsdóttir voru með tombólu í haust til styrktar Rauða krossinum. Meira

Íþróttir

23. nóvember 2021 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Danmörk SönderjyskE – AaB 1:3 • Kristófer Ingi Kristinsson...

Danmörk SönderjyskE – AaB 1:3 • Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður hjá SönderjyskE á 63. mínútu. Meira
23. nóvember 2021 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

Fór á kostum í marki Valsmanna

Björgvin Páll Gústafsson átti stórleik í marki Valsmanna þegar liðið tók á móti Aftureldingu í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Origo-höllinni á Hlíðarenda í níundu umferð deildarinnar í gær. Meira
23. nóvember 2021 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Fyrstur Bandaríkjamanna

Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa hefur átt góðu gengi að fagna í golfinu á árinu og bætti sigri á afrekaskrána um helgina. Morikawa sigraði á DP World Championship-mótinu sem haldið var í Dubai en tilheyrir Evrópumótaröðinni. Meira
23. nóvember 2021 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Í liði umferðarinnar á Englandi

Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir er í liði umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir góða frammistöðu með West Ham gegn Tottenham um nýliðna helgi. Meira
23. nóvember 2021 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er á leið á Evrópumeistaramótið...

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er á leið á Evrópumeistaramótið 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu dagana 13.-30. janúar. Meira
23. nóvember 2021 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Lilja með átta gegn Slóveníu

Lilja Ágústsdóttir var í aðalhlutverki í gær þegar U18 ára landslið stúlkna í handbolta sigraði Slóveníu 24:21 í fyrsta leiknum í umspilsriðli fyrir Evrópumótið sem fram fór í Belgrad í gær. Meira
23. nóvember 2021 | Íþróttir | 25 orð | 1 mynd

NBA-deildin LA Clippers – Dallas 97:91 Detroit – LA Lakers...

NBA-deildin LA Clippers – Dallas 97:91 Detroit – LA Lakers 116:121 Chicago – New York 109:103 Phoenix – Denver 126:97 Golden State – Toronto... Meira
23. nóvember 2021 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Valur – Afturelding 27:25 Staðan: Haukar...

Olísdeild karla Valur – Afturelding 27:25 Staðan: Haukar 10721301:26416 Valur 9621261:22814 FH 9612253:22713 ÍBV 8602243:22912 Stjarnan 8602240:23012 Afturelding 9423263:25110 Fram 8404222:2248 Selfoss 8305201:2076 KA 9306248:2696 Grótta... Meira
23. nóvember 2021 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Sigmundur sló leikjametið

Sigmundur Már Herbertsson er orðinn leikjahæsti dómari frá upphafi í leikjum á vegum Körfuknattleikssambands Íslands. KKÍ skýrði frá þessu í gær en þar kom fram að Sigmundur hefði nú komið að dómgæslunni í 2.054 leikjum á vegum KKÍ. Meira
23. nóvember 2021 | Íþróttir | 718 orð | 1 mynd

Símtalið kom skemmtilega á óvart

Fótbolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Natasha Anasi hefur átt viðburðaríkar síðustu vikur en í lok októbermánaðar gekk hún til liðs við Breiðablik frá Keflavík. Meira
23. nóvember 2021 | Íþróttir | 735 orð | 2 myndir

Væri draumur að komast í Meistaradeild

Frakkland Kristján Jónsson kris@mbl.is Franska handknattleiksliðinu Aix, sem Kristján Örn Kristjánsson leikur með, hefur tekist að fylgja eftir góðum árangri síðasta tímabils í upphafi þessa tímabils. Aix hefur unnið sjö leiki af fyrstu tíu í efstu deild í Frakklandi, gert eitt jafntefli en tapað tveimur leikjum. Á föstudagskvöldið var Kristján markahæstur með átta mörk þegar liðið vann Cesson Rennes 25:24 eftir spennandi leik. Meira
23. nóvember 2021 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Þórey kölluð í landsliðið

Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í handknattleik. Þórey Rósa tekur sæti Tinnu Sólar Björgvinsdóttur sem þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.