Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Frímerkja- og póstkortasafnarinn Reynir Sverrisson hefur staðið vaktina í Kolaportinu síðan 1. október 1994. Hann var á frímerkjasýningu og uppboði í Kaupmannahöfn í liðinni viku, þar sem hann seldi frímerki, kort og bréf sem tengjast Danmörku, og keypti stór íslensk söfn með merkjum frá 1873 til 1944. „Það er margt skemmtilegt í þessu góssi og ég segi gjarnan að ég komi heim með handritin,“ segir hann.
Meira