Greinar fimmtudaginn 25. nóvember 2021

Fréttir

25. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

27 flóttamenn létust í Ermarsundi

Boris Johnson forsætisráðherra Breta sagði í gær að hann væri harmi sleginn eftir að staðfest var að 27 flóttamenn hefðu farist við að fara yfir Ermarsundið. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 127 orð

Afkoman 51 milljarði betri en var áætlað

Afkoma ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins er neikvæð um 138 milljarða króna, sem er þó 51 milljarði króna betri afkoma en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Bætt afkoma skýrist af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Allir standa að fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2022 var samþykkt einum rómi í bæjarstjórn Kópavogs við seinni umræðu í fyrradag. Gert er ráð fyrir 105 milljóna króna rekstrarafgangi af samstæðu bæjarins. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Andlát sex einstaklinga rannsökuð

Lögreglan á Suðurnesjum er með til rannsóknar andlát sex einstaklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem ætla megi að hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 447 orð | 2 myndir

Athvarf fyrir bókafólk og alvöruhverfiskaffihús

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hefur komið þægilega á óvart hvað fólk hér í hverfinu er spennt fyrir því að við opnum,“ segir Kikka M. Sigurðardóttir rithöfundur. Hún undirbýr opnun kaffihúss í Skipholti 19 ásamt vinkonu sinni, Dagnýju Maggýjar. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Bylgjan drifin áfram af börnum

Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ávinning af bólusetningum barna á aldrinum 5-11 ára vega þyngra en áhættuna af bólusetningum. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Draga þarf úr álögum á lítil fyrirtæki

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjármálakerfið, jafnt bankar og lífeyrissjóðir, hefur ekki risið undir skyldum sínum við að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa vilja til vaxtar. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 21 orð | 1 mynd

Eggert

Kappklæddir Vegfarendur um Laugaveg fara ekki allir um göngugötuna miðja, líkt og þessir tveir sem dönsuðu á milli pollanna í... Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Einkaaðilar útvegi stæði fyrir húsbíla

Einkaaðili á markaði gæti þjónustað þá gesti á sínu landi sem hafa nýtt sér Laugardalinn hingað til, frekar en að borgin útvegi land, setji upp grunnþjónustu og sinni rekstri. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 410 orð | 2 myndir

Fjölbreytni í fyrirrúmi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þóra Einarsdóttir myndlistarmaður verður með um 20 verk til sýnis og sölu á opnu húsi í vinnustofum listamanna í Auðbrekku 6 í Kópavogi næstkomandi laugardag, 27. nóvember. Meira
25. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Fjöldi bíður enn við landamærin

Hópur flóttafólks frá Mið-Austurlöndum dvelur enn við landamæri Póllands í Hvíta-Rússlandi í von um að komast til ríkja Evrópusambandsins. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Framtíð vínbúðarinnar óráðin

Fjórar staðsetningar voru boðnar fram þegar ÁTVR auglýsti nýlega eftir því að taka húsnæði á leigu und- ir vínbúð. Engin þeirra er í miðborg Reykjavíkur, Kvosinni. Framtíð vínbúðarinnar í Austurstræti er enn í óvissu en tíðinda er að vænta. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 221 orð

Hlaup líklegt næstu daga

Líklegt er að vísindamenn fari að sjá rafleiðni í Gígjukvísl í dag eða næsta sólarhringinn, sem bendir til þess að hlaup sé þar hafið. Meira
25. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Kínverjar ævareiðir yfir boði Bidens

Kínversk stjórnvöld eru mjög reið Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa boðið Taívan að taka þátt í alþjóðlegum fjarfundi um lýðræði með fulltrúum frá um eitt hundrað ríkjum. Fundurinn verður 9. til 10. desember. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Landsbankinn hækkar vexti

Landsbankinn tilkynnti í gær vaxtabreytingar á lánum sínum og ríður þannig á vaðið fyrstur viðskiptabanka með vaxtahækkanir eftir síðustu stýrivaxtahækkun 17. nóvember en þá hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,50 prósentustig. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 302 orð | 2 myndir

Landspítalinn ekki samkeppnishæfur

Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Landspítalinn er ekki samkeppnishæfur hvað viðkemur launakjörum félagsráðgjafa að mati Steinunnar Bergmann, formanns Félagsráðgjafafélags Íslands. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 778 orð | 3 myndir

Margir leita eftir mataraðstoð

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Um 900 fjölskyldur fá matarúthlutanir í hverri viku hjá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Sérstök aðstoð verður veitt fyrir jólin, að venju, og má ætla að allt að 4.000 fjölskyldur njóti hennar hjá þessum félögum. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 557 orð | 2 myndir

Óvissa í uppkosningu

Sviðsljós Andrés Magnússon andres@mbl.is Það ræðst að líkindum á Alþingi í dag hverjar lyktir kjörbréfamálsins verða. Í hnotskurn snýst málið um það hvort ágallar á framkvæmd kosningar í Norðvesturkjördæmi hafi verið svo miklir, að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Meira
25. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Scholz nýr kanslari Þýskalands

Þáttaskil urðu í þýskum stjórnmálum í gær þegar ný ríkisstjórn landsins undir forystu jafnaðarmanna, SPD, kynnti stjórnarsáttmála sinn. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 138 orð | 2 myndir

Sjúkraflutningamenn gáfu bóluefni í höllinni

Góð mæting var í bólusetningu með örvunarskammti í Laugardalshöll í gær að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Skammdegið lýst upp á Skólavörðustíg

Vinna við uppsetningu og lagfæringu jólaljósa á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur var í fullum gangi þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði eftir að rökkva tók í gær. Ekki veitir af þar sem heill mánuður af dimmustu dögum ársins er fram undan. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Strax verði hafin vinna við loftun vegna mengunar

N1 skal innan tveggja vikna hefja gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra við hús í nágrenni olíutanks fyrirtækisins á Hofsósi. Kemur það fram í fyrirmælum sem Umhverfisstofnun hefur gefið út um úrbætur vegna umhverfisslyss. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 437 orð | 2 myndir

Sækja í brauðmylsnu og dansa á nóttunni

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Talsvert hefur verið um músagang á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, rétt eins og raunin hefur verið í uppsveitum Árnessýslu eins og sagði frá í Morgunblaðinu í gær. Meira
25. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Sænska stjórnin fallin

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
25. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Örlög kjörbréfanna ráðast í dag

Karítas Ríkharðsdóttir Oddur Þórðarson Inga Þóra Pálsdóttir Jón Þór Ólafsson, fyrverandi þingmaður Pírata og fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur kært talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum til... Meira

Ritstjórnargreinar

25. nóvember 2021 | Leiðarar | 741 orð

Trúnaðartraust dalar

Það er krafa að bólusetningarárangur ólíkra efna verði upplýstur (The Telegraph í leiðara sínum í gær) Meira
25. nóvember 2021 | Staksteinar | 223 orð | 2 myndir

Virtir miðlar afhjúpast

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar í pistli á mbl.is um þögn Trumps og rangfærslur sem fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa þurft að leiðrétta í fréttum um þennan fyrrverandi forseta. Hann rifjar upp að Trump er í banni á helstu samfélagsmiðlum og getur því lítt tjáð sig um þær leiðréttingar sem Washington Post hefur þurft að birta og breytingar sem blaðið hefur þurft að gera á fréttum um Trump og meint tengsl hans við rússnesk stjórnvöld. Meira

Menning

25. nóvember 2021 | Hugvísindi | 85 orð | 1 mynd

Fjallar um doktorsverkefni sitt

Katrín Ólafsdóttir er fjórði fyrirlesari í röð Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, nú á haustmisseri, og flytur í dag kl. 12 fyrirlesturinn „Um menn og skrímsli. Meira
25. nóvember 2021 | Myndlist | 286 orð | 1 mynd

Fjölbreytileg verk eftir frumherjana, abstraktmeistara og fleiri á jólauppboði

Meðal myndverka sem verða boðin upp á árlegu jólaperluuppboði Gallerís Foldar má nefna fágæt verk eftir Guðmund Thorsteinsson – Mugg og Ásgrím Jónsson, auk verka sem voru á fyrstu sýningu sem sett var upp á Kjarvalsstöðum. Meira
25. nóvember 2021 | Bókmenntir | 407 orð | 3 myndir

Flótti frá raunveruleikanum

Eftir Sólveigu Pálsdóttur. Salka 2021. Innbundin, 271 bls. Meira
25. nóvember 2021 | Leiklist | 645 orð | 2 myndir

Framúrstefna og tilraunir

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal hefst á morgun, 26. nóvember, og stendur yfir til 6. desember með fjölda viðburða. Meira
25. nóvember 2021 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Harry Potter á bíótónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlistina við kvikmyndina Harry Potter og viskusteininn, frá árinu 2001, á þrennum bíótónleikum í Eldborg 25.-27. nóvember. Þeir fyrstu fara fram í kvöld kl. 19, næstu annað kvöld kl. 19 og þeir þriðju kl. Meira
25. nóvember 2021 | Fjölmiðlar | 105 orð | 1 mynd

Heljarför heillar áhorfendur Netflix

Ný suðurkóresk sjónvarpsþáttaröð hefur náð miklum vinsældum á streymisveitunni Netflix og nefnist sú Hellbound , sem þýða mætti sem Heljarför. Meira
25. nóvember 2021 | Menningarlíf | 55 orð

Í grein um útgáfu á tvöföldum hljómdiski með verkum Jóns Nordal, sem...

Í grein um útgáfu á tvöföldum hljómdiski með verkum Jóns Nordal, sem birt var í blaðinu þriðjudaginn 23. Meira
25. nóvember 2021 | Fjölmiðlar | 207 orð | 1 mynd

Stöðvum síbyljuna, spörum jólaskapið!

Verandi dyggur hlustandi útvarps er eins gott að ég sé mátulega mikið jólabarn, annars væri ég án efa orðinn snarvitlaus og ekki kominn desember. Meira
25. nóvember 2021 | Tónlist | 176 orð | 1 mynd

Tilnefndur til Grammy- verðlauna

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hlaut í vikunni tvær tilnefningar til bandarísku Grammy-verðlaunanna sem eru ein þau þekktustu í heimi og eru þetta hans fyrstu tilnefningar til þeirra. Meira
25. nóvember 2021 | Bókmenntir | 85 orð | 1 mynd

Upplestur fjögurra höfunda í bókasafni

Fjórir rithöfundar mæta í jólakaffi í Borgarbókasafninu í Kringlunni og lesa upp úr bókum sínum í dag, fimmtudag, kl. 17.30. Meira

Umræðan

25. nóvember 2021 | Aðsent efni | 509 orð | 2 myndir

Eldvarnir – líf og eignir eru í húfi

Eftir Hermann Sigurðsson og Garðar Heimi Guðjónsson: "Þegar eldur kemur upp á heimili hefur heimilisfólk oft mjög skamman tíma til að forða sér út." Meira
25. nóvember 2021 | Aðsent efni | 268 orð | 1 mynd

Hópvinna í fræðiskrifum

Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "Það er þýðingarmikið að fræðimaður sem gefur út fræðibók beri beina og óskoraða ábyrgð á efni bókarinnar." Meira
25. nóvember 2021 | Aðsent efni | 1005 orð | 2 myndir

Refaveiðar

Eftir Ingólf Davíð Sigurðsson: "Umhverfisráðherra þarf að endurskoða þetta kerfi og ef ríki og sveitarfélög ætla að greiða fyrir refaveiðar þarf að skilgreina þær upp á nýtt þar sem fyrri forsendur eru löngu brostnar." Meira
25. nóvember 2021 | Pistlar | 430 orð | 1 mynd

Straumhvörf

Jólabókaflóðið er skollið á, af meiri krafti en margir óttuðust fyrir fáeinum árum þegar bókaútgáfa hafði dregist verulega saman. Sú þróun var óheppileg af mörgum ástæðum enda er bóklestur uppspretta þekkingar og færni. Meira
25. nóvember 2021 | Aðsent efni | 552 orð | 1 mynd

Straumhvörf í innviðum í íþróttastarfsemi

Albert Þór Jónsson: "Látum framkvæmdina í Úlfarsárdal verða innblástur til góðra verka." Meira

Minningargreinar

25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1751 orð | 1 mynd

Auður Ólafsdóttir

Auður Ólafsdóttir ritari fæddist í Reykjavík 7. mars 1934. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 11. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson húsasmíðameistari, f. 3. mars 1904, d. 27. desember 1984, og Solveig Magnúsdóttir saumakona, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 3127 orð | 1 mynd

Axel Kristjánsson

Axel Kristjánsson fæddist 20. nóvember 1928 í Reykjavík. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 12. nóvember 2021. Foreldrar hans voru hjónin Vilhelmína Kristín Örum Vilhelmsdóttur húsmóðir frá Siglufirði, f. 1904, d. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 886 orð | 1 mynd

Áslaug M.G. Blöndal

Áslaug Margrét Gunnarsdóttir Blöndal fæddist í Reykjavík 23. september 1957. Hún lést 7. október 2021. Foreldrar hennar voru Gunnar H. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 592 orð | 1 mynd

Birna Arinbjarnardóttir

Birna Arinbjarnardóttir fæddist á Ísafirði 2. maí 1958. Hún lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 16. nóvember 2021. Foreldrar Birnu voru Svanhildur Petra Þorbjörnsdóttir, f. 19.2. 1938, d. 30.9. 2017, og Arinbjörn Guðmundur Arinbjarnarson, f. 30.1. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1471 orð | 1 mynd

Dagmar J. Óskarsdóttir

Dagmar J. Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1935. Hún lést á Hrafnistu við Sléttuveg 10. nóvember 2021. Dagmar var dóttir hjónanna Olgu Fogner Árnason og Óskars Árnasonar. Eftirlifandi systir hennar er Guðbjörg, f. 1933, látnar eru Kittý, f. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 2247 orð | 1 mynd

Gunnar Moritz Steinsen

Gunnar Moritz Steinsen fæddist 28. mars 1928 í Laugardælum í Flóa. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 12. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Steinn Steinsen verkfræðingur, f. 20.6. 1891, d. 19.2. 1981 og Anna Steinsen húsfreyja, f. 30.6. 1893, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 722 orð | 1 mynd

Gunnar Sigurgeirsson

Gunnar Sigurgeirsson var fæddur í Reykjavík 30. nóvember 1971. Hann lést á heimili sínu Skógarbæ 16. nóvember 2021. Hann ólst upp og bjó mestalla sína ævi í Kópavogi, en síðustu tæpu tvö árin bjó hann á Skógarbæ við Árskóga í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 2168 orð | 1 mynd

Jóna Guðrún Kortsdóttir

Jóna Guðrún Kortsdóttir fæddist 28. febrúar 1934 í Vestmannaeyjum. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum á Landakoti þann 11. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru Kort Eyvindsson, f. 1. desember 1901, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 2671 orð | 1 mynd

Jón Kristinsson

Jón Kristinsson fæddist á Norðfirði 10. janúar 1932. Hann lést á líknardeild Landspítalans 26. október 2021. Foreldrar hans voru Kristinn Ívarsson, f. 1898, d. 1973, og Sigurbjörg Þorvarðardóttir, f. 1900, d. 2005. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1300 orð | 1 mynd

Kjartan Már Hjálmarsson

Kjartan Már Hjálmarsson var fæddur 2. júní 1960 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu á Selfossi 14. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Hjálmar Kjartansson, fæddur í Reykjavík 14. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 2112 orð | 1 mynd

Kristinn Guðmundsson

Kristinn Guðmundsson fæddist á Patreksfirði 16. júlí 1948. Hann lést í bílslysi á Hvallátrum 14. nóvember 2021. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jóhann Kristjánsson bóndi, f. 2.5. 1907 í Kollsvík, lést á Patreksfirði 27.1. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 745 orð | 1 mynd

Kristín Haraldsdóttir

Kristín Haraldsdóttir fæddist 25. október 1952 í Reykjavík. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi 14. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Haraldur Þórðarson, f. 5.10. 1910, d. 15.7. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 303 orð | 1 mynd

Margrét Valdimarsdóttir

Margrét Valdimarsdóttir fæddist 10. ágúst 1921. Hún lést 5. nóvember 2021. Útför Margrétar fór fram 16. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1896 orð | 1 mynd

Pétur Eggert Stefánsson

Pétur Eggert Stefánsson fæddist 24. maí 1935 í Grímsey. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 14. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 751 orð | 1 mynd

Ragnar Tryggvason

Ragnar Tryggvason fæddist á Dalvík 8. september 1932. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. október 2021. Foreldrar hans voru Tryggvi Kristinn Jónsson frystihússtjóri á Dalvík, f. 3. nóv. 1906, d. 20. des. 1991, og Ragna Pálsdóttir húsmóðir,... Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 2595 orð | 1 mynd

Sigurður Sverrir Gunnarsson

Sigurður Sverrir Gunnarsson fæddist 31. ágúst 1955. Hann lést að heimili sínu, Suðurholti 3 í Hafnarfirði, 12. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Gunnar Sigurðsson, pípulagningameistari og eldvarnaeftirlitsmaður, f. 28. apríl 1920, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1752 orð | 1 mynd

Smári Guðlaugsson

Smári Guðlaugsson var fæddur 8. júní 1925 í Reykjavík. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk þann 28. október 2021. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. nóvember 2021 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Origo hækkaði um 4,58% í kauphöllinni

Upplýsingatæknifyrirtækið Origo var hástökkvari gærdagsins í kauphöllinni en gengi félagsins hækkaði um 4,58% í 170 mkr. viðskiptum. Gengið í lok dags var 68,5 krónur á hvern hlut. Meira
25. nóvember 2021 | Viðskiptafréttir | 772 orð | 2 myndir

Segir SA í klóm stórfyrirtækja

Dagmál Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi vantar málsvara. Þetta fullyrðir Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður sem í félagi við aðra hefur nú stofnað Atvinnufjelagið. Meira

Fastir þættir

25. nóvember 2021 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Db3 dxc4 5. Dxc4 Bf5 6. g3 e6 7. Bg2...

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Db3 dxc4 5. Dxc4 Bf5 6. g3 e6 7. Bg2 Rbd7 8. 0-0 Be7 9. Db3 Db6 10. Rbd2 a5 11. Rc4 Da6 12. a4 Be4 13. Bf4 Bd5 14. Rfd2 Bxg2 15. Kxg2 0-0 16. Hfc1 Rd5 17. e4 Rxf4+ 18. gxf4 Bb4 19. Rf1 c5 20. Hd1 cxd4 21. Hxd4 Rc5 22. Meira
25. nóvember 2021 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

Akureyri Brynjar Ísak Ómarsson fæddist 25. nóvember 2020 kl. 12.43 og er...

Akureyri Brynjar Ísak Ómarsson fæddist 25. nóvember 2020 kl. 12.43 og er því eins árs í dag. Hann vó 3.964 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Ó mar Björn Skarphéðinsson og Lísbet Patrisía Gísladóttir... Meira
25. nóvember 2021 | Í dag | 981 orð | 3 myndir

Dansar magadans inn í nýjan tug

Anna María Sverrisdóttir fæddist 25.11. 1961 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún ólst upp í Safamýrinni og gekk í Álftamýrarskóla. „Þegar ég var að ljúka við grunnskólann fékk ég svo mikinn áhuga á handverki. Meira
25. nóvember 2021 | Fastir þættir | 173 orð

Grein 73-D. S-Allir Norður &spade;KD976 &heart;9832 ⋄KG8 &klubs;6...

Grein 73-D. S-Allir Norður &spade;KD976 &heart;9832 ⋄KG8 &klubs;6 Vestur Austur &spade;42 &spade;5 &heart;D10 &heart;ÁKG ⋄Á976 ⋄D10532 &klubs;DG1042 &klubs;9875 Suður &spade;ÁG1083 &heart;7654 ⋄4 &klubs;ÁK3 Suður spilar 4&spade;. Meira
25. nóvember 2021 | Í dag | 297 orð

Limrur um Sturlungu

Sigmundur Benediktsson sendi mér góðan póst á þriðjudag: „Hér hefur varla orðið albjart í marga daga og þoka um nætur svo mér varð á að yrkja þessa dróttkveðnu vísu um ástandið“: Skammdegisógn. Togast á dimmir dagar drunga með byrði þunga. Meira
25. nóvember 2021 | Í dag | 24 orð | 3 myndir

Litlu fyrirtækin þurfa nýjan málsvara

Sigmar Vilhjálmsson segir nýtt félag, Atvinnufjelagið, til þess gert að taka upp málstað lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Samtök atvinnulífsins hafi brugðist sem málsvari... Meira
25. nóvember 2021 | Í dag | 91 orð | 1 mynd

Lumar þú á besta súkkulaðidrykknum?

Það er greinilegt að Íslendingar luma á frábærum hugmyndum að súkkulaðidrykkjum því nú hafa tugir gómsætra uppskrifta borist inn í keppni Nóa-Síríusar, Matarvefjarins og K100 fyrir besta súkkulaðidrykk ársins. Meira
25. nóvember 2021 | Í dag | 57 orð

Málið

Að gangast við e-u merkir að játa e-ð , meðganga e-ð . Áður en vísindin fóru að geta bundið fólk fjölskylduböndum undir smásjá komst margur karl upp með það að neita að gangast við barni . Meira
25. nóvember 2021 | Árnað heilla | 228 orð | 1 mynd

Rúnar Gíslason

50 ára Rúnar Gíslason matreiðslumeistari fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp en flutti svo til Álftaness 11 ára. Rúnar kemur úr fjölskyldu þar sem er mikill matreiðsluáhugi og kokkar aftur í ættir og móðir hans var einstaklega handlagin í eldhúsinu. Meira

Íþróttir

25. nóvember 2021 | Íþróttir | 1204 orð | 2 myndir

„Vitum að við getum unnið Hollendinga“

HM 2023 Kristján Jónsson kris@mbl.is Karlalandsliðið í körfuknattleik mun hefja leik í undankeppni HM annað kvöld. Ísland mætir þá Hollandi í Amsterdam en í riðlinum eru einnig Rússland og Ítalía. Ísland var áður búið að vinna sig inn í undankeppnina úr forkeppni þar sem liðið var í riðli með Svartfjallalandi og Danmörku. Forkeppnin síar út veikari lið og í undankeppninni eru meira eða minna lið sem hafa komist inn á stórmót á síðasta áratuginn. Meira
25. nóvember 2021 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Eiður lætur óvænt af störfum

Eiður Smári Guðjohnsen hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Meira
25. nóvember 2021 | Íþróttir | 384 orð | 2 myndir

Ellefu félög komin áfram

Meistaradeildin Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Gabriel Jesus reyndist hetja Manchester City þegar liðið tók á móti París SG í A-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á Etihad-vellinum í Manchester í gær. Meira
25. nóvember 2021 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Sethöllin: Selfoss...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Sethöllin: Selfoss – Grótta 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Evrópubikar kvenna: Ásvellir: Haukar – Tarbes 19. Meira
25. nóvember 2021 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

ÍBV lagði Stjörnuna

Rúnar Kárason átti frábæran leik fyrir ÍBV þegar liðið vann fjögurra marka sigur gegn Stjörnunni í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í TM-höllinni í Garðabæ í frestuðum leik úr annarri umferð deildarinnar í gær. Meira
25. nóvember 2021 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Íslendingalið á toppnum

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Montpellier þegar liðið vann 39:32-sigur gegn Elverum í A-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik í Frakklandi í gær en með sigrinum tyllti Montpellier sér á toppinn í riðlinum með 13 stig. Meira
25. nóvember 2021 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Club Brugge – RB Leipzig 0:5...

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Club Brugge – RB Leipzig 0:5 Manchester City – París SG 2:1 Staðan: Manchester City 540117:812 Paris SG 52219:78 RB Leipzig 511313:134 Club Brugge 51135:164 B-RIÐILL: Atlético Madrid – AC Milan 0:1... Meira
25. nóvember 2021 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Mæta Japönum í Almere í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í kvöld einu af bestu liðum heims þegar það leikur vináttulandsleik gegn Japan í Almere í Hollandi klukkan 18.40. Meira
25. nóvember 2021 | Íþróttir | 237 orð | 1 mynd

Njarðvíkingar tylltu sér á toppinn

Aliyah Collier skoraði 28 stig fyrir Njarðvík þegar liðið vann sjö stiga sigur gegn Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í áttundu umferð deildarinnar í gær. Meira
25. nóvember 2021 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Stjarnan – ÍBV 28:32 Staðan: Haukar 10721301:26416...

Olísdeild karla Stjarnan – ÍBV 28:32 Staðan: Haukar 10721301:26416 Valur 9621261:22814 ÍBV 9702275:25714 FH 9612253:22713 Stjarnan 9603268:26212 Afturelding 9423263:25110 Fram 8404222:2248 Selfoss 8305201:2076 KA 9306248:2696 Grótta 7214181:1875... Meira
25. nóvember 2021 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Subway-deild kvenna Grindavík – Breiðablik 90:75 Fjölnir &ndash...

Subway-deild kvenna Grindavík – Breiðablik 90:75 Fjölnir – Njarðvík 64:71 Valur – Skallagrímur 92:47 Staðan: Njarðvík 972628:53014 Keflavík 862665:56112 Valur 862647:54512 Fjölnir 853636:57810 Haukar 541368:2648 Grindavík 936668:7396... Meira
25. nóvember 2021 | Íþróttir | 258 orð | 1 mynd

Þegar ég var þrettán ára gutti austur á fjörðum náði fótboltalið...

Þegar ég var þrettán ára gutti austur á fjörðum náði fótboltalið staðarins þeim glæsilega árangri að vinna Austfjarðariðil gömlu 3. deildarinnar með yfirburðum og fara suður til að spila til úrslita um sæti í næstefstu deild. Meira

Ýmis aukablöð

25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 86 orð | 2 myndir

ABBA á jólunum

Hljómplatan ABBA Voyage, frá sænsku hljómsveitinni ABBA mun eflaust leynast í nokkrum jólapökkum forfallinna ABBA-aðdáenda þessi jólin. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1156 orð | 5 myndir

Af hverju ekki að prófa að vera í sól um jól?

Elísa Margrét Pálmadóttir, flugfreyja hjá Play, dýrkar ferðalög. Hún hefur komið til 27 landa og hvetur alla þá sem langar að prófa að vera í sól um jól að láta slag standa. Þeir eiga ekki eftir að sjá eftir því. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 276 orð | 10 myndir

Áköf áramótaförðun!

Byrjaðu á því að bera matta og vel þekjandi farða og hyljara á hreina og vel nærða húð. Teint Idole Ultra Wear-farði og -hyljari frá Lancôme gefa jafna og fallega þekju og endast í allt að 24 klst. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 431 orð | 5 myndir

„Á nærbuxunum með Tom Dixon-ljós á hausnum“

Jana Maren Óskarsdóttir, eigandi Hringekjunnar, bjóst við bónorði á jólunum fyrir nokkrum árum, en fékk í staðinn óvænta gjöf á USB-lykli sem fól í sér listræna túlkun á jólagjöfinni sem hana hafði langað í lengi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 818 orð | 3 myndir

„Borðhald getur tekið óralangan tíma!“

Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur er búsett í París. Hún er forstöðumaður Maison Louis Carré, sem er safn hannað af Alvari Aalto í nágrenni Parísar. Hún er hrifin af hefðbundnu jólahaldi Parísarbúa en segir fátt jafnast á við íslensku jólin. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1295 orð | 6 myndir

„Ég á kjóla fyrir öll tilefni“

Thelma Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar, ætlar að vera í rauðum kjól á jólunum. Hún er alltaf í kjólum, hvort sem hún er að fara í vinnu, í golf, á fótboltaleik eða á ball. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 969 orð | 2 myndir

„Ég er ekki með neina jólaþráhyggju“

Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur segir jólin hápunkt ársins hjá prestum, sem oftar en ekki þurfa að finna jafnvægið á milli vinnu og þess að upplifa hátíðina með þeim sem þeir elska mest. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 847 orð | 5 myndir

„Ég klæði mig alltaf upp á á jólunum“

Kristín Edda Óskarsdóttir, einn af stofnendum SPJARA, lumar á mörgum góðum umhverfisvænum leiðum til að upplifa jólin án þess að menga um of. Eitt af því sem hún mælir með er að leigja jólakjólinn. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 733 orð | 15 myndir

„Ég klæði mig í jólaföt alla daga í desember“

Sigríður Ásdís Þórhallsdóttir, eða Sigga Dísa eins og hún er kölluð, er mikið jólabarn sem er kannski ekki skrýtið því hún á afmæli 14. desember. Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1200 orð | 2 myndir

„Fötin geta verið skemmtilegur hluti af jólahefðinni“

Oddur Sturluson, listrænn stjórnandi Suitup Reykjavik, er illa sofinn faðir tveggja ungra barna um þessar mundir að eigin sögn. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 769 orð | 6 myndir

„Hann var í flaksandi slopp með kórónu á höfðinu“

Sophie Laszlo, sendiherra Frakklands á Íslandi, heldur sérstaklega upp á jólamyndina frá árinu 2019, þegar áhugaverðum manni, sem ætlaði að vera einn á jólunum, var boðið í árlegt fjölskylduboð á ættarsetrinu. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1567 orð | 5 myndir

„Jólin góður tími til að finna ástina“

Davíð Örn Símonarson, stofnandi stefnumótaforritsins Smitten, segir alla geta fundið sér maka um jólin. Gott sé að fara í ræktina eða til sálfræðings til að vera í góðu andlegu og líkamlegu formi og svo ætti fólk bara að láta á þetta reyna. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1159 orð | 3 myndir

„Jólin voru tími samveru, kyrrðar og nándar“

Hólmfríður Pétursdóttir kennari er spennt fyrir jólabasar KFUM og KFUK á Íslandi. Basarinn var haldinn á netinu í fyrra vegna kórónuveirunnar en verður með hefðbundnu sniði í lok mánaðarins. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 527 orð | 4 myndir

„Kyrrlát stemning í Háskólanum yfir jólin“

Torfi H. Tulinius, forseti íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands, er í París um þessar mundir þar sem hann kennir við Collège de France tímabundið. Hann mælir með því að fólk lesi á jólunum og segir smásögur góðan valkost yfir hátíðina. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1230 orð | 2 myndir

„Súkkulaði-crêpes sýna að einfaldleikinn stendur fyrir sínu“

Rakel Sjöfn Hjartardóttir bakari er góð í að gera fallegar kökur á jólaborðið. Súkkulaði-crêpesið hennar slær alltaf í gegn enda er sú kaka einstaklega flott og bragðgóð. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 920 orð | 5 myndir

„Við elskum að elda vegan mat“

Systurnar Helga María og Júlía Sif Ragnarsdætur, betur þekktar sem Veganistur, kunna að útfæra hefðbundinn jólamat á vegan máta sem gestir kunna vel að meta. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1057 orð | 4 myndir

„Við skálum til að njóta“

Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri fyrir sterk vín hjá Ölgerðinni, og Hlynur Björnsson, „brand ambassador“ fyrir sterk vín hjá Ölgerðinni, eru á því að á jólunum megi gera góða drykki sem auka á gleðilegar minningar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 754 orð | 7 myndir

„Það er áskorun að finna rétta tréð“

Brynhildur Brynjúlfsdóttir hefur á undanförnum fimmtán árum verið með fjögurra metra jólatré í stofunni heima. Öll fjölskyldan tekur höndum saman um að setja um 3.500 ljós og yfir 650 hengjur á tréð, sem tekur vanalega þrjá daga í framkvæmd. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1259 orð | 3 myndir

„Það er svo margt annað að stressa sig á í lífinu“

Hanna Kristín Skaftadóttir, lektor og fagstjóri viðskiptagreindar við Háskólann á Bifröst, er hreinlega ekki komin svo langt að hugsa til jóla. Hún leggur mest upp úr upplifun á jólunum og að vera með börnum sínum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1336 orð | 2 myndir

„Þigg það sem kemur öðrum til góða um jólin“

Nanna Rögnvaldardóttir verður utan landsteinanna um jólin. Hún er góð í að gera hollan mat fyrir einn og segir jólin í sveitinni engu öðru lík. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 318 orð | 4 myndir

„Ætla að vera með gylltar spennur frá Balmain“

Birna Óskarsdóttir, hársnyrtir á Rauðhettu & úlfinum, er á því að hárið skipti jafnmiklu máli og allt annað á jólunum. Hún ætlar að vera með slegið hárið og gylltar spennur frá Balmain á jólunum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 695 orð | 4 myndir

Býr til Ofurkúlur og Pink Pitaya-ís á jólunum

Kristín Amy Dyer kann að gera góðgæti úr ofurfæði á jólunum. Hún tók upp á því að nota ofurfæðuna frá Rawnice í glassúrinn í staðinn fyrir matarliti úr einhverjum efnum. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 734 orð | 2 myndir

Dásamleg ostakaka sem bragðast eins og jólin

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttakokkur segir jólin góðan tíma til að gera eitthvað alveg sérstakt þegar kemur að eftirréttum. Hún lumar á góðri uppskrift að rise a la mande-ostaköku sem allir þurfa að prófa á jólunum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 350 orð | 3 myndir

Eftirréttir fyrir einn

Þegar Nanna Rögnvaldardóttir vann í nýju bókinni sinni talaði hún við fólk sem býr eitt og spurði hvernig uppskriftir því þætti helst vanta. „Ýmsir nefndu eftirrétti. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 740 orð | 2 myndir

Eggaldinveisla og tómatmaski á andlitið

„Á milli hefðbundinna veislna hvíli ég mig og mína með litlum sælkeragrænmetisréttum um jólin. Það eru litlu jólin í mínum huga. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 921 orð | 2 myndir

Frönsk súkkulaðikaka í jólabúningi

Þórhildur Einarsdóttir er einstakur fagurkeri sem veit fátt skemmtilegra en að gera eitthvað girnilegt í eldhúsinu. Hún notar náttúrulegt skraut á jólunum og gerir sætustu súkkulaðiköku sem sögur fara af. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 40 orð | 13 myndir

Fyndnar jólagjafir

Þótt jólin séu stundum dramatísk þá er enginn sem segir að ekki sé hægt að létta aðeins andrúmsloftið með fyndnum gjöfum fyrir þá sem eru með góðan húmor. Gjafirnar á þessari síðu koma skemmtilega á óvart. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1540 orð | 1 mynd

Fyrstu jól dótturinnar áttu að vera fullkomin

Þegar Nína Richter, kynningarfulltrúi og textasmiður, eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina Vigdísi, var hún svo sannarlega búin að sjá fyrir sér hin fullkomnu fyrstu jól litlu fjölskyldunnar. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 299 orð | 9 myndir

Fögnum hátíðunum með fallegri förðun

Nú er uppáhaldstími margra að ganga í garð með jólatónleikum, jólaboðum og gæðastundum með fjölskyldu og vinum. Á tímum sem þessum er tilvalið að hrista rykið af förðunarburstanum og njóta þess að farða andlitið með fallegum litum og svolitlu glimmeri. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 689 orð | 4 myndir

Hamborgar-oumphið sem slær í gegn á jólunum

Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir borðaði lambakjöt á jólunum áður en hún varð vegan. Nú hefur oumphið tekið við. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1275 orð | 1 mynd

Hengir sokkabuxur út í glugga

Jakob Ómarsson, höfundur bókanna Ferðalagið og Búálfar: Jólasaga, byrjaði að stelast til þess að hlusta á jólalög í október. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 987 orð | 3 myndir

Íhaldssamur á jólamatinn

Veitingamaðurinn Gísli Matthías Auðunsson segir að marineraðir sjávarréttir séu órjúfanlegur hluti af hans jólum og hafi verið allt frá bernsku. Ásthildur Hannesdóttir | asthildur@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 526 orð | 5 myndir

Íslenskt lamb eins og það gerist best

Snædís Jónsdóttir, yfirkokkur á ION-hótelinu á Nesjavöllum, töfrar fram lokkandi jólakræsingar þar sem lambið er í forgrunni. Hver uppskrift er fyrir sex manneskjur. Marta María Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 419 orð | 1 mynd

Jólafólkið sem lýsir upp tilveruna

Hátíðahöld kalla fram allskonar tilfinningar hjá fólki. Sumir verða algerlega andsetnir þegar fyrstu jólalögin fara að heyrast og fólk fer að plana „jólahlabba“, en til er annar hópur af fólki sem elskar jólin og allt sem þeim fylgir. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 47 orð | 15 myndir

Jólagjafir fyrir börnin

Að finna jólagjafir fyrir börnin er vandasamt verk þar sem þau eru hvað spenntust fyrir jólunum. Litir og áferð leikfanga eru einstök um þessar mundir, svo ekki sé talað um öll fallegu fötin sem fáanleg eru á börn í dag. Eftirfarandi gjafir eru gerðar til að gleðja. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 118 orð | 33 myndir

Jólagjafir fyrir hana

Flestir eru sammála því að mikilvægt sé að vanda það sem keypt er fyrir kvenpeninginn um jólin. Úrvalið í verslunum borgarinnar er mikið um þessar mundir. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 122 orð | 20 myndir

Jólagjafir fyrir hann

Flestir eru sammála um að mikilvægt sé að vanda það sem keypt er fyrir herrann um jólin. Úrvalið í verslunum borgarinnar er mikið um þessar mundir. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 126 orð | 20 myndir

Jólagjafir fyrir unglinginn

Fátt er skemmtilegra en að finna jólagjafir sem hitta í mark hjá unga fólkinu. Unglingar eru eins misjafnir og þeir eru margir, en það sem einkennir þennan aldur er að fáir hafa jafn gaman af pökkum og þeir. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 36 orð | 22 myndir

Jólagjafir fyrir þá sem eiga allt

Það getur tekið lungann úr desembermánuði að finna gjafir að gefa þeim sem eiga allt. Nú þarf enginn að örvænta, því eftirfarandi gjafir eru frábærar fyrir fólk sem erfitt er að koma á óvart á jólunum. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 55 orð | 2 myndir

Jólagjafir sem gleðja húðina

Þeir sem vilja gefa góðar gjafir fyrir húðina ættu að skoða vörurnar frá Nip + Fab sem eru hnitmiðaðar húðvörur sem bjóða upp á markvissar og árangursríkar meðferðir. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 45 orð | 14 myndir

Jólagjafir undir 2.000 krónum

Það þarf ekki að tæma budduna fyrir jólin til að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar vel valdar gjafir skipt miklu máli. Umfram allt er það hugurinn sem gildir. Hér má líta fallegar gjafir sem allar eiga það sameiginlegt að kosta undir 2.000 krónum. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1300 orð | 10 myndir

Jólaliturinn í ár er bleikur!

Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, veit fátt betra en að vera á Akureyri á jólunum. Hann er búinn að skreyta allt heima hjá sér með bleiku jólaskrauti og kaupa alls konar jólailmkerti sem gera upplifunina einstaka. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 74 orð | 4 myndir

Láttu ljós þitt skína skært!

Dimmasti tími ársins kallar á glitrandi föt sem sjást vel í mesta skammdeginu. Ef þú átt ekki eitthvað glitrandi inni í fataskáp þá eru hæg heimatökin því í Kringlunni er hægt að finna fullt af glitrandi fötum sem keyra upp hátíðlega stemningu. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 150 orð | 16 myndir

Láttu það eftir þér!

Það er alveg sama hversu sparsöm við erum og förum vel með peninga, okkur langar samt oft í eitthvað. Sérstaklega í kringum hátíð ljóss og friðar. Láttu það eftir þér því þú átt það skilið. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 50 orð | 3 myndir

Lífrænar húðvörur í jólapakkann

Þeir sem vilja gefa ljómandi góðar húðvörur á jólunum ættu að skoða vörurnar sem íslenska sprotafyrirtækið Taramar gerir. Vörurnar draga úr sjáanlegum áhrifum öldrunar og eru fullkomlega hreinar og öruggar. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1123 orð | 5 myndir

Með minna en meira skraut á jólunum

Sigríður Pétursdóttir rekstrarstjóri er með gott ráð fyrir þá sem vilja hafa einfalt og fallegt í kringum sig á jólunum. Það er að rýma til á heimilinu fyrir jólaskrautið, svo ekki verði of mikið dót á heimilinu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1287 orð | 2 myndir

Myndi seint vinna jólaskreytingakeppnina

Sigríður Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju segist seint myndu vinna einhverja jólaskreytingakeppni en hún nýtur jólanna og aðventunnar. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 112 orð | 3 myndir

Ofursvöl og örugg í útivistina

Fólk sem stundar mikla útivist þarf á alvöruútivistargleraugum að halda. Eitt af flottustu merkjunum í útivistargleraugum heitir POC. Það er sænskt og hefur verið að sækja í sig veðrið enda státar það af hámarksöryggi og eflir árangur í íþróttum. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 111 orð | 1 mynd

Ostabúðin lifir góðu lífi úti á Granda

Stór hópur borgarbúa átti þá jólahefð að koma við í Ostabúðinni á Skólavörðustíg fyrir jólin og kaupa sér osta, heitreykta gæsabringu, hindberjasósu og villibráðarpate svo eitthvað sé nefnt. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 792 orð | 2 myndir

Ómissandi að búa til eitthvað úr Toblerone á jólunum

Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir markaðsstjóri er spennt fyrir aðfangadagskvöldi. Hún gerir alltaf ís á jólunum en ætlar nú að prófa sig áfram með Toblerone-súkkulaðimús. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 191 orð | 3 myndir

Settu bylgjur í hárið

Það skiptir flesta máli að vera ekki með úfið hár um jólin. Krullujárn hafa notið mikilla vinsælda en nú hafa bylgjujárn verið að koma sterk inn. Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1161 orð | 5 myndir

Skapandi jólagjafir alltaf vinsælar

Myndlistarkonan Ásdís Fjóla Ólafsdóttir hefur búið í Noregi í 26 ár. Hún heldur í íslenskar hefðir og blandar þær hinum norsku og notar listræna hæfileika sína til að gera fallegt í kringum sig á jólunum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 556 orð | 8 myndir

Spilar tölvuleiki með börnunum á jólunum

Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri RECON og varaþingmaður Framsóknarflokksins, er góður í að leika sér á milli þess að vinna hart að málefnum líðandi stundar. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 416 orð | 13 myndir

Töfrandi hátíðarförðun sem er allt annað en goslaus

Sara Björk Þorsteinsdóttir förðunarfræðingur og ljósmyndari sýnir okkur hvernig best er að farða sig um jólin. Hún farðaði Rósu Maríu Árnadóttur með sínum uppáhaldssnyrtivörum, aðferðum og förðunarráðum fyrir komandi hátíð. Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 429 orð | 4 myndir

Vaknar á undan öllum öðrum á aðfangadag

Svava Traustadóttir hefur frá því hún var lítil stelpa vaknað fyrst af öllum á aðfangadag til að sitja í morgunkyrrðinni inni í stofu að dást að jólunum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 895 orð | 7 myndir

Verður í svörtum kjól með gullskartgr ipi á jólunum

Maren Rós Steindórsdóttir, sölustjóri Karen By Simonsen á Íslandi, er í jólaundirbúningi þessa dagana. Eitt af áhugamálum hennar er fatnaður og hugsar hún um föt allan daginn. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1277 orð | 7 myndir

Vertu eins og kóngur um jólin án þess að vera hlekkjaður við eldavélina

Það eru ekki jól alla daga og þess vegna þurfum við að leggja okkur fram um að hafa það sérlega notalegt um jólin. Gera eitthvað sem við gerum ekki á venjulegum litlausum mánudegi. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 943 orð | 8 myndir

Það þarf ekki að kosta mikla peninga að búa til rétta jólastemningu

Halla Bára Gestsdóttir er höfundur bókarinnar Desember, sem hún skrifaði ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Sverrissyni, og vinkonu þeirra, Margréti Jónsdóttur leirlistakonu á Akureyri og Móheiði dóttur Margrétar. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1013 orð | 9 myndir

Þegar fólk skiptist í tvo hópa, þá sem áttu mávastell - og hina sem voru að safna fyrir því

Eitt er að elda girnilegan og framúrskarandi jólamat, annað er að bera hann fallega fram og leggja þannig á borð að fólk komist í einstakt jólaskap. Að það séu jól – ekki bara enn einn súri þriðjudagurinn. Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 1010 orð | 2 myndir

Þú getur ekki tekið jólin úr stráknum

Guðmundur Egill Bergsteinsson, eigandi frumkvöðlafyrirtækisins Lightsnap, leggur mikinn metnað í frumlegar og persónulegar jólagjafir. Fatnaður og raftæki leynast aldrei í jólapökkum frá Guðmundi. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir | gudrunselma@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 444 orð | 1 mynd

Ætlar að gefa af sér um jólin

Tómas Oddur Eiríksson hefur ákveðið að leggja land undir fót og fara í sólina yfir hátíðina. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
25. nóvember 2021 | Blaðaukar | 835 orð | 1 mynd

Ætlar ekki að slá slöku við á jólunum

Brynjar Þór Níelsson fráfarandi þingmaður ætlar að borða hollan mat og halda áfram í ræktinni á jólunum. Enda maður sem lækkar ekki rána til að falla inn í hópinn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.