Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Innri gerð íslensks lýðræðis er þannig, að þegar reynir á, þá bregðumst við af atorku og á mjög skapandi hátt við,“ segir Ragnar Hjálmarsson, doktor í stjórnarháttum, sem nýlega varði doktorsritgerð sína við Hertie-háskólann í Berlín, en hún fjallar um hvernig ríki geta gert upp við söguna eftir stórfelld efnahagsáföll. „Þegar áfall dynur yfir, þá viltu vita sannleikann, hvað gerðist, hver ber ábyrgð, hvernig bætum við skaðann og hvernig byrgjum við brunninn, og við brugðumst við öllum þessum spurningum eftir hrunið,“ segir Ragnar.
Meira