Greinar mánudaginn 29. nóvember 2021

Fréttir

29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 484 orð | 2 myndir

Afar almennt orðaður sáttmáli

Sviðsljós Andrés Magnússon andres@mbl.is Ríkisstjórnarflokkarnir kynntu í gær nýjan og langan stjórnarsáttmála sín á milli, sem undirritaður var af formönnum þeirra á Kjarvalsstöðum í gær. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 257 orð | 2 myndir

Bjartsýni og sóknarhugur

Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Stjórnarsáttmálinn rímar vel við áherslur flokkanna í kosningabaráttunni að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Heilt yfir þykir henni sáttmálinn einkennast af bjartsýni og sóknarhug. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Boðar uppgjöf í stóru málunum

„Þessi stjórnarsáttmáli er mjög óljóst orðaður,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata. Hún segir mikið af fallegum orðum í sáttmálanum sem hafi verið soðin saman í einhvern graut. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 106 orð

Einmana taska í Leifsstöð

Nokkur viðbúnaður var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á laugardagskvöldið þegar grunsamleg ferðataska virtist hafa verið skilin eftir í stöðinni. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang en eftir gegnumlýsingu kom í ljós að ekkert var að óttast. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Fátækt fólk sitji eftir í sáttmálanum

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur áhyggjur af því að fátæku fólki hafi verið gefið of lítill gaumur við gerð nýs stjórnarsáttmála VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. „Þeir halda áfram að ýta undir þessa rosalegu örbrigð. Það eru 1. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 545 orð | 3 myndir

Flóttamannavandinn veldur pólitískum usla

Baksvið Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Innanríkisráðherrar Frakklands, Belgíu og Þýskalands funduðu í gær í Calais í Frakklandi um vandann sem hefur fylgt fjölgun þeirra flóttamanna sem reyna að komast yfir Ermarsundið á smábátum. Fundurinn í var haldinn í kjölfar þess að 27 flóttamenn létust á leið sinni yfir Ermasundið í síðustu viku. 17 karlmenn, sjö konur og þrjú börn vonuðust eftir að fá hæli í Bretlandi en um er að ræða mannskæðasta sjóslys flóttafólks á Ermarsundinu. Meira
29. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Keppast við að setja á ferðahömlur

Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, hefur farið sem stormsveipur um alþjóðasamfélagið. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Ljós Óslóartrésins voru tendruð í gær

Ljósin á Óslóartrénu á Austurvelli voru tendruð í beinni útsendingu í kvöldfréttum sjónvarps á Rúv í gærkvöldi. Sunnudagurinn 28. nóvember er fyrsti sunnudagur í aðventu og vegna samkomutakmarkana var ekki um neinn viðburð að ræða. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 952 orð | 4 myndir

Mannvænt umhverfi í borgum og bæjum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Loftslagsógnin er mikilvægasta breytan í skipulagsmálum nútímans. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 718 orð | 15 myndir

Nokkrar breytingar á verkaskipan

Urður Egilsdóttir Stefán Gunnar Sveinsson Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur sat sinn fyrsta ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær, en Jón Gunnarsson, nýr dómsmálaráðherra, og Willum Þór Þórsson, nýr heilbrigðisráðherra, mættu þar til fundar, en Kristján... Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 541 orð | 1 mynd

Ný ríkisstjórn á aðventu

Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í gær, á fyrsta degi aðventu, en það er skipað sömu flokkum og mynduðu síðustu ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 184 orð

Óánægja í Suðurkjördæmi

Ónægju gætir meðal sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi vegna ráðherraskipanar en í gær varð ljóst að oddviti Suðurkjördæmis, Guðrún Hafsteinsdóttir, fær ekki að gegna embætti innanríkisráðherra fyrr en eftir 18 mánuði hið mesta. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 118 orð | 2 myndir

Óli Björn og Ingibjörg nýir formenn

Þingmennirnir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi, og Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingmaður Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi, voru í gær valin af þingflokkum sínum til þess að gegna stöðu þingflokksformanna á... Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Óttar Geirsson

Jólastemning í miðbænum Mikið var um að vera í miðbæ Reykjavíkur í gær, fyrsta sunnudag í aðventunni. Er enda ekki seinna vænna að fara að undirbúa gleðilega... Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Óvissan um Ómíkron vekur óhug

Innanlands greindust 77 smit á laugardag, þar af voru 34 í sóttkví. Þrír greindust á landamærum að því er fram kom á covid.is í gær. Ekki hefur enn greinst smit af hinu nýja Ómíkron-afbrigði veirunnar, hér á landi. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Sáttmáli „Woke“ kerfisstjórnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir nýja verkaskiptingu ráðherra virka sérstaka við fyrstu sýn og að hún virðist fyrst og fremst snúast um að koma mönnum fyrir í verkefni. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Skipstjóri skaust með sýnin í bæinn

Skipið Patrekur varð heima í höfn að sitja og fiskvinnsla Odda hf. á Patreksfirði hefur ekki getað starfað síðan á miðvikudag eftir að þrír skipverjar greindust smitaðir af Covid-19 sem og tíu starfsmenn fiskvinnslunnar. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Skiptar skoðanir á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar

Veronika Steinunn Magnúsdóttir Ari Páll Karlsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ætlar að leyfa sér að vera bjartsýn fyrir hönd sjávarútvegsins. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Stólaleikur og stefnulaus sáttmáli

Nýi stjórnarsáttmálinn er „fremur umbúðir en innihald“ að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Hún telur fjölgun ráðherra, vísbendingu um að báknið bólgni. Stefnu og sýn skorti. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Sveitin Mosi frændi segist vera Baggalútur fátæka mannsins

„Hljómsveitin Mosi frændi brýtur odd af oflæti sínu og sendir frá sér jólalag þar sem stuðst er við kunnuglega aðferð því látið er nægja að semja nýjan íslenskan jólatexta við þekktan erlendan slagara,“ segir í tilkynningu frá sveitinni sem... Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 390 orð | 1 mynd

Tilkynningar vegna afsláttardaga

Þó nokkrir afsláttadagar hafa verið í þessum mánuði og er í dag hinn svokallaði net-mánudagur eða Cyber Monday. Töluverð umræða hefur verið um það að fyrirtæki séu að hækka verðlagningar fyrir afsláttardaga til þess að setja síðan afslátt ofan á. Samkvæmt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, bárust ellefu slíkar tilkynningar til samtakanna eftir Singles Day afsláttardaginn sem var 11. nóvember. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Vinstri græn gefi eftir málefnin sín

Í stjórnarsáttmálanum er margt áhugavert að finna, að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þar kalli margt á aukið fjármagn og frávik frá fjármáláætlun, semkomi því til með að vera fyrsta þolraunin. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 442 orð | 2 myndir

Víkingar höfða til myndlistarmanns

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Listamaðurinn Úlfur Karlsson er meðal kollega á samsýningu sem opnuð var í Davíðsgalleríi í Kaupmannahöfn um helgina og verður opin fram yfir miðjan desember. „Fyrir þremur árum tók ég þátt í samsýningu íslenskra listamanna á vegum íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn og upp úr því spratt samstarf við sýningarhaldara sem stóðu að einkasýningu minni í september og buðu mér líka að vera með á þessari sýningu,“ segir hann um viðburðinn. Meira
29. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Yfirgefa krúnuna

Frá og með deginum í dag mun eyríkið Barbados yfirgefa Bresku krúnuna og þar með verða lýðveldi. Því verður Elísabet Bretlandsdrottning ekki lengur þjóðhöfðingi ríkisins en Barbados var nýlenda Bretlands áður en það hlaut sjálfstæði árið 1966. Meira
29. nóvember 2021 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Þriðju skákinni lauk með jafntefli

Þriðju skák heimsmeistaraeinvígis Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi og Magnúsar Carlsen, ríkjandi heimsmeistara frá Noregi, lauk í gær með jafntefli. Meira
29. nóvember 2021 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Þrír létust af völdum óveðursins Arwen í Bretlandi

Þrír létust í Bretlandi á föstudag af völdum óveðursins Arwen sem herjaði á landið um helgina. Þeir sem létust urðu fyrir trjám sem féllu á þá í Skotlandi, Norður-Írlandi og Norðvestur-Englandi. Meira

Ritstjórnargreinar

29. nóvember 2021 | Staksteinar | 218 orð | 1 mynd

Loðnan og rússneski markaðurinn

Félagið Frjálst land spyr á blog.is að því hvert eigi að selja loðnuna: „Íslensk stjórnvöld álpuðust til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum þegar Úkraína neitaði að sækja um aðild að ESB sem Rússum var kennt um. Rússar svöruðu í sömu mynt og settu bann á ESB og leppana sem þýddi að Ísland missti risamarkað fyrir útflutningsvörur eins og loðnuafurðir. Þannig launa Íslendingar þeim sem staðið hafa með landinu frá upphafi gegnum þykkt og þunnt í viðskipta- og auðlindastríðum við gömlu stríðsþjóðir ESB. Meira
29. nóvember 2021 | Leiðarar | 799 orð

Útfærslan ræður

Uppstokkun ráðuneyta er ekki að fullu skýrð og um margt óljóst hvað fram undan er Meira

Menning

29. nóvember 2021 | Leiklist | 660 orð | 2 myndir

Ég hlakka svo til ...

Eftir Birgittu Haukdal. Leikstjórn og leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson. Tónlist og söngtextar: Birgitta Haukdal. Leikmynd og búningar: María Th. Ólafsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóðhönnun: Elvar Geir Sævarsson. Meira
29. nóvember 2021 | Kvikmyndir | 82 orð | 1 mynd

Segir karla rænda fyrirmyndum

Breski þingmaðurinn Nick Fletcher telur að rekja megi aukna afbrotahneigð ungra karlmanna til þess að konur séu í auknum mæli farnar að leika hetjurnar í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Meira
29. nóvember 2021 | Bókmenntir | 1419 orð | 3 myndir

Speglasalur með ótal rökkvuðum rangölum

Bókarkafli Franska skáldsagan Hættuleg sambönd, eftir Pierre Choderlos de Laclos, er frægasta bréfaskáldsaga allra tíma. Hún kom fyrst út 1782 og hefur stöðugt verið endurútgefin og þýdd á langflest heimsins tungumál, en ekki á íslensku fyrr en nú. Meira
29. nóvember 2021 | Tónlist | 126 orð | 1 mynd

Tolkien leist ekki á aðkomu Bítlanna

Bítlarnir höfðu hug á að kvikmynda Hringadróttinssögu árið 1968, en Tolkien lagðist alfarið gegn því. Meira

Umræðan

29. nóvember 2021 | Aðsent efni | 365 orð | 1 mynd

Aukahæðin borgar lyftu

Eftir Pawel Bartoszek: "Borgin mun sjá til þess að fólk þurfi ekki að ráðast í dýra breytingu á deiliskipulagi til að koma fyrir lyftu eða aukahæð til að greiða fyrir hana." Meira
29. nóvember 2021 | Pistlar | 395 orð | 1 mynd

Bjartsýn og um leið hugrökk

Nú hefur stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar loks litið dagsins ljós. Eitt af einkennum hans eru tækifærin sem blasa við. Tími er nú kominn til að láta hendur standa fram úr ermum svo tækifærin renni ekki úr greipum okkar. Meira
29. nóvember 2021 | Aðsent efni | 736 orð | 1 mynd

Fyrir 10 árum: Ísland viðurkennir sjálfstæði Palestínu

Eftir Svein Rúnar Hauksson: "Ályktun Alþingis 29. nóvember 2011 vakti athygli langt út fyrir landsteinana og ekki síst í Palestínu og Austurlöndum nær." Meira
29. nóvember 2021 | Aðsent efni | 482 orð | 1 mynd

Knattspyrna

Eftir Gunnar Björnsson: "Heilt yfir heil og sæl og njótiði dagsins. Eigum við ekki að fá lag?" Meira
29. nóvember 2021 | Aðsent efni | 607 orð | 1 mynd

Uppfylltu samningsríki Chicagosamningsins skuldbindingar sínar?

Eftir Björgvin Rafn Sigurðarson: "Í ljósi alþjóðastöðu faraldursins er fullt tilefni til þess að samningsríki láti reyna á aðgerðir þeirra ríkja sem fyrst greindu sjúkdóminn og hvort staðið hafi verið við alþjóðlegar skuldbindingar." Meira

Minningargreinar

29. nóvember 2021 | Minningargreinar | 280 orð | 1 mynd

Axel Kristjánsson

Axel Kristjánsson fæddist 20. nóvember 1928. Hann lést 12. nóvember 2021. Útför Axels fór fram 23. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2021 | Minningargreinar | 2673 orð | 1 mynd

Bergþóra Jónsdóttir

Bergþóra Jónsdóttir fæddist á Akureyri þann 28. júní 1929. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 18. nóvember 2021. Foreldrar Bergþóru voru Jón Pálsson trésmiður frá Hallgilsstöðum Arnarneshreppi, f. 29. mars 1885, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2021 | Minningargreinar | 908 orð | 1 mynd

Davíð Janis

Davíð Janis fæddist í Medan á eyjunni Súmötru í Indónesíu snemma á fimmta áratug síðustu aldar. Hann lést 12. nóvember 2021 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hans voru Munir og Rajani. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2021 | Minningargreinar | 1055 orð | 1 mynd

Ellen Margrethe Guðjónsson

Ellen Margrethe Guðjónsson, fæddist 20. feb. 1925 í Lumby í Danmörku. Hún lést í Reykjavík 27. október 2021. Faðir Jens Ludvig Jensen, bóndi Hjorslev á Fjóni, f. 8. maí 1894. Móðir Anna Marie Jensen, f. 12. mars 1902. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2021 | Minningargreinar | 3540 orð | 1 mynd

Ellen Marie Sveins

Ellen Marie Sveins fæddist í Reykjavík 26. apríl 1929. Hún lést á Landspítalnum í Fossvogi 17. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Oddný Guðnadóttir, húsmóðir, f. 1905, d. 1936, og Carl Hemming Sveins skrifstofustjóri, f. 1902, d. 1968. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2021 | Minningargreinar | 462 orð | 1 mynd

Guðmunda Sólveig Harðardóttir

Guðmunda Sólveig Harðardóttir fæddist 27. október 1946. Hún lést 6. nóvember 2021. Útför hennar fór fram 13. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2021 | Minningargreinar | 939 orð | 1 mynd

Páll Pálmason

Páll Pálmason fæddist 11. ágúst 1945. Hann lést 6. nóvember 2021. Útför Páls fór fram 19. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2021 | Minningargreinar | 525 orð | 1 mynd

Rósinkrans Már Konráðsson

Rósinkrans Már fæddist 27. desember 1979. Hann lést 25. september 2021. Útför Rósinkrans fór fram 5. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2021 | Minningargreinar | 222 orð | 1 mynd

Snæbjörn Kristjánsson

Snæbjörn Kristjánsson fæddist 26. júní 1924. Hann lést 11. nóvember 2021. Útförin fór fram 20. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. nóvember 2021 | Viðskiptafréttir | 736 orð | 3 myndir

Eins og jólasveinn standi á stofugólfinu

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það tók ögn lengri tíma en spáð hafði verið, fyrir gagnaukinn veruleika (e. augmented reality) að ná almennri útbreiðslu. Hefur samt jafnt og þétt fjölgað í hópi þeirra fyrirtækja sem nota þessa sniðugu tækni til að gera vörur sínar áhugaverðari eða bæta þjónustu við viðskiptavini. Meira
29. nóvember 2021 | Viðskiptafréttir | 386 orð | 2 myndir

Kennir öðrum um hrun lírunnar

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði á föstudag að skyndilega veikingu tyrknesku lírunnar mætti rekja til „fjárhagslegra skemmdarverka“ af hálfu „alþjóðlegra baróna fjármála- og stjórnmálaheimsins“ og tyrkneskra bandamanna... Meira

Fastir þættir

29. nóvember 2021 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. h3 0-0 6. Be3 e5 7. d5 a5 8...

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. h3 0-0 6. Be3 e5 7. d5 a5 8. g4 Ra6 9. Rge2 c6 10. Rg3 cxd5 11. cxd5 Rd7 12. Dd2 Rdc5 13. Be2 Bd7 14. h4 Hb8 15. h5 De7 16. Rb5 b6 17. 0-0-0 Hb7 18. Kb1 Rc7 19. Ra3 Hc8 20. f3 Re8 21. Hh2 b5 22. Hdh1 b4 23. Meira
29. nóvember 2021 | Árnað heilla | 64 orð | 1 mynd

80 ára

Oddur Friðrik Helgason er áttræður í dag. Hann fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var sjómaður og stofnaði síðan Ættfræðiþjónustuna ORG sem er til húsa í Skeljanesi í Skerjafirði. Kona Odds er Unnur Björg Pálsdóttir. Meira
29. nóvember 2021 | Í dag | 264 orð

Af snjómokstri og hryssunni Sóleyju

Helgi R. Einarsson sendi mér góðan tölvupóst: „Þar sem fengitíðin nálgast til sveita sendi ég þér tvær limrur af því tilefni“: Árangur Sigga varð ólétt af Óla um aftan í Hólaskóla. Ekki neitt kák hún eignaðist strák, alltaf á Óla má stóla. Meira
29. nóvember 2021 | Í dag | 937 orð | 2 myndir

Brennandi áhugi á velferð nemenda

Anna-Lind Pétursdóttir fæddist 29.11. 1971 á Akureyri og ólst þar upp til 5 ára aldurs. „Pabbi deyr þegar ég er fjögurra ára og mamma ákvað að fara með okkur börnin til Þýskalands í nám í Münster, þar sem við bjuggum hjá afasystur minni og nöfnu. Meira
29. nóvember 2021 | Í dag | 32 orð | 3 myndir

Enginn býst við að fá krabbamein ungur

Egill Þór Jónsson er ungur borgarfulltrúi í blóma lífsins, með ungt barn og annað á leiðinni. Hann greindist skyndilega með krabbamein í sumar og hefur hann þegar gengið í gegnum eina... Meira
29. nóvember 2021 | Í dag | 97 orð | 1 mynd

Friðrik Ómar missti bragðskynið á einu augabragði

Friðrik Ómar opnaði sig í dagskrárliðnum 20 ógeðslega mikilvægum spurningum í Síðdegisþættinum og kom ýmislegt í ljós um tónlistarmanninn þjóðþekkta í þættinum. Meira
29. nóvember 2021 | Árnað heilla | 218 orð | 1 mynd

Guðrún Helga Halldórsdóttir

30 ára Guðrún Helga fæddist í Hafnarfirði. Hún gekk í MH og fór þaðan í japönskunám í Háskóla Íslands. „Amma mín var í Íslensk-japanska félaginu, þar sem ég er formaður núna og hún fór mikið með mig á japanskar uppákomur, bæði kvikmyndir og... Meira
29. nóvember 2021 | Í dag | 51 orð

Málið

Uppvís er sá sem hefur verið afhjúpaður , sem komist hefur upp um . Eins og skýringarnar gefa til kynna varðar málið jafnan eitthvað óskemmtilegt: fólk verður uppvíst að þjófnaði, smygli, svikum, lygum, skjalafalsi, framhjáhaldi, og er nú nóg komið. Meira
29. nóvember 2021 | Fastir þættir | 156 orð

Vísbending. N-AV Norður &spade;DG4 &heart;-- ⋄D1098 &klubs;987543...

Vísbending. N-AV Norður &spade;DG4 &heart;-- ⋄D1098 &klubs;987543 Vestur Austur &spade;Á8762 &spade;10953 &heart;ÁD95 &heart;107632 ⋄763 ⋄5 &klubs;6 &klubs;DG10 Suður &spade;K &heart;KG84 ⋄ÁKG42 &klubs;ÁK2 Suður spilar 6⋄. Meira

Íþróttir

29. nóvember 2021 | Íþróttir | 437 orð | 1 mynd

England Arsenal – Newcastle 2:0 Crystal Palace – Aston Villa...

England Arsenal – Newcastle 2:0 Crystal Palace – Aston Villa 1:2 Liverpool – Southampton 4:0 Norwich – Wolves 0:0 Brighton – Leeds 0:0 Brentford – Everton 1:0 Leicester – Watford 4:2 Manchester City – West... Meira
29. nóvember 2021 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Hafnarfjarðaliðin tvö á toppnum

FH minnkaði forskot Hauka í eitt stig á toppi úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, þegar liðið vann öruggan 31:26-sigur gegn Aftureldingu að Varmá í Mosfellsbæ í tíundu umferð deildarinnar í gær. Meira
29. nóvember 2021 | Íþróttir | 9 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Víkin: Víkingur &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Víkin: Víkingur – HK 19. Meira
29. nóvember 2021 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Haukar þurfa sigur

Darri Aronsson var markahæstur í liði Hauka þegar liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Foscani í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik í Vrancea í Rúmeníu á laugardaginn. Meira
29. nóvember 2021 | Íþróttir | 212 orð | 2 myndir

Íslensk sigurför á NM í ólympískum

Frá Stavern Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl. Meira
29. nóvember 2021 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Landsliðin unnu einn leik hvort

Sandra Erlingsdóttir var markahæst í íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik þegar liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Tékklandi í þriðja og síðast leik sínum í æfingamóti í Cheb í Tékklandi á laugardaginn. Meira
29. nóvember 2021 | Íþróttir | 313 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Grótta – ÍBV 36:26 Selfoss – KA 25:24...

Olísdeild karla Grótta – ÍBV 36:26 Selfoss – KA 25:24 Stjarnan – Fram 31:31 Afturelding – FH 26:31 Staðan: Haukar 10721301:26416 FH 10712284:25315 Valur 9621261:22814 ÍBV 10703301:29314 Stjarnan 10613299:29313 Afturelding... Meira
29. nóvember 2021 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Sterkari í fjórða leikhluta

Aliyah Mazyck skoraði 24 stig fyrir Fjölni þegar liðið heimsótti Hauka í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, á Ásvelli í Hafnarfirði í 9. umferð deildarinnar í gær. Meira
29. nóvember 2021 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Subway-deild kvenna Haukar – Fjölnir 72:77 Staðan: Njarðvík...

Subway-deild kvenna Haukar – Fjölnir 72:77 Staðan: Njarðvík 972628:53014 Keflavík 862665:56112 Fjölnir 963713:65012 Valur 862647:54512 Haukar 642440:3418 Grindavík 936668:7396 Breiðablik 817545:6232 Skallagrímur 909474:7910 1. Meira
29. nóvember 2021 | Íþróttir | 688 orð | 5 myndir

* Valgerður Guðsteinsdóttir , fyrsta og eina atvinnuhnefaleikakona...

* Valgerður Guðsteinsdóttir , fyrsta og eina atvinnuhnefaleikakona landsins, hafði betur gegn hinni maltnesku Claire Sammut á boxkvöldi í Jönköping í Svíþjóð á laugardagskvöld. Meira
29. nóvember 2021 | Íþróttir | 379 orð | 2 myndir

Þriðji sigurinn í röð hjá FH

Handboltinn Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Egill Magnússon átti stórleik fyrir FH þegar liðið vann öruggan sigur gegn Aftureldingu í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, að Varmá í Mosfellsbæ í 10. umferð deildarinnar í gær. Meira
29. nóvember 2021 | Íþróttir | 444 orð | 1 mynd

Þrjú lið í sérflokki á Englandi

England Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Fyrirliði Chelsea, Jorginho, var í aðalhlutverki þegar liðið tók á móti Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í Lundúnum í þrettándu umferð deildarinnar í gær. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.