Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Hörður Harðarson og María Guðný Guðnadóttir stofnuðu árið 1978 svínabúið í Laxárdal skammt frá Selfossi, sem nú heitir Korngrís, og byrjuðu með eina gyltu. Björgvin Þór, sonur þeirra, sér um reksturinn ásamt foreldrum sínum og eru þau með tæplega 200 gyltur. Þau hafa stundað kornrækt fyrir svínin frá aldamótum, bætt við sig kjötvinnslu og Pizzavagninum, sem Petrína Þórunn Jónsdóttir, eiginkona Björgvins Þórs, sér að mestu um reksturinn á. Pizzavagninn, „staðurinn sem kemur til þín“, eins og þau auglýsa, er á völdum stöðum í nágrannasveitum um helgar og þar eru seldar pítsur úr eigin afurðum. „Það er alltaf nóg að gera og ekki síst núna í jólasteikunum,“ segir Björgvin Þór.
Meira