Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær að Bandaríkjastjórn og Atlantshafsbandalagið stæðu með Úkraínumönnum gegn hvers kyns árásum og ágengni af hálfu Rússa. Ummæli Blinkens féllu skömmu áður en hann fundaði með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en þeir voru báðir viðstaddir ráðherrafund Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, í Stokkhólmi.
Meira