Greinar laugardaginn 4. desember 2021

Fréttir

4. desember 2021 | Erlendar fréttir | 449 orð | 1 mynd

Afbrigðið komið til allra heimsálfa

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO varaði við því í gær að ríki heims ættu að búa sig undir mikla fjölgun tilfella Covid-19 á næstunni vegna Ómíkron-afbrigðisins, sem nú hefur greinst í 38 löndum í öllum heimsálfum. Meira
4. desember 2021 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Allt yfirfljótandi í sorpi í landinu

Úkraínumenn glíma við gífurlegan sorpurðunarvanda. Í landinu eru rúmlega sex þúsund löglegir urðunarstaðir og eru þeir allir orðnir yfirfullir. Talið er að óleyfilegir urðunarstaðir séu vel á fjórða tug þúsunda víðs vegar um landið. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

„Balkanjól“ Söngfjelagsins á tvennum jólatónleikum í Langholtskirkju

Árlegir jólatónleikar Söngfjelagsins verða í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16 og 20. Um er að ræða tíu ára jólatónleika Söngfjelagsins, sem er 60 manna kór undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar organista. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Breikka kafla hringvegar í Mosfellsbæ

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu og breikkun auk lagnavinnu á hringveginum í Mosfellsbæ. Um er að ræða 520 metra kafla milli Langatanga og Reykjavegar. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 290 orð | 2 myndir

Býst við að starfsmönnum Stjórnarráðsins fjölgi

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Vinna stendur nú yfir við að meta hversu mörg stöðugildi færast á milli ráðuneyta vegna uppstokkunar á ráðuneytum sem kynnt var með nýrri ríkisstjórn. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Dýrasta íbúð í sögu Íslands

Kauptilboð hefur verið lagt fram í dýrustu þakíbúðina á Austurhöfn við Hörpu í Reykjavík. Um er að ræða 354 fermetra horníbúð sem er m.a. með útsýni yfir höfnina til vesturs. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert

Snjór Snjókoma hefur verið viðvarandi síðustu daga í Reykjavík. Misjafnt er hvort fólk kann að meta hana eða telur einungis til trafala en óumdeilt er að hún bætir... Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Fjórðungssamdráttur í jólabjór

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Alls seldist 464.791 lítri af jólabjór í Vínbúðunum fyrstu fjórar söluvikurnar þetta árið, frá 5. nóvember til og með 2. desember. Þetta er umtalsvert minna en á sama tíma í fyrra. Meira
4. desember 2021 | Erlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Framlengdu gálgafrestinn

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í fyrrinótt frumvarp um fjármögnun alríkisins fram til 18. febrúar næstkomandi, en óttast var að loka þyrfti alríkisstofnunum yfir jólin ef samkomulag næðist ekki á milli demókrata og repúblikana í deildinni. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 31 orð

Fræðibækur, ekki skáldsögur Ranglega sagði í grein um Tyrkjaránin í...

Fræðibækur, ekki skáldsögur Ranglega sagði í grein um Tyrkjaránin í Morgunblaðinu sl. fimmtudag að Karl Smári Hreinsson og Adam Nichons hefðu skrifað skáldsögur um Tyrkjaránin. Rétt er að það voru... Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Gígjukvísl í hámark á sunnudag

Vatnsrennsli í Gígjukvísl var síðdegis í gær um 1.600 rúmmetrar á sekúndu og jókst hratt. Búist er við að vatnsmagn verði í hámarki á sunnudag. Allt fylgir þetta hræringum í Grímsvötnum, en íshellan yfir þeim hefur sigið um 27-28 metra á sl. tíu dögum. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 512 orð | 2 myndir

Gleðin er í sköpuninni

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Verk Kristínar Þorkelsdóttur, myndlistarmanns og grafísks hönnuðar, eru eins fjölbreytt og þau eru mörg, en hún steig fyrst fram opinberlega á sviðið 1955. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Hallinn 548 milljónum króna minni

Útlit er fyrir að halli á rekstri Reykjavíkurborgar, A-hluta, verði 548 milljónum kr. minni á næsta ári en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun næsta árs, sem lögð var fram í haust, vegna áhrifa nýrrar þjóðhagsspár Hagstofunnar. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Háspennulína færð frá sjónum

Framkvæmdir við að færa háspennulínuna austan við Jökulsárlón frá sjónum eru langt komnar. Sjórinn var farinn að grafa undan vissum staurastæðum. Er þetta í annað sinn sem línan á þessu svæði er færð frá sjónum. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Hægt hefur á fjölgun toppskarfa í ár

Dregið hefur úr örri fjölgun toppskarfa á landinu sem vart varð 2019 og 2020 eftir langvarandi fækkun. Mat á varpstofnum skarfa byggist á talningu hreiðra. Í maí 2021 fundust 5.271 dílaskarfshreiður og 6. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Jóladagskrá á Grandagarði

Faxaflóahafnir ætla að auðga mannlífið á Grandagarði allar helgar í desember fram að jólum. Svæðið hefur verið lýst upp með fallegum jólaljósum ásamt því að boðið verður upp á ýmsar uppákomur. Framkvæmd viðburða verður í höndum Concept Events. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Kakó, piparkökur og jólalög með Grýlu og Leppalúða

Líkt og venjan hefur verið undanfarin ár var Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur breytt í eins konar jólaskóg í gær. Leikskólabörnum var þá boðið á opnun skógarins, en auk þeirra gerðu stjörnuhjónin Grýla og Leppalúði sér einnig ferð í jólaskóginn. Meira
4. desember 2021 | Erlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Mikil verðbólga og óstöðugleiki

Verðbólga í Tyrklandi er orðin yfir 21% á ársgrundvelli samkvæmt nýbirtum tölum. Í kjölfarið lækkaði matsfyrirtækið Fitch lánshæfiseinkunn ríkisins og er hún nú orðin neikvæð. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 463 orð | 2 myndir

Mörg sveitarfélög lækka skatt af íbúðum

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sjö af tólf fjölmennustu sveitarfélögum landsins lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði á næsta ári til að koma til móts við íbúa vegna hækkunar fasteignamats. Fimm sveitarfélaganna lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Kemur þetta fram í samantekt Félags atvinnurekenda sem birt er hér að ofan. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Nýskipan landskjörs

Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti framkvæmdastjóra landskjörstjórnar. Með nýjum kosningalögum nr. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Nýtt félag um fuglaskoðun á Suðurnesjum

Allstór hópur á Suðurnesjum stundar fuglaskoðun reglulega, skráir og myndar fuglana sem ber fyrir augu. Aðrir eru ekki svo skipulagðir, en hafa yndi af því að skoða fugla, íslenska sem og erlenda flækinga, þegar tækifæri gefast. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Óvissustigi við gosið í Geldingadölum aflýst

Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Í gær var óvissustigi vegna eldgossins í Geldingadölum formlega aflýst. Eldgosið hófst hinn 19. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

Samfélagsverkefni ýtt úr vör

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Viðtökur þeirra sem standa í veitingarekstri af margvíslegu tagi á Akureyri við nýju samfélagsverkefni sem hefur að markmið að draga úr matarsóun og rétta um leið þeim sem minna mega sín hjálparhönd hafa verið góðar. Það eru Hjálpræðisherinn, Akureyrarbær og Vistorka sem standa að þessu verkefni með dyggum stuðningi fleiri aðila. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 359 orð

Slátrun úr sjókvíum flýtt

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Veiran sem getur valdið blóðþorra í laxi hefur fundist í dauðum fiski í fleiri kvíum hjá Löxum fiskeldi á Gripalda í Reyðarfirði. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 465 orð | 4 myndir

Slæmt fyrir þjóðina að skipta yfir í olíu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta snertir ekki aðeins fyrirtækin heldur er það högg fyrir þjóðina að við skulum vera í þessari stöðu í landi sem er fullt af vatnsorku og orku úr öðrum endurnýjanlegum orkulindum sem við höfum ekki beislað. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 705 orð | 1 mynd

Telja brotið á sæmdarrétti

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Okkur finnst þetta vera makalaust. Pabbi er höfundur verksins en hans er getið sem einhvers konar ráðgjafa. Við höfum því farið fram á að að hans sé getið sem höfundar á öllum merkingum við verkið og í allra umfjöllun um það en þeim kröfum hefur ekki verið svarað,“ segir Gunnhildur Hauksdóttir myndlistarmaður. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 1560 orð | 4 myndir

Varð leið á skrifborðinu og Excel

Viðtal Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Já, hvar eigum við að byrja? Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 863 orð | 1 mynd

Var Snorri Sturluson frjálslyndur íhaldsmaður?

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Færri komust að en vildu á fund Miðaldastofu Háskóla Íslands sem haldinn var í Lögbergi á fimmtudaginn, en þar ræddu þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, og Sverrir Jakobsson, prófessor í sagnfræði, um túlkun Hannesar á Snorra Sturlusyni sem frjálslyndum íhaldsmanni. Var hámarksfjöldi gesta skorðaður við fimmtíu manns, en auk þess voru á þriðja tug sem fylgdust með fundinum yfir netið. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Vegurinn varinn og lagfærður

Framkvæmdir standa yfir við endurbyggingu vegarins í gegnum þorpið á Tálknafirði. Unnið er að því að aka grjóti í rofvörn við veginn á milli þorpsins og grunnskólans á Sveinseyri. Meira
4. desember 2021 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Vildi að ríkið borgaði fyrir mjaðmaskipti á einkastofu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af öllum kröfum manns sem stefndi því til greiðslu skaðabóta vegna liðskiptaaðgerðar. Málskostnaður var felldur niður. Stefnandinn gekkst undir liðskiptaaðgerð á mjöðm hjá bæklunarlækni í maí 2020. Meira

Ritstjórnargreinar

4. desember 2021 | Reykjavíkurbréf | 1509 orð | 1 mynd

Aðgát skal höfð, en ekki úr hófi fram

Skammdegið fer misjafnlega í fólk. Sjálfsagt væri hægt með könnunum að leita slík sjónarmið uppi. Spyrja hvort fjöldinn væri með eða á móti skammdegi. Slíkar kannanir eru auðvitað mest gerðar til gamans, þótt ekki hafi allir þeirra sem mest eiga í húfi gaman af. Meira
4. desember 2021 | Leiðarar | 279 orð

Bylting í öngstræti

Kommúnistaflokkurinn á Kúbu heldur áfram að stjórna í krafti kúgunar og yfirgangs Meira
4. desember 2021 | Leiðarar | 411 orð

Máluð út í horn?

Íslendingar geta ekki leyft sér að vanrækja orkumálin Meira
4. desember 2021 | Staksteinar | 213 orð | 2 myndir

Stjörnubræður falla af stöllum

Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar umhugsunarverðan pistil á mbl.is þar sem hann fjallar um Cuomo-bræður, þá Andrew, fyrrverandi ríkisstjóra New York, og Chris, sjónvarpsstjörnu á CNN þar til nýlega, sem og Trump og fjölmiðlamenn. Sigurður Már rifjar upp fall ríkisstjórans af háum stalli innan Demókrataflokksins og fall bróðurins, sjónvarpsmannsins, á dögunum. Meira

Menning

4. desember 2021 | Hugvísindi | 111 orð | 1 mynd

Af Grýlu og óhugnanlegu hyski hennar

„Um íslensku jólafólin: Grýlu, Leppalúða og jólasveinana“ er yfirskrift erindis sem Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur heldur í Landnámssýningunni við Austurstræti í dag, laugardag, kl. 15. Meira
4. desember 2021 | Fjölmiðlar | 211 orð | 3 myndir

Á broddum og með boga á sínu valdi!

Ég veit ekki hvort þessi þjóð gerir sér grein fyrir því en Bogi Ágústsson, Broddi Broddason og Sigvaldi Júlíusson verða allir sjötugir á næsta ári. Ég hef vinkonu mína, Þjóðskrá, fyrir þessum merku upplýsingum. Meira
4. desember 2021 | Myndlist | 92 orð | 1 mynd

Álfheiður og Árný Björk í Gróskusalnum

Myndlistarkonurnar Álfheiður og Árný Björk opna í dag, laugardag, klukkan 14 sýninguna „Í krafti kvenna“ í Gróskusalnum við Garðatorg í Garðabæ. Meira
4. desember 2021 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Fylgjur á sýningu í Kling & Bang

Fylgjur er heiti samsýningar þriggja íslenskra listamana, sem allir búa erlendis, sem verður opnuð í Kling & Bang í Marshall-húsinu kl. 14 í dag, laugardag. Halla Einarsdóttir (f. 1991) býr og starfar í Rotterdam, Hanna Kristín Birgisdóttir (f. Meira
4. desember 2021 | Myndlist | 112 orð | 1 mynd

Hátt í 200 listamenn með verk á sýningu

Jólasýningin árlega, „Svona eru jólin“, verður opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu í dag, laugardag, kl. 12. Meira
4. desember 2021 | Myndlist | 128 orð | 1 mynd

Jakob Veigar sýnir í Gallerí Fold

„Ég held að ég sé haldinn heimþrá, samt ekki“ er heiti sýningar sem myndlistarmaðurinn Jakob Veigar opnar í Gallerí Fold við Rauðarárstíg í dag, laugardag, kl. 14. „Þetta eru landslagsportrett, hlaðin íslenskri náttúru. Meira
4. desember 2021 | Tónlist | 115 orð | 1 mynd

Jólatónleikar Kammersveitarinnar í Hörpu

Árlegir jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16 og að venju verður boðið upp á hátíðlega efnisskrá. Meira
4. desember 2021 | Tónlist | 110 orð | 1 mynd

Jólatónleikar Stórsveitar Reykjavíkur

Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Silfurbergi í Hörpu á morgun, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 14. Tónleikarnir eru ætlaðir börnum og foreldrum þeirra á öllum aldri. Meira
4. desember 2021 | Myndlist | 72 orð | 1 mynd

Jóna Hlíf sýnir í Hofi

Vetrarlogn er heiti sýningar sem Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag kl. 14. Samtímis kemur út bókin Brim Hvít Sýn sem fjallar um myndlist Jónu Hlífar, textaverk og innsetningar. Meira
4. desember 2021 | Myndlist | 144 orð | 1 mynd

Listamaðurinn Lawrence Weiner látinn

Bandaríski myndlistarmaðurinn Lawrence Weiner er látinn, 79 ára að aldri. Weiner var í hópi kunnustu og áhrifamestu konseptlistamannanna, þekktastur fyrir textaverk sem víða hefur mátt sjá í og á söfnum, í galleríum og stofnunum víða um heim. Meira
4. desember 2021 | Tónlist | 135 orð | 1 mynd

Minnast Mozarts á miðnæturtónleikum

Óperukórinn í Reykjavík flytur Requiem eftir Mozart með einsöngvurum og hljómsveit á árlegum tónleikum kórsins undir stjórn Garðars Cortes, í Langholtskirkju í kvöld, laugardag, og fram yfir miðnætti. Meira
4. desember 2021 | Myndlist | 300 orð | 2 myndir

Ragnar sýnir í Moskvu

Umfangsmiklar sýningar Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns, bæði með hans eigin verkum og sem hann hefur valið verkin á, verða opnunarsýningar nýrrar og stórrar myndlistarmiðstöðvar í Moskvu í dag. Meira
4. desember 2021 | Bókmenntir | 125 orð | 1 mynd

Svikaskáld og ljóð Þorsteins frá Hamri

Félagið Arfur Þorsteins frá Hamri og Svikaskáld bjóða upp á sameiginlega ljóðaveislu með upplestri á ljóðum Þorsteins frá Hamri á efri hæð Iðnó í dag, laugardag, klukkan 15.30. Meira
4. desember 2021 | Myndlist | 304 orð | 1 mynd

Sýnir Muggsmyndir Kaldals

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Forvitnileg sýning með ljósmyndum Jóns Kaldals af verkum eftir Mugg verður opnuð í dag, laugardag. Sýningin hefur verið sett upp á Fjölnisvegi 7 og er opin frá kl. 14 til 18. Meira
4. desember 2021 | Tónlist | 67 orð | 1 mynd

Tónleikar kammerkórs

Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur verða í Laugarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Sigurður Bragason stjórnar. Gestakór á tónleikunum verður Kór Laugarneskirkju undir stjórn Elísabetar Þórðardóttur. Meira
4. desember 2021 | Leiklist | 981 orð | 1 mynd

Upphefja hið barnslega

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Leiksýningin um Emil í Kattholti verður frumsýnd í dag, 4. desember, í Borgarleikhúsinu en það verk hefur ekki verið sett upp í stóru leikhúsunum hér á landi síðan árið 1992 og má því með sanni segja að tími sé til kominn. Meira
4. desember 2021 | Tónlist | 718 orð | 2 myndir

Úr innsta hring

Heimildarmynd Peters Jacksons um Bítlana, Get Back, skiptist í þrjá ægilanga þætti en það stoppar ekki aðdáendur um allan heim í áhorfinu. Hér verður rýnt í þessa merkilegu kvikmyndagerð. Meira
4. desember 2021 | Myndlist | 127 orð | 1 mynd

Verk gerð í kínverskum listaskóla í Þulu

Jólamarkaður gallerísins Þulu á Hjartatorginu við Laugaveg verður með óvenjulegu sniði ár. Meira
4. desember 2021 | Leiklist | 161 orð | 1 mynd

Verk Spindrift Theatre um karlmennsku

Norræni leikhópurinn Spindrift Theatre verður með tvær sýningar á leikverkinu THEM annað kvöld, sunnudag. Sýnt er á Dansverkstæðinu kl. 18 og 21 en sýningin, sem er verk í vinnslu, er um 70 mínútur. Um er að ræða sviðsverk sem fjallar um karlmennsku. Meira
4. desember 2021 | Myndlist | 226 orð | 2 myndir

Þrjár ólíkar sýningar

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri kl. 12 í dag, laugardag: Erling Klingenberg – punktur, punktur, punktur , Karl Guðmundsson – Lífslínur og yfirlitssýning á verkum úr Listasafni ASÍ, Gjöfin til íslenzkrar alþýðu . Meira
4. desember 2021 | Myndlist | 98 orð | 1 mynd

Örn Bárður sýnir myndlistarverk

Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur, hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu á Íslandi, í Galleríi 16 á Vitastíg 16. Formleg opnun er í dag, laugardag, kl. 14. Stendur sýningin til 8. desember og er opið alla daga kl. 13 til 17, nema sunnudag. Meira

Umræðan

4. desember 2021 | Aðsent efni | 792 orð | 1 mynd

„Skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands“

Eftir Hjört J. Guðmundsson: "Flest bendir til þess að hugmyndir um nýja stjórnarskrá séu fyrst og fremst áhugamál tiltölulega afmarkaðs, en um leið háværs hóps í þjóðfélaginu." Meira
4. desember 2021 | Aðsent efni | 245 orð | 1 mynd

Bólusetning eður ei?

Eftir Gísla Pál Pálsson: "Það er ef til vill kaldhæðið að segja þetta, en læt vaða: Ef enginn hefði verið bólusettur á hjúkrunarheimilum væru engir biðlistar eftir rýmum þar." Meira
4. desember 2021 | Aðsent efni | 539 orð | 1 mynd

Eru loforð stjórnarsáttmálans fyrir öll börn?

Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur: "Stjórnarsáttmáli sem tiltekur að styðja þurfi börn af erlendum uppruna vísar vonandi til barna af erlendum uppruna í öllum sveitarfélögum landsins." Meira
4. desember 2021 | Pistlar | 758 orð | 1 mynd

Flækjustig stjórnarráðsins magnast

Dagar Jóhönnulaganna um stjórnarráðið eru taldir eftir óvissuna sem við blasir eftir skiptingu starfa ráðherra og endurskipulögð ráðuneyti eftir pólitískum áherslum. Meira
4. desember 2021 | Aðsent efni | 396 orð | 1 mynd

Hinar gjöfulu greinar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir: "Það var hátíðleg stund á Alþingi í vikunni þegar fyrsta stefnuræða kjörtímabilsins var flutt á fullveldisdegi okkar Íslendinga hinn 1. desember." Meira
4. desember 2021 | Hugvekja | 974 orð | 2 myndir

Hvað hrærist um í þínu hjarta?

Guð er lítið barn. Svo agnarsmátt og varnarlaust en engu að síður almáttugt vegna þess að þetta barn kallar fram sterkar tilfinningar. Meira
4. desember 2021 | Pistlar | 292 orð

Hver var Snorri?

Ég tók þátt í skemmtilegri málstofu Miðaldastofu í Háskóla Íslands 2. desember um Snorra Sturluson. Þar skýrði ég, hvers vegna ég skipaði Snorra fremst í nýlega bók mína um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn, ásamt heilögum Tómasi Akvínas. Meira
4. desember 2021 | Velvakandi | 167 orð | 1 mynd

Niðurgreidd uppsveifla

Það hefur lengið verið fiktað við efnahagsþróunina á landinu og síður verið að taka mið af staðreyndum, eins og hvernig veiðist eða viðrar. Fræg er enn stjórnviskan þegar margs konar gengi var á krónunni, ferðagengi, námsmannagengi o.s.frv. Meira
4. desember 2021 | Aðsent efni | 390 orð | 1 mynd

Til hamingju með dag sjálfboðaliðans

Eftir Hildi Helgu Gísladóttur: "Eitt af því besta sem hvert og eitt okkar getur gert fyrir framtíðina er að styðja við og taka þátt í sjálfboðaliðastarfi." Meira
4. desember 2021 | Pistlar | 479 orð | 2 myndir

Þá leyfi ég mér

Allir sem fylgjast með smarta fólkinu í öllum smörtu löndunum vita að það fólk er síupptekið við að njóta . Fyrirsagnirnar eru svona: „Telma og Sara og kærastarnir nutu við Garda-vatn“ (nöfnum breytt). Meira

Minningargreinar

4. desember 2021 | Minningargreinar | 1031 orð | 1 mynd

Eggert Kr. Jóhannesson

Eggert Kristinn Jóhannesson fæddist 2. mars 1938 í Reykjavík. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 5. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Steinunn Guðný Kristinsdóttir húsmóðir og Jóhannes Eggertsson hljóðfæraleikari. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2021 | Minningargreinar | 1575 orð | 1 mynd

Elísabet Guðmundsdóttir

Elísabet Guðmundsdóttir fæddist 22. júní 1924 í Rómarborg á Ísafirði. Hún lést á Hömrum hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ 14. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru Guðm. Þorlákur Guðmundsson skipstjóri frá Meiribakka í Skálavík, f. 22. maí 1888, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2021 | Minningargreinar | 1409 orð | 1 mynd

Guðmunda Jóhanna Dagbjartsdóttir

Guðmunda Jóhanna Dagbjartsdóttir fæddist 8. október 1922. Hún lést 16. nóvember 2021. Útför Guðmundu fór fram 2. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2021 | Minningargreinar | 2118 orð | 1 mynd

Hellen Linda Drake

Hellen Linda Drake fæddist 29. júní 1960. Hún lést 19. nóvember 2021. Hellen Linda var jarðsungin 2. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2021 | Minningargreinar | 1010 orð | 1 mynd

Hjördís Arnardóttir

Hjördís Arnardóttir fæddist 5. september 1950. Hún lést 22. nóvember 2021 Hjördís var jarðsungin 2. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2021 | Minningargreinar | 688 orð | 1 mynd

Ísleifur Birgisson

Ísleifur Birgisson fæddist 23. febrúar 1981. Hann lést 13. nóvember 2021. Ísleifur var jarðsunginn 3. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2021 | Minningargreinar | 529 orð | 1 mynd

Kristín Carol Chadwick

Kristín Carol Chadwick fæddist 5. janúar 1943. Hún lést 15. nóvember 2021. Útförin fór fram 2. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2021 | Minningargreinar | 2301 orð | 1 mynd

Sigursveinn Hilmar Þorsteinsson

Sigursveinn Hilmar Þorsteinsson fæddist í Ólafsfirði 2. mars 1948. Hann lést á gjörgæsludeild SAk 22. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Þorsteinn Mikael Einarsson, f. 23. ágúst 1924, d. 31. desember 2006, og Anna Gunnlaugsdóttir, f. 15. mars 1926, d. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2021 | Minningargreinar | 1851 orð | 1 mynd

Vigdís Björnsdóttir

Vigdís Björnsdóttir fæddist í Göngustaðakoti í Svarfaðardal 11. mars 1932. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 19. nóvember 2021. Foreldrar Vigdísar voru Sigrún E. Björnsdóttir, f. 1899, d. 1983, og Björn Guðmundsson, f. 1903, d. 1980. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2021 | Minningargreinar | 673 orð | 1 mynd

Þorbjörg Rósa Guðmundsdóttir

Þorbjörg Rósa Guðmundsdóttir fæddist 16. ágúst 1929. Hún lést 25. október 2021. Útförin fór fram 18. nóvember 2021. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 558 orð | 4 myndir

Bílaleigurnar taka við sér

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í nóvembermánuði voru aðeins 12% nýskráðra fólksbýla hér á landi aðeins knúin jarðefnaeldsneyti. Undirstrikar sú staðreynd þá þróun sem orðið hefur í átt til orkuskipta á síðustu árum á bílamarkaði. Fyrir fimm árum var hlutfall hreinna dísel- og bensínbíla nærri 90%. Meira
4. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 197 orð | 1 mynd

Fornfrægt merki hefur innreið sína á markaðinn

Í gær voru iðnaðarmenn í óðaönn að koma upp nýjum innréttingum í Hagkaup í Smáralind. Þar hefur nú verið opnað fyrir sölu á bandaríska snyrtivörumerkinu Kiehl's. Meira
4. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 58 orð

Skeljungur lækkar mest í Kauphöll Íslands

Olíu- og smásölufyrirtækið Skeljungur lækkaði um 2,8% í Kauphöll Íslands í gær. Lágu lítil viðskipti að baki flökti bréfanna eða tæpar 10 milljónir króna. Meira

Daglegt líf

4. desember 2021 | Daglegt líf | 1456 orð | 6 myndir

Erfið sýn inn í líf utangarðsfólks

„Alkóhólismi og önnur fíkn er gríðarlega alvarlegur sjúkdómur sem þarfnast annarra viðbragða af samfélaginu en að skaffa fólki aðstöðu í gámum og rétta því Bónuspoka með matvælum,“ segir Gísli, höfundur ljósmyndabókarinnar Utangarðs. Meira

Fastir þættir

4. desember 2021 | Fastir þættir | 156 orð | 1 mynd

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. c4 d6 4. Rc3 Rf6 5. Be2 0-0 6. Be3 Ra6 7. g4 c5 8...

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. c4 d6 4. Rc3 Rf6 5. Be2 0-0 6. Be3 Ra6 7. g4 c5 8. d5 Rc7 9. h4 b5 10. cxb5 a6 11. b6 Rb5 12. f3 Dxb6 13. Rxb5 axb5 14. h5 Ha4 15. Dd2 Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem fram fór í Úkraínu sl. vor. Meira
4. desember 2021 | Í dag | 1114 orð | 1 mynd

AKUREYRARKIRKJA | Sunnudagaskólinn fellur niður. Opin kirkja &ndash...

AKUREYRARKIRKJA | Sunnudagaskólinn fellur niður. Opin kirkja – kyrrðarstund kl. 20-21.30. Lifandi tónlist og lestrar. Umsjón sr. Stefanía Steinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson organisti. Fólki er velkomið að koma og fara að vild. Meira
4. desember 2021 | Árnað heilla | 161 orð | 1 mynd

Ásgerður Búadóttir

Ásgerður Ester Búadóttir fæddist 4. desember 1920 í Borgarnesi. Foreldrar hennar voru hjónin Búi Ásgeirsson, f. 1872, d. 1949, og Ingibjörg Teitsdóttir, f. 1886, d. 1974. Meira
4. desember 2021 | Árnað heilla | 762 orð | 4 myndir

Á sjónum í nærri hálfa öld

Eiríkur Sigurðsson fæddist 4. desember 1961 á Húsavík og bjó þar þangað til hann flutti til Reykjavíkur árið 1995. „Lífið hefur alltaf snúist um sjóinn og ég hef aldrei unnið ærlegt handtak í landi. Meira
4. desember 2021 | Fastir þættir | 152 orð | 1 mynd

Carlsen tekur forystuna í einvíginu

Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sigraði hinn rússneska Ian Nepomniachtchi (Nepó) í sjöttu einvígisskák þeirra um heimsmeistaratitilinn í skák í gær. Meira
4. desember 2021 | Fastir þættir | 655 orð | 5 myndir

Magnús Carlsen vann maraþonskák í gær

Lengsta skák í sögu heimsmeistaraeinvíganna leit dagsins ljós í gær er Magnús Carlsen vann sjöttu einvígisskákina í Dúbaí eftir 136 leiki og komst yfir, 3½:2½. Viðureignin stóð í sjö klukkutíma og 45 mínútur og var gott dæmi um leiktækni... Meira
4. desember 2021 | Í dag | 53 orð

Málið

Það gæti tekið nývaknaðan lesanda nokkrar sekúndur að átta sig á því hvað er að gerast í setningu eins og þessari: „Fjöldi dýra er búinn að dragast mjög saman“, og það þótt hann gæfi sér strax að dýrin hefðu ekki skroppið saman. Meira
4. desember 2021 | Í dag | 267 orð

Mikið er um gesti

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Í boð hann veislubúinn fer, band á snældu flækt er hér. Köttur spáir komu hans. Kvæði orti sá með glans. „Enn er það lausn,“ segir Harpa á Hjarðarfelli: Boðsgestur á þorrablótið. Meira
4. desember 2021 | Í dag | 38 orð | 1 mynd

RÚV kl. 09.55 Jóladagatalið: Saga Selmu

Selma Graskvist er átta ára stelpa sem fær þær fréttir að fjölskyldan hennar þurfi að flytja úr íbúðinni sinni í eitt lítið herbergi. Hún slæst þá í för með undarlegum vísindamanni, Efraim von Þríburahatt, í leit að... Meira
4. desember 2021 | Fastir þættir | 171 orð

Sagan (16). V-Enginn Norður &spade;D5 &heart;G3 ⋄DG8753 &klubs;ÁG10...

Sagan (16). V-Enginn Norður &spade;D5 &heart;G3 ⋄DG8753 &klubs;ÁG10 Vestur Austur &spade;K9 &spade;64 &heart;ÁK985 &heart;D1076 ⋄K94 ⋄106 &klubs;962 &klubs;D8742 Suður &spade;ÁG108732 &heart;42 ⋄Á2 &klubs;K5 Suður spilar 4&spade;. Meira
4. desember 2021 | Í dag | 87 orð | 1 mynd

Svanhildur lagði mikið á sig fyrir afmæli Loga

Svanhildur Hólm Valsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, svaraði „20 ógeðslega mikilvægum spurningum“ í Síðdegisþættinum í fyrradag en með skemmtilegum snúningi í tilefni af afmæli eiginmanns hennar, Loga Bergmanns, sem... Meira
4. desember 2021 | Árnað heilla | 275 orð | 1 mynd

Víðir Arnar Kristjánsson

50 ára Víðir er Dalvíkingur að uppruna, fæddist þar og ólst upp en býr í Garðabæ. Hann er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MBA frá ESIC í Madríd. Meira

Íþróttir

4. desember 2021 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

28 marka sigur í fyrsta leik

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, sem Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar, lenti ekki í neinum vandræðum í fyrsta leik sínum á HM á Spáni þegar liðið mætti Kasakstan í C-riðlinum. Noregur vann með 28 marka mun, 46:18. Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

England B-deild: Fulham – Bournemouth 1:1 Staða efstu liða: Fulham...

England B-deild: Fulham – Bournemouth 1:1 Staða efstu liða: Fulham 21135350:1744 Bournemouth 21127237:1743 QPR 20105533:2535 WBA 2097427:1634 Blackburn 2096534:2733 Coventry 2096527:2333 Stoke City 2094724:2131 Huddersfield 2084823:2328 Swansea... Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Freyja fékk brons í Våsby

Freyja Birkisdóttir vann til bronsverðlauna í 400 m skriðsundi kvenna á Norðurlandameistaramótinu í sundi í gær en mótið fer fram í Våsby í Svíþjóð. Freyja synti á tímanum 4:20,19 en Thilda Häll frá Svíþjóð kom fyrst í mark á tímanum 4:13,32. Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Fær nýtt hlutverk hjá FH

Davíð Þór Viðarsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Davíð Þór, sem er 37 ára gamall, var aðstoðarþjálfari karlaliðs FH á síðustu leiktíð en lét af störfum að henni lokinni. Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Grill 66-deild karla Hörður – Afturedling U 36:24 ÍR &ndash...

Grill 66-deild karla Hörður – Afturedling U 36:24 ÍR – Kórdrengir 34:24 Grill 66 deild kvenna Grótta – FH 18:19 ÍR – Stjarnan U 36:24 HM kvenna Leikið á Spáni: A-RIÐILL: Frakkland – Angóla 30:20 Svartfjallaland –... Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

Hafa knattspyrnumenn minna jafnvægi en aðrir íþróttamenn? Eru...

Hafa knattspyrnumenn minna jafnvægi en aðrir íþróttamenn? Eru knattspyrnumenn meira eða minna að glíma við einhvers konar ójafnvægi vegna innra eyra eða eitthvað þess háttar? Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – HK L14 TM-höllin: Stjarnan – KA/Þór L16 Framhús: Fram – Haukar L18 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Eyjar: ÍBV – HK L16 Origo-höllin: Valur – Selfoss L16... Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Hættur að leika með landsliðinu

Handknattleiksmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir langan og farsælan feril þar sem hann tók þátt í níu stórmótum. Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Nýtur þess að spila handbolta með toppliðinu og vinna með börnum

Phil Döhler, þýskur markvörður toppliðs FH í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, er á sínu þriðja tímabili með Hafnarfjarðarliðinu. Í samtali við Morgunblaðið kveðst Döhler hæstánægður með dvölina á Íslandi enda elski hann land og þjóð. Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Silfur hjá stúlkunum og brons hjá blandaða liðinu

Stúlknalandslið Íslands í hópfimleikum hafnaði í öðru sæti og krækti þannig í silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum sem fer fram um þessar mundir í Guimares í Portúgal. Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 608 orð | 2 myndir

Stórleikur gegn meisturunum

Körfuboltinn Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Subway-deild karla Njarðvík – Vestri 98:69 Tindastóll – ÍR...

Subway-deild karla Njarðvík – Vestri 98:69 Tindastóll – ÍR 98:77 Valur – Þór Þ. 86:75 KR – Keflavík 88:108 Staðan: Keflavík 871714:65414 Þór Þ. Meira
4. desember 2021 | Íþróttir | 1108 orð | 2 myndir

Ver mark toppliðsins og lærir íslensku af börnum

Handbolti Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Karlalið FH fór á topp úrvalsdeildarinnar í handknattleik, Olísdeildarinnar, með sterkum 28:24-sigri gegn erkifjendum sínum og nágrönnum í Haukum síðastliðinn miðvikudag. Fyrir leikinn voru Haukar í efsta sætinu og sigurinn því sérstaklega sætur. Eftir fremur hæga byrjun þar sem tveir af fyrstu þremur leikjunum töpuðust hafa FH-ingar tekið afar vel við sér með því að vinna sjö og gera eitt jafntefli í næstu átta leikjum. Meira

Sunnudagsblað

4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 349 orð | 1 mynd

Að bregða út af vananum FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS

Elsku Fiskurinn minn, þú átt að dansa við þitt eigið hljómfall og harðneita afskiptum annarra. Líka muntu frábiðja þér að hjakka í sama farinu. Og svo dásamlega vill til að líf þitt er ekki eins fastmótað og hjá öðrum, svo vertu ánægður. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 348 orð | 1 mynd

Allt eins og það á að vera STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR

Elsku Steingeitin mín, þó að útkoman í lífinu verði öðruvísi en þú hafðir vonað skaltu bara vita að það er allt er eins og það á að vera. Þú vilt stjórna á hvaða hraða lífið gerist og finnst það vera veikleiki að geta ekki drifið þig og þitt lið áfram. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 414 orð | 1 mynd

Banamein hans var nostalgía

Hann mun hafa pælt heilmikið í áhrifum og mögulegum afleiðingum nostalgíu og gat ekki útilokað að hægt væri að sálast úr þeirri hvimleiðu kveisu. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 1826 orð | 5 myndir

„Fer beint á æfingu eftir skóla“

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hvert afrekið á fætur öðru á vettvangi ólympískra lyftinga þar sem þessi 16 ára gamla valkyrja hefur verið tíður gestur á verðlaunapöllum síðustu ár, síðast sem Norðurlandameistari í... Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 282 orð | 7 myndir

Beðinn um að lesa bók á rauðu ljósi

Tveggja ára dóttur minni finnst gaman að láta lesa fyrir sig. Hún biður mig um að „lesa bók“ í tíma og ótíma. Ég held að hún fari þess á leit við mig 20-30 sinnum á dag, og það við ólíklegustu tækifæri. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 369 orð | 1 mynd

Bjöllurnar í sál þinni TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ

Elsku Tvíburinn minn, þú átt eftir að anda að þér sólinni, snjónum og jólaljósunum. Þú finnur bjöllurnar í sálu þinni hringja inn hamingju og þú sérð þessa hamingju á óvenjulegustu stöðum. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 262 orð | 1 mynd

Eitruð karlmennska

Hver ert þú, Bergdís? Ég er sjálfstætt starfandi leikkona, útskrifuð frá Rose Bruford-skólanum í Bretlandi. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 348 orð | 1 mynd

Ekki gleyma sjálfum þér SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER

Elsku Sporðdrekinn minn, það hefur verið svo margt að gerast og þú hefur ofhugsað allt of margt. Þú ert stórbrotinn karakter og vilt öllum vel en þú skalt aðeins minnka þessa þrjósku við það að standa of oft sterkt á þínum skoðunum. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 347 orð | 1 mynd

Flytur góðan boðskap MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

Elsku Meyjan mín, þú gætir hafa haft það á tilfinningunni að allur heimurinn sé á bakinu á þér. Og að þú þurfir að bjarga hinum og þessum og láta öllum líða vel. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 190 orð | 1 mynd

Frægasta (ó)markið

Alan Ball sendir fyrir frá hægri. Gordon McQueen stekkur hæst allra og skallar frá. En aðeins í áttina að Kevin Keegan sem skyndilega er flatur í loftinu og klippir knöttinn í fjærhornið; gjörsamlega óverjandi fyrir Paddy Roche í markinu. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 1400 orð | 1 mynd

Fyrsta þjóðarmorð 20. aldarinnar

Þýskaland og Namibía gerðu í sumar samkomulag um sættir vegna fjöldamorða, sem sveitir Þjóðverja frömdu á nýlendutímanum og kallað hefur verið fyrsta þjóðarmorð 20. aldarinnar. Samkomulagið olli mikilli reiði í Namibíu og nú er óvíst hvort það verði nokkurn tímann undirritað. Karl Blöndal kbl@mbl.is Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 97 orð | 1 mynd

Glímir við glæpamál lífs síns

Glæpir Bollywoodstjarnan Raveena Tandon er í aðalhlutverki í nýjum indverskum glæpaþáttum, Aranyak, sem koma í heild sinni inn á efnisveituna Netflix 10. þessa mánaðar. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 20 orð | 1 mynd

Guðrún Fransdóttir Ég þarf þess ekki. Ég og börnin mín þrjú leggjum...

Guðrún Fransdóttir Ég þarf þess ekki. Ég og börnin mín þrjú leggjum andvirði gjafa frekar fyrir og förum til... Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 80 orð | 1 mynd

Hertogahjón skilja með látum

Fjaðrafok A Very British Scandal nefnast nýir dramaþættir sem frumsýndir verða í breska ríkissjónvarpinu, BBC, í mánuðinum. Þar er til umfjöllunar frægt skilnaðarmál hertogans og hertogaynjunnar af Argyll árið 1963 en þau voru áberandi fólk á þeim tíma. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 135 orð | 2 myndir

Hraðfréttajól og jólatónar

Í dag er annar í aðventu og Ríkissjónvarpið er óðum að komast í jólaskapið. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 310 orð | 1 mynd

Hringiða af möguleikum KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ

Elsku Krabbinn minn, uppáhaldsplánetan mín er þín pláneta, sem er Tunglið. Og hún er svo beintengd inn í þitt tilfinningalíf. Þar af leiðandi er það langbest fyrir þig að byrja á nýjum og spennandi hlutum þegar nýtt tungl er sem birtist þann 4.... Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 392 orð | 1 mynd

Hugsunin er upphafið BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER

Elsku Bogmaðurinn minn, þú hefur haft allt of miklar áhyggjur af smáatriðum. Þótt þú hafir magnað þau atriði upp í huganum á þér og gert þau að stórum. Þú átt eftir að sýna í þessum mánuði hversu sérstaklega góður leiðtogi þú ert. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 340 orð | 1 mynd

Í þér býr töframaður VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR

Elsku Vatnsberinn minn, ef þú skoðar vel þá sérðu að þú ert ótrúlega heppin persóna. En þótt það sé rauði þráðurinn í lífi þínu skaltu vanda þig ef lífið virðist vera allt of hratt. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 79 orð | 1 mynd

Jólin komu aftur þegar Stebbi varð faðir

Stefán Hilmarsson hefur gefið út tvær jólaplötur ásamt einu mest spilaða jólalagi landsins, Jólahjól, sem hann söng aðeins 21 árs gamall árið 1987 með Sniglabandinu. Stefán útilokar ekki að hann muni semja fleiri jólaplötur í framtíðinni. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 513 orð | 2 myndir

Klunninn sem kleif tindinn

Hann var réttur maður, á réttum tíma, á hárréttum velli. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 63 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 5. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 326 orð | 1 mynd

Leiðin bara upp á við HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL

Elsku Hrúturinn minn, það er sama hvað á þér dynur, alltaf ertu reiðubúinn eins og skátinn þegar þú sérð að aðrir þurfa á þér að halda. Og líka þegar þú veist að þú getur bara stólað á sjálfan þig. Þú hefur svo magnaðar tilfinningar, til dæmis ástríðu. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 288 orð | 1 mynd

Lífið mun lífga upp á þig LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST

Elsku Ljónið mitt, það er margt sem þú hefur reynt í gegnum lífið og þurft að fara í gegnum. En núna ertu eins og segull og aðdráttaraflið þitt hefur svo falleg áhrif á þá sem þú ert með í kringum þig. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagspistlar | 555 orð | 1 mynd

Misskilin umhyggja

Mér finnst líklegast að einhver hafi hallað sér aftur í stólnum og hugsað: Hvenær sá ég eiginlega Stellu í orlofi síðast? Eða Skilaboð til Söndru. Var ekki Bubbi Morthens í henni? Það væri nú gaman að sjá hana aftur. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 604 orð | 2 myndir

Nú verður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn glaður

Talað er um mikilvægi þess að halda vel um vinnumarkaðsmál og þá væntanlega stuðla að réttlátu og uppbyggilegu vinnuumhverfi. Er þetta leiðin? Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 1591 orð | 7 myndir

Ótrúlega skemmtilegt tímaferðalag

Laugavegurinn er sú gata sem best endurspeglar tíðarandann í borginni á hverjum tíma. Hjónin Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur tóku höndum saman og skrifuðu bók um götu allra landsmanna. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 15 orð | 1 mynd

Óttar Gunnlaugsson Ég er búinn að kaupa handa konunni og börnunum, en...

Óttar Gunnlaugsson Ég er búinn að kaupa handa konunni og börnunum, en ekki samt... Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 908 orð | 2 myndir

Reynt á þanþol málmsins

Málmbandið Trivium frá Flórída hefur fengið glimrandi dóma fyrir nýjustu breiðskífu sína, In the Court of the Dragon. Málmskýrendur segja bandið hafa skipað sér í fremstu röð og sé þess nú umkomið að fylla stærstu leikvanga heims. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 120 orð | 1 mynd

Rokkhundar í hár saman

Deilur Bólusetningar eru hápólitískt mál í Bandaríkjunum. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 364 orð | 1 mynd

Sigur eftir hverja þraut VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER

Elsku Vogin mín, þín orka er beintengd við ástarplánetuna Venus. Og yfir þennan tíma sem þú ert að lifa núna er það bara ást sem getur sigrað hatur eða neikvæða orku sem skyggir á þig eða lemur á taugar þínar. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 41 orð | 1 mynd

Skjól kennt við hvern?

Listaverk þetta, Hannesarskjól, stendur á Nöfunum ofan við gamla bæinn á Sauðárkróki; hlaðinn torfveggur í hálfhring og var afhjúpaður árið 2017. Er kennt við þekktan rithöfund sem ólst upp á Króknum og hefur skrifað margt úr skagfirsku mannlífi. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 12 orð | 1 mynd

Sverrir Borgþór Aðalbjörnsson Ég er ekki búinn að kaupa eina! Góð...

Sverrir Borgþór Aðalbjörnsson Ég er ekki búinn að kaupa eina! Góð... Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 1870 orð | 2 myndir

Tók eftir því að ég var öll í blóði

Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastjóri Amnesty International í Mexíkó, og baráttukonan Wendy Andrea Galarza voru á Íslandi í vikunni til að vekja athygli á kúgun, ofbeldi og morðum kvenna í heimalandi þeirra Mexíkó. Þar eru tíu konur myrtar dag hvern. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 355 orð | 1 mynd

Traust er lykillinn NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ

Elsku Nautið mitt, það hefur ýmislegt verið að gerast í kringum þig. Og um það bil helmingur af því hefur ekki látið þér líða nægilega vel. Hættu að skoða það, því annars fylgir því líðan sem veikir þig. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 1120 orð | 2 myndir

Vaxið til vesældar

Ný ríkisstjórn var loks mynduð í landinu, meira en tveimur mánuðum eftir kosningar. Að venju hófust kreistingslegar tilraunir til þess að finna henni nafn (líkt og þau séu nokkru sinni notuð) og virðist Aðventustjórnin hafa fengið mestan hljómgrunn. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 879 orð | 1 mynd

Þið hljótið að búa í hreinni paradís

Árið 1961 þekktu Íslendingar sjónvarp aðeins af afspurn eða gegnum kanasjónvarpið. Meðan sumum þótti sjálfsagt og eðlilegt að fyrirbrigðið héldi innreið sína hingað til lands fundu aðrir því flest til foráttu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 10 orð | 1 mynd

Þóra Guðmundsdóttir Nei, ég er rétt að gera það núna...

Þóra Guðmundsdóttir Nei, ég er rétt að gera það... Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 137 orð | 1 mynd

Þykir á köflum forn í máli

Matt Heafy hefur frá upphafi verið helsti textasmiður Trivium. Textar hans þykja ljóðrænir og höfundurinn á köflum forn í máli sem helgast ekki síst af dálæti hans á grískri goðafræði. Meira
4. desember 2021 | Sunnudagsblað | 122 orð | 1 mynd

Ætti að vera í uppistandi

Spé Væri Ozzy Osbourne ekki tónlistarmaður í fullu starfi ætti hann að vera uppistandari á sviði. Þetta er sjónarmið vinar hans og samstarfsmanns til fjölda ára, gítarleikarans Zakks Wylde. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.