Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Snjótittlingur er afar útbreiddur nyrst á hnettinum. Hér verpir þessi litli spörfugl víða og er tiltölulega algengur varpfugl, einkum á hálendinu og á annesjum. Hann er útbreiddasti mófugl landsins, en á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar segir í samantekt um snjótittling að þótt litlar tölulegar upplýsingar liggi fyrir sé ekki vafa undirorpið að snjótittlingum hafi víða fækkað hér á landi. Greinileg fækkun hafi orðið í lágsveitum eftir aldamótin, t.d. suðvestanlands.
Meira