Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það heimilis- og fjölskylduofbeldi sem við ólumst upp við, systkinahópurinn sem ég tileinka bókina, hefur legið á okkur sem mara allt okkar fullorðinslíf,“ segir Hlín Agnarsdóttir sem sent hefur frá sér bókina Meydómur sem hefur undirtitilinn Sannsaga. Bókin er í raun eitt langt bréf sem fullorðin dóttir skrifar látnum föður sínum, en einnig ungu meyjunni sem bréfhöfundur eitt sinn var. Hlín rifjar upp að fyrir um 14 árum hafi hún skrifað ljóðaflokk um ofbeldi uppvaxtarára sinna, en ekki verið tilbúin til að senda textann frá sér þrátt fyrir hvatningu.
Meira