Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar um ágæta bók Ásgeirs Jónssonar, Eyjuna hans Ingólfs, í pistli á mbl.is. Þar víkur hann að deilunum um bókina, eða öllu heldur ásökununum sem fram hafa komið, og segir meðal annars: „En þó að deilan sé áhugaverð um margt þá getur verið erfitt að sjá að hún komi bók Ásgeirs mikið við enda vigta umkvörtunarefni Bergsveins [Birgissonar] ekki þungt í heildarumfjöllun bókar Ásgeirs. Sem meðal annars fjallar um efnahagslega þætti landnámsins sem gæti legið nærri þekkingarsviði höfundarins sem segist nálgast ritun bókarinnar sem leikmaður.
Meira