Greinar þriðjudaginn 28. desember 2021

Fréttir

28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 393 orð | 2 myndir

Átta banaslys í umferðinni á árinu

Átta banaslys hafa orðið í umferðinni það sem af er ári og er það sami fjöldi og allt síðasta ár. Athyglisvert er hversu langur tími leið á milli banaslysa í umferðinni í ár, en frá banaslysi 17. Meira
28. desember 2021 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Beitti neitunarvaldi á fjölmiðlafrumvarpið

Andrzej Duda, forseti Póllands, ákvað í gær að beita neitunarvaldi sínu á umdeild lög um fjölmiðla, sem takmörkuðu réttindi fyrirtækja utan EES til þess að eiga hlut í þeim. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Eigendur þekki hræðslumerki

Gamlárskvöld er í hugum margra eftirminnilegt kvöld þar sem fagnað er nýju ári og það gamla kvatt með hefðbundnum hætti. Fyrir gæludýraeigendur getur þó kvöldið reynst nokkuð strembið, enda oft töluverður ótti sem grípur dýrin í kjölfar flugeldanna. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Fjármálaráðherra breyti sköttum í fjölmiðlarekstri

Áfram er þörf á stuðningi ríkisins við starfsemi fjölmiðla, enda er framtíð þeirra í húfi. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Fjölgun smita skapar metsölu í netverslun

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Thelma Björk Wilson, framkvæmdastjóri þjónustu- og notendaupplifunar hjá Heimkaup, segir fyrirtækið vera að ráða fólk vegna aukinnar eftirspurnar í faraldrinum. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 535 orð | 2 myndir

Flestir bílar fráteknir til áramóta

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Aukin eftirspurn hefur verið eftir tengiltvinnbílum á undanförnum vikum, væntanlega vegna áforma stjórnvalda um að framlengja ekki ívilnun í virðisaukaskatti af þannig bílum. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

FS fær 113 stúdíóíbúðir í Sögu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Félagsstofnun stúdenta (FS) mun fá í sinn hlut fjórðu til sjöundu hæð norðurálmu Hótel Sögu. Þar verða útbúnar 113 litlar stúdíóíbúðir. Félagsstofnun stúdenta er með veitingasölu í háskólanum undir merkjum Hámu. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Hamborgarhryggur vinsælastur

Ef marka má könnun MMR meðal landsmanna þá voru flestir með hamborgarhrygg á matseðlinum á aðfangadagskvöld, eða 47%. Heldur hryggurinn öruggu sæti sínu sem fyrsti kostur í hátíðarmatnum þetta kvöld. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 472 orð | 2 myndir

Hópsmit á hjartadeild Landspítalans

Sjö kórónuveirusmit greindust meðal sjúklinga hjartadeildar Landspítalans í gær, eins og mbl.is greindi fyrstur miðla frá í gærkvöldi. Smit greindist einnig á Landakoti í gær en óljóst er hversu mörg smitin kunna að vera. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 164 orð

Hundarnir komnir aftur til eiganda síns

Hundarnir tveir sem drápu heimiliskött í Laugarnesinu á Þorláksmessu eru komnir aftur í hendur eigenda sinna. Eigandi kattarins telur að hundarnir tveir, sem eru ungverskir veiðihundar af tegundinni Vizsla, hafi drepið fleiri ketti í hverfinu. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Innlögnum ekki fjölgað eins og smitum

Tölfræði landlæknisembættisins sýnir að þrátt fyrir að smitum hafi fjölgað gríðarlega síðustu vikur hafa þau enn sem komið er ekki leitt til sjúkrahúsinnlagna í sama mæli og gerðist í fyrri bylgjum. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Jólasól Það hefur viðrað vel til gönguferða á höfuðborgarsvæðinu um jólin og það skemmir ekki fyrir göngufólki að sólin er aðeins farin að hækka á lofti og daginn tekið að lengja á... Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 811 orð | 2 myndir

Menning í stafrænni veröld

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þegar veiran er að baki mun ferðaþjónustan koma efnahagslífinu aftur af stað. Menning og skapandi greinar skila sömuleiðis æ meiru til samfélagsins, sama hver mælikvarðinn er. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Metfjöldi miða seldur á Spider-Man

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir á tímum heimsfaraldurs hefur nýjasta Spider-Man-myndin þegar sett nýtt met í fjölda seldra miða á heimsvísu. Spider-Man: No Way Home var frumsýnd 13. Meira
28. desember 2021 | Erlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Ringulreið á flugvöllum

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Nokkur ringulreið ríkti á flugvöllum víða um heim í gær, þar sem hætta þurfti við um rúmlega 2.500 flugferðir vegna heimsfaraldursins til viðbótar við þær rúmlega 8.000 flugferðir sem frestuðust yfir alla jólahelgina. Meira
28. desember 2021 | Erlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Rússar láti af „einhliða“ kröfum

Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, hvatti í gær Rússa til þess að láta af „einhliða“ kröfum sínum gagnvart Atlantshafsbandalaginu í Úkraínudeilunni og leita uppbyggilegri leiða til lausna á henni. Meira
28. desember 2021 | Erlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Sakar forsetann um valdaránstilraun

Mohamed Hussein Roble, forsætisráðherra Sómalíu, sakaði í gær forseta landsins, Mohamed Abdulahi Mohamed, um að hafa reynt að ræna völdum í landinu eftir að forsetinn, sem jafnan er kallaður Farmajo, reyndi að reka Roble úr embætti vegna meintrar... Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Sigurdór Sigurdórsson

Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður lést á Landspítalnum á öðrum degi jóla, 83ja ára að aldri. Sigurdór var fæddur á Akranesi 24. nóvember 1938 og voru foreldrar hans hjónin Sigurdór Sigurðsson netagerðarmaður og Guðrún Tómasdóttir. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 541 orð | 3 myndir

Sjúkrahúsinnlögnum fækkar hlutfallslega

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Þrátt fyrir að greindum smitum í landinu hafi fjölgað mikið að undanförnu verður enn ekki merkt að sjúkrahúsinnlögnum hafi fjölgað í sama mæli og í fyrri bylgjum, öðru nær. Þá blasir við að óbólusettir og þeir sem ekki hafa lokið bólusetningu eru þorri þeirra sem lagðir hafa verið inn á sjúkrahús af völdum kórónuveirunnar. Það er mjög í samræmi við reynsluna annars staðar upp á síðkastið. Þetta má vel sjá á skýringarmyndunum hér að neðan. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Skjálftavirknin minnkað

Þróunin á skjálftahrinunni á Reykjanesskaga helst sú sama og enn eru líkur á gosi á svæðinu. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær höfðu fæstir skjálftar mælst á einum degi síðan hrinan hófst 21. desember. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 104 orð

Smáskilaboð virkjuð við rætur Heklu

Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa ákveðið að virkja sms-skilaboð sem verða send til fólks sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði umhverfis Heklu. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 497 orð | 1 mynd

Spýtubyssur viku fyrir tónlistinni

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Reynir Guðmundsson frá Ísafirði hefur komið víða við í tónlistinni frá 1965, spilað og sungið á mörgum plötum en gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu, Reyni. „Ég hef verið lengi að og þurfti að koma plötu frá mér,“ segir hann. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Tekið á móti jólapappír og öðru rusli eftir jólin

Að loknu jólapakkaflóði er komið að því að losa sig við pappír, kassa og aðrar umbúðir samfara jólagjöfunum sem landsmenn skiptust á. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 678 orð | 2 myndir

Tekist á um ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Bílgreinasambandið telur að fyrirhuguð niðurfelling virðisaukaskatts-ívilnana fyrir tengiltvinnbíla nú um áramótin sé stórt skref aftur á bak og muni hægja á orkuskiptum bílaflota landsmanna. Markmið stjórnvalda um kolefnislaust Ísland árið 2040 séu sett í uppnám. Til að tryggja að hraði í orkuskiptum verði að minnsta kosti sá sami og verið hefur undanfarin tvö ár þurfi að framlengja ívilnanirnar. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Tvö grænlensk skip á loðnu

Tvö grænlensk loðnuskip, Polar Amaroq og Polar Ammassak, voru á loðnuveiðum í gær í góðu veðri í kantinum utan við Langanesgrunn. Þau héldu til veiða á Þorláksmessu, en jólaleyfi er á íslensku skipunum samkvæmt kjarasamningum. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Ungar konur „tóku yfir“ þingið

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir tók sæti sem varaþingmaður í gær fyrir þingflokk Pírata og varð þar með yngsti varaþingmaður Íslandssögunnar. Meira
28. desember 2021 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Ungir sem aldnir yljuðu sér í rjúkandi heitum pottum í Nauthólsvík

Fólk á öllum aldri nýtti góða veðrið í gær og heimsótti baðströndina í Nauthólsvík, enda margir enn í jólafríi og verða fram yfir áramót. Mörgum þykir einstaklega notalegt að ylja sér í heitum pottum Nauthólsvíkur, ekki síst þegar kalt er úti. Meira
28. desember 2021 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Vika sorgar hafin í Suður-Afríku

Stjórnvöld í Suður-Afríku lýstu því yfir í gær að þjóðarsorg myndi ríkja í landinu í heila viku vegna andláts erkibiskupsins Desmonds Tutu, sem var einn af helstu baráttumönnum gegn aðskilnaðarstefnunni á sínum tíma. Meira

Ritstjórnargreinar

28. desember 2021 | Leiðarar | 655 orð

Hollt að horfa um öxl og þá fyrst fram á við

Það verður dýrkeypt ef sóttvarnayfirvöld missa trúverðugleika sinn að óþörfu Meira
28. desember 2021 | Staksteinar | 231 orð | 1 mynd

Vanmetin orkuþörf

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur gerir athugasemdir við afstöðu nafna síns Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, á blog.is og segir: „Forstjóri OR hefur lengi þann steininn klappað, að ekki vanti nýjar virkjanir hérlendis, og alls ekki þurfi að virkja til að knýja farartæki á landi með rafmagni eða rafeldsneyti. Þetta er leiðinleg meinloka hjá þessum jarðfræðingi.“ Meira

Menning

28. desember 2021 | Bókmenntir | 982 orð | 10 myndir

Bækur ársins

Bókaútgáfa jókst milli ára og útgefendum fjölgaði. Pestarfár síðustu tveggja ára kemur eðlilega víða við sögu, en einnig glíma rithöfundar við stærstu mál samtímans, ekki síður en ólguna sem geisar innra með okkur. Meira
28. desember 2021 | Tónlist | 80 orð | 1 mynd

Kate kom á óvart með píanóleik sínum

Kate hertogaynja af Cambridge kom kirkjugestum á óvart við jólamessu í Westminster Abbey þegar hún lék á píanó í flutningi tónlistarmannsins Toms Walkers á nýju jólalagi hans sem nefnist „For Those Who Can't Be Here“. Meira
28. desember 2021 | Bókmenntir | 171 orð | 1 mynd

Rithöfundurinn Joan Didion látin

Hinn áhrifamikli bandaríski rithöfundur Joan Didion er látin, 87 ára gömul. Meira
28. desember 2021 | Bókmenntir | 1197 orð | 4 myndir

Stórvirki um heimsstríð

Eftir Max Hastings. Magnús Þór Hafsteinsson þýddi. Innbundin, 880 bls., myndir og kort. Ugla útgáfa, Reykjavík 2021. Meira
28. desember 2021 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

Uppá verbúð blómstrar menningin

Fyrsti þáttur Verbúðarinnar, hinnar nýju framhaldsþáttaraðar Vesturports, fór heldur betur af stað með látum að kvöldi annars í jólum. Meira

Umræðan

28. desember 2021 | Aðsent efni | 89 orð | 1 mynd

Að sætta sig með eitthvað?

Eftir Hjört J. Guðmundsson: "Væntanlega dettur fáum í hug að segjast geta sætt sig með eitthvað. Talsvert annað mál er hins vegar vitanlega að geta sætt sig við eitthvað." Meira
28. desember 2021 | Aðsent efni | 801 orð | 1 mynd

Borgarlínan og helförin að einkabílnum

Eftir Sigurð Oddsson: "Hin nýja Reykjavík þrýstir Árbæjar- og Breiðholtshverfi upp á Sandskeið. Íbúar þessara hverfa búa við það sem skipulagið kallar bílaborg." Meira
28. desember 2021 | Pistlar | 378 orð | 1 mynd

Grænni sjávarútvegur

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók til starfa 28. nóvember 2021 leggur áherslu á vernd umhverfisins og baráttuna við loftslagsbreytingar, með samdrætti í losun, orkuskiptum og grænni fjárfestingu. Meira
28. desember 2021 | Aðsent efni | 1116 orð | 1 mynd

Milli skers og báru í Úkraínu

Eftir Charles A. Kupchan: "Vesturlönd eiga ekki að fara í grafgötur með að þau séu þess albúin að beita Rússa viðskiptaþvingunum ráðist þeir á Úkraínu." Meira

Minningargreinar

28. desember 2021 | Minningargreinar | 896 orð | 1 mynd

Einar G. Guðmundsson

Einar Gunnar Guðmundsson fæddist á Blönduósi 8. október 1952. Hann lést á HSN Blönduósi 17. desember 2021. Hann var sonur Guðmundar Mýrmanns Einarssonar, bónda á Neðri-Mýrum, og Guðrúnar Hólmfríðar Sigurðardóttur frá Mánaskál. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2021 | Minningargreinar | 3405 orð | 1 mynd

Hjörtur Ágúst Magnússon

Hjörtur Ágúst Magnússon fæddist 4. ágúst 1939 á Hólum í Reykhólasveit í Austur-Barðastrandarsýslu. Hjörtur lést 14. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2021 | Minningargreinar | 1847 orð | 1 mynd

Leifur Eiríksson

Leifur Eiríksson, bifvélavirki og hestamaður, var fæddur 2. apríl 1928 í Reykjavík. Hann andaðist á Landspítalanum 17. desember 2021. Leifur átti tvö alsystkini og tvö samfeðra systkini. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2021 | Minningargreinar | 1090 orð | 1 mynd

Pétur Jónsson

Pétur Jónsson fæddist 13. ágúst 1944 á Akureyri. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð 17. desember 2021. Foreldrar Péturs voru Jón Pétursson frá Sigtúnum í Eyjafjarðarsveit, f. 3. ágúst 1915, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
28. desember 2021 | Minningargreinar | 1192 orð | 1 mynd

Steinunn Steinarsdóttir

Steinunn Steinarsdóttir fæddist 26. október 1933. Hún lést á Landspítalanum 16. desember 2021. Foreldrar hennar voru Hróðný Pálsdóttir húsfrú, f. 1. júní 1912, d. 9. apríl 2005, og Steinar Bjarnason trésmiður, f. 17. desember 1905, d. 17. júní 1997. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 200 orð | 1 mynd

Ekki haft áhrif á gengi flugfélaganna

Gengi hlutabréfa Icelandair stendur nú í 1,75 kr. á hlut en var 1,69 kr. daginn áður en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf nýju afbrigði kórónuveirunnar heitið Ómíkron þann 26. nóvember síðastliðinn. Meira
28. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 706 orð | 3 myndir

Metsala á netinu hjá Heimkaup

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Thelma Björk Wilson, framkvæmdastjóri þjónustu- og notendaupplifunar hjá Heimkaup, segir fyrirtækið hafa brugðist við aukinni eftirspurn með því að fjölga starfsfólki. Meira

Fastir þættir

28. desember 2021 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. h3 0-0 6. Be3 Ra6 7. Rge2 e5...

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. h3 0-0 6. Be3 Ra6 7. Rge2 e5 8. d5 Rc5 9. f3 Rh5 10. Dd2 f5 11. exf5 gxf5 12. 0-0-0 a6 13. g4 Rf6 14. gxf5 Bxf5 15. Rg3 Bg6 16. Hg1 b5 17. Bxc5 dxc5 18. Bd3 b4 19. Ra4 Dd6 20. Dg5 e4 21. fxe4 Rd7 22. Rf5 Bf6 23. Meira
28. desember 2021 | Í dag | 45 orð | 1 mynd

Bolungarvík Dagur Sölvi Tómasson fæddist 7. febrúar 2021 kl. 4.54 á...

Bolungarvík Dagur Sölvi Tómasson fæddist 7. febrúar 2021 kl. 4.54 á Landspítalanum við Hringbraut. Hann vó 3.530 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Tómas Rúnar Sölvason og Rebekka Líf Karlsdóttir . Meira
28. desember 2021 | Árnað heilla | 154 orð | 1 mynd

Eva María Sigurbjörnsdóttir

40 ára Eva María er fædd og uppalin í Árbænum og býr þar. Hún er með BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og er framleiðslustjóri hjá fjölskyldufyrirtækinu Eimverki sem framleiðir viskí, gin og brennivín. Meira
28. desember 2021 | Í dag | 96 orð | 1 mynd

Hafa aldrei séð mynd af þeldökku fóstri

Það kemur kannski ekki á óvart en þegar læknisfræðilegar myndlýsingar eru almennt skoðaðar má nánast einungis sjá myndir af hvítu fólki og virðist ótrúlega lítið vera um fjölbreytni innan slíkra teikninga. Meira
28. desember 2021 | Í dag | 60 orð | 3 myndir

Inga Sæland, sandsílið og Öfgar

Reynsluboltarnir í fréttamennsku þeir Páll Magnússon og Sigmundur Ernir Rúnarsson gera upp árið í hressilegum Dagmálsþætti. Á fjörlegum en innihaldsríkum nótum fara þeir félagar yfir það sem hæst bar á árinu 2021. Meira
28. desember 2021 | Í dag | 51 orð

Málið

Málfarsdeilur snúast ekki ævinlega um tóma vitleysu. Bygginga -svæði eða byggingar -svæði? Oftast er átt við svæði þar sem verið er að byggja , byggingarlóðir. Þá skal mælt með byggingar -svæði, því þótt bygging þýði m.a. Meira
28. desember 2021 | Fastir þættir | 177 orð

Ómælanleg fegurð. S-NS Norður &spade;1076 &heart;9643 ⋄10863...

Ómælanleg fegurð. S-NS Norður &spade;1076 &heart;9643 ⋄10863 &klubs;K2 Vestur Austur &spade;53 &spade;G942 &heart;G872 &heart;105 ⋄G752 ⋄94 &klubs;DG10 &klubs;86543 Suður &spade;ÁKD2 &heart;ÁKD ⋄ÁKD &klubs;Á97 Suður spilar 6G. Meira
28. desember 2021 | Árnað heilla | 590 orð | 4 myndir

Sá fyrsti sem fæðist á Reykjalundi

Ólafur Hergill Oddsson fæddist 28. desember 1946 á Reykjalundi í Mosfellssveit, fjórði í röð sex systkina. Hann er fyrsta barnið sem fæddist á Reykjalundi og einnig fyrsta ljósubarn Valgerðar ljósmóður. Meira
28. desember 2021 | Í dag | 283 orð

Upp á við mjakast sólin

Sigurlín Hermannsdóttir vinnur á Alþingi og sendi jólakveðju til samstarfsmanna: Strembið er þingið og starfsdagur grár stöðugt er höndlað með lögin til fjár. Og menn þurfa' að vinna uns verða þau klár þá virðist mér fokið í skjólin. Meira

Íþróttir

28. desember 2021 | Íþróttir | 892 orð | 1 mynd

Allir orðnir góðir handboltamenn

Handbolti Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Teitur Örn Einarsson hefur komið sem stormsveipur inn í þýska handboltann eftir að hafa gengið til liðs við Flensburg frá sænska félaginu Kristianstad fyrir rúmum tveimur mánuðum. Teitur hefur smollið sem flís við rass hjá þýska liðinu þar sem hann leikur í stöðu hægri skyttu og látið vel að sér kveða þegar kemur að markaskorun og að gefa stoðsendingar. Í þeim 11 leikjum sem Flensburg hefur spilað í 1. deildinni frá því Teitur kom hafa níu þeirra unnist, tveir endað með jafntefli og enginn tapast og er liðið farið að gera sig gildandi í toppbaráttunni. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 133 orð

Átta Frakkar eru smitaðir

Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá franska karlalandsliðinu í handknattleik í undirbúningi þess fyrir EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu þar sem alls eru átta leikmenn smitaðir af henni. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

England Newcastle – Manchester United 1:1 Staðan: Manch. City...

England Newcastle – Manchester United 1:1 Staðan: Manch. City 19152250:1247 Liverpool 18125150:1541 Chelsea 19125242:1341 Arsenal 19112632:2335 Tottenham 1692521:1929 West Ham 1884630:2428 Manch. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Fanndís ekki með á næsta ári?

Knattspyrnukonan Fanndís Friðriksdóttir hefur staðfest að hún er með slitið krossband í hné og mun hún því ekki leika með Val á komandi tímabili. „Fótboltahjartað er í 1.000 molum. Krossbandið slitið, langt og strangt ferli fram undan. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Frábær lokasprettur Grindvíkinga gegn meisturunum

Grindvíkingar áttu frábæran endasprett í gærkvöld þegar þeir sneru blaðinu við og sigruðu Íslandsmeistara Þórs á útivelli í Þorlákshöfn í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, 95:91. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 895 orð | 3 myndir

Gaf Tuchel tækifæri

Þjóðverjar Kristján Jónsson kris@mbl.is Þrjú af þekktustu liðunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu leggja traust sitt á þýska knattspyrnstjóra um þessar mundir. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 14 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: MG-höllin: Stjarnan...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: MG-höllin: Stjarnan – Breiðablik 18.15 TM-hellirinn: ÍR – Vestri 19. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Newcastle var nálægt sínum öðrum sigri í vetur

Newcastle var óheppið að landa ekki öðrum sigri sínum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld þegar Manchester United kom í heimsókn á St. James' Park. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir á 7. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Salah nær að spila í London

Liverpool og egypska knattspyrnusambandið hafa komist að samkomulagi um að Mohamed Salah haldi til Kamerúns til þess að taka þátt með Egyptum í Afríkumótinu í knattspyrnu að loknum leik Liverpool gegn Chelsea 2. janúar. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Subway-deild karla Þór Þ. – Grindavík 91:95 Staðan: Keflavík...

Subway-deild karla Þór Þ. – Grindavík 91:95 Staðan: Keflavík 1091897:81418 Þór Þ. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Systkinin voru best á árinu

Systkini á unglingsaldri urðu fyrir valinu sem karatefólk ársins 2021 hjá Karatesambandi Íslands. Það eru þau Ronja Halldórsdóttir, 17 ára, og Hugi Halldórsson, 16 ára, Hafnfirðingar sem keppa fyrir Karatefélag Reykjavíkur. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Sömdu við Brynjar Inga til 2025

Brynjar Ingi Bjarnason, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, er orðinn leikmaður Vålerenga í Noregi en Óslóarfélagið tilkynnti í gær að gengið hefði verið frá kaupum á honum frá Lecce á Ítalíu og samið við hann til 2025. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig íslenska karlalandsliðinu í...

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig íslenska karlalandsliðinu í handknattleik reiðir af á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu sem hefst um miðjan janúar næstkomandi. Meira
28. desember 2021 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Þýskaland RN Löwen – Hannover-Burgdorf 25:31 • Ýmir Örn...

Þýskaland RN Löwen – Hannover-Burgdorf 25:31 • Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen. • Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. Meira

Ýmis aukablöð

28. desember 2021 | Blaðaukar | 691 orð | 26 myndir

Dragtir og djammtoppar

2021 var ár vona og væntinga hvað viðkom klæðaburði. Þjóðin var svolítið í teygðum joggingfötum heima hjá sér en um leið og færi gafst var fólk búið að klæða sig upp á og notaði hvert tækifæri til þess að gera gott úr ástandinu. Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 784 orð | 16 myndir

Fræga fólkið keypti og seldi á árinu

Það var mikið að gera á fasteignamarkaðnum á árinu. Fólk keypti og seldi eins og enginn væri morgundagurinn enda voru vextir í sögulegu lágmarki eða þangað til Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór að hækka og hækka stýrivexti. Marta María Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 265 orð | 6 myndir

Glansandi glimmervarir

Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Yves Saint-Laurent á Íslandi, er farin að hlakka til förðunartískunnar árið 2022. Marta Maria Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 2498 orð | 2 myndir

Hamingjusöm að hafa getað gert gagn

Rúna Sif Rafnsdóttir er 35 ára gömul þriggja barna móðir sem býr á Tálknafirði. Fyrr á þessu ári ákvað hún að gefa hluta af lifrinni úr sér til þess að bjarga lífi sonar vinkonu sinnar sem var vart hugað líf. Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 741 orð | 11 myndir

Hverjir voru hvar 2021?

Skemmtanalífið var ekki eins og best verður á kosið þetta árið. Fólk notaði þó hvert tækifæri til þess að hafa gaman þegar það mátti. Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 235 orð | 9 myndir

Kvenfatatískan 2022!

Nýtt ár kallar á ný tækifæri. Þegar kemur að fatatískunni er margt áhugavert sem þú ættir að tileinka þér ef þú vilt vera móðins. Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 427 orð | 1 mynd

Lesendur með hjartað á réttum stað

Þegar horft er yfir 2021 þá var árið alls ekki eins goslaust og talið var í byrjun. Fólk var ekki bara heima hjá sér með skítugt hár í sjúskuðum heimafötum. Fólk var á ferð og flugi þótt það væri kannski ekki að plana neinar heimsreisur. Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 562 orð | 18 myndir

Pör ársins 2021!

2021 var ár rómantíkur og gleði. Þrátt fyrir að skemmtistaðir væru minna opnir á þessu ári en síðustu ár fann fólk maka. Sem kemur kannski ekki á óvart því það er löngu orðið úrelt að finna sér lífsförunaut í myrkri um miðja nótt. Það myndu fáir kaupa sér bifreið við slíkar aðstæður. Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 97 orð | 24 myndir

Snyrtivörur ársins 2021!

Árlega velur lífsstílsvefurinn Smartland Mörtu Maríu bestu snyrtivörur ársins. Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 468 orð | 16 myndir

Svona voru heimilin 2021

Fólk hefur sjaldan haft eins mikinn áhuga á heimilinu og 2021. Þetta byrjaði af fullum krafti 2020 þegar veiran breytti neysluvenjum fólks. Þegar fólk er meira heima leggur það meira upp úr því að hafa fallegt í kringum sig. Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 65 orð | 6 myndir

Taktu á móti nýju ári eins og drottning

Ef það er einhvern tímann viðeigandi að halda upp á árið í glimmerfatnaði þá er það núna. Um áramótin eru það pallíettukjólar og toppar sem eiga upp á pallborðið. Pallíettukjólar passa vel við búbblur hvort sem þær eru í formi sódavatns eða kampavíns. Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 1303 orð | 6 myndir

Viðtölin sem hreyfðu við fólki

Á árinu sem er að líða birtust fjölmörg viðtöl við fólk sem hefur lent í ýmsu á ævinni án þess að láta það stoppa sig. Þessi viðtöl vöktu mikil viðbrögð í samfélaginu. Marta María Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Meira
28. desember 2021 | Blaðaukar | 729 orð | 7 myndir

Þessi fóru upp um nokkrar tröppur á árinu

Það er ekki hægt að segja að það hafi ekki verið neitt að frétta 2021. Eitt af þeim málum sem voru mikið í fréttum á árinu var vefsíðan Onlyfans. Fjölmargir Íslendingar sáu sæng sína uppreidda og græddu peninga á því að selja aðgang að erótísku efni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.