Greinar fimmtudaginn 30. desember 2021

Fréttir

30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Ákvörðun um einangrun staðfest

Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti á þriðjudagskvöld þá ákvörðun sóttvarnalæknis að fimm einstaklingar sem greindust með Covid-19 skyldu sæta einangrun í 10 daga. Arnar Þór Jónsson, lögmaður einstaklinganna, sagði á dögunum í viðtali við mbl. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 271 orð

Ávöxtunin nær tveggja stafa tölu

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Eignamarkaðir hafa verið á mikilli siglingu víða um heim nær allt þetta ár. Íslenska hagkerfið er þar engin undantekning. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Björn Leví hefur tekið forystuna

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur tekið forystuna í keppninni um ræðukóng Alþingis eftir fyrstu lotu nýs þings, 152. löggjafarþings. Alþingi var sett 23. nóvember að loknum alþingiskosningum 25. Meira
30. desember 2021 | Erlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Búast við ósköpum vegna öfga í hitastigi um jólin

Í Alaska er nú varað við veðurfyrirbæri, sem veðurfróðir menn þar nefna „Icemageddon“, eða helköld ragnarök, en hitatölur hafa ýmist verið í ökkla eða eyra um jólin í þessu kaldasta ríki Bandaríkjanna. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ekkert banaslys í flugi í ár

Ekkert banaslys hefur orðið í flugi hér á landi það sem af er ári né á íslenskt skráðum loftförum annars staðar. Ekkert banaslys varð í flugi hérlendis á síðasta ári. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 324 orð

Ekki þarf að færa ærslabelg á Ísafirði

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru um að ærslabelgur á Eyrartúni á Ísafirði verði færður. Tekist hefur verið á um staðsetningu belgsins í um þrjú ár. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Enn mælist landris við Öskju

Land hefur nú risið um tuttugu sentimetra við eldstöðina Öskju frá ágústmánuði samkvæmt síðustu mælingum sem bárust Veðurstofunni rétt fyrir jól. Skýrt merki er um að kvika sé að safnast þar undir þó að ekki sé víst að það endi með eldgosi á næstunni. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Fjöldi borgarstarfsmanna í einangrun og neyðarstjórn virkjuð

Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið virkjuð vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun og sóttkví. Segjast borgaryfirvöld leggja allt kapp á að skerða þjónustu sem minnst. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 1086 orð | 4 myndir

Gott ár til sjávarins að kveðja

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Afli frystitogarans Sólbergs ÓF 1 á árinu var 11.216 tonn (13.164 tonn af óslægðu), sem er 708 tonnum minni afli en í fyrra. Meira
30. desember 2021 | Erlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Hreinræktuð kameldýr keppa

Kameldýrahátíð stendur nú yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, ellefta árið í röð. Hátíðin er haldin víða í furstadæmunum og þar eru til sýnis hreinræktuð arabísk kameldýr og einnig er keppt í ýmsum greinum, bæði kappreiðum og kynbótum. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 448 orð | 4 myndir

Íslenskur læknir slær í gegn fyrir Vetrarólympíuleikana í Kína

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umfjöllun kínverskra fjölmiðla um framlag íslensks listamanns til Vetrarólympíuleikanna í Peking hefur þegar skapað mikil tækifæri til landkynningar. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Kláfur í umhverfismat

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um að ógilda þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að uppsetning kláfs í hlíðum Eyrarfjalls á Ísafirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 88 orð

Knoll og Tott til gjaldþrotaskipta

Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 15. desember 2021 var bú Knoll og Tott ehf. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 163 orð

Krefst bóta úr hendi vegaverktakans

Maður sem varð fyrir verulegu tjóni á bíl sínum þegar hann ók þjóðveginn um Kjalarnes, þar sem unnið er að tvöföldun vegarins, sættir sig ekki við að bera tjónið sjálfur. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 202 orð | 2 myndir

Launahækkanir „engin ofrausn“

Mánaðarlaun hækka um áramótin um 17.250 krónur samkvæmt lífskjarasamningunum svonefndu og lágmarkstaxtar hækka um 25 þúsund krónur. Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur hækkunina ekki vera „neina ofrausn“ heldur einungis milda aukinn kostnað. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 187 orð

Makar og aðstandendur fá ekki að fylgja konum í ómskoðun

Landspítali tilkynnti í gær að vegna þess að spítalinn væri kominn á neyðarstig vegna Covid-19 væri ekki hægt að leyfa mökum eða öðrum aðstandendum að fylgja konum í ómskoðun á fósturgreiningardeildum á Kvennadeild Landspítala né í Skógarhlíð um... Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 100 orð

Matsáætlun vegna vegar um Mýrdal

Vegagerðin hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats á færslu hringvegar um Mýrdal. Jafnframt hefur verið útbúin vefsjá fyrir umhverfismatið. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Menningarhús opnuð á ný í Belgíu

Hæstiréttur Belgíu hefur snúið við ákvörðun ríkisstjórnarinnar þess efnis að loka menningarhúsum á borð við leikhús og kvikmyndahús til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19. Frá þessu greinir tímaritið Variety. Meira
30. desember 2021 | Erlendar fréttir | 173 orð

Metfjöldi Covid-smita í Frakklandi

Metfjöldi smita greindist í Frakklandi á þriðjudag, alls 208 þúsund. Jókst fjöldi smita um 15% á milli daga en fyrra metið var sett á mánudag þegar tæplega 180 þúsund smit greindust. Daglegur fjöldi smita hafði þá tvöfaldast frá því á laugardag. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Mikið álag á veirufræðideild Landspítala

Álagið hefur aldrei verið meira á veirufræðideild Landspítalans en nú þegar um 800 kórónuveirusmit greinast á dag. Greiningargeta deildarinnar er 5.000 sýni á dag en þangað berast um 8.000 sýni á dag. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 610 orð | 4 myndir

Nafnávöxtunin yfir 20% í einu tilviki

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sú fjárfestingarleið sem gefið hefur best af sér á líðandi ári hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum er „Frjálsi Áhætta“ og nemur hún ríflega 20%. Raunávöxtunin er því 16,4%. Er það langt yfir hinni svokölluðu núvirðingarprósentu sem samtryggingadeildir lífeyrissjóða notast við þegar tryggingafræðileg staða þeirra er metin. Er hún einskonar tilgáta um hvaða raunávöxtun sé líklegast að sjóðirnir nái um langa framtíð. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 626 orð | 2 myndir

Norðmenn vilja forn handrit frá Dönum

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Árnasafn í Kaupmannahöfn hefur synjað Landsbókasafninu í Ósló um langtímalán á nokkrum skinnhandritum frá miðöldum sem varða sögu Noregs. Var ætlunin að þau yrðu á nýrri fastasýningu sem unnið er að í safninu. Norðmenn eru ósáttir við þetta og ætla ekki að láta málið niður falla. Hafa þeir óskað eftir frekari viðræðum um það. Frá sjónarhóli Dana snýst málið um að vernda handritin, hafa þau aðgengileg til rannsókna – og síðast en ekki síst að skapa ekki fordæmi sem gæti gefið kröfugerð um endurheimt margvíslegra menningarminja frá öðrum þjóðum aukinn byr í seglin. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 568 orð | 1 mynd

Nubo felldi næstum ríkisstjórnina

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
30. desember 2021 | Erlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Nýr heimsmeistari krýndur í atskák

Sautján ára gamall Úsbeki, Nodirbek Abdusatorov, varð í vikunni heimsmeistari í atskák en hann tefldi til úrslita við Rússann Ian Nepomniachtchi sem nýlega tapaði heimsmeistaraeinvígi í skák fyrir Norðmanninum Magnus Carlsen. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Ómar Ingi er íþróttamaður ársins

Handknattleiksmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var í gærkvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2021 af Samtökum íþróttafréttamanna. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Ómar Óskarsson

Hált á svellinu Skautasvell hafa víða verið sett upp fyrir jólin. Nova-svellið á Ingólfstorgi er mjög vinsælt en það verður áfram opið inn í nýtt ár, eða fram á... Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 432 orð | 2 myndir

Skönnun og sumarmarkmið Svavars

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hafnfirðingurinn Svavar Kjarrval Lúthersson, tölvunarfræðingur og starfandi formaður Einhverfusamtakanna, er með mörg járn í eldinum. Hann er langt kominn með að endurskanna registur hæstaréttardóma og í vor gerir hann ráð fyrir að útskrifast með BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands, en að loknu síðasta prófinu hefst hann handa við að setja sér markmið fyrir sumarið. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Snjó kyngdi niður á Akureyri og bílar hurfu í fönn

Snjó kyngdi niður í fyrrinótt á Akureyri, sem varð til þess að dagurinn byrjaði snemma, klukkan fjögur, hjá Guðna Þóroddssyni, snjómokstursmanni á Akureyri. „Ég hef unnið við þetta síðan '83 og hef séð miklu meira en þetta. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Styrkja Mæðrastyrksnefnd

Skeljungur IS ehf. veitti á dögunum 400 þúsund kr. styrk til Menntasjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Guðríður Sigurðardóttir, formaður sjóðsins, tók á móti styrknum frá Unni Elvu Arnardóttur, forstöðumanni innri og ytri þjónustu Skeljungs. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 773 orð | 2 myndir

Sættir sig ekki við að bera tjónið

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Maður sem varð fyrir verulegu tjóni á bíl sínum þegar hann ók þjóðveginn um Kjalarnes, þar sem unnið er að tvöföldun vegarins, sættir sig ekki við að bera tjónið sjálfur. Efni sem verið var að vinna með fauk yfir bíl hans svo nauðsynlegt er talið að heilsprauta bílinn, sem gæti kostað tvær milljónir. Vegagerðin og tryggingafélag verktakans hafna því að bæta tjónið og hefur maðurinn ákveðið að leggja það fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingamálum. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Vegir færast til sveitarfélaga

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Veghald ákveðinna þjóðvega í þéttbýli, svokallaðra skilavega, færist frá Vegagerðinni til sveitarfélaganna um áramót þótt ekki hafi náðst full sátt um yfirfærsluna. Meira
30. desember 2021 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Ýmis gjöld hækka um áramót

Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Hin ýmsu gjöld hækka nú um áramót hjá ríki og sveitarfélögum eins og mörg fyrri ár. Gjöld á eldsneyti, áfengi og tóbak munu til að mynda hækka um 2,5%, líkt og á síðasta ári, en um er að ræða verðlagsuppfærslu. Meira

Ritstjórnargreinar

30. desember 2021 | Staksteinar | 226 orð | 1 mynd

Fátt til að gleðja skattgreiðendur

Nú liggur fyrir fjárlagafrumvarp komandi árs og í gær var á vef Stjórnarráðsins greint frá skattabreytingum um áramót. Skattgreiðendur bjuggust ekki við mjög jákvæðum tíðindum við þær breytingar og að því leyti má segja að þær hafi staðið undir væntingum. Nefna má að þrepamörk í tekjuskattskerfi einstaklinga voru hækkuð, sem er vissulega jákvætt, en þó minna en sem nemur vísitölu launa, sem er síður gott. Meira
30. desember 2021 | Leiðarar | 733 orð

Flest er breytt, ekki allt

Það skiptir enn máli fyrir þróun mála í veröldinni að treysta megi á styrk forseta Bandaríkjanna. Því er ekki að heilsa nú Meira

Menning

30. desember 2021 | Kvikmyndir | 155 orð | 1 mynd

Being the Ricardos fær dræmar viðtökur rýna

Vel fór á með stjörnunum Nicole Kidman og Javier Bardem á rauða dreglinum þegar kvikmyndin Being the Ricardos var frumsýnd í Los Angeles fyrr í þessum mánuði. Meira
30. desember 2021 | Bókmenntir | 257 orð | 3 myndir

Hrottaleg morð í Mosfellsbæ

Eftir Ólaf Unnsteinsson. Hringaná 2021. Kilja, 259 bls. Meira
30. desember 2021 | Kvikmyndir | 892 orð | 2 myndir

Hver vegur að heiman ...

Leikstjórn: Jon Watts. Handrit: Chris McKenna, Erik Sommers. Aðalleikarar: Tom Holland, Zendaya, Benedict Cumberbatch, Marisa Tomei og Jamie Foxx. Bandaríkin, 2021. 148 mín. Meira
30. desember 2021 | Bókmenntir | 109 orð | 1 mynd

Keri Hulme látin

Keri Hulme, sem fyrst Nýsjálendinga hlaut Booker-verðlaunin, er látin, 74 ára að aldri. Þessu greinir The Guardian frá. Verðlaunin hlaut Hulme 1985 fyrir skáldsöguna The Bone People , sem var frumraun hennar. Meira
30. desember 2021 | Leiklist | 676 orð | 6 myndir

Leiksýningar ársins

Leiklistargagnrýnendur Morgunblaðsins, Silja Björk Huldudóttir og Þorgeir Tryggvason, sáu um 35 sýningar á árinu sem brátt er liðið. Hápunktar ársins spanna allt frá dramatísku uppgjöri hjóna til syngjandi fagga með viðkomu í absúrdisma, aftökum og sænsku Smálöndunum þar sem góðmennskan blífur. Meira
30. desember 2021 | Fjölmiðlar | 209 orð | 1 mynd

Leynilegar rannsóknir á börnum

Danski heimildarkvikmyndagerðarmaðurinn Per Wennick á langan og farsælan feril að baki. Meira
30. desember 2021 | Tónlist | 105 orð | 1 mynd

Patti Smith hlaut lykil að New York

Bandaríska ljóðskáldið og tónlistarkonan Patti Smith var heiðruð við hátíðlega athöfn í vikubyrjun þegar Bill de Blasio, borgarstjóri New York, afhenti henni lyklana að borginni. Meira
30. desember 2021 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Spears segist óttast tónlistarheiminn

Tónlistarkonan Britney Spears segir að öll þau nær 14 ár þegar faðir hennar var fjárhaldsmaður hennar og tók ákvarðanir um öll hennar málefni hafi gert hana hrædda við tónlistarheiminn. Meira
30. desember 2021 | Bókmenntir | 538 orð | 7 myndir

Þýðingin ægilegt þrekvirki

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Fyrrverandi sendiherra Kína á Íslandi, Wang Ronghua, hefur staðið fyrir útgáfu bókar sem hefur að geyma safn íslenskra ljóða í kínverskri þýðingu hans sjálfs. Bókin kom út 8. Meira

Umræðan

30. desember 2021 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd

Framboð á fölskum forsendum

Eftir Þorkel Á. Jóhannsson: "Er furða að illa gangi að vinna traust kjósenda á ný, til að tryggja flokknum fyrra forystuhlutverk hans í borginni?" Meira
30. desember 2021 | Aðsent efni | 676 orð | 1 mynd

Hvernig getum við gert það besta fyrir börnin?

Eftir Guðmund Karl Snæbjörnsson: "Bretar mæla ekki með bólusetningu barna 5-11 ára, af hverju við?" Meira
30. desember 2021 | Aðsent efni | 462 orð | 1 mynd

Karllægt manneskjumál

Eftir Sighvat Björgvinsson: "Mestu máli skiptir að þjóðin sjálf skilji hvað fyrir þessum manneskjum vakir og reyni eftir fremsta megni að veita þeim aðstoð. Framtíð íslensks tungumáls er í húfi." Meira
30. desember 2021 | Aðsent efni | 537 orð | 1 mynd

Sjálfbær nýting endurnýjanlegra orkulinda

Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson: "Það blasir við að lagaumhverfi nýrra virkjana er orðið allt of flókið og að nauðsynlegt er að endurskoða það." Meira
30. desember 2021 | Pistlar | 417 orð | 1 mynd

Við höfum verk að vinna

Þetta ár hefur reynt á samstöðu þjóðar, reynt á náttúruna og samfélög um allan heim. Meira

Minningargreinar

30. desember 2021 | Minningargreinar | 541 orð | 1 mynd

Helena María Ágústsdóttir

Helena María Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík 23. maí 1964. Hún lést á heimili sínu Stillholti 2 Akranesi 15. desember 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Hildigard María Vilhjálmsdóttir, fædd Grabst, frá Dortmund í Þýskalandi, f. 24. febrúar 1943, d.... Meira  Kaupa minningabók
30. desember 2021 | Minningargreinar | 2038 orð | 1 mynd

Ragnheiður Kristín Pálsdóttir

Ragnheiður Kristín Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 24. desember 1930. Hún andaðist á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg 16. desember 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Jónsson, stórkaupmaður í Reykjavík, f. Meira  Kaupa minningabók
30. desember 2021 | Minningargreinar | 1234 orð | 1 mynd

Védís Bjarnadóttir

Védís Bjarnadóttir fæddist 16. október 1931. Hún lést 20. desember 2021. Hún ólst upp á Laugarvatni, dóttir hjónanna Þorbjargar Þorkelsdóttur sjúkranuddara og Bjarna Bjarnasonar skólastjóra. Bróðir hennar var Þorkell hrossaræktarráðunautur, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
30. desember 2021 | Minningargreinar | 648 orð | 1 mynd

Vigdís Sigurðardóttir

Vigdís Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 30. desember 1936. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 25. júlí 2021. Foreldrar hennar voru Rebekka Ágústsdóttir vefari, f. 24.3. 1899 í Hafnarfirði, d. 7.8. Meira  Kaupa minningabók
30. desember 2021 | Minningargreinar | 1381 orð | 1 mynd

Þorgerður María Gísladóttir

Þorgerður María Gísladóttir fæddist í Stykkishólmi 9. september 1925. Hún lést á Hrafnistu Hafnarfirði 17. desember 2021. Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason, f. 1890, d. 1974, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1891, d. 1981. Systir hennar var Kristín G. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 723 orð | 2 myndir

Komin gegnum stærsta skaflinn

Dagmál Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Miklar væntingar eru um það í íslensku viðskiptalífi að botninum sé náð í baráttunni við kórónuveiruna og að birta muni til á nýju ári. Meira
30. desember 2021 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Úthluta til framfara

Framfarasjóður Samtaka iðnaðarins úthlutaði í gær 8 milljónum króna til verkefna sem talin eru geta eflt menntun í iðn-, verk- og tækninámi. Meira

Fastir þættir

30. desember 2021 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 d6 7. Rf3...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 d6 7. Rf3 De8 8. b4 a5 9. b5 Re4 10. Dc2 f5 11. Bb2 b6 12. e3 Dg6 13. Rd2 Bb7 14. f3 Rxd2 15. Dxd2 Rd7 16. 0-0-0 Hae8 17. Bd3 e5 18. Bc2 Df7 19. Dc3 f4 20. exf4 Dxf4+ 21. Kb1 He7 22. Meira
30. desember 2021 | Fastir þættir | 163 orð

Bíræfni. A-NS Norður &spade;DG1052 &heart;K103 ⋄10 &klubs;Á652...

Bíræfni. A-NS Norður &spade;DG1052 &heart;K103 ⋄10 &klubs;Á652 Vestur Austur &spade;743 &spade;ÁK986 &heart;ÁD8642 &heart;97 ⋄K5 ⋄98 &klubs;K3 &klubs;DG98 Suður &spade;-- &heart;G5 ⋄ÁDG76432 &klubs;1074 Suður spilar 4⋄ doblaða. Meira
30. desember 2021 | Árnað heilla | 65 orð | 1 mynd

Demantsbrúðkaup

Í dag eiga hjónin Hjördís Gréta Traustadóttir leikskólakennari og Hafsteinn Ingvarsson , fv. starfsmaður Hitaveitu Suðurnesja, 60 ára brúðkaupsafmæli. Þau voru gefin saman 30. desember 1961 af séra Árelíusi Níelssyni. Meira
30. desember 2021 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Felldi tár af gleði yfir rausnarlegu þjórfé

Myndskeið af jólagóðverki í Bandaríkjunum hefur farið sem eldur í sinu um netið og ekki að ástæðulausu. Er um að ræða myndskeið frá samtökunum Tipping in the Boro, sem safna peningum til að gefa þjónustufólki rausnarlegt þjórfé yfir hátíðarnar. Meira
30. desember 2021 | Árnað heilla | 678 orð | 4 myndir

Hvergi nærri hættur í golfinu

Björn Knútsson fæddist 30. desember 1971 í Malmö í Svíþjóð en ólst upp í suðurbæ Hafnarfjarðar. Hann gekk í Öldutúnsskóla. „Ég eignaðist vini þar sem mynda náinn vinahóp í dag. Við hittumst reglulega og förum saman í veiði, golfferðalög og fleira. Meira
30. desember 2021 | Í dag | 47 orð

Málið

Á netinu má finna „uppskrift af“ rauðvíni, lími, steiktum þorski, lopapeysu, hamingju, KÍ-húfunni, góðu kvöldi, leikdeigi, bleikjutartar og hekluðum apa. Er þá fátt eitt nefnt. Meira
30. desember 2021 | Í dag | 363 orð | 1 mynd

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Vegna samkomutakmarkana falla áramóta- og nýársguðsþjónustur niður. BESSASTAÐASÓKN | Sameiginlegar guðsþjónustur Bessastaða- og Garðasókna um áramótin. Einungis í streymi m.a. á facebooksíðu Bessastaðakirkju. Gamlársdagur. Meira
30. desember 2021 | Í dag | 32 orð | 3 myndir

Tækifærin liggja í loftinu

Mikil gerjun á sér stað í íslensku viðskiptalífi þótt mörg fyrirtæki takist enn á við alvarlegar afleiðingar kórónuveirunnar. Álitsgjafar Dagmála á sviði viðskipta fara yfir stöðuna í fróðlegum og skemmtilegum þætti... Meira
30. desember 2021 | Árnað heilla | 128 orð | 1 mynd

Valdís Eva Hjaltadóttir

40 ára Valdís ólst upp í Mosfellsbæ en býr á Selfossi þessa dagana. Hún er með BSc-gráðu í framleiðslustjórnun frá Copenhagen Business School og hönnunartækni frá TEKO og BEC Design í Danmörku. Meira
30. desember 2021 | Í dag | 317 orð

Það er mörg táin

Engin gáta var í síðustu viku, þar sem laugardaginn bar upp á aðfangadag. Nú ber hann upp á gamlársdag, svo að ég hef tekið þann kost að birta gátuna í dag en halda mig síðan við laugardaginn á nýju ári. Meira

Íþróttir

30. desember 2021 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Aðstoðar Heimi á Hlíðarenda

Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu. Helgi, sem er 47 ára gamall, tók við ÍBV árið 2019 en hann lét af störfum eftir síðasta tímabil eftir að hafa komið liðinu upp í efstu deild. Hann var ráðinn þjálfari 2. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Albert orðaður við Lazio

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er undir smásjánni hjá ítalska félaginu Lazio frá Róm, samkvæmt frétt stóra íþróttafjölmiðilsins Gazzetta dello Sport. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Einar í Heiðurshöll ÍSÍ

Spjótkastarinn Einar Vilhjálmsson var í gærkvöld tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ en að vanda var tilkynnt um nýjan meðlim í höllinni um leið og Samtök íþróttafréttamanna heiðruðu íþróttamann ársins. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

England Chelsea – Brighton 1:1 Brentford – Manchester City...

England Chelsea – Brighton 1:1 Brentford – Manchester City 0:1 Staðan: Manch. City 20162251:1250 Chelsea 20126243:1442 Liverpool 19125250:1641 Arsenal 19112632:2335 West Ham 1994634:2531 Tottenham 1793522:2030 Manch. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Fyrsti leikur við Spán í fimmtán ár

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Spáni í fyrsta skipti í fimmtán ár eftir þrjá mánuði, nánar tiltekið 29. mars, en í gær var staðfest að þjóðirnar myndu mætast í vináttulandsleik á Spáni. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Hópfimleikalandsliðið best

Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari í byrjun desember varð fyrir valinu sem lið ársins 2021 í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Hópfimleikalandsliðið fékk langflest stig í kjörinu, 125 talsins. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 172 orð

Íþróttamaður ársins – stigin

1. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur, Magdeburg 445 2. Kolbrún Þöll Þorradóttir, hópfimleikar, Stjörnunni 387 3. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar, ÍA 194 4. Martin Hermannsson, körfuknattleikur, Valencia 150 5. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 9 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Blue-höllin...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Blue-höllin: Keflavík – Njarðvík 17. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 181 orð | 1 mynd

Matthías hafnaði tilboði frá Noregi

Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður úr FH, hafnaði á dögunum tilboði um að gerast aðstoðarþjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Vålerenga. Matthías staðfesti þetta í samtali við 433. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 286 orð | 2 myndir

Meistararnir með gott forskot

England Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Englandsmeistarar Manchester City eru með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur gegn nýliðum Brentford á Community-vellinum í Brentford í gær. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 462 orð | 1 mynd

Ómar bestur árið 2021

Íþróttamaður ársins Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Handknattleiksmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var í gærkvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2021 í hinu árlega kjöri Samtaka íþróttafréttamanna sem að þessu sinni var lýst í beinni sjónvarpsútsendingu RÚV. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 93 orð | 1 mynd

Rúmenía Bikarinn, 8-liða úrslit, fyrri leikur: Targoviste &ndash...

Rúmenía Bikarinn, 8-liða úrslit, fyrri leikur: Targoviste – Phoenix Constanta 56:77 • Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 18 stig fyrir Phoenix, tók 9 fráköst og átti 2 stoðsendingar á 30 mínútum. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Svíþjóð Guif – Malmö 28:31 • Daníel Freyr Ágústsson varði...

Svíþjóð Guif – Malmö 28:31 • Daníel Freyr Ágústsson varði þrjú skot í marki Guif en Aron Dagur Pálsson komst ekki á blað í markaskorun. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Það er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir handboltamanninum Ómari...

Það er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir handboltamanninum Ómari Inga Magnússyni sem var í gærkvöld útnefndur íþróttamaður ársins. Meira
30. desember 2021 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Þórir kjörinn þjálfari ársins

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, var kjörinn þjálfari ársins 2021 af Samtökum íþróttafréttamanna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.