Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jón Halldór Garðarsson, íþróttafræðingur, íþróttasálfræðingur og yfirgolfkennari í eigin skóla, hefur búið erlendis undanfarin tæp 38 ár. Þar hefur hann verið í námi, spilað fótbolta og þjálfað fótboltalið, en kennt golf lengst af, fyrst í Þýskalandi í um 23 ár og frá því 2018 á Spáni. Auk þess hefur hann leiðbeint vinum sínum og öðrum kylfingum í heimsóknum til Íslands og verið með golfkennslu hérlendis í júlí og ágúst. „Ég nota tímann í jólafríinu til að lagfæra sveifluna hjá vinum mínum,“ segir hann og leggur áherslu á að hann kenni áhugafólki, landsliðsmönnum og atvinnukylfingum.
Meira