Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Baldur Hafstað, fyrrverandi prófessor í íslensku við Kennaraháskóla Íslands, hefur séð um tíu vikna fornsagnanámskeið fyrir og eftir jól hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni undanfarin sjö ár. Nú fyrir jólin fór hann yfir valin brot úr Sturlungu, tengd Skagafirði, og 14. janúar hefst námskeið um Grettis sögu. Síðan er stefnt að vettvangsferð norður í vor, en hefð er fyrir því að heimsækja söguslóðir að loknum námskeiðum hvers vetrar. „Við erum alltaf með nýjar gamlar sögur enda úr nógu að velja. Oft eru þetta sögur sem fáir þekkja, og þessi fjölbreytileiki kemur fólki stundum á óvart,“ segir Baldur.
Meira