Greinar miðvikudaginn 12. janúar 2022

Fréttir

12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 534 orð | 1 mynd

Að hætti Forrests Gumps

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hreyfing er almennt góð fyrir sál og líkama. Það veit Sigurður Sigurðarson, sem gekk 2.686 km á 245 dögum á liðnu ári. „Mér hefur aldrei liðið eins vel og eftir þetta ár,“ segir hann, en hefur varann á og bendir á að hann hafi fundið afsökun til þess að ganga ekki í 120 daga. „Þú hefur um tvennt að ræða; að kalla gönguna afrek, sem hún er ekki, eða kalla mig skrýtinn, sem ég er.“ Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 300 orð

Aldrei fleiri mál til úrskurðarnefndar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur aldrei haft jafn mikið að gera og í fyrra þegar henni bárust 184 kærumál til umfjöllunar. Það er meira en fjórðungs fjölgun miðað við árið 2020. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Arna Schram

Arna Schram, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg og fv. formaður Blaðamannafélags Íslands, lést á Landspítalanum í gær, 53 ára að aldri. Arna fæddist 15. mars árið 1968 í Reykjavík, dóttir Ellerts B. Schram, fv. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 812 orð | 3 myndir

Áfram 20 manna fjöldatakmörk

Engar breytingar verða á fyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða næstu þrjár vikurnar. Enn verða 20 manna samkomutakmarkanir með undanþágum fyrir 50 manna samkomur á sitjandi viðburðum og 200 manna samkomum með neikvæðum hraðprófum fyrir Covid-19. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Hveragerði Gróðurhúsið, nýja hótelið og mathöllin í Hveragerði, er sannarlega orðið nýtt kennileiti bæjarins þar sem glerskáli á suðurenda hússins lýsir upp... Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 479 orð | 3 myndir

„Fram úr mínum björtustu vonum“

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fjöldi atvinnulausra á landinu var nánast sá sami allt frá því í september og fram til áramóta en í desember var skráð atvinnuleysi á landinu 4,9%, sem er sama hlutfall og í október og nóvember. Þetta er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Umskiptin eru mikil á einu ári en í desember 2020 var almennt atvinnuleysi á landinu 10,7% og 11,6% í janúar á þessu ári. Það fór síðan jafnt og þétt lækkandi frá mánuði til mánaðar og var komið niður í 7,4% í júní. Meira
12. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

„Stund sannleikans“ að renna upp

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, fagnaði í gær viðleitni Bandaríkjanna og Rússlands á mánudaginn til þess að finna lausnir á Úkraínudeilunni, á sama tíma og hann kallaði eftir sérstakri friðarráðstefnu með þátttöku Rússa, Frakka, Þjóðverja og... Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Biskup auglýsir fjögur störf presta

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur auglýst eftir prestum í fjögur laus störf hjá þjóðkirkjunni og er umsóknarfrestur um þau til miðnættis 24. janúar nk. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Breikka bundið slitlag á fimmtíu ára afmælinu

Unnið hefur verið af krafti við breikkun Suðurlandsvegar undanfarin ár og Alþingi hefur veitt umtalsverða fjármuni til þeirra verkefna. Meira
12. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Flögguðu í hálfa stöng fyrir Sassoli

Fánar Evrópusambandsins voru dregnir í hálfa stöng í gær til minningar um David Sassoli, forseta Evrópuþingsins, sem lést í gær. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Glötuð verðmæti 2-3 milljarðar

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aflaheimildir í makríl náðust ekki á síðasta ári og falla um 10 þúsund tonn niður á milli ára, samkvæmt útreikningum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Meginregla er sú að heimilt er að flytja 10% aflamarks á milli ára. SFS fór fram á að leyft yrði að flytja allt að 30% aflamarks skips í makríl frá árinu 2021 til ársins 2022, en undir lok árs var ljóst að flytja hefði þurft um 23% á milli ára svo ekkert hefði fallið niður. Niðurstaða sjávarútvegsráðherra var að heimila flutning á 15% heimilda. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 287 orð | 2 myndir

Í brotajárn eftir bruna um borð

Í stað þess að vera byrjaðir netaróðra eins og venjulega á þessum árstíma vinna skipverjar á Erling KE 140 að því að hirða það sem er nýtilegt úr skipinu. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 109 orð

Kvarta til landlæknis vegna sóttvarnalæknis

Samtökin Frelsi og ábyrgð hafa sent kvörtun til embættis landlæknis vegna þess sem þau segja einhliða og villandi framsetningu sóttvarnalæknis á gagnsemi þess að bjóða heilbrigðum 5-11 ára börnum bólusetningu gegn Covid-19 með bóluefni frá Pfizer. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Náðu í upplýsingar um laun og umsóknir

Tölvuþrjótarnir sem stóðu á bak við árásirnar á netkerfi Strætó komust yfir aðgang að gagnagrunnum sem hafa að geyma afrit af upplýsingum úr Þjóðskrá og kerfiskennitöluskrám. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Netsala með lyf tekur kipp með sóttkví þúsunda

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Karen Ósk Gylfadóttir, sviðsstjóri markaðsmála og stafrænna lausna hjá Lyfju, segir þúsundir Íslendinga hafa fengið heimsendingu á lyfjum í gegnum app Lyfju síðustu daga. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Ráðherrar svöruðu fyrir óbreyttar aðgerðir yfirvalda

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynntu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi óbreyttar sóttvarnaaðgerðir að loknum fundi hennar í Ráðherrabústaðnum í gær. Meira
12. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 473 orð | 1 mynd

Rúmlega helmingur muni smitast

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, sagði í gær að samkvæmt spálíkönum stofnunarinnar myndi rúmlega helmingur allra Evrópubúa smitast af Ómíkron-afbrigðinu á næstu sex til átta vikum, miðað við núverandi þróun faraldursins. Meira
12. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Segir ásakanir um öryggisleka galnar

Danskir fjölmiðlar greindu frá því í fyrradag að Lars Findsen, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu danska hersins, hefði verið handtekinn fyrir jól, grunaður um að hafa lekið leyniskjölum til fjölmiða. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Spennt að sjá þróun faraldursins

„Við vorum fylgjandi því sem kom fram í minnisblaði sóttvarnalæknis og landlæknis, þess efnis að við hefðum alveg getað hugsað okkur meiri aðgerðir í samfélaginu, einfaldlega vegna þess að róðurinn er hægt og bítandi að þyngjast hjá okkur,“... Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 232 orð

Sumir aldrei skilað ársreikningi

Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum útdrátt úr ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 262 orð | 2 myndir

Þurfum að ræða sameiginlega hagsmuni

Dagmál Andrés Magnússon andres@mbl.is Það er nauðsynlegt að launþegahreyfing og atvinnurekendur geti rætt sameiginlega hagsmuni af hreinskilni og skynsemi, þó að áherslurnar séu ekki endilega hinar sömu. Meira
12. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 499 orð | 3 myndir

Öskufrumvarpið vekur sterk viðbrögð

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ekkert mál sem ég hef látið mig varða á Alþingi hefur fengið jafn sterk viðbrögð og frumvarp mitt um rýmri reglur um dreifingu ösku látinna. Mjög margir hafa haft samband við mig og fagnað þessu mjög,“ segir Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður. Hún hefur í þriðja sinn lagt fram frumvarp um rýmkun reglna um dreifingu ösku látinna og vonar að það verði samþykkt nú. Meira

Ritstjórnargreinar

12. janúar 2022 | Staksteinar | 191 orð | 1 mynd

Sjálfbær spillingarstarfsemi

Í áramótablaði Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar gerðu hrafnarnir upp árið 2021. Þar segir um það sem var óvænt ársins: „Ísland hefur hlotið sílækkandi einkunn hjá einni stofnun af nokkrum sem spillingarvísitalan byggir á. Kom á óvart að annar tveggja sérfræðinga stofnunarinnar væri Þorvaldur Gylfason.“ Meira
12. janúar 2022 | Leiðarar | 600 orð

Það er margt órætt, sem versnar með þögn

Það er óboðlegt að forðast óþægilega umræðu allt þar til að í óleysanlegar ógöngur er komið. Danir hafa áttað sig á því. Meira

Menning

12. janúar 2022 | Tónlist | 813 orð | 5 myndir

„Þetta er allt púsluspil“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Jónas Þór Guðmundsson á sér nokkur hliðarsjálf sem tónlistarmaður. Eitt þeirra er Ruxpin, annað Octal Industries, þriðja Asonat og það nýjasta og fjórða er Oh Mama. Meira
12. janúar 2022 | Bókmenntir | 326 orð | 3 myndir

Hákarlar og hættusvæði

Eftir Joachim B. Schmidt. Bjarni Jónsson íslenskaði. Kilja. 291 bls. Mál og menning 2021. Meira
12. janúar 2022 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Illa fengið fé bakar vandræði

Sænska spennuþáttaröðin Deig er nú í loftinu á Rúv, en þar segir af Malou Sanders, einstæðri móður á besta aldri, sem stendur á tímamótum. Hönnunarverslunin hennar er farin á hausinn og yfirvöld eru á hælunum á henni. Meira
12. janúar 2022 | Myndlist | 126 orð | 1 mynd

Ljósmyndahátíð haldin í sjötta sinn

Ljósmyndahátíð Íslands hefst á morgun, 13. janúar, og er hún alþjóðleg hátíð, haldin í janúar annað hvert ár. Markmiðið með henni er að vinna að framþróun ljósmyndunar sem listforms og verður hún nú haldin í sjötta sinn. Meira
12. janúar 2022 | Kvikmyndir | 178 orð | 1 mynd

Prísar sig sælan að hafa ekki unnið

Danski kvikmyndagerðarmaðurinn Jonas Poher Rasmussen segist prísa sig sælan að mynd hans, Flugt (Flótti), hafi ekki hlotið Golden Globe-verðlaun sem besta teiknimynd ársins, en verðlaunin voru afhent um helgina. Þetta kemur fram í frétt Politiken . Meira
12. janúar 2022 | Fólk í fréttum | 40 orð | 1 mynd

Stjarna fyrir Ventimiglia

Bandaríski leikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Milo Ventimiglia hlaut þann heiður að stjarna merkt honum var lögð í hina frægu stétt The Hollywood Walk of Fame. Meira
12. janúar 2022 | Myndlist | 235 orð | 1 mynd

Var ekki ódýr eftirlíking

Breski listfræðingurinn Christopher Wright hefur greint ófá meistaraverk í einka- og opinberri eigu á rúmlega 50 ára starfsferli sínum. Meira

Umræðan

12. janúar 2022 | Pistlar | 421 orð | 1 mynd

Blóðugar blekkingar

Hvað varðar velferð, tel ég sem hestafræðingur, að með réttri aðkomu við hrossin sé líf „blóðmera einna besta lífið fyrir hross“. Þetta segir bóndi á Suðurlandi í umsögn við frumvarp mitt þar sem lagt er til að blóðmerahald verði bannað. Meira
12. janúar 2022 | Aðsent efni | 388 orð | 2 myndir

Gegndarlaus sóun verðmæta

Eftir Guðjón Jensson: "Ein hliðin á hergagnaframleiðslunni er hversu mikil sóunin er." Meira
12. janúar 2022 | Aðsent efni | 633 orð | 1 mynd

Grátkór Landspítalans

Eftir Guðjón Smára Agnarsson: "Þrátt fyrir allan grátinn og allt talið um niðurskurð höfðu fjárframlög ríkisins til Landspítalans tvöfaldast, hækkað um 100% á sjö árum. Eðlilegt?" Meira
12. janúar 2022 | Aðsent efni | 1006 orð | 2 myndir

Mikið væri gaman

Eftir Óla Björn Kárason: "Því miður forðast margir að svara einfaldri spurningu: Til hvers er ríkið að reka og eiga ríkisfyrirtæki og -félög?" Meira

Minningargreinar

12. janúar 2022 | Minningargreinar | 1166 orð | 1 mynd

Birna Valgeirsdóttir

Birna Valgeirsdóttir fæddist í Ólafsvík 17. janúar 1941. Foreldrar hennar voru Valgeir Kristjánsson, fæddur 7. mars 1900, dáinn 10. september 1961 og Unnur Runólfsdóttir, fædd 8. mars 1920, dáin 12. apríl 2007. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2022 | Minningargreinar | 1937 orð | 1 mynd

Garðar Svavarsson

Garðar Svavarsson fæddist í Austurhlíð v/ Reykjaveg í Reykjavík 21. október 1930. Hann lést í Reykjavík 31. desember 2021. Foreldrar hans voru Ársól Klara Guðmundsdóttir, fædd 26. nóvember 1908, dáin 17. desember 2000 og Svavar Sigfinnsson, fæddur 29. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2022 | Minningargreinar | 1338 orð | 1 mynd

Hrefna Jakobsdóttir

Hrefna Jakobsdóttir fæddist á Akureyri 9. júlí 1936. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 27. desember 2021. Foreldrar hennar voru Jakob Ólafur Pétursson, kennari og ritstjóri á Akureyri, f. 13. mars 1907, d. 7. febr. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2022 | Minningargreinar | 808 orð | 1 mynd

Jón Helgi Hjörleifsson

Jón Helgi Hjörleifsson fæddist 20. júlí 1943 á Gilsbakka í Austurdal, Skagafirði. Hann lést 22. desember 2021 á SAK Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Kristrún Helgadóttir, f. 20.8. 1909, d. 18.4. 1950, og Hjörleifur Jónsson, f. 2.8. 1890, d. 9.4. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2022 | Minningargreinar | 480 orð | 1 mynd

Kristján Valdimar Hannesson

Kristján Valdimar Hannesson fæddist í Bárufelli í Glerárþorpi 12. maí 1935. Hann lést 3. janúar 2022. Foreldrar Kristjáns voru hjónin Hannes Júlíus Jóhannsson, f. 22. mars 1892, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2022 | Minningargreinar | 182 orð | 1 mynd

Ólafur P. Sveinsson

Ólafur P. Sveinsson fæddist í Kópavogi 2. júlí 1944. Hann lést á Landspítalanum 27. desember 2021. Foreldrar Ólafs voru Sveinn Ólafsson og Elna Andersen, eldri bróðir Ólafs er Lárus. Eiginkona Ólafs er Marít Davíðsdóttir, fóstursonur Grímur H. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2022 | Minningargreinar | 1304 orð | 1 mynd

Pálína Matthildur Sigurðardóttir

Pálína Matthildur Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 26. febrúar 1928. Hún andaðist á dvalarheimilinu Sóltúni í Reykjavík þann 2. janúar 2022. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson, f. 13. september 1893, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2022 | Minningargreinar | 815 orð | 1 mynd

Rafn Konráðsson

Rafn Konráðsson fæddist í Reykjavík 14. desember 1937. Hann lést 16. desember 2021. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, f. 1. september 1895, d. 27. júní 1957 frá Einlandi í Grindavík og Konráð Árnason, f. 26. febrúar 1902, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2022 | Minningargreinar | 648 orð | 1 mynd

Sveinn Frímann Jóhannsson

Sveinn Frímann Jóhannsson fæddist í Reykjavík 26. desember 1944. Hann lést á Landspítalanum 1. janúar 2022. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Kristjana Elíasdóttir húsmóðir, f. 12. janúar 1916, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2022 | Minningargreinar | 1201 orð | 1 mynd

Þórhildur Katrín Helgadóttir

Þórhildur Katrín Helgadóttir fæddist á Húsavík 9.ágúst 1934. Hún lést á Hrafnistuheimilinu í Boðaþingi 27. desember 2021. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Benediktsdóttir, f. 10.3. 1903, d. 13.10. 1992, frá Breiðuvík á Tjörnesi og Helgi Ólafsson, f.... Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

12. janúar 2022 | Fastir þættir | 183 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. Rc3 d6 6. Rf3 c5 7. dxc5 dxc5...

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. Rc3 d6 6. Rf3 c5 7. dxc5 dxc5 8. Dxd8 Hxd8 9. Bf4 Rc6 10. Re5 Ra5 11. Hc1 Be6 12. Ra4 Hac8 13. Bd2 Rxc4 14. Rxc4 Bxc4 15. Bxb7 Bd5 16. Bxc8 Bxh1 17. Ba6 Bd5 18. b3 Re4 19. Ba5 Hd6 20. Bd3 Bd4 21. e3 Bf6 22. Meira
12. janúar 2022 | Í dag | 39 orð | 3 myndir

Áhrif veirunnar á vinnumarkað

Afleiðingar farsóttarinnar hafa reynst einna mestar á atvinnu- og efnahagslíf, en Friðrik Jónsson, formaður BHM, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, komu í Dagmál til þess að ræða þær, horfur og aðdraganda kjarasamninga, sem standa... Meira
12. janúar 2022 | Árnað heilla | 136 orð | 1 mynd

Bára Kristbjörg Eyfjörð Gísladóttir

50 ára Bára ólst upp í Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi í Flóa en býr á Selfossi. Hún er leikskólakennari og deildarstjóri á leikskólanum Jötunheimum á Selfossi og hefur starfað með börnum í 30 ár. Meira
12. janúar 2022 | Fastir þættir | 169 orð

Fyrirspurn. V-Allir Norður &spade;102 &heart;DG106 ⋄KG9 &klubs;DG32...

Fyrirspurn. V-Allir Norður &spade;102 &heart;DG106 ⋄KG9 &klubs;DG32 Vestur Austur &spade;ÁDG9543 &spade;6 &heart;8 &heart;97542 ⋄73 ⋄ÁD106 &klubs;1097 &klubs;864 Suður &spade;K87 &heart;ÁK3 ⋄8542 &klubs;ÁK5 Suður spilar 3G. Meira
12. janúar 2022 | Árnað heilla | 849 orð | 4 myndir

Gott að geta skipt um búning

Snorri Wium fæddist 12. janúar 1962 í Reykjavík og ólst upp á Háaleitisbraut. Hann gekk í Álftamýrarskóla og Iðnskólann í Reykjavík og fór að læra málarann eins og faðir hans og afi. Meira
12. janúar 2022 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

Hafnarfjörður Markús Orri Ólafsson fæddist 18. febrúar 2021 kl. 22.08 á...

Hafnarfjörður Markús Orri Ólafsson fæddist 18. febrúar 2021 kl. 22.08 á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík. Hann vó 3.200 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Ingunn Vilhelmína Ólafsdóttir og Ólafur Freyr Gíslason... Meira
12. janúar 2022 | Í dag | 252 orð

Í skápnum og vetur í bæ

Ég hitti karlinn á Laugaveginum og spurði tíðinda. Meira
12. janúar 2022 | Í dag | 95 orð | 1 mynd

Laddi: „Allt fyndnara í mars en í janúar“

Góður maður kom í heiminn hinn 20. janúar 1947, hann Þórhallur Sigurðsson, en flestir þekkja hann sem hinn ástsæla Ladda sem þjóðin hefur hlegið með í marga áratugi. Meira
12. janúar 2022 | Í dag | 56 orð

Málið

Ein merking orðsins þraut er erfitt viðfangsefni . Hér er þrautin þyngri til umræðu. „Það var enginn vandi að brjótast inn en hitt var þrautin þyngri (þ.e. öllu erfiðara ) að koma borðstofuborðinu út um gluggann án þess að vekja neinn. Meira

Íþróttir

12. janúar 2022 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Ágúst í láni hjá Valsmönnum

Valsmenn hafa fengið Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmann 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, lánaðan frá Horsens í Danmörku út þetta tímabil. Ágúst er 21 árs miðjumaður sem lék fyrst kornungur með Breiðabliki en var síðan á mála hjá Norwich og Bröndby. Meira
12. janúar 2022 | Íþróttir | 1584 orð | 3 myndir

Ástríða að þjálfa unga leikmenn

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Heimir Ríkarðsson hefur þjálfað ungmenni í handknattleik hérlendis í fjóra áratugi. Heimir gegnir veigamiklu hlutverki í uppeldi framúrskarandi leikmanna því hann hefur í fjöldamörg ár tekið að sér að stýra 18 ára landsliði karla. Þar hafa ófáir atvinnumennirnir og landsliðsmennirnir farið í gegn á löngum tíma en Íslandi hefur oft tekist að vera á meðal átta bestu þjóða í Evrópu í þeim aldursflokki. Meira
12. janúar 2022 | Íþróttir | 260 orð

Áttundi leikurinn gegn Afríkuþjóð

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Áttundi landsleikur Íslands í karlafótbolta gegn Afríkuþjóð fer fram í Antalya í Tyrklandi í dag þegar Ísland mætir Úganda í vináttulandsleik, fyrsta leik ársins 2022. Meira
12. janúar 2022 | Íþróttir | 93 orð | 1 mynd

England Southampton – Brentford 4:1 Staðan: Manch. City...

England Southampton – Brentford 4:1 Staðan: Manch. City 21172253:1353 Chelsea 21127245:1643 Liverpool 20126252:1842 Arsenal 20112733:2535 West Ham 20104637:2734 Tottenham 18103523:2033 Manch. Meira
12. janúar 2022 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Grétar Rafn ráðinn til KSÍ

Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn í ráðgjafastarf hjá Knattspyrnusambandi Íslands til sex mánaða. Meira
12. janúar 2022 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Hafa sloppið við smit til þessa

Kristján Jónsson í Búdapest kris@mbl.is Karlalandsliðið í handknattleik skilaði sér á keppnisstað í Búdapest um miðjan dag í gær ásamt fylgdarliði en Ísland mætir Portúgal á föstudaginn í fyrsta leik sínum í B-riðli lokakeppni EM. Meira
12. janúar 2022 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Hilmar Snær eini sem fer á HM

Hilmar Snær Örvarsson verður eini Íslendingurinn sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í skíðaíþróttum fatlaðra en það verður sett í Lillehammer í Noregi í dag. Meira
12. janúar 2022 | Íþróttir | 348 orð | 3 myndir

* Jón Daði Böðvarsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, vonast til þess að...

* Jón Daði Böðvarsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, vonast til þess að losna frá enska B-deildarliðinu Millwall síðar í þessum mánuði. Hann staðfesti þetta í viðtali við KSÍ TV í gær og sagði að verið væri að vinna í sínum málum. Meira
12. janúar 2022 | Íþróttir | 130 orð | 2 myndir

*Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson mun yfirgefa hollenska félagið...

*Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson mun yfirgefa hollenska félagið AZ Alkmaar þegar samningur hans rennur út í sumar. Þetta kemur fram í hollenska miðlinum NoordHollands Dagblad. Meira
12. janúar 2022 | Íþróttir | 27 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Blue-höllin...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Blue-höllin: Keflavík – Njarðvík 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Eyjar: ÍBV U – Grótta 18 TM-höllin: Stjarnan U – Selfoss 20. Meira
12. janúar 2022 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

NBA-deildin Charlotte – Milwaukee 103:99 Detroit – Utah...

NBA-deildin Charlotte – Milwaukee 103:99 Detroit – Utah 126:116 Boston – Indiana (frl. Meira
12. janúar 2022 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Sara byrjuð að æfa með Lyon

Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði í knattspyrnu er byrjuð að æfa á ný í herbúðum franska stórliðsins Lyon. Sara er mætt eftur til franska liðsins eftir að hafa eignast dreng með knattspyrnumanninum Árna Vilhjálmssyni í nóvember á síðasta ári. Meira

Viðskiptablað

12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 653 orð | 1 mynd

Af hverju að breyta útliti vörumerkis?

Fljótt á litið virðist breytingin hjá Icelandair byggjast á skýrri tengingu við strategíu félagsins, ekki síst það mikilvæga markmið að aðgreina félagið frá öðrum flugfélögum. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 899 orð | 1 mynd

Áhugi fólks á hlutabréfum hefur stóraukist

Áhugavert verður að fylgjast með Vöku Jóhannesdóttur láta til sín taka en hún tók nýverið við stöðu sjóðstjóra hjá Kviku eignastýringu aðeins 29 ára gömul. Vaka vinnur nú með kollegum sinum að því að setja á laggirnar nýjan Loftslagssjóð sem yrði sá fyrsti sinnar tegundar og hefur það m.a. að markmiði að flýta fyrir kolefnishlutleysi Íslands. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 540 orð | 3 myndir

Á sjötta hundrað skráð sig í forsölu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjöldi fólks hefur skráð sig á lista vegna nýrra íbúða í Eskiási í Garðabæ. Þær fyrstu fara í sölu öðru hvorum megin við sumarið. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 204 orð | 2 myndir

Grisjun fram undan í ferðaþjónustunni

Framkvæmdastjóri Landsbréfa segir eignir sjóðsins í ferðaþjónustu koma vel út en að mörg félög standi höllum fæti eftir faraldur. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 355 orð | 1 mynd

Hársnyrtitæki tóku kipp

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þegar hársnyrtistofur voru lokaðar og samkomutakmarkanir hertust brugðu margir á það ráð að klippa sig heima. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 2505 orð | 2 myndir

Lærðu hvað gengur og hvað ekki

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ferðaþjónustan varð fyrir miklu höggi í faraldrinum en fjöldi erlendra ferðamanna 2020 var fjórðungur af fjöldanum 2019. Hæg stígandi varð í fyrra, þá komu tæplega 700 þúsund ferðamenn og eru væntingar um tvöfalt fleiri í ár. Landsbréf eiga hér hagsmuna að gæta en sjóðir í stýringu þeirra eiga hlut í fyrirtækjum á borð við Bláa lónið og Icelandair og hafa átt þátt í uppbyggingu fjölda ferðamannastaða. Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segir ferðaþjónustufyrirtæki sem koma sterk út úr faraldrinum munu ná góðri viðspyrnu. Önnur kunni að heltast úr lestinni. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 295 orð

Markaðurinn metur stöðuna

Sóttvarnayfirvöld um allan heim fengu í ársbyrjun 2020 risavaxið verkefni í hendurnar. Plága var að breiðast út. Sjúkrahús yfirfylltust og mannfall varð mikið. Grípa varð til aðgerða sem margir hefðu talið óhugsandi nokkrum vikum fyrr. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 1183 orð | 1 mynd

Minnisleysi plagar kjósendur í Síle

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Playa del Carmen ai@mbl.is Ef einhver þjóð ætti að skilja mikilvægi efnahagslegs frelsis og kunna að varast hættur efnahagsstefnu vinstrimanna þá eru það íbúar Síle. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 506 orð | 2 myndir

Moët langvinsælast í Vínbúðunum

Í ljúfa lífinu er okkur tamara að tala um kampavín en önnur vín. Í liðinni viku sögðum við frá Jacquesson 743 og kvörtuðum undan því að það seldist ekki neitt. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 504 orð | 2 myndir

Netsalan hjá Lyfju jókst um 170%

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nú þegar um 20 þúsund manns eru í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar eykst netsala lyfja hratt. Hjá Lyfju falla metin daglega. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 211 orð | 1 mynd

NLFÍ-íbúðir í byggingu fljótlega

Byggingamarkaður Framkvæmdir við uppbyggingu 84 sjálfbærnivottaðra íbúða á lóð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands, NLFÍ, í Hveragerði hefjast fljótlega á þessu ári að sögn Þóris Haraldssonar forstjóra. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 253 orð

Pissað í fullan skó

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Vinnustaðamenning getur skipt miklu varðandi líðan fólks í vinnu. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 347 orð | 1 mynd

Spá styrkingu krónu með vorinu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Spá Analytica, sem unnin var fyrir ViðskiptaMoggann, bendir til að gengi krónu gagnvart evru muni styrkjast jafnt og þétt í ár. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 606 orð | 1 mynd

Upplýsingaskylda seljanda fasteignar

Úrræði kaupanda sem telur að seljandi hafi brugðist skyldu sinni til að veita fullnægjandi upplýsingar um ástand og eiginleika fasteignar eða veitt rangar upplýsingar eru m.a. að krefjast skaðabóta úr hendi seljanda. Meira
12. janúar 2022 | Viðskiptablað | 227 orð | 1 mynd

Verðmæti í fiskeldi jókst um 23% milli ára

Fiskeldi Fiskeldisfyrirtæki fluttu út afurðir fyrir 36 milljarða í fyrra. Nam aukningin í krónum talið 23% frá árinu 2020. Gengi krónunnar var þó sterkara á síðara samanburðarárinu og því nam aukningin í erlendri mynd 26%. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.