Vignir S. Halldórsson segir í pistli í Viðskiptablaðinu að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki tryggt framboð byggingarlóða, sem sé þó meginskylda þeirra, m.a. með þeim afleiðingum að verð á fasteignum hefur rokið upp úr öllu valdi eða um 17% frá hausti 2020-2021 og að slík hækkun geri íbúðakaupendum, einkum fyrstu kaupendum, gríðarlega erfitt fyrir, að ekki sé talað um þegar veirukreppan hefur sett strik í heimilisbókhald landsmanna:
Meira