Greinar föstudaginn 21. janúar 2022

Fréttir

21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

72,5% samþykktu kjarasamning FT

Kennarar og stjórnendur í tónlistarskólum samþykktu nýjan kjarasamning Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) við Samband íslenskra sveitarfélaga með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu, sem lauk í gær. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 76 orð | 4 myndir

Allir léttir þrátt fyrir tap

Þrátt fyrir fjögurra marka tap gegn heimsmeisturum í handknattleik, Dönum, í gærkvöldi eru stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins hvergi af baki dottnir. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Apótekinu lokað

Apóteki Apótekarans í Domus Medica-húsinu hefur verið lokað. Er það gert í kjölfar þess að ákveðið var að leggja niður læknastofur og skurðstofur í Domus Medica um áramótin. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Breiðholt Grímuskylda er víða viðhöfð í almannarými og sumir eru með þessa sóttvörn hvert sem þeir fara. Allur er varinn góður og gríman veitir líka ágætisskjól fyrir nöprum... Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Björg stefnir á 2. sætið í Garðabæ

Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hinn 5. mars nk. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Blöndulína á nýjum slóðum

Landsnet hyggst leggja Blöndulínu 3 frá Blöndustöð um Kiðaskarð niðri í Skagafirði og þaðan um Efribyggð, yfir Héraðsvötn og í mynni Norðurárdals og síðan meðfram núverandi línu um Öxnadalsheiði og Öxnadal til Akureyrar. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 795 orð | 3 myndir

Blöndulína fer um Kiðaskarð

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet hyggst leggja Blöndulínu 3 frá Blöndustöð um Kiðaskarð niður í Skagafjörð og þaðan um Efribyggð, yfir Héraðsvötn og síðan meðfram núverandi línu um Öxnadalsheiði og Öxnadal til Akureyrar. Þessi leið er aðalvalkostur endurtekins umhverfismats á línuleiðinni. Ekki er talinn kostur að hafa jarðstrengi á hluta línuleiðarinnar. Þá verður núverandi byggðalína rifin frá Varmahlíð til Akureyrar. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 477 orð | 1 mynd

Brislingur farinn að hrygna við landið

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Staðfest hefur verið að brislingur hrygndi í Ísafjarðardjúpi á síðasta ári og trúlega hefur hrygning átt sér stað á fleiri stöðum. Fiskum af tegundinni hefur farið fjölgandi á síðustu árum, en hún fannst fyrst við landið, svo staðfest sé, árið 2017. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 408 orð | 2 myndir

Deilt um verðmætin við Ægisíðu

Andrés Magnússon andres@mbl.is Mikil óánægja er meðal íbúa í nágrenni bensínstöðvarlóðar við Ægisíðu um ráðstöfun borgarinnar á henni. Borgarstjóri er ósammála því að Festi séu þannig færðir milljarðar króna. Heimir Örn Herbertson, einn íbúa í hverfinu, telur upphæðina hins vegar ekki skipta öllu um það. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Ellen sækist eftir fjórða sætinu

Ellen Calmon borgarfulltrúi sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram um miðjan febrúar nk. Ellen tók sæti í borgarstjórn sumarið 2020. Í tilkynningu segist hún vera ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Fjölskyldubingó komið til að vera

„Við erum alveg í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, eða Siggi Gunnars, útvarpsmaður á K100, sem stýrði fjölskyldubingói K100 og mbl.is í gærkvöldi ásamt Evu Ruzu. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Gríðarleg olíubrennsla

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Orkubú Vestfjarða og RARIK búa sig undir að brenna milljónum lítra af olíu á komandi mánuðum til þess að tryggja húshitun á Vestfjörðum og á Seyðisfirði. Meira
21. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 625 orð | 2 myndir

Hvers kyns innrás verði svarað

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Kindur átu egg á hreiðri

Sumarið 2019 sást til kinda í Flatey á Breiðafirði sem ýttu kríu af hreiðri sínu og átu síðan egg hennar. Frá þessu er greint í Náttúrufræðingnum undir fyrirsögninni Sauðfé étur kríuegg og unga. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 698 orð | 2 myndir

Laxalús innan marka þrátt fyrir fjölgun

Fréttaskýring Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Laxalús tók að fjölga ört í sjókvíum á Vestfjörðum síðasta haust, nánar tiltekið í Patreksfirði, Arnarfirði og í Dýrafirði. Fiskisjúkdómanefnd samþykkti að fiskeldisfyrirtækin myndu meðhöndla fiskinn með lyfjagjöf í fóðri. Fyrst í Patreksfirði 21. september, í Arnarfirði 6. október og í Dýrafirði 19. október. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 536 orð | 1 mynd

Mikilvæg fjarskiptanet verði í íslenskri lögsögu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Míla ehf. hefur gengist undir þá kvöð „að félaginu sé skylt að halda tilteknum þjóðhagslega mikilvægum fjarskiptanetum, ásamt þeim búnaði og kerfum sem nauðsynleg eru fyrir virkni eða kerfisstjórn þeirra, að öllu leyti í íslenskri lögsögu og undir íslenskum lögum. Rekstur slíks búnaðar og kerfa skal einnig fara fram í íslenskri lögsögu, þ.m.t. umsjón og eftirlit með virkni og ástandi fjarskiptanetanna.“ Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 550 orð | 2 myndir

Naglinn gefst ekki upp

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þorrablótum hefur verið aflýst en fólk hættir ekki að borða þorramat og hákarlinn er eftirsóttur sem fyrr. „Ég er búinn að selja allan hákarl frá mér, síðasti skammturinn fór í Fiskbúðina í Trönuhrauni í Hafnarfirði,“ segir hákarlafangarinn og verkandinn Björgvin A. Hreinsson á Vopnafirði. „Ég veiddi og verkaði 11 hákarla á síðasta ári og það er ágætt, mér nægir að veiða tíu til fimmtán hákarla, en hver gefur um 80 kíló.“ Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Nöfnin Brim, Fjara og Jöklar nú leyfð

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fjöldi nafna hefur verið færður á mannanafnaskrá eftir nýlega úrskurði mannanafnanefndar. Þannig mega karlmenn nú bera eiginnöfnin Issa, Chris, Bæssam, Rósmar, Lúgó, Sólmáni og Jöklar. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 216 orð

Skilyrði um eftirfylgd ekki heimil

Reykjavíkurborg var ekki heimilt að gera að skilyrði við úthlutun almenns félagslegs leiguhúsnæðis í borginni og með vísan til húsaleigulaga að leigjendur tækju reglulega á móti starfsmanni borgarinnar á heimili sínu gegn þeirra vilja. Meira
21. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Skylda fólk til bólusetningar

Austurríska þingið samþykkti í gærkvöldi að skylda austurríska ríkisborgara til þess að bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Er Austurríki fyrsta ríki Evrópu til þess að grípa til þessara ráða í heimsfaraldrinum. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 1397 orð | 6 myndir

Stefnir í mikla olíubrennslu

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 436 orð | 1 mynd

Tilefni til að endurskoða aðgerðir

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Yfir 3.800 börn 17 ára og yngri voru í einangrun í gær vegna Covid-19-smits samkvæmt covid.is. Þar af voru 1.866 á aldrinum 6-12 ára. Smituð börn þurfa að vera sjö daga í einangrun eins og aðrir og í sumum tilfellum lengur ef einkennin vara. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 176 orð

Vilja selja allan Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins hefur lagt fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að stofnunin fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hf. í nokkrum áföngum. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Vængbrotið lið veitti Dönum harða keppni

Þótt íslenska karlalandsliðið í handknattleik væri án sex sterkra leikmanna í gærkvöld veitti það heimsmeisturum Dana harða keppni á Evrópumótinu í Búdapest. Meira
21. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Þriðja lestrarkeppnin ræst

Eliza Reed, rithöfundur og forsetafrú, ræsti í gær þriðju lestrarkeppni grunnskólanna í Smáraskóla. Keppnin gengur út á að lesa sem flestar setningar inn í gagnasafn Samróms og stendur yfir í viku. Meira

Ritstjórnargreinar

21. janúar 2022 | Staksteinar | 214 orð | 1 mynd

Hræðilegt en slapp

Biden forseti hélt sinn fyrsta stóra blaðamannafund í 10 mánuði, en hann hefur sætt gagnrýni vegna flótta undan fréttamönnum. Nú er svo komið skv. könnunum að vaxandi vantraust er á „the mainstream media“ (MSM) sem hefur jafnan stutt demókrata, hvað sem á gengur, en aldrei jafn áberandi og síðustu fimm ár. Meira
21. janúar 2022 | Leiðarar | 740 orð

Klækjastjórnmál

Meirihlutinn í borginni kemur með afar ótrúverðugum hætti til móts við suma af gagnrýnendum þéttingarstefnunnar Meira

Menning

21. janúar 2022 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

„Endaði þetta bara svona?“

Ég greindist með kórónuveiruna í síðustu viku og það má alveg segja sem svo að veiran hafi náð tökum á mér. Ég fékk háan hita, var slappur og algjörlega óvinnufær. Ég svaf mikið og af þeim sökum fór sólarhringurinn hjá mér í tóma vitleysu. Meira
21. janúar 2022 | Kvikmyndir | 130 orð | 1 mynd

Ekki einn hringur heldur tuttugu

Væntanleg þáttaröð Amazon byggð á Hringadróttinssögu JRR Tolkiens hefur verið hulin leyndarhjúpi en nú virðist örlítið gat komið á þann hjúp því The Guardian greinir frá því að þáttaröðin muni bera titilinn Lord of the Rings: The Rings of Power og því... Meira
21. janúar 2022 | Myndlist | 121 orð | 1 mynd

Hvert andartak er nýtt upphaf

Myndlistarkonurnar Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Hrönn Björnsdóttir opnuðu í gær sýninguna Upphaf í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Öll verkin eru abstrakt og expressjónísk málverk unnin með blandaðri tækni í fyrra og í byrjun þessa árs. Meira
21. janúar 2022 | Menningarlíf | 805 orð | 1 mynd

Koma áhorfendum stöðugt á óvart

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta byrjaði allt með því að RÚV núll var að gera efni fyrir ungt fólk og við fórum að gera sketsa þar og það gekk mjög vel. Meira
21. janúar 2022 | Myndlist | 585 orð | 3 myndir

Ljósmyndin sem frásagnaraðferð

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fjórir íslenskir myndlistarmenn taka þátt í alþjóðlegri sýningu í Kaupmannahöfn sem hefst á morgun, laugardag, í Fotografisk Center. Meira
21. janúar 2022 | Myndlist | 100 orð | 1 mynd

Þrettán sýningar á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands

Ljósmyndahátíð Íslands hófst í síðustu viku með opnun nokkurra sýninga og verða fleiri opnaðar um helgina. Meira

Umræðan

21. janúar 2022 | Pistlar | 431 orð | 1 mynd

Svik VG við sjávarbyggðirnar

N ýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri. Meira
21. janúar 2022 | Aðsent efni | 643 orð | 1 mynd

Vesturveldin þurfa að hafa varann á

Eftir Einar S. Hálfdánarson: "Þeir sem bera blak af Rússum þegar kemur að yfirgangi gagnvart Úkraínu hafa kokgleypt sögufalsanir um að Krím sé í rauninni rússneskt land." Meira
21. janúar 2022 | Aðsent efni | 472 orð | 2 myndir

Þriðja elsta ljósmynd frá Íslandi

Eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur: "Þessi Reykjavíkurmynd Rousseaus er jafnframt þriðja þekkta ljósmyndin ekki aðeins frá Reykjavík heldur líka frá Íslandi. Það eitt gefur henni sögulegt gildi." Meira

Minningargreinar

21. janúar 2022 | Minningargreinar | 5409 orð | 1 mynd

Arna Schram

Arna Schram fæddist í Reykjavík 15. mars 1968. Hún lést á Landspítalanum 11. janúar 2022. Foreldrar Örnu eru Anna Guðlaug Ásgeirsdóttir, f. 3. desember 1942, og Ellert B. Schram, f. 10. október 1939. Önnur börn Önnu og Ellerts eru: Ásdís Björg, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargreinar | 1686 orð | 1 mynd

Bjarni Sigfússon

Bjarni Sigfússon fæddist 13. september 1933 á Grýtubakka í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 12. janúar 2022. Foreldrar hans voru Sigfús Hermann Bjarnason, f. 1897 á Svalbarði, og Jóhanna Erlendsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargreinar | 1571 orð | 1 mynd

Guðni B. Guðnason

Guðni B. Guðnason fæddist á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu 1. apríl 1926. Hann lést í Reykjavík 15. janúar 2022. Foreldrar hans voru þau Jónína Guðmunda Jónsdóttir frá Austur-Búðarhólshjáleigu í Austur-Landeyjum, f. 5. júní 1902, d. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargrein á mbl.is | 2500 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðný Kristjánsdóttir

Guðný Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1949. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. desember 2021. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargreinar | 3804 orð | 1 mynd

Guðný Kristjánsdóttir

Guðný Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1949. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. desember 2021. Foreldrar hennar voru Kristján Pálsson húsasmíðameistari, f. 4.12. 1929, d. 4.2. 1965, og Helga Sæmundsdóttir fóstra og húsmóðir, f. 5. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargreinar | 568 orð | 1 mynd

Guðríður Eygló Þórðardóttir

Guðríður Eygló Þórðardóttir fæddist í Hamrahól í Ásahreppi 12. júlí 1943. Hún lést á Landakotsspítala 13. janúar 2022. Foreldrar hennar voru Salóme Petrea Kristjánsdóttir, f. 1922, d. 2007, og Þórður Tómasson, f. 1914, d. 2001. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargreinar | 1343 orð | 1 mynd

Guttormur Þormar

Guttormur Vigfússon Þorvarðarson Þormar fæddist í Hofteigi á Jökuldal 7. október 1925. Hann lést 25. desember 2021 á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Þorvarður G. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargreinar | 2003 orð | 1 mynd

Halldóra Kristín Arthursdóttir

Halldóra Kristín Arthursdóttir fæddist í Reykjavík 1. mars 1945. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. janúar 2022. Foreldrar hennar voru Arthur Jónatansson, f. 17.12. 1912, d. 21.3. 1995, og Marsibil Guðbjörg Guðbjartsdóttir, f. 29.6. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargreinar | 2361 orð | 1 mynd

Inga Guðlaug Tryggvadóttir

Inga Guðlaug Tryggvadóttir fæddist á Mörk á Höfn í Hornafirði 10. mars 1945. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð, Beykihlíð, á Akureyri 6. janúar 2022. Inga var dóttir hjónanna Tryggva Sigjónssonar skipstjóra, f. 1918, d. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargrein á mbl.is | 1128 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, Sissý, fæddist í Reykjavík 20. júní 1952. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. janúar 2022. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargreinar | 2677 orð | 1 mynd

Sigríður Jóhannsdóttir

Sigríður Jóhannsdóttir, Sissý, fæddist í Reykjavík 20. júní 1952. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. janúar 2022. Foreldrar hennar voru Jóhann Finnsson tannlæknir frá Hvilft í Önundarfirði, f. 23.11. 1920, d. 2.6. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargreinar | 1626 orð | 1 mynd

Svala Lárusdóttir

Svala Lárusdóttir fæddist á Drangsnesi við Steingrímsfjörð 10. mars 1945. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi 7. janúar 2022. Svala, sem skírð var Sigurmunda Svala, var dóttir hjónanna Elínar Elísabetar Bjarnadóttur frá Gautshamri, f. 29.10. 1913, d. Meira  Kaupa minningabók
21. janúar 2022 | Minningargreinar | 1340 orð | 1 mynd

Svavar Halldór Björnsson

Svavar Halldór Björnsson fæddist í Geitavík á Borgarfirði eystra 25. apríl 1947. Hann lést á gjörgæslunni í Fossvogi 9. janúar 2022. Foreldrar hans voru Björn Jónsson, f. 6. júlí 1916, d. 30. desember 2010 og Þorbjörg Jónsdóttir, f. 8. júlí 1923, d. 21. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. janúar 2022 | Viðskiptafréttir | 771 orð | 3 myndir

Neyslubreyting ekki komin til að vera

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl. Meira
21. janúar 2022 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Stefnt að sameiningu Opinna kerfa og Premis

VEX I, framtakssjóður í stýringu hjá VEX, sem keypti nú í desember allt hlutafé í Opnum kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis, hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Meira

Fastir þættir

21. janúar 2022 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 dxc4 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6. 0-0 a6 7. a3 Rbd7...

1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 dxc4 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6. 0-0 a6 7. a3 Rbd7 8. dxc5 Bxc5 9. b4 Be7 10. Bb2 b5 11. Bd3 Bb7 12. De2 0-0 13. Hd1 Dc7 14. Rbd2 Hac8 15. h3 Hfd8 16. Hac1 Db8 17. Rb3 Hxc1 18. Hxc1 Bxf3 19. Dxf3 Re5 20. Bxe5 Dxe5 21. Rd4 Bd6 22. Meira
21. janúar 2022 | Í dag | 77 orð | 1 mynd

Endaði á slysó eftir slímbaðið

Björn Grétar Baldursson, pabbi, flugumferðarstjóri og eigandi instagram-reikningsins Pabba_lífið, ræddi um pabbatips vikunnar í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 en þau voru tvö að þessu sinni. Annað þeirra kom óvart til tals en það varðaði slím. Meira
21. janúar 2022 | Árnað heilla | 126 orð | 1 mynd

Jón Halldór Guðmundsson

60 ára Nonni er Reykvíkingur, ólst upp í Norðurmýrinni og Breiðholti en býr í Grafarvogi. Hann er hárskeri og eigandi hársnyrtistofunnar Effect. Hann var lengi varaformaður Meistarafélags hárskera. Meira
21. janúar 2022 | Árnað heilla | 922 orð | 3 myndir

Leiddi útrás Íseyjar út í heim

Jón Axel Pétursson fæddist í Reykjavík 21. janúar 1962 og bjó fyrstu árin í Vesturbænum. Hann gekk í Melaskóla, Hagaskóla og útskrifaðist síðan úr Verslunarskólanum árið 1982. Meira
21. janúar 2022 | Í dag | 56 orð

Málið

Álög eru töfrum mögnuð áhrínsorð eins og orðabókin orðar það svo vel. Orðið verður til álaga í eignarfalli fleirtölu. Sama er að segja um álag , sem þýðir m.a. kaupbætur og verðhækkun. Meira
21. janúar 2022 | Í dag | 278 orð

Netpóstur er alla vega

Hjálmar Jónsson sendi mér póst fyrir margt löngu: „Sá á fésinu að Halldór Blöndal er gestur Framsóknarflokksins í vöfflukaffi um helgina og flytur limrur. Það kallar á viðbrögð: Halldór nú stígur á stokkinn og streymir af honum þokkinn. Meira
21. janúar 2022 | Fastir þættir | 167 orð

Plan C. S-Allir Norður &spade;643 &heart;G108 ⋄DG1097 &klubs;87...

Plan C. S-Allir Norður &spade;643 &heart;G108 ⋄DG1097 &klubs;87 Vestur Austur &spade;K9 &spade;D1085 &heart;9752 &heart;643 ⋄Á43 ⋄82 &klubs;G642 &klubs;D1053 Suður &spade;ÁG72 &heart;ÁKD ⋄K65 &klubs;ÁK9 Suður spilar 3G. Meira
21. janúar 2022 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Theódór Dan Guðbrandsson fæddist 19. mars 2021. Hann vó 4.320...

Reykjavík Theódór Dan Guðbrandsson fæddist 19. mars 2021. Hann vó 4.320 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Kristþóra Gísladóttir og Guðbrandur Daníelsson... Meira
21. janúar 2022 | Í dag | 46 orð | 3 myndir

Þurfum meiri skynsemi í loftslagsumræðu

Sigurður Már Jónsson pistlahöfundur á mbl.is er gestur Dagmála í dag. Hann hefur mikið skrifað um loftslagsmál og orkuskipti. Hann kallar sérstaklega eftir meiri skynsemi í umræðuna um loftslagsvá og ávarpar í því samhengi sérstaklega ríkisútvarpið. Meira

Íþróttir

21. janúar 2022 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

EM karla 2022 MILLIRIÐILL I, í Búdapest: Svartfjallaland – Króatía...

EM karla 2022 MILLIRIÐILL I, í Búdapest: Svartfjallaland – Króatía 32:26 Frakkland – Holland 34:24 • Erlingur Richardsson þjálfar Holland. Meira
21. janúar 2022 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

England Deildabikar, undanúrslit, seinni leikur Arsenal &ndash...

England Deildabikar, undanúrslit, seinni leikur Arsenal – Liverpool 0:2 *Liverpool áfram, 2:0 samanlagt, og mætir Chelsea í úrslitaleiknum. Spánn Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Elche – Real Madrid (frl. Meira
21. janúar 2022 | Íþróttir | 367 orð | 3 myndir

*Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson hefur skrifað undir tveggja ára...

*Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska félagið Trelleborg og verður því áfram í sænsku B-deildinni á komandi tímabili. Meira
21. janúar 2022 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: TM-hellirinn: ÍR...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: TM-hellirinn: ÍR – Breiðablik 18.15 MG-höllin: Stjarnan – Keflavík 20.15 1. deild karla: Dalhús: Fjölnir – Höttur 18 Ice Lagoon-höllin: Sindri – ÍA 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. Meira
21. janúar 2022 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Lánuð til Bayern München

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, átján ára landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er komin til liðs við þýsku meistarana Bayern München sem fengu hana í gær lánaða frá Everton til 30. júní. Aðalmarkvörður Bayern, Laura Benkarth, er úr leik vegna meiðsla. Meira
21. janúar 2022 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Liverpool í úrslitaleikinn

Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool þegar liðið vann 2:0-sigur gegn Arsenal í síðari leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu á Emirates-vellinum í London í gær. Meira
21. janúar 2022 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Njarðvík fór létt með Akureyringa

Nicolas Richotti var stigahæstur Njarðvíkinga þegar liðið vann öruggan 97:62-sigur gegn Þór frá Akureyri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í 13. umferð deildarinnar í gær. Meira
21. janúar 2022 | Íþróttir | 367 orð | 2 myndir

Rákust á franskan vegg

EM 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Frakkar, sem eru næstu mótherjar Íslendinga á Evrópumótinu í Búdapest á morgun, sýndu styrk sinn í gær þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Hollendingum, 34:24. Meira
21. janúar 2022 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Selma fer til Þrándheims

Selma Sól Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr Breiðabliki, samdi í gær við norska félagið Rosenborg frá Þrándheimi til tveggja ára. Meira
21. janúar 2022 | Íþróttir | 1211 orð | 6 myndir

Sómi að frammistöðunni

Í Búdapest Kristján Jónsson kris@mbl.is Einhvern tíma hefðu það þótt sérstök tíðindi að Ísland mætti einungis með fjórtán leikmenn í leik gegn Dönum í milliriðli á stórmóti þegar heimilt er að tefla fram sextán. Það gerðist á EM í Búdapest í gær. Meira
21. janúar 2022 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Subway-deild karla Njarðvík – Þór Ak 97:62 Staðan: Keflavík...

Subway-deild karla Njarðvík – Þór Ak 97:62 Staðan: Keflavík 121021049:96320 Njarðvík 13941221:108418 Þór Þ. Meira

Ýmis aukablöð

21. janúar 2022 | Blaðaukar | 1701 orð | 6 myndir

„Ég er mjög frelsiselskandi manneskja“

Sesselja Sveinbjörnsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, er einn mesti töffari landsins. Hún verður 69 ára á þessu ári og var að fá sér nýjan kærasta. Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 815 orð | 1 mynd

„Heilbrigðiskerfið okkar er í rusli“

Helgi Pétusson, formaður Landssambands eldri borgara og einn af stofnendum Gráa hersins, ætlar ásamt félögum sínum að berjast til síðasta blóðdropa fyrir elsta hóp landsins. Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 901 orð | 4 myndir

„Nú getur maður djammað yfir hábjartan daginn“

Gísli Valtýsson er einn vinsælasti eldri borgari Vestmannaeyja, en kveðst sjálfur ekkert sérstaklega félagslyndur. Hann segir fólk á besta aldri ótrúlega litríkan, flottan og orkumikinn hóp þar sem margir eru ennþá í fullu fjöri. Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 688 orð | 5 myndir

„Skemmtilegustu orlofsbúðirnar á landinu“

Þórey Dögg Jónsdóttir djákni er á því að fátt sé eins gott fyrir sálina og að komast í gott frí úti í náttúrunni með skemmtilegu fólki. Hún mælir með Orlofsbúðum eldri borgara fyrir alla þá sem vilja fá frí frá amstri dagsins í þéttbýlinu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 1572 orð | 3 myndir

„Það er ekki mitt að ákveða hvernig fólk skemmtir sér í ellinni“

Ef það er einhver sem lítur á eldri borgara sem óæðri þjóðfélagsþegna, sem þarf að hafa vit fyrir, ætti sá hinn sami að hitta Sigurð Ólafsson vélfræðing, sem er allt í senn ljúfur, fyndinn og skemmtilegur. Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 1413 orð | 2 myndir

„Það sér enginn eftir því að hafa ekki unnið meira“

Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur er með meiri hæfni en margir aðrir til að skoða undir yfirborðið þegar upp kemur samskiptavandi hjá eldra fólki. Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 831 orð | 2 myndir

Fyrri parturinn fer í að venja sig á ósiði – seinni parturinn að venja sig af þeim

Páll Ásgeir Ásgeirsson starfar við leiðsögn hjá Ferðafélagi Íslands. Í vetur stofnaði hann nýjan hóp innan félagsins ásamt eiginkonu sinni. Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 857 orð | 2 myndir

Gáfulegt að gera erfðaskrá og kaupmála

Lögmaðurinn Elín Sigrún Jónsdóttir hefur sérhæft sig í að aðstoða eldra fólk við erfðaskrár og fasteignakaup í gegnum fyrirtæki sitt, Búum vel. Marta María Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 1567 orð | 2 myndir

Hefur alltaf viljað vera þar sem hún er í lífinu

Það er ekki nóg að krydda bara matinn sem við eldum, við þurfum einnig að krydda einkalífið. Þetta segir Marentza Poulsen smurbrauðsjómfrú, sem lumar á alls konar uppskriftum sem gera lífið litríkara og skemmtilegra. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 436 orð | 1 mynd

Hvernig er hægt að njóta bestu áranna?

Færeyska smurbrauðsdaman Marentza Poulsen er orðin 71 árs. Hún elskar lífið, er ennþá að vinna og gera það sem hún hefur ástríðu fyrir. Eins og að borða góðan mat, dansa við Hörð lífsförunaut sinn, klæða sig í falleg föt og njóta þess að draga andann. Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 662 orð | 3 myndir

Krafturinn í manninum mínum heldur mér ungri

Brynja Nordquist starfaði sem flugfreyja og fyrirsæta sinn starfsferil. Þegar hún varð 65 ára ákvað hún að hætta að vinna hjá Icelandair og einbeita sér að því að njóta lífsins á meðan hún hefði heilsu í það. Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 1293 orð | 3 myndir

Leggur í ferðasjóð því sem nemur að reykja pakka á dag

Ingibjörg Einarsdóttir, fyrrverandi kennari og skrifstofustjóri á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, er síður en svo sest í helgan stein þrátt fyrir að hafa látið af opinberum störfum þegar hún stóð á sjötugu. Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 253 orð | 4 myndir

Mikilvægt að búa með fólki á svipuðu reki

Leiguíbúðir Naustavarar eru fyrir alla sem eru 60 ára og eldri. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, segir að íbúðirnar séu góður kostur fyrir þá sem vilja hafa það sem best á sínum efri árum. Marta María Winkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Meira
21. janúar 2022 | Blaðaukar | 707 orð | 1 mynd

Reynir að lifa lífinu létt og rétt

Petrea Ingibjörg Jónsdóttir starfaði lengi sem skrifstofustjóri Sjálfstæðisflokksins og er á því að við ættum öll að bera mikla virðingu fyrir vinnu, sama hvað við gerum í lífinu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.