Greinar miðvikudaginn 26. janúar 2022

Fréttir

26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

360 umsóknir um vernd frá Venesúela

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Útlendingastofnun barst 871 umsókn um alþjóðlega vernd á liðnu ári. Eru umsóknirnar í fyrra þriðjungi fleiri en á árinu 2020 þegar umsóknir um alþjóðlega vernd voru 654. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

73% segjast skoða kennsluefni á netinu

Um 73% Íslendinga 16-74 ára sögðust hafa skoðað kennsluefni í gegnum netið síðustu þrjá mánuði fyrir rannsókn sem gerð var í fyrra. Í blaðinu í gær kom fram að skv. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 444 orð | 1 mynd

Draga þarf verulega úr áburðardreifingu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Liðlega tvöföldun á verði tilbúins áburðar hefur mikil áhrif á rekstur Landgræðslunnar. Ef keyptur yrði jafn mikill áburður og á síðasta ári myndi áburðarreikningurinn hækka um tugi milljóna króna. Verið er að fara í gegn um öll verkefni stofnunarinnar, endurhugsa og forgangsraða upp á nýtt. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Eggert

Samband Ráðherrarnir Jón Gunnarsson og Willum Þór Þórsson voru fljótir að sækja síma sína að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í gær. Engir símar eru leyfðir á... Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 611 orð | 2 myndir

Erlent starfsfólk þarf að manna flest ný störf

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Vöxtur efnahagslífsins hefur verið háður aðfluttum erlendum starfsmönnum. Minnkandi fjölgun íbúa á vinnualdri hér á landi hefur stuðlað að gífurlegri fjölgun erlendra starfsmanna, sem þarf til að manna störfin. Ætla má miðað við mannfjöldaspá, að á næstu fjórum árum, árin 2022 til 2025, fjölgi innlendu starfsfólki aðeins um þrjú þúsund en erlendu starfsfólki um 21 þúsund. Þá hækkar hlutfall erlendra starfsmanna á vinnumarkaði úr 21% í 27% á aðeins fjórum árum. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Gera ráð fyrir 1,2 milljónum ferðamanna

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Greining Íslandsbanka telur að hingað til lands muni koma 1,1 til 1,2 milljónir erlendra ferðamanna á þessu ári. Er það nokkru minni fjöldi en samkvæmt bjartsýnni spá bankans sem gefin var út í september síðastliðnum. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Hallgrímur, Sigrún og Þórunn verðlaunuð

Hallgrímur Helgason, Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021 þegar þau voru afhent á Bessastöðum í gær. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Hamfaraveður eftir hádegið

Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Síðdegi gærdagsins var erilsamt hjá björgunarsveitum á suðvesturhorninu að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meira
26. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 51 orð

Helfararfræði kennd í framhaldsskólum

Helfararfræði verða hluti af skyldunámsefni danskra framhaldsskóla samkvæmt nýrri fimmtán liða aðgerðaáætlun þarlendra stjórnvalda til að draga úr andúð og ofsóknum á hendur gyðingum og „hindra að gyðingahatur skjóti rótum í Danmörku“, eins... Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 1121 orð | 5 myndir

Hæfilega bjartsýnn

Ari Páll Karlsson Rósa Margrét Tryggvadóttir 1.558 greindust með kórónuveiruna innanlands í fyrradag og voru 52 prósent í sóttkví við greiningu. Alls greindust því 1.610 smit í gær með þeim 52 sem greindust á landamærunum. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Knapi frá Austurríki keppir í meistaradeildinni

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lið Hestvits/Árbakka í meistaradeildinni í hestaíþróttum hefur fengið góðan liðsauka. Pierre Sandsten Hoyos kemur frá Austurríki til að keppa í mótum deildarinnar, í fyrsta skipti í fjórgangi í Ingólfshöllinni annað kvöld. Meira
26. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Lofar svíðandi þvingunum

Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Við höfum svíðandi þvinganapakka til reiðu og ég held að óhætt sé að segja, að við væntum þess að vinir okkar í Evrópu séu þess albúnir að hrinda honum í framkvæmd um leið og Rússar láta til skarar skríða gagnvart Úkraínu,“ sagði breski forsætisráðherrann Boris Johnson í yfirlýsingu á þjóðþingi sínu í gær og talaði þar um „hard hitting package of sanctions“ á móðurmáli sínu auk þess að saka stjórnvöld í Moskvu um að „beina byssu að höfði Úkraínu“ með viðveru 100.000 rússneskra hermanna við landamæri nágrannaríkjanna og æ ískyggilegri samskiptum við aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 318 orð

Lögskráning er á ábyrgð skipstjóra

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lögskráningarkerfið er fyrst og fremst til að staðfesta að skip sé mannað með réttum hætti, þannig að áhöfn þess og einstaklingar sem gegna stöðum um borð hafi tilskilin réttindi. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Mikil þörf á erlendu vinnuafli

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil þörf verður á fleiri aðfluttum einstaklingum til að manna þau störf sem verða til á komandi árum vegna lítillar fjölgunar innlends starfsfólks gangi hagvaxtarspár eftir. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

Nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Með opnun nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi í mars næstkomandi fjölgar rýmum á Suðurlandi fyrir aldraða og þá sem þurfa á slíku að halda um alls 25. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Sundabrautin ekki tilbúin fyrr en 2031

Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku í gær við félagshagfræðilegri greiningu á lagningu Sundabrautar en Dagur segir framkvæmd hennar vera í traustum farvegi. Meira
26. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Tónleikum frestað – veiran elti John uppi

Breska tónlistargoðsögnin sir Elton John neyðist til að fresta tvennum tónleikum sínum í Dallas í Texas eftir að hafa smitast af kórónuveirunni þrátt fyrir að vera kominn í hóp þríbólusettra. Þessu ljóstraði tónlistarmaðurinn upp á Instagram í gær. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 531 orð | 2 myndir

Tveimur númerum of stór

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur farið á kostum á EM í handbolta í Búdapest í Ungverjalandi að undanförnu. Sem barn og unglingur var hann alltaf með handboltann í öðru sæti og ætlaði sér að ná langt í fótboltanum en snerist hugur fyrir nokkrum árum. Meira
26. janúar 2022 | Erlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Umdeildur erindreki á Óslóarfundi talíbana

Fimmtán manna sendinefnd talíbana, sem norsk stjórnvöld buðu til viðræðna og önnuðust aukinheldur flutning á frá Kabúl í Afganistan um helgina, hefur setið þétta þriggja daga fundadagskrá, sem lauk í gær, í því augnamiði að skýra áætlanir sínar um... Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Vestmannaey á ný til veiða í febrúar

Vonir standa til að ísfisktogarinn Vestmannaey VE 27 geti haldið til veiða um miðjan febrúar að lokinni viðgerð en eldur varð laus í skipinu 27. október. Engin slys urðu á fólki og dró systurskipið Bergey VE Vestmannaey til hafnar í Neskaupstað. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 129 orð

Vikið frá sóttvarnareglum fyrir Rúv

Rúv og skrifstofa forseta Íslands fengu undanþágu frá almennum sóttvarnareglum í gær þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 291 orð | 2 myndir

Vill sama meirihluta áfram í Reykjavík

Dagmál Andrés Magnússon andres@mbl. Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Þúsundir losna úr sóttkví og afléttingar brátt kynntar

Verulegar breytingar hafa verið gerðar á reglum um sóttkví og tók reglugerð þess efnis gildi á miðnætti. Nú þurfa þeir sem eru útsettir fyrir smitum utan heimilis eingöngu að fara í smitgát og börn og unglingar eru algerlega undanþegin reglum um... Meira
26. janúar 2022 | Innlendar fréttir | 540 orð | 1 mynd

Þúsundir nemenda úr sóttkví í dag

Helgi Bjarnason Oddur Þórðarson Hólmfríður María Ragnhildardóttir Afnám sóttkvíar grunn- og leikskólabarna vegna kórónuveirufaraldursins mun hafa þau áhrif að þær miklu smitrakningar sem verið hafa innan veggja skólanna leggjast af og þúsundir barna sem... Meira

Ritstjórnargreinar

26. janúar 2022 | Staksteinar | 212 orð | 2 myndir

Ófullnægjandi svar

Bergþór Ólason alþingismaður spurði heilbrigðisráðherra út í sóttkví, einangrun, virk og óvirk smit í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær. Bergþór rifjaði upp orðaskipti þeirra frá því fyrir nokkrum dögum um sama efni, það er „um mismunandi nálgun hvað varðar skimanir á landamærum annars vegar og innan lands hins vegar“. Á landamærum hefði komið í ljós að um fjórðungur þeirra sem greindust smitaðir væri ekki með virkt smit. Aðrar tölur bentu til að innanlands gæti þetta hlutfall verið nær þriðjungi. Meira
26. janúar 2022 | Leiðarar | 732 orð

Yfirgengilega stórt og hitt minna en smátt

Breska lögreglan rannsakar 18 mánaða dreggjar bjórs, og heimurinn bíður á blábrún á meðan Meira

Menning

26. janúar 2022 | Bókmenntir | 3021 orð | 5 myndir

„Þakka fyrir mig af öllu hjarta“

VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Hallgrímur Helgason, Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu í gærkvöldi Íslensku bókmenntaverðlaunin 2021 úr hendi Guðna Th. Meira
26. janúar 2022 | Myndlist | 126 orð | 1 mynd

Yfir hundrað verk á sýningu um Birgi Andrésson á Kjarvalsstöðum

Viðamikil yfirlitssýning á verkum Birgis Andréssonar, Eins langt og augað eygir, verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardaginn, 29. janúar. Birgir lést árið 2007 og var leiðandi afl í íslenskri myndlist í meira en 30 ár, eins og því er lýst í... Meira
26. janúar 2022 | Fjölmiðlar | 220 orð | 1 mynd

Þegar óvissuþolið í lífinu minnkar

Undanfarin tvö ár höfum við lifað í stöðugri óvissu. Sumir meiri óvissu en aðrir, en öll erum við á einhverju óvissustigi. Samfélagið á neyðarstigi, áhættustigi eða hvað sem þetta allt heitir. Meira

Umræðan

26. janúar 2022 | Pistlar | 404 orð | 1 mynd

Aukin grænmetisrækt á Íslandi

Nú styttist óðum í að nýtt ráðuneyti matvæla verði stofnað á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Þetta raungerist um næstu mánaðamót. Meira
26. janúar 2022 | Aðsent efni | 400 orð | 1 mynd

Borðbæn Goða

Eftir Ársæl Þórðarson: "Það er ráðgáta hvers vegna fyrirtæki kýs að auglýsa vörur sínar með blótsyrðum." Meira
26. janúar 2022 | Aðsent efni | 778 orð | 1 mynd

Getum við fengið öryggi frá öðrum?

Eftir Guðbjörn Jónsson: "Almennt virðast hafa farið fram hjá fólki þær upplýsingar að um langan tíma hafi verið unnið að þróun á grunni þessara breyttu bóluefna." Meira
26. janúar 2022 | Aðsent efni | 283 orð | 1 mynd

Nóg til af peningum í sumt

Eftir Sigurð Jónsson: "Nú skal þeim refsað með greiðslum sem ekki eru sæmandi einhverri ríkustu þjóð heims." Meira
26. janúar 2022 | Aðsent efni | 754 orð | 2 myndir

Skagfirskur íhalds- og athafnamaður kveður

Eftir Óla Björn Kárason: "Hægt og bítandi skynjaði ungur drengur gildi þess að til séu einstaklingar sem eru reiðubúnir til að leggja allt sitt undir og byggja upp fyrirtæki." Meira
26. janúar 2022 | Aðsent efni | 522 orð | 1 mynd

Skuggahliðar kapítalismans – hvað er til ráða?

Eftir Guðjón Jensson: "Fyrir einungis hluta af herkostnaði heimsins gæti alþjóðasamfélagið auðveldlega komið upp gríðarmiklum sólarorkuverum í jaðri eyðimarka eins og Sahara." Meira
26. janúar 2022 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Spellreið umrótsins

Eftir Viðar Guðjohnsen: "Einungis Sjálfstæðisflokkurinn getur stöðvað þessa slæmu vegferð og fulltrúum hans ber skylda til þess að axla þá ábyrgð og hætta daðri við borgaryfirvöld. Borgarfulltrúum flokksins ber að fylgja stefnu flokksins og fylkja sér um augljósan vilja flokksmanna." Meira

Minningargreinar

26. janúar 2022 | Minningargreinar | 413 orð | 1 mynd

Arna Schram

Arna Schram fæddist 15. mars 1968. Hún lést 11. janúar 2022. Útför Örnu fór fram 21. janúar 2022. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2022 | Minningargrein á mbl.is | 1094 orð | 1 mynd | ókeypis

Brynhildur Benediktsdóttir Líndal

Brynhildur Benediktsdóttir Líndal fæddist á Efra-Núpi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu 30. júní 1934. Hún lést 11. janúar 2022.Foreldrar Brynhildar voru hjónin Benedikt H. Líndal, hreppstjóri og bóndi á Efra-Núpi, f. 1892, d. 1967 og Ingi Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2022 | Minningargreinar | 803 orð | 1 mynd

Brynhildur Benediktsdóttir Líndal

Brynhildur Benediktsdóttir Líndal fæddist á Efra-Núpi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu 30. júní 1934. Hún lést 11. janúar 2022. Foreldrar Brynhildar voru hjónin Benedikt H. Líndal, hreppstjóri og bóndi á Efra-Núpi, f. 1892, d. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2022 | Minningargreinar | 391 orð | 1 mynd

Gunnar Þorsteinsson

Gunnar Þorsteinsson fæddist í Vestmannaeyjum 6. nóvember 1959. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn 2. desember 2021. Útför Gunnars fór fram 13. desember 2021. Foreldrar Gunnars voru hjónin Þorsteinn Þorsteinsson, f. 17. janúar 1927, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2022 | Minningargreinar | 1349 orð | 1 mynd

Reynir Torfason

Reynir Torfason fæddist á Ísafirði 1. nóvember 1939. Hann lést 13. september 2021. Eiginkona Reynis er Gígja Sigríður Tómasdóttir, f. á Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu 29. apríl 1941, fyrrverandi starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2022 | Minningargreinar | 484 orð | 1 mynd

Sigurður Sigfússon

Sigurður Sigfússon fæddist 15. desember 1931. Hann lést 1. janúar 2022. Útför hans fór fram 20. janúar 2022. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

26. janúar 2022 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. g3 b5 3. Bg2 Bb7 4. d3 d5 5. 0-0 e6 6. c4 c6 7. Dc2 Be7 8...

1. Rf3 Rf6 2. g3 b5 3. Bg2 Bb7 4. d3 d5 5. 0-0 e6 6. c4 c6 7. Dc2 Be7 8. b3 0-0 9. Bb2 a6 10. Rbd2 c5 11. d4 Rbd7 12. cxd5 Rxd5 13. Hac1 Hc8 14. Db1 Db6 15. Da1 R5f6 16. dxc5 Bxc5 17. Meira
26. janúar 2022 | Í dag | 26 orð | 3 myndir

Borgarpólitík og skipulag

Senn líður að borgarstjórnarkosningum, en þar er viðbúið að skipulagsmál verði fyrirferðarmikil. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, ræðir það og stöðuna í... Meira
26. janúar 2022 | Árnað heilla | 323 orð | 1 mynd

Bryndís Ýr Gísladóttir

30 ára Bryndís er Vestmannaeyingur, fædd þar og uppalin, en býr í Kópavogi. Hún er jarðfræðingur frá Háskóla Íslands, lauk BSc.-gráðu árið 2015 og MSc.-gráðu 2018 og er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira
26. janúar 2022 | Í dag | 298 orð

Í minningu Kristjáns Karlssonar

Í dag er öld liðin síðan Kristján Karlsson fæddist í Eyvík á Tjörnesi. Hann var mikið hreyfiafl í íslensku menningarlífi og veitti ferskum straumum inn í það þegar hann flutti heim eftir langa dvöl í Bandaríkjunum. Meira
26. janúar 2022 | Í dag | 59 orð

Málið

Að snara mann eða nautgrip, það sjáum við Íslendingar helst í kvikmyndum. Aðalatriðið er þá að það sé gert í þolfalli : að snara mann . En sögnin þýðir fleira. T.d. að þýða texta. Og þá í þágufalli : snara ljóðinu á íslensku. Meira
26. janúar 2022 | Árnað heilla | 634 orð | 4 myndir

Rólegt og fjölskylduvænt í Noregi

Bryndís Guðbrandsdóttir fæddist 26. janúar 1972 í Keflavík og ólst þar upp. Hún fór mikið í sveit á sumrin í Miðengi í Grímsnesi hjá afa sínum og ömmu. Bryndís var í Myllubakkaskóla og Holtaskóla og varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1992. Meira
26. janúar 2022 | Fastir þættir | 166 orð

Stórslys. V-Enginn Norður &spade;ÁKDG85 &heart;109742 ⋄2 &klubs;2...

Stórslys. V-Enginn Norður &spade;ÁKDG85 &heart;109742 ⋄2 &klubs;2 Vestur Austur &spade;7 &spade;96 &heart;ÁDG6 &heart;K853 ⋄KDG973 ⋄Á86 &klubs;D8 &klubs;G972 Suður &spade;10432 &heart;-- ⋄1054 &klubs;ÁK10654 Suður spilar 5⋄. Meira
26. janúar 2022 | Í dag | 88 orð | 1 mynd

Víðir: „Alltaf hætta á að það komi ný afbrigði“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, var hæfilega bjartsýnn í spjalli við Ísland vaknar á K100 í gærmorgun varðandi hugsanleg lok faraldursins, en tók undir þá von að einhvers konar hjarðónæmi næðist „einhvern tímann undir... Meira

Íþróttir

26. janúar 2022 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Árbæingurinn til Sogndal

Norska knattspyrnufélagið Sogndal tilkynnti í gær að gengið hefði verið frá samningi við Valdimar Þór Ingimundarson sem gildir til loka keppnistímabilsins 2024. Meira
26. janúar 2022 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Bjarni og Dagur til Búdapest

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Dagur Gautason hafa verið kallaðir inn í íslenska landsliðshópinn sem tekur þátt í Evrópumótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem HSÍ sendi frá sér í gær. Meira
26. janúar 2022 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

EM karla 2022 MILLIRIÐILL II, Bratislava Pólland – Spánn 27:28...

EM karla 2022 MILLIRIÐILL II, Bratislava Pólland – Spánn 27:28 Þýskaland – Rússland 30:29 • Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Meira
26. janúar 2022 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

England B-deild: Birmingham – Peterborough 2:2 Coventry &ndash...

England B-deild: Birmingham – Peterborough 2:2 Coventry – Stoke 1:0 Luton – Bristol City 2:1 Nottingham Forest – Barnsley 3:0 QPR – Swansea 0:0 Staða efstu liða: Fulham 27176473:2557 Blackburn 28157645:3052 Bournemouth... Meira
26. janúar 2022 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Frá Englandi til Póllands

Knattspyrnumaðurinn Daníel Leó Grétarsson er að ganga til liðs við pólska úrvalsdeildarfélagið Slask Wroclaw. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. Meira
26. janúar 2022 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Freyr orðaður við Viborg

Yfirmaður íþróttamála hjá danska knattspyrnufélaginu Lyngby segir að ekki hafi borist nein beiðni frá öðru félagi um að fá að ræða við þjálfara liðsins, Frey Alexandersson. Freyr var orðaður við danska úrvalsdeildarliðið Viborg í frétt á fótbolti. Meira
26. janúar 2022 | Íþróttir | 43 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: HS Orkuhöll...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: HS Orkuhöll: Grindavík – Njarðvík 18.15 Blue-höll: Keflavík – Haukar 19.15 1. deild kvenna: MG-höllin: Stjarnan – ÍR 18. Meira
26. janúar 2022 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Samdi við Ajax á ný til 2026

Hinn 18 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson hefur skrifað undir nýjan samning við hollenska knattspyrnustórveldið Ajax og gildir hann til ársins 2026. Meira
26. janúar 2022 | Íþróttir | 456 orð | 2 myndir

Spánn og Svíþjóð í undanúrslit

EM 2022 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Spánn og Svíþjóð fóru áfram úr milliriðli II sem leikinn var í Bratislava og leika til undanúrslita á föstudag í Búdapest á Evrópumóti karla í handknattleik sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu. Meira
26. janúar 2022 | Íþróttir | 483 orð | 3 myndir

*Spænski tennismaðurinn Rafael Nadal er kominn í undanúrslit á stórmóti...

*Spænski tennismaðurinn Rafael Nadal er kominn í undanúrslit á stórmóti í 36. skipti eftir að hafa lagt Denis Shapovalov frá Kanada að velli í hörkuleik í gærmorgun í átta manna úrslitum Opna ástralska mótsins í Melbourne. Meira
26. janúar 2022 | Íþróttir | 1012 orð | 2 myndir

Stór dagur fram undan fyrir Íslendinga á EM

Í Búdapest Kristján Jónsson kris@mbl.is Í dag er stór dagur fyrir Íslendinga á EM karla í handknattleik í Búdapest í Ungverjalandi. Síðasta umferðin í milliriðli I verður leikin í dag og í kvöld. Ísland mætir Svartfjallalandi og með sigri getur Ísland enn átt möguleika að komast í undanúrslit keppninnar og leika um verðlaun á EM. Meira
26. janúar 2022 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Tekur við Stjörnunni

Hrannar Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik en hann tekur við af Rakel Dögg Bragadóttur sem hætti störfum fyrr í þessum mánuði. Meira

Viðskiptablað

26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 1774 orð | 3 myndir

Af hverju ekki að kaupa Lemon?

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Skyndibitastöðum hefur mörgum gengið vel í faraldrinum, þótt veiran hafi einnig valdið ýmsum áskorunum. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 78 orð | 1 mynd

Aukið samstarf við JetBlue

Ferðaþjónusta Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa aukið enn frekar samstarf sitt um tengingar á milli leiðakerfa félaganna í Evrópu og Norður-Ameríku. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 265 orð

Breytt staða

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Miðvikudaginn 22. desember birtust viðhorf undirritaðs í þessum dálki með fyrirsögninni „Sýna þarf stillingu“. Fjallað var um að staðfest smit vegna kórónuveirunnar væru orðin á þriðja tug þúsunda. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 579 orð | 1 mynd

Flýtum fyrir uppbyggingu innviða með samvinnuleið

Mikilli skuldasöfnun var velt yfir á næstu kynslóðir og það kom niður á samkeppnishæfni og verðmætasköpun hagkerfisins. Við erum enn að takast á við afleiðingarnar. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 596 orð | 1 mynd

Framtíðin er fljótandi

Hafsækinn vindiðnaður hefur orðið til þess að algjör bylting er að verða í atvinnumálum á austurströnd Bretlands. Svæði sem hafa búið við fjöldaatvinnuleysi í áratugi sjá nú loks til sólar. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 338 orð | 1 mynd

Hengdu upp stríðsmyndir

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslands í Icesave-deilunni, er einn af fyrirlesurum á námskeiði Akademias í samningatækni í mars nk. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 379 orð | 5 myndir

Hótel Keflavík endurgert

Feðgarnir Jón William Magnússon og Steinþór Jónsson stofnuðu Hótel Keflavík 17. maí árið 1986. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 722 orð | 3 myndir

Hvað gerir barþjónn þegar bitterinn klárast?

Ég er ekki mikið fyrir að fara út á lífið en þykir samt gaman að uppgötva góða og rólega bari; þar sem barþjónarnir vita sínu viti og leggja metnað í störf sín. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 208 orð | 1 mynd

Kólni nokkuð hratt

Þjóðhagsspá Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem kynnt er í dag gerir bankinn ráð fyrir að hægi talsvert á hækkun fasteignaverðs á komandi misserum. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 835 orð | 2 myndir

Metár hjá Arctic Trucks í Noregi

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Örn Thomsen, framkvæmdastjóri Arctic Trucks Norge, segir fyrirtækið hafa breytt 275 bílum í fyrra sem sé met. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 797 orð | 1 mynd

Nýjar vélar opna ný markaðssvæði

Kristín Vala segir spennandi tíma fram undan hjá Bluebird Nordic. Á næstunni bætast þrjár burðarmeiri, sparneytnari og langdrægari B737-NG-þotur við flota félagsins og síðar á árinu koma að auki þrjár B777-breiðþotur. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 238 orð | 2 myndir

Sér fyrir sér níu Lemon-staði í borginni

Lemon hyggst sækja fram eftir að Hagar keyptu stóran hlut í skyndibitakeðjunni á síðasta ári. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 329 orð | 1 mynd

Skráningaráform í haugasjó

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrirtækin Alvotech og Kerecis stefna á skráningu á hlutabréfamarkað. Miklar sviptingar í hlutabréfum, ekki síst í Bandaríkjunum, gera verkefnið meira krefjandi en ella. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 331 orð

Virðing fyrir auðlindinni

Eftirspurn eftir íslenskri raforku hefur orðið ein af undirstöðum velmegunar þjóðarinnar. Svisslendingar kveiktu á perunni, eða öllu heldur kerskálanum, í þessu efni fyrir hálfri öld og fleiri hafa gert það síðan. Meira
26. janúar 2022 | Viðskiptablað | 1246 orð | 1 mynd

Þeir varkáru lifa af áföllin

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Playa del Carmen ai@mbl.is Fyrirtæki og stjórnvöld ættu að læra það af faraldrinum að hagkerfið má ekki skorta aðlögunarhæfni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.