Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Vöxtur efnahagslífsins hefur verið háður aðfluttum erlendum starfsmönnum. Minnkandi fjölgun íbúa á vinnualdri hér á landi hefur stuðlað að gífurlegri fjölgun erlendra starfsmanna, sem þarf til að manna störfin. Ætla má miðað við mannfjöldaspá, að á næstu fjórum árum, árin 2022 til 2025, fjölgi innlendu starfsfólki aðeins um þrjú þúsund en erlendu starfsfólki um 21 þúsund. Þá hækkar hlutfall erlendra starfsmanna á vinnumarkaði úr 21% í 27% á aðeins fjórum árum.
Meira