Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Haugsuga – Dreifari er heiti sýningarinnar á verkum Helga Hjaltalín myndlistarmanns sem verður opnuð í Kling & Bang í Marshall-húsinu í dag, laugardag, klukkan 14. Mynd af þessu tæki, sem notað er til að soga upp mykju og dreifa síðan aftur á haga og tún, kemur ítrekað fyrir á sýningunni. Því má spyrja Helga hvort haugsugan sé einskonar tákn fyrir listamanninn, sem sýgur upp áhrif og hugmyndir og dreifir þeim svo aftur í eigin verkum?
Meira