Verðbólgan er aftur að verða alvörumál hér á landi, en að þessu sinni er Ísland ekki eyland í þeim efnum, verðbólgan er áhyggjuefni víða nú um stundir. Þetta stafar meðal annars af því að hrávörur hafa hækkað mjög í verði en einnig af því að slaki í peningastefnu, meðal annars vegna kórónuveirufaraldursins, er farinn að hafa áhrif. Tilætluð áhrif, mætti jafnvel segja. En nú þarf að kveða verðbólgudrauginn niður hér á landi áður en hann nær að valda miklu tjóni og þó að hluti af skýringunni á hækkun neysluverðsvísitölunnar sé innfluttur, þá er stór hluti innlendur.
Meira