Greinar þriðjudaginn 8. febrúar 2022

Fréttir

8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 146 orð

1.367 greindust með kórónuveiru

Alls greindust 1.367 kórónuveirusmit innanlands sl. sunnudag samkvæmt bráðabirgðatölum sem birtust á vefnum covid.is. Voru 42 prósent í sóttkví við greiningu. Í gær lágu 30 sjúklingar með Covid-19 á Landspítala. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Á annað hundrað skjálfta í gær

Á annað hundrað skjálfta mældust í gær á undangengnum sólarhring og voru kraftmestu skjálftarnir rúm tvö stig að stærð. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

„Ekkert lamb að leika við“

Köngulær hafa verið ofarlega á blaði hjá Erling Ólafssyni skordýrafræðingi síðustu mánuði. Frá því í september hefur hann fjallað um sjö slíkar á facebook-síðunni Heimur smádýranna og tvær þær nýjustu eru skápakönguló og veggjakönguló. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

„Undraverður árangur“ danspars

Samkvæmisdansararnir og hjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev eru fyrst íslenskra para til þess að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikum Alþjóðadansíþróttasambandsins, WDSF, sem haldnir verða í Alabama í Bandaríkjunum í sumar. Meira
8. febrúar 2022 | Erlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

„Þetta er allt einn stór misskilningur“

Kínverska tennisstjarnan Peng Shuai neitaði því í viðtali við franska íþróttablaðið L'Equipe um helgina að hún hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Kannaðist hún ekkert við að hafa fullyrt þetta á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo í nóvember í... Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Bjóða út nokkur kíló af æðardúni

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ríkiskaup hafa fyrir hönd forsætisráðuneytisins óskað eftir tilboðum í að nýta æðardún við Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ekki er vitað með vissu hversu mörg hreiður eru á svæðinu en áætlað er að hægt sé að tína allt að 3-8 kíló af dúni á Hrafnseyri á ári hverju. Áætla má að fyrir hvert kíló fáist um 200 þúsund krónur. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Bragi vill leiða D-listann í Árborg

Bragi Bjarnason íþróttafræðingur gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg en prófkjör fer fram 19. mars. Bragi er fertugur að aldri og er deildarstjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar. Meira
8. febrúar 2022 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Enginn fékk nægilegan stuðning

Enginn tuttugu frambjóðenda í forsetakosningunum sem fram fóru í Mið-Ameríkuríkinu Kosta Ríka á sunnudaginn náði tilskildum atkvæðafjölda til að hljóta kjör. Frambjóðandi þarf að lágmarki 40 prósent atkvæða til að verða forseti. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Flugvélin sést á myndbandsupptökum

Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið afhentar myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum sem staðsettar eru í grennd við Þingvallavatn, til að mynda frá eigendum frístundahúsa. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Hafna kröfu um ógildingu vegna Nýja-Skerjafjarðar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) hefur hafnað kröfu hóps eigenda og íbúa tólf eigna við Einarsnes og Gnitanes í Skerjafirði um að ákvörðun borgarstjórnar um nýtt deiliskipulag fyrir Nýja-Skerjafjörð verði felld úr gildi. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Hafnarfjarðarliðin hnífjöfn á toppi deildarinnar

FH og Haukar unnu bæði góða sigra í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í gærkvöldi. FH vann öruggan útisigur á botnliði HK á meðan Haukar sóttu frækinn útisigur í Garðabæinn gegn Stjörnunni. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 223 orð | 2 myndir

Hefur staðið vaktina alla daga í 28 ár

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég hef staðið vaktina hér í 28 ár, nánast upp á hvern einasta dag. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 295 orð | 2 myndir

Hjón sóttu um sama embættið í Skálholti

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nöfn umsækjenda um störf sóknarpresta í Víkurprestakalli í Mýrdal og Skálholtsprestakalli voru birt á vef þjóðkirkjunnar um miðja síðustu viku. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Aðdráttarafl Lóndrangar á Snæfellsnesi eru konfekt í augum ljósmyndara, að sumri sem vetri, þó að þeir séu um leið dálítið ógnvænlegir hraundrangar út við... Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 575 orð | 3 myndir

Laxamykja nýtist vel við landgræðslu

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verið er að gera tilraunir með notkun á skít frá fiskeldisstöðvum, svokallaða laxa- eða fiskimykju, til áburðar við landgræðslu og ræktun. Meira
8. febrúar 2022 | Erlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Lögreglan notaði óleyfilegan búnað

Mikið uppnám er í Ísrael eftir að upp komst að lögreglan þar í landi hefur notað hugbúnað, sem smyglað er í farsíma, til að njósna um fjölda fólks án heimildar dómara. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 1220 orð | 2 myndir

Mikil læti voru í óveðurshvellinum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rauð veðurviðvörun setti mark sitt á gærdaginn og viðbragðsaðilar voru hvarvetna tilbúnir að takast á við hvellinn. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Myglusveppur í húsi ráðuneyta í Skógarhlíð

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Komið er í ljós að mygla er í húsnæðinu í Skógarhlíð 6 þar sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið eru til húsa. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Nemendur á Vopnafirði krýndir Lego-meistarar

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Liðið Dodici frá Vopnafjarðarskóla bar sigur úr býtum í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni First Lego League sem fram fór um helgina í streymi. First Lego League er alþjóðleg Lego-keppni sem nær til yfir... Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Ostar í brauðhjúp eru ostar

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Ostur glatar ekki eiginleikum sínum þrátt fyrir brauðmylsnuhjúp og er mönnum því skylt að skilgreina hann sem ost þrátt fyrir útlitsbreytinguna. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Óánægja með ólíkt mat á virði húsa

Mikil óánægja hefur verið með ólíkt mat á virði húsa á Seyðisfirði í kjölfar aurskriðunnar þar í desember 2020. Meira
8. febrúar 2022 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Pelikönum fækkar verulega

Einhver tígulegasti farfugl í Albaníu er hinn suðræni pelikani. Hafa Albanar verið stoltir af árlegum heimsóknum fuglanna. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

RÚV eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins í gær að hún myndi beita sér fyrir því á þessu kjörtímabili að RÚV yrði ekki á auglýsingamarkaði. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 114 orð | 2 myndir

Sextán frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Sextán bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Opið prófkjör verður haldið 12. mars næstkomandi og verður kosið verður um sex efstu sætin. Sem kunnugt er tilkynnti Ármann Kr. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Staðfestir framboð fyrir Framsókn

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, sækist eftir 1.-2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gær. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 487 orð | 1 mynd

Styttist í loðnuveiðar með nót

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Hér er suðaustan vitlaust veður, 20-25 metrar,“ sagði Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA, upp úr hádegi í gær. Þeir voru þá 72 mílur austur af Langanesi og fimm önnur íslensk skip, eitt grænlenskt og eitt færeyskt skip voru á svipuðum slóðum. Guðmundur sagði að þeir myndu halda sjó eitthvað fram eftir degi, en vonandi yrði komið vinnuveður undir kvöld með suðvestanáttinni. Vel færi um mannskapinn um borð í stóru og öflugu skipinu. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 548 orð | 1 mynd

Sæll stuðningsmaður

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Enski boltinn er byrjaður að rúlla á ný eftir stutt hlé. Smári Geirsson, fyrrverandi kennari og skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað, er áhangandi enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace, sem sækir Norwich heim annað kvöld, og vonar það besta. „Ég hef verið grjótharður stuðningsmaður Palace frá 1969,“ leggur hann áherslu á. „Ég er alltaf ánægður með mína menn og þótt úrslitin hafi oft verið ósanngjörn erum við Palace-menn ávallt glaðir og hamingjusamir.“ Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 343 orð | 2 myndir

Telur afsakanir borgarinnar fyrirslátt

Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Undirbúningur á rannsókn á ómannúðlegum starfsháttum vöggustofa hefur verið í kyrrstöðu frá því í október á síðasta ári og hafa vilyrði borgarstjóra ekki gengið eftir. Árni H. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 724 orð | 1 mynd

Tjónið gæti hlaupið á milljörðum

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ljóst er að beint og óbeint tjón sem atvinnufyrirtæki á Seyðisfirði hafa orðið fyrir í kjölfar skriðufallanna í desember árið 2020 hleypur á hundruðum milljóna króna, líklega milljörðum, og hefur aðeins lítill hluti þess fengist bættur. Þetta kemur fram í umsögn verkefnisstjórnar Seyðisfjarðarverkefnisins um þingsályktunartillögu sem Líneik Anna Sævarsdóttir og 17 aðrir þingmenn hafa lagt fram á Alþingi þar sem lagt er til að gerð verði úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

UNICEF fær stuðning til að hraða dreifingu bóluefna

Utanríkisráðuneytið mun verja 250 milljónum króna til að styðja við starfsemi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) til að hraða dreifingu og aðgengi að bóluefnum gegn Covid-19 í þróunarríkjum. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Úff hvað allt er dýrt hérna kynnt á Leikhúskaffi Borgarbókasafnsins

Leikhúsunnendum gefst tækifæri til að skyggnast örlítið á bak við tjöldin á Leikhúskaffi sem Borgarbókasafnið í Kringlunni hefur boðið upp á í samstarfi við Borgarleikhúsið á síðustu misserum. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Verðbólguskriða í Þýskalandi

Heildsöluverðbólga í Þýskalandi hefur, samkvæmt mælingum þýsku hagstofunnar, ekki mælst jafn há í hálfa öld. Heildsöluverðbólga er mælikvarði á verðbreytingar á heildsölustigi og mælir því verðbreytingar áður en þær ná upp í gegnum smásölustigið. Meira
8. febrúar 2022 | Erlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Vill draga úr spennunni

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í gær að hann vonaðist til þess að hægt væri að draga úr spennunni vegna Úkraínumálsins, en Macron fór í gær til Moskvu til að ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Öldur og brim í óveðurshvelli

Mikill öldugangur og brim var við Vestmannaeyjar í gær þegar mikið óveður gekk yfir landið, en spáð hafði verið allt að tíu metra ölduhæð í gær og í dag. Meira
8. febrúar 2022 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Örn Viðar sækist eftir 3.-4. sæti

Örn Viðar Skúlason býður sig fram í 3. til 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Örn Viðar hefur verið formaður Sjálfstæðisfélags Seltirninga sl. tvö ár. Meira

Ritstjórnargreinar

8. febrúar 2022 | Staksteinar | 212 orð | 2 myndir

Ábyrgð Dags

Björn Bjarnason skrifar á vef sinn að tveimur samsæriskenningum sé haldið fram af vinstri mönnum í Reykjavík. Önnur snúi að Sundabraut: „Á 20 ára ferli Dags B. Eggertssonar í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekkert miðað varðandi lagningu Sundabrautar þótt áform um hana bæri hátt fyrir kosningarnar 2002. Dagur B. hannaði þá kenningu sér til afsökunar í bók sinni Nýja Reykjavík að í stað þess að gagnrýna sig væri nærtækara að líta til gjaldþrots seðlabankans og „hvarfs“ símapeninganna! Meira
8. febrúar 2022 | Leiðarar | 683 orð

Margt að þakka þótt ekki fari allt vel

Íslendingar eru betur undirbúnir en nokkru sinni undir athafnir og afl náttúru, en samt kemur margt enn á óvart Meira

Menning

8. febrúar 2022 | Hönnun | 49 orð | 1 mynd

Ein fallegasta safnbygging jarðar

Museum of the Future, Safn framtíðarinnar, nefnist þessi stórkostlega bygging sem finna má í Dúbaí og verður opnuð almenningi 22. febrúar. Meira
8. febrúar 2022 | Fjölmiðlar | 113 orð | 1 mynd

Ek fordæmir ummæli Rogans

Hinn umdeildi hlaðvarpsþáttastjórnandi Joe Rogan hefur beðist afsökunar á skaðlegum og röngum fullyrðingum viðmælenda sinna um Covid-19 en nú sætir hann harðri gagnrýni fyrir að nota n-orðið yfir þeldökkt fólk. Meira
8. febrúar 2022 | Leiklist | 1025 orð | 2 myndir

Ekkert er til einskis

Eftir Peter Asmussen. Íslensk þýðing: Auður Jónsdóttir. Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson. Meira
8. febrúar 2022 | Fjölmiðlar | 219 orð | 1 mynd

Gósentíð í íslenskri sjónvarpsþáttagerð

Óvenjulegt ástand hefur verið síðustu vikur, frá jólum um það bil, í sjónvarpstækjum landsmanna. Fjórar leiknar þáttaraðir sem allar virðast hafa slegið í gegn. Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður, ekki svo margar góðar á sama tíma. Meira
8. febrúar 2022 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd

Hinn dáði næturgali Bollywood látinn

Hin goðsagnakennda indverska söngkona, sú dáðasta í heimi Bollywood-kvikmynda, Lata Mangeshkar, er látin, 92 ára að aldri. Hún lést úr Covid-19-sjúkdómnum. Meira
8. febrúar 2022 | Tónlist | 155 orð | 1 mynd

Sálarsöngvarinn Syl Johnson látinn, 85 ára að aldri

Bandaríski sálarsöngvarinn Syl Johnson er látinn, 85 ára að aldri. Kvikmyndagerðarmaðurinn Rob Hatch-Miller greindi frá andláti Johnsons en hann gerði heimildarmynd um hann, Syl Johnson: Any Way the Wind Blows , sem frumsýnd var árið 2015. Meira
8. febrúar 2022 | Tónlist | 719 orð | 1 mynd

Tekst á við draumaverkefnin

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og píanóleikarinn Árni Heimir Ingólfsson hyggjast stytta bið tónlistarunnenda eftir sumrinu með tónleikum í Tíbrár-röðinni í Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðjudag, sem hefjast kl. 19.30. Efnisskrána segja þau vera „innblásna af sumri og ást“. Fyrir miðju verður þekktur sönglagaflokkur eftir Alban Berg frá fyrstu árum 20. aldar sem einkennist „af fjölbreyttri tjáningu og ljóðrænni dýpt“. Einnig flytja þau lög eftir Richard Strauss og „létt, skemmtileg og fögur“ lög úr Broadway-söngleikjum eftir Gershwin og Weill í glæsilegum og sjaldheyrðum útsetningum. Meira

Umræðan

8. febrúar 2022 | Aðsent efni | 817 orð | 1 mynd

Borgar(sig ekki)línan

Eftir Jónas Elíasson: "Þorsteinn Pálsson er fyrrverandi formaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hann nýtur almenns trausts fyrir greinar í blöðum og heiðarlega framgöngu." Meira
8. febrúar 2022 | Aðsent efni | 407 orð | 1 mynd

Farvegur kærleika og réttlætis, friðar og sátta

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Kærleikans Guð gefi okkur af náð sinni að fá að vera farvegir kærleika hans og réttlætis, fyrirgefningar, friðar og sátta." Meira
8. febrúar 2022 | Aðsent efni | 836 orð | 1 mynd

Mannkyn í tvísýnni glímu við eigin umhverfisáhrif

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Hugmyndin um manninn sem herra jarðarinnar, æðri öðrum lífverum, hefur reynst svikult veganesti." Meira
8. febrúar 2022 | Pistlar | 399 orð | 1 mynd

Tafatjón vegna dráttar á Sundabraut

Nýlega staðfestist það sem öllum mátti vera ljóst, nema mögulega samgönguráðherra og borgarstjóra, að Sundabraut væri í sérflokki hvað arðsemi varðar. Skýrsla verkfræðistofunnar Mannvits og hinnar dönsku COVI, sem birt var 17. Meira
8. febrúar 2022 | Aðsent efni | 672 orð | 1 mynd

Um kórónur og kóngamerki

Eftir Þór Magnússon: "Færi svo að ákveðið yrði að fjarlægja kórónu konungs Íslands af Alþingishúsinu yrði það vart gert nema með nýjum lögum frá Alþingi." Meira
8. febrúar 2022 | Velvakandi | 158 orð | 1 mynd

Viðskiptavæðing á undanhaldi

Í nýkapítalismanum er fagnaðarboðskapurinn sá að varan skuli framleidd þar sem aðstæður henta best og síðan flutt frjáls á milli landa og heimsálfa og allir hagnist. Þetta byrjaði nokkuð vel og Kína t.d. Meira

Minningargreinar

8. febrúar 2022 | Minningargreinar | 2949 orð | 1 mynd

Ebba Júlíana Lárusdóttir

Ebba Júlíana Lárusdóttir var fædd í Stykkishólmi 7. mars 1934. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. febrúar 2022. Foreldrar Ebbu voru hjónin Ásta Þorbjörg Pálsdóttir úr Höskuldsey, f. 1900, d, 1987, og Lárus Elíasson úr Helgafellssveit, f. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2022 | Minningargreinar | 759 orð | 1 mynd

Gerða Ásrún Jónsdóttir

Gerða Ásrún Jónsdóttir fæddist 8. desember 1936 í Hróarskeldu í Danmörku. Hún lést á Droplaugarstöðum 27. janúar 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Stefánsson ritstjóri og kaupmaður á Akureyri, f. 17. janúar 1881, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2022 | Minningargreinar | 25 orð

Grein birt fyrir mistök

Með minningargreinum um Sigríði Nikulásdóttur í Morgunblaðinu í gær var fyrir mistök sett inn grein um annan einstakling. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi velvirðingar á... Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2022 | Minningargreinar | 1668 orð | 1 mynd

Guðrún Einarsdóttir Thorlacius

Guðrún Einarsdóttir Thorlacius var fædd 7. júlí 1925 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 20. janúar 2022. Foreldrar hennar voru Einar Tómasson, kolakaupmaður í Reykjavík, f. 18. febrúar 1893, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2022 | Minningargreinar | 1805 orð | 1 mynd

Hjördís Björnsdóttir

Hjördís Björnsdóttir fæddist 3. febrúar 1978 í Reykjavík. Hún lést 28. janúar á heimili sínu, Vallholti 19, Ólafsvík. Foreldrar hennar eru þau Hulda Erla Ólafsdóttir, f. 9.12. 1941, d. 18.3. 1997, og Björn Sigurðsson, f. 6.4. 1954, búsettur í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2022 | Minningargreinar | 807 orð | 1 mynd

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir fæddist í Króki, Ásahreppi, Rangárvallasýslu, 20. nóvember 1923. Hún lést 22. janúar 2022. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson, f. 21.12. 1888, d. 2.5. 1989 og Guðrún Gísladóttir, f. 13.12. 1889, d. 6.9. 1935. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2022 | Minningargreinar | 2560 orð | 1 mynd

Ólöf Magna Guðmundsdóttir

Ólöf Magna Guðmundsdóttir fæddist 31. janúar 1951 í Reykjavík en fluttist seinna sama ár til Egilsstaða og ólst þar upp. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 30. janúar 2022. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2022 | Minningargreinar | 1155 orð | 1 mynd

Rafn Hjartarson

Rafn Hjartarson fæddist á Hellissandi 27. júlí 1935. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 28. janúar 2022. Foreldrar hans voru Jóhanna Vigfúsdóttir, f. 11. júní 1911, d. 29. apríl 1994, og Hjörtur Jónsson, f. 28. október 1902, d. 10. ágúst 1963. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2022 | Minningargreinar | 557 orð | 1 mynd

Stefanía Þorvaldsdóttir

Stefanía Þorvaldsdóttir fæddist 24. janúar 1956. Hún lést 20. janúar 2022. Jarðsungið var 7. febrúar 2022. Meira  Kaupa minningabók
8. febrúar 2022 | Minningargreinar | 1942 orð | 1 mynd

Stefán Ágústsson

Stefán Ágústsson fæddist 4. apríl 1939 í Strýtu í Flatey á Breiðafirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 31. janúar 2022. Foreldrar Stefáns voru hjónin Ágúst Pétursson skipstjóri, f. 2.8. 1906, d. 10.8. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. febrúar 2022 | Viðskiptafréttir | 199 orð | 1 mynd

603 sumarhús og lóðir seld í fyrra

Metfjöldi kaupsamninga á sumarhúsum og lóðum var undirritaður í fyrra. Þetta bendir hagfræðideild Landsbankans á og vísar í gögn frá Þjóðskrá. Samningarnir voru 603 talsins í fyrra og tvöfaldaðist fjöldi þeirra á tveimur árum. Meira
8. febrúar 2022 | Viðskiptafréttir | 504 orð | 5 myndir

Hærri en í olíukreppunni

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heildsöluverðbólga í Þýskalandi mældist 16,1% í desember, borið saman við 16,6% í nóvember, og hefur ekki mælst jafn há hjá þýsku hagstofunni síðan í janúar 1969. Hún er nú hærri en í fyrri olíukreppunni 1973. Meira
8. febrúar 2022 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Icelandair segir upp línu með ríkisábyrgð

Icelandair tilkynnti í gær að félagið hefði sagt upp aðgengi sínu að lánalínu sem fyrirtækið kom upp í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu sína í september 2020. Meira
8. febrúar 2022 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Leggja til óbreytta stjórn Icelandair

Í tilkynningu sem flugfélagið Icelandair Group sendi frá sér í gær koma fram nöfn þeirra stjórnarmanna sem tilnefningarnefnd fyrirtækisins leggur til að verði kosnir í stjórn félagsins á komandi aðalfundi þann þriðja mars næstkomandi. Meira

Fastir þættir

8. febrúar 2022 | Fastir þættir | 164 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. g4 h6 7. Be3 Rf6...

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. g4 h6 7. Be3 Rf6 8. f3 a6 9. Dd2 Re5 10. f4 Rc4 11. Bxc4 Dxc4 12. e5 Rxg4 13. Hg1 Rxe3 14. Dxe3 b5 15. 0-0-0 Bb7 16. Kb1 0-0-0 17. Re4 Kb8 18. Hd3 Hc8 19. Hgd1 Be7 20. Hc3 Da4 21. Hcd3 Bxe4 22. Meira
8. febrúar 2022 | Í dag | 99 orð | 1 mynd

6 til 10 Ísland vaknar Kristín Sif, Jón Axel og Ásgeir Páll vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Kristín Sif, Jón Axel og Ásgeir Páll vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 10 til 14 Þór Bæring Skemmtileg tónlist og létt spjall yfir daginn með Þór. Meira
8. febrúar 2022 | Í dag | 103 orð | 1 mynd

Akureyrskar systur höfðu heppnina með sér

Siggi Gunnars og Friðrik Ómar gáfu heppnum hlustanda ferð til Prag í beinni á föstudag en um er að ræða svokallaða flugdaga K100 sem eru nú í gangi alla föstudaga í febrúar. Meira
8. febrúar 2022 | Í dag | 51 orð | 3 myndir

Fjallið sagði Tolla að hann færi ekki lengra

Ferðasaga Tolla Morthens og Arnars Haukssonar er mögnuð. Þeir tókust á við eitt hæsta fjall heims, Aconcagua í Andesfjallgarðinum. Nafn fjallsins útleggst sem Hin mikla móðir. Meira
8. febrúar 2022 | Fastir þættir | 142 orð

Gott eyra. V-Enginn Norður &spade;D76 &heart;ÁK1095 ⋄--...

Gott eyra. V-Enginn Norður &spade;D76 &heart;ÁK1095 ⋄-- &klubs;ÁKG87 Vestur Austur &spade;Á82 &spade;K4 &heart;G42 &heart;763 ⋄ÁKG74 ⋄D109532 &klubs;54 &klubs;32 Suður &spade;G10953 &heart;D8 ⋄86 &klubs;D1096 Suður spilar 4&heart;. Meira
8. febrúar 2022 | Í dag | 333 orð

Hálka og poki af sandi

Skírnir Garðarsson sendi Vísnahorni fyrr á dögum vísu eftir Sigríði Beinteinsdóttur og viðbótarupplýsingar nú á laugardag: „Frumútgáfa vísunnar samkvæmt Grétari Jónssyni bónda á Hávarsstöðum (syni Sigríðar Beinteinsdóttur) er þannig: Valda mörgum... Meira
8. febrúar 2022 | Árnað heilla | 1090 orð | 4 myndir

Kynnst óteljandi hetjum í starfi

Ingibjörg Sigrún Guðmundsdóttir fæddist 8. febrúar 1942 á Ísafirði og bjó þar til 17 ára aldurs. Hún gekk í Barna- og gagnfræðaskóla Ísafjarðar og tók landspróf. „Það var gott að búa á Ísafirði. Félagslíf var mikið, gaman í skátunum og á skíðum. Meira
8. febrúar 2022 | Árnað heilla | 148 orð | 1 mynd

Magnús Davíð Norðdahl

40 ára Magnús ólst upp í Austurbæ Kópavogs, en býr í Fossvoginum í Reykjavík. Hann er heimspekingur að mennt frá Háskóla Íslands og lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Magnús er sjálfstætt starfandi lögmaður . Meira
8. febrúar 2022 | Í dag | 67 orð

Málið

Alltaf grunar mann eitthvað. Þá ríður á að þekkja muninn á leikur og liggur . Ef grunur leikur á e-u þýðir það að menn grunar eitthvað : Grunur leikur á því að ekki segi allir grunaðir satt. Meira

Íþróttir

8. febrúar 2022 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Dagný tilnefnd í ensku deildinni

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona og leikmaður West Ham, hefur verið tilnefnd í kosningu Samtaka atvinnuknattspyrnufólks á leikmanni janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Ekki hægt að halda leik áfram

Flauta þurfti leik Vals og Þróttar í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu af í hálfleik vegna afleitra aðstæðna á Hlíðarenda í gær. Um var að ræða uppgjör toppliðanna tveggja í mótinu þar sem efsta sætið í mótinu var undir. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 385 orð | 2 myndir

FH og Haukar jöfn á toppnum

Handboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH héldu áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeild karla, Olísdeildinni, í gærkvöldi. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 27 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram – Grótta 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – Haukar 19.15 ÍSHOKKÍ Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Laugardalur: SR – Fjölnir 19. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Hólmfríður féll en gullið fór til Svía

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náði ekki að ljúka keppni í sinni fyrstu grein af þremur á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gærmorgun en þá keppti hún í stórsvigi kvenna. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 176 orð | 2 myndir

* Jón Dagur Þorsteinsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, fór á kostum í...

* Jón Dagur Þorsteinsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, fór á kostum í gær þegar þrír Íslendingar komu við sögu í æfingaleik á Spáni. Danska úrvalsdeildarliðið AGF burstaði þá sænska úrvalsdeildarliðið Elfsborg 6:1. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Karlalið Kanada í knattspyrnu er nú hársbreidd frá því að komast á HM...

Karlalið Kanada í knattspyrnu er nú hársbreidd frá því að komast á HM 2022 sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Kanada komst síðast á HM 1986 í Mexíkó. Síðan þá hefur liðið ekki átt miklu láni að fagna. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Mané bestur á Afríkumótinu

Sóknarmaðurinn Sadio Mané frá Senegal var útnefndur besti leikmaður Afríkumóts karla í knattspyrnu í fyrrakvöld, eftir að hann tryggði Senegal sinn fyrsta sigur á mótinu eftir úrslitaleik gegn Egyptalandi í Yaoundé í Kamerún. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

Olísdeild karla FH – HK 33:24 Stjarnan – Haukar 29:33...

Olísdeild karla FH – HK 33:24 Stjarnan – Haukar 29:33 Staðan: FH 141022398:35022 Haukar 141022421:38222 Valur 13922375:32820 Stjarnan 14824416:40218 ÍBV 13814387:38617 Selfoss 13715342:33515 Afturelding 13445371:36512 KA 13607367:37512 Fram... Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 94 orð | 1 mynd

Reykjavíkurmót kvenna Valur – Þróttur R. (0:2) *Leikur Vals og...

Reykjavíkurmót kvenna Valur – Þróttur R. (0:2) *Leikur Vals og Þróttar var flautaður af í hálfleik vegna slæmra veðurskilyrða. Þá var staðan 2:0 fyrir Þrótt. *Valur 12, Þróttur R. 10, Víkingur R. 10, Fjölnir 9, KR 3, Fylkir 0, Fram 0. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Salah ann sér ekki hvíldar

Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah sneri aftur til Englands í gær og hyggst hefja æfingar að nýju með Liverpool í dag þó hann hafi einungis lokið þátttöku sinni með Egyptalandi á Afríkumótinu í knattspyrnu á sunnudag. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 376 orð | 2 myndir

Sé hringina og þá gerist eitthvað magnað

ÓL 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ireen Wüst frá Hollandi skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í gær þegar hún sigraði í 1.500 metra skautahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Subway-deild karla Breiðablik – Tindastóll 107:98 Þór Ak. &ndash...

Subway-deild karla Breiðablik – Tindastóll 107:98 Þór Ak. – Vestri frestað Valur – KR 81:78 Staðan: Þór Þ. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

Sævar býður sig fram gegn Vöndu

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA á Akureyri, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í kjöri formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem haldið verður 26. febrúar. Meira
8. febrúar 2022 | Íþróttir | 301 orð | 1 mynd

Valur marði KR í Reykjavíkurslag

Körfuboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Valur hafði með naumindum betur gegn KR í Reykjavíkurslag á Hlíðarenda og Breiðablik vann sterkan sigur á Tindastóli í Kópavogi í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í gærkvöld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.