Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Hér er suðaustan vitlaust veður, 20-25 metrar,“ sagði Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA, upp úr hádegi í gær. Þeir voru þá 72 mílur austur af Langanesi og fimm önnur íslensk skip, eitt grænlenskt og eitt færeyskt skip voru á svipuðum slóðum. Guðmundur sagði að þeir myndu halda sjó eitthvað fram eftir degi, en vonandi yrði komið vinnuveður undir kvöld með suðvestanáttinni. Vel færi um mannskapinn um borð í stóru og öflugu skipinu.
Meira