Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sólon er þekktur samkomustaður sem stendur alltaf fyrir sínu. Hér sest fólk niður, fær sér að borða og aðrir líta hér inn í dagsins önn til að ræða daginn og veginn. Svo þegar kvölda tekur breytist andrúmsloftið í takt við það – meira fjör og stemning,“ segir Þórir Jóhannsson fjárfestir. Nýlega gengu í gegn kaup hans á veitingastaðnum Sólon Bistro sem er á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis í Reykjavík. Síðustu 30 árin hefur verið ýmiss konar veitingarekstur í húsinu; kaffihús, samkomustaður, listagallerí og skemmtistaður. Síðustu árin hefur í húsinu verið veitingastaðurinn Sólon Bistro og næturklúbburinn Club Sólon.
Meira