Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jóhann B. Steinsson sölustjóri á áratuga atvinnuferil í afurðasölu að baki hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og reynslan kemur sér vel í því sem hann er önnum kafinn við rúmlega áttræður. Um aldamótin stofnaði hann þjónustufyrirtækið JBS Export og hefur síðan starfað fyrir mörg sláturhús, unnið við markaðssetningu og séð um skjalagerð fyrir þau vegna útflutnings á afurðum. Þar á meðal vegna útflutnings á sláturúrgangi, sem hefur aukist til muna á nýliðnum árum. „Mikilvægt er að fólk, sem hefur heilsu og vilja, fái tækifæri til að vinna lengur en hefðbundin vinnulok segja til um,“ segir hann.
Meira