Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, finnur að fréttaflutningi af rannsókn lögreglu tengdum fréttum af svonefndum „skæruliðahópi Samherja“, þar sem áherslan hafi öll verið út frá hags-munum hinna grunuðu...
Meira
Viðtal Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Slúður og áhrif þess urðu óvænt rauður þráður í doktorsrannsókn Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur, sem hefur vakið töluverða athygli.
Meira
Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Birna er menntaður leikari og hefur gegnt margvíslegum stjórnunar- og trúnaðarstörfum í menningargeiranum. Hún situr m.a.
Meira
Á aukaaðalfundi Bílgreinasambandsins (BGS) sl. þriðjudag var samþykkt tillaga stjórnar um að sameinast Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ). Þessir aðilar undirrituðu viljayfirlýsingu fyrir rúmu ári um aukið samstarf.
Meira
Breskir fjölmiðlar kröfðust þess í gær að Andrés Bretaprins léti sig hverfa alfarið úr sviðsljósinu og segði sig frá öllum titlum og nafnbótum eftir að nánari upplýsingar bárust um samkomulag hans við Virginiu Giuffre í fyrradag í skaðabótamáli, sem hún...
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kaka ársins 2022, sem svo er kölluð, kemur í sölu í dag, samkvæmt venju rétt fyrir konudaginn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir iðnaðarráðherra tók í gær á móti fyrstu kökunni, sem valin var eftir keppni meðal bakara.
Meira
Atli Stefán Yngvason viðskiptafræðingur býður sig fram í 1.-3. sæti á framboðslista Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en prófkjör Pírata í Reykjavík fer fram 22.-26. febrúar.
Meira
Hugi Halldórsson er nýfarinn í loftið með glænýja hlaðvarpsþætti ásamt Simma Vill með kunnuglegu nafni. Þeir eru þó ekkert í líkingu við þættina sálugu og tróna nú í fyrstu sætum íslenska hlaðvarpsvinsældalistans. K100 fékk Huga til að gefa álit á sínum uppáhaldshlaðvörpum sem hann mælir með hér.
Meira
„Erkitýpur og vængjaðar verur“ er yfirskrift sýningar á verkum eftir Messíönu Tómasdóttur sem verður opnuð í sýningarsal Seltjarnarness, Gallerí Gróttu, í dag, fimmtudag, kl. 17.
Meira
Björn Páll Pálsson hefur ferðast víða um heiminn. Hann hefur verið á ferðalagi um framandi lönd í yfir 12 ár en nú ferðast hann með hóp í Máritaníu og um Sahara-eyðimörkina.
Meira
Ómar Garðarsson Vestamannaeyjum Skemmdir á golfvellinum í Vestmannaeyjum eftir ofviðrið og hafrótið þann 8. febrúar eru að koma í ljós eftir að snjó fór að taka upp.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Umhverfis- og loftslagsmál og græn verkefni eru áskorun fyrir samfélagið allt sem um leið fela í sér mikil tækifæri.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef áætlanir Landsvirkjunar ganga eftir og nauðsynleg leyfi fást í tíma verður unnt að hefja undirbúningsframkvæmdir við Hvammsvirkjun í neðrihluta Þjórsár undir lok þessa árs og auglýsa útboð á byggingarframkvæmdum.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Staðan er hægt og bítandi að verða viðráðanlegri,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er að mínu mati neikvætt skref,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, um fyrirhugaða lokun pósthúsa á Hellu og Hvolsvelli 1. maí í vor.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Loðnuskipin sem voru að veiðum í gær voru flest vestan við Eyjar. Góður gangur hefur verið í vertíðinni síðustu daga, en loðnan gengur hratt vestur með suðurströndinni.
Meira
Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ekki eru allir á eitt sáttir við þá tillögu í frumvarpi Óla Björns Kárasonar alþingismanns og fimm meðflutningsmanna að taka Ríkisútvarpið út af samkeppnismarkaði auglýsinga í tveimur skrefum á næstu tveimur árum.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hugsanlegt er að hægt verði að auglýsa útboð á framkvæmdum við Hvammsvirkjun í Þjórsá og hefja undirbúningsframkvæmdir á virkjunarstað fyrir lok ársins.
Meira
Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nýtt bakarí og kaffihús hefur verið opnað að Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur, í sama rými og veitingastaðurinn Héðinn Kitchen & Bar. Innangengt er á milli staðanna.
Meira
Evrópudómstóllinn hafnaði í gær kröfum Pólverja og Ungverja um að fella úr gildi reglur, sem Evrópusambandið tók upp árið 2020, sem heimila því að skerða greiðslur úr sameiginlegum sjóðum sínum til ríkja, sem ekki uppfylla ákveðin skilyrði um...
Meira
Fréttaskýring Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Mér kemur á óvart hve fast þeir sóttu að fá Treholt framseldan í kjölfar dómsins. Það sýnir hve þýðingarmikill hann var.
Meira
Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Slökkviliðið á Akureyri hefur fengið nýjan björgunarstigabíl sem leysir af hólmi eldri körfubíl sem er frá árinu 1989.
Meira
Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Auk uppbyggingar Algalífs frá 2012 hefur hann starfað í lyfja- og líftæknigeiranum víða um heim, m.a.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þuríður Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Stephensen og Greta Håkansson eru önnum kafnar ekkjur um nírætt, hittast í kaffi oft í viku og hafa verið vinkonur frá barnsaldri. Þuríður og Ingibjörg hafa alltaf flutt á svipuðum tíma og átt heima við sömu götur frá því þær voru sex ára og Greta hefur búið nálægt þeim lengst af. Þær voru bekkjarsystur í Kvennaskólanum í Reykjavík og eiga heima í göngufæri hver við aðra í Garðabæ. „Við komum reglulega við í bakaríinu,“ segir Greta. „Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur,“ botnar Þuríður eða Didda, eins og hún er kölluð.
Meira
Á sunnudaginn eru 140 ár liðin frá því Kaupfélag Þingeyinga var stofnað, það fyrsta innan samvinnuhreyfingarinnar. Kaupfélögin hafa af því tilefni gefið út blað sem fylgir Morgunblaðinu í dag.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Forystumenn vesturveldanna sögðu í gær að enn væru engin merki um að Rússar væru í raun að draga hersveitir sínar frá landamærunum að Úkraínu, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra þar um í gær og í fyrradag. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði í gærmorgun að enn fleiri hersveitir væru nú á leiðinni frá Krímskaga eftir að hafa lokið heræfingum sínum.
Meira
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, segist vera ánægð og þakklát fyrir það traust sem henni og félögum hennar á Baráttulistanum hefur verið sýnt til að leiða félagið og að berjast fyrir hönd verka- og láglaunafólks.
Meira
Töluverðu hefur kyngt niður af snjó síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu og nutu kátir krakkar þess að leika sér í snjónum fyrir framan Hörpuna í dag.
Meira
Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) kom nýverið saman til fundar þar sem samþykkt var að skora á stjórnvöld að standa við þau fyrirheit að efla heilsugæsluna.
Meira
Allur plastúrgangur, sem nú er á starfssvæði Påryd Bildemontering KB í Svíþjóð, er blanda plasts frá Íslandi og Svíþjóð og að mjög litlu leyti frá Íslandi, líklega einungis um 1,5% af um það bil 2.700 tonnum á svæðinu í heild.
Meira
Jennifer Berg er lesendum Matarvefjar mbl að góðu kunn enda höfum við deilt uppskriftum frá henni í gegnum tíðina. Þá ekki síst þegar hún bloggar á íslensku en sænska síðan hennar nýtur mikilla vinsælda í heimalandinu en þangað fluttist hún á ný eftir að hafa búið hér á landi.
Meira
Ambrose Evans-Pritchard leiðir alþjóðleg viðskiptaskrif í The Daily Telegraph og hefur í gegnum tíðina reynst gleggri en margur um stöðu og horfur. Í nýjasta pistli sínum er hann með hugann við Rússland og efnahagslega stöðu þess gagnvart umheiminum.
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningar hefjast í Sambíóunum á morgun, föstudag, á Harmi , nýrri íslenskri kvikmynd, eftir tvo unga og óþekkta kvikmyndagerðarmenn, Anton Karl Kristensen og Ásgeir Sigurðsson sem leikstýrðu myndinni í sameiningu.
Meira
Sönglög Þórunnar Guðmundsdóttur verða flutt á fernum tónleikum á jafn mörgum dögum á Austur- og Norðurlandi næstu daga undir yfirskriftinni „Eyrnakonfekt“.
Meira
„„Replasera kvenfólkið með litlum sætum strákum“: Megas, hinseginleiki og friðhelgi listamannsins“ nefnist fyrirlestur Þorsteins Vlhjálmssonar sem hann flytur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.
Meira
Ingibjörg Elsa Turchi, bassaleikari og tónskáld, heldur tónleika í Mengi í dag kl. 17 ásamt Magnúsi Trygvasyni Eliassen trommuleikara, Tuma Árnasyni saxófónleikara, Hróðmari Sigurðssyni gítarleikara og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni píanóleikara.
Meira
„Ertu búin að horfa á Euphoria? Hvað fannst þér um Pam & Tommy? Vá hvað síðasti þátturinn af Verbúðinni var góður, horfðirðu ekki á hann?“ Öll könnumst við við spurningar sem þessar. Þær dynja á okkur linnulaust.
Meira
Af bókmenntum Arnór Ingi Hjartarson aih@hi.is Sne mma morguns fyrir rétt rúmlega hundrað árum bíður Sylvia Beach á brautarpalli í París eftir lestinni frá Dijon.
Meira
Leikstjórn: Kenneth Branagh. Handrit: Michael Green. Aðalleikarar: Kenneth Branagh, Tom Bateman, Gal Gadot, Armie Hammer, Emma Mackey, Annette Bening, Russell Brand, Rose Leslie. Bandaríkin, 2022. 126 mín.
Meira
Eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Leikstjórn: Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Leikmynd, búningar og gervi: Þórunn María Jónsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: Borgar Ao. Lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson. Sviðshreyfingar: Vala Ómarsdóttir.
Meira
Sýning á nýjum verkum Hildigunnar Birgisdóttur, Friður eða Peace , verður opnuð í i8 galleríi í dag, fimmtudag, klukkan 17. Þetta er önnur einkasýning Hildigunnar í galleríinu og á henni eru innsetningar, þrykk og skúlptúrar eftir listakonuna.
Meira
Leikkonan Tanja Björk Ómarsdóttir er tilnefnd til kanadísku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, The Academy of Canadian Cinema & Television Awards, fyrir besta leik konu í aukahlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni Le Bruit des Moteurs , eða...
Meira
Eftir Áslaugu Huldu Jónsdóttur: "Hækkandi markaðsverð á fasteignamarkaði hefur bein áhrif á fasteignamat sem hefur íþyngjandi áhrif á fasteignaeigendur."
Meira
Eftir Mörtu Guðjónsdóttur: "Skortur á byggingarlóðum í Reykjavík og margfalt verð á þeim, miðað við fyrri tíð, eru helstu langtímaástæður fyrir núverandi hækkunum á fasteignamarkaðnum."
Meira
Eftir Valgerði Sigurðardóttur: "Nú getur þú fundið reiknivél inni á valgerdur.is þar sem þú sérð hvað af sköttunum þínum fer til Reykjavíkurborgar og hvað til ríkisins."
Meira
Eftir Kjartan Magnússon: "Samfylkingin og VG lögþvinguðu Reykjavík til að fjölga borgarfulltrúum og stækka þannig báknið, sem var of stórt fyrir."
Meira
Þingmenn Miðflokksins sátu ekki á gagnrýni sinni í garð nýs umhverfis- og orkumálaráðherra við upphaf þings á nýju ári, þegar í ljós kom að ráðherrann ætlaði ekki að leggja fram þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða eða svokallaða rammaáætlun...
Meira
Eftir Birnu Hafstein: "Grunnforsenda blómlegrar borgar, þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna, er heilbrigður fjárhagur og sýn til framtíðar."
Meira
Eftir Þorkel Sigurlaugsson: "Reykjavíkurborg þarf að rækta tengsl við atvinnulífið. Það er eitt af mínum stefnumálum að stöðva flótta fyrirtækja úr borginni og fá önnur heim."
Meira
Eftir Helga Áss Grétarsson: "Stefnumál mín eru þríþætt; að styrkja fjármálastjórn Reykjavíkurborgar, að útfærslu borgarlínu verði breytt og að velferðarkerfið verði eflt."
Meira
Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "Mér er nær að halda að Jónas hafi ekki lesið það sem þar stendur, því það fær varla staðist að hann vilji verja það framferði sem þar er lýst."
Meira
Gunnlaugur Valþór Sigurðsson fæddist á Ytra-Hrauni í Landbroti 26. febrúar 1939. Þar ólst hann upp með fjölskyldu sinni og bjó alla tíð. Gunnlaugur lést 8. janúar 2022. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson, f. 15.6. 1909, d. 14.10.
MeiraKaupa minningabók
Sverrir Theodór Þorláksson fæddist á Skálum á Langanesi 2. júní 1933. Hann lést á Landspítala Fossvogi 18. janúar 2022 eftir stutt veikindi. Foreldrar hans voru Þorlákur Árnason útgerðamaður, f. 20.5. 1890, d. 2.11.
MeiraKaupa minningabók
Valgerður Guðnadóttir var fædd 14.6. 1923 á Guðnastöðum (Skækli), Austur-Landeyjum. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi að morgni dags þann 21. janúar 2022. Móðir hennar var Jónína Guðmunda Jónsdóttir, f. 5.6. 1902, d. 16.6.
MeiraKaupa minningabók
Þorsteinn Gíslason matsveinn fæddist 19. nóvember 1932 á Þorfinnsstöðum í Önundarfirði. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 6. febrúar 2022. Foreldrar Þorsteins voru Guðrún Jónsdóttir, f. 24. mars 1900, d. 3. júlí 1985, og Gísli Þorsteinsson, f. 29.
MeiraKaupa minningabók
Dagmál Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það virðist vera að Drífa Snædal sé að einangrast og það mun hafa heilmikil áhrif á kjaraviðræður ef það rætist.
Meira
Nýjar tölur Þjóðskrár sýna að vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,7% milli desember og janúarmánaðar . Í desembermánuði hafði verðið hækkað um 1,8%.
Meira
Hlutabréf Origo hækkuðu um tæp 8% í viðskiptum í Kauphöll í gær og nam velta með bréf félagsins 364 milljónum króna. Bættist þessi hækkun við 3,85% hækkun frá deginum áður þar sem veltan nam 601 milljón króna.
Meira
Hagnaður fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins Sýnar á nýliðnu ári nam 2.100 milljónum króna. Fól það í sér talsverðan viðsúning frá fyrra ári þegar tap varð af rekstri þess upp á 405 milljónir króna.
Meira
Vetrarfrí í grunnskólum borgarinnar hefst í dag, 17. febrúar, og stendur til sunnudags, 20. febrúar. Frístundamiðstöðvar og menningarstofnanir borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og þar kennir ýmissa grasa.
Meira
Listamaðurinn Pétur Atli Antonsson Crivello hefur getið sér gott orð erlendis undanfarin ár og hefur meðal annars teiknað nýjar Star Wars-bækur fyrir Disney og kápur fyrir hina vinsælu bókaröð Artemis Fowl.
Meira
Kara Guðmundsdóttir er kokkur á daginn og boxari á kvöldin. Hún hefur mætt alls konar áskorunum í lífinu og mælir með því við alla að takast á við hlutina í staðinn fyrir að hlaupast undan þeim.
Meira
Gerðar Elsa Björk Stefánsdóttir fæddist 12. október 2021. Hún vó 4.050 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Silja Rún Kjartansdóttir og Stefán Geirsson...
Meira
Vinsæl nýjung hefur skotið uppi kollinum á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal en þar er nú komið hljóðver þar sem hægt er að taka upp hljóðblandaða tónlist eða taka upp hlaðvörp auk þess sem hægt er að vinna með þau, allt notendum að kostnaðarlausu svo...
Meira
Guðni Ágústsson sendi mér gott bréf: „Í minni æskusveit Hraungerðishreppi í Flóa voru margir snjallir hagyrðingar. Sendi þér ljóðabréf með nokkrum vísum. Kristinn Helgason í Halakoti var skemmtilegur maður og reið glæstum gæðingum.
Meira
„Ég hafði gleymt gleraugunum heima og varð að gangast við því að hafa keyrt utan í þrjá bíla á stæðinu.“ Varð sem sagt að viðurkenna það, játa það, meðganga það.
Meira
40 ára Silja ólst upp að stóru leyti í Leirár- og Melasveit en flutti um fermingu í V-Landeyjar og seinna á Hvolsvöll. Nú býr hún í Gerðum 2 í Flóa.
Meira
Hörður Ægisson, ritstjóri fréttavefjarins Innherja, telur að verðbólga muni ná 7% á þessu ári, bæði vegna þrýstings á fasteignamarkaði og innfluttrar verðbólgu.
Meira
Gríðarlega óvænt úrslit urðu í átta liða úrslitum íshokkíkeppni karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gær þegar Slóvakía sigraði Bandaríkin 3:2 eftir langa vítakeppni þar sem Peter Chehlarik skoraði sigurmarkið.
Meira
Handboltamaðurinn Aron Dagur Pálsson er genginn til liðs við Noregsmeistarana Elverum og kemur til þeirra frá sænska úrvalsdeildarliðinu Guif. Aron hefur samið við Elverum um að leika með liðinu út þetta keppnistímabil.
Meira
Coca Cola-bikar karla 16-liða úrslit: Stjarnan – KA 24:27 Valur – HK 31:29 Vængir Júpíters – Víkingur 19:31 Grótta – Haukar (19:22) ÍR – Selfoss (18:20) *Tveimur síðustu leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun.
Meira
Keflvíkingar halda í vonina um að komast í úrslitakeppnina í Subway-deild kvenna í körfuknattleik en liðið vann Breiðablik í Keflavík í gær 73:58.
Meira
Stefán Darri Þórsson, fyrirliði karlaliðs Fram, hefur samið að nýju við handknattleiksdeild Fram um að spila með liðinu til ársins 2025, eða næstu þrjú keppnistímabil að þessu loknu.
Meira
Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Lokaundirbúningur íslenska kvennalandsliðsins fyrir Evrópumótið í fótbolta hefst í kvöld þegar það mætir Nýja-Sjálandi í Carson í Kaliforníu.
Meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur í nótt fyrsta leik sinn á árinu 2022 þegar það mætir Nýja-Sjálandi í Carson í Kaliforníu. Þetta er fyrsti leikurinn af þremur á alþjóðlegu móti í Bandaríkjunum.
Meira
Skíðagöngumennirnir Isak Stianson Pedersen og Snorri Einarsson höfnuðu í 20. sæti af 25 liðum í liðakeppni í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gærmorgun.
Meira
KA gerði góða ferð í Garðabæ í gærkvöld og lagði þar Stjörnuna að velli, 27:25, í sextán liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik. Patrekur Stefánsson var markahæstur hjá KA með sex mörk þó hann fengi rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik.
Meira
Með heimsfaraldrinum hafa komið upp nýjar aðstæður á stórmótum í íþróttum. Nú getur komið upp sú staða að fólk fari í einangrun á hótelherbergi og beint út í harða keppni að henni lokinni.
Meira
Subway-deild kvenna Fjölnir – Grindavík 90:66 Keflavík – Breiðablik 73:58 Haukar – Valur (50:41) *Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld.
Meira
Sunnudaginn 20. febrúar eru 140 ár liðin frá því fyrsta kaupfélagið innan samvinnhreyfingarinnar, Kaupfélag Þingeyinga, var stofnað að Þverá í Laxárdal að frumkvæði Jakobs Hálfdánarsonar á Grímsstöðum og Benedikts Jónssonar á Auðnum.
Meira
Í danska Coop, sem er leiðandi á neytendamarkaði í Danmörku, eru félagslegir eigendur 1,8 milljónir og starfsfólk um 40 þúsund. Félagar geta bæði tekið þátt í ákvörðunum í sambandi við heimaverslun sína og með því að kjósa landsstjórn Coop.
Meira
Samvinnuhreyfingin á alþjóðavettvangi er miklu sterkari en fólk almennt gerir sér grein fyrir á Íslandi. Þetta á við bæði um verslunar- og þjónusturekstur sem og ýmiskonar framleiðslu- og starfsmannafélög.
Meira
Euro Coop er öflugasta smásöluafl Evrópu þar sem samvinnuhreyfingar í 20 Evrópulöndum koma saman. Innan vébanda þess eru 7 þúsund samvinnufyritæki, 94 þúsund sölustaðir, 750 þúsund starfsmenn, 30 milljónir félagsmanna.
Meira
„Um helmingur allra íbúa á félagssvæði KEA er með KEA-kort sem félagsmenn og hefur þeim fjölgað úr 7 þúsund í 23 þúsund. Við erum því langfjölmennasta samvinnufélagið á Íslandi í dag.“
Meira
Niðurstaðan úr skuldaúrvinnslu Sambands íslenskra samvinnufélaga eftir að Landsbankinn færði eignir þess inn í eignarhaldsfélagið Hömlur 1992 var sú að bankinn tapaði ekki á Sambandinu.
Meira
Fyrirtækið starfar í samræmi við yfirlýst gildi Alþjóðasambands samvinnuhreyfinga um mannúðlegt viðskiptasiðferði ásamt þátttöku- og samstöðuviðhorfum.
Meira
Samvinnufélög framleiðenda eru flest sprottin upp úr mjólkur-, kjöt- og vínframleiðslu. Kaupfélög neytenda eiga rætur hjá vefurunum í Rochdale skammt frá Manchester á Englandi sem stofnuðu slíkt félag 1844 og mótuðu samvinnureglurnar.
Meira
„Þrasgjörn umræða um fiskikvótann lítur gjarnan fram hjá því að í Skagafirði er kvótinn í eigu félagsmanna kaupfélagsins, hundraða íbúa í sveitunum, á Sauðárkróki og Hofsósi, í Varmahlíð og víðar. Hrein héraðseign.“
Meira
Drangey SK-2 ber í Drangeyna og klettinn Kerlingu. Skipið var smíðað í Tyrklandi, er 2081 brúttótonn, og fór sína fyrstu veiðiferð í byrjun árs 2018.
Meira
Það kemur mörgum svolítið á óvart en staðreynd er það samt að samvinnuhreyfingin er í hvað mestum vexti í Bandaríkjunum. Þriðjungur Bandaríkjamanna er félagi í samvinnufélögum og félögin eru um 65 þúsund af fjölbreyttasta tagi.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.