Útlit er fyrir leiðindaveður í dag sem versnar með kvöldinu og því mikilvægt að fara varlega. Að öllu óbreyttu mun gul viðvörun taka gildi í dag um fjögur leytið á Suðurlandi og miðhálendinu og gæti þá vindhraði farið upp í 23 m á sekúndu.
Meira
Enn er tíu farþega saknað úr ferjuslysinu sem varð á föstudaginn þegar eldur kom upp í Euroferry Olympia á Jónahafi. 287 manns var bjargað af ferjunni og fluttir til grísku eyjarinnar Corfú.
Meira
Minnstu munaði að illa færi þegar snjóflóð féll úr Hamrinum við Hveragerði um miðjan dag á laugardag. Hengja úr Hamrinum féll niður hlíðina þar sem börn voru að leika sér á sleðum.
Meira
Elísabet II Englandsdrottning hefur greinst með Covid-19, en að sögn hirðarinnar hefur hún aðeins fundið fyrir vægum einkennum, sem jafna megi við kvef. Hún muni áfram sinna léttum skyldum í Windsor-kastala nema henni elni sóttin.
Meira
Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, segir að það sé gott að líta yfir landsteinana í óvissuástandi, en Ragnar Freyr lagði til á Facebook-síðu sinni um helgina að...
Meira
Tvö sækjast eftir því að verða formaður Samtakanna '78, félags hinsegin fólks á Ísland, en það eru þau Arna Magnea Dansk og Álfur Birkir Bjarnason.
Meira
Guðjón Leifsson hefur verið ráðinn forstöðumaður á þjónustu- og rekstrarsviði Isavia. Guðjón starfaði áður hjá Marel þar sem hann stýrði fjölbreytilegum verkefnum tengdum stafrænni vegferð fyrirtækisins, segir í tilkynningu.
Meira
Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Garðar Sigurðsson varð 100 ára í gær og er eldhress eftir að hafa sigrað Covid-19 í tvígang. Blaðamaður kom að Garðari í mestu makindum á hjúkrunarheimilinu Mörk þar sem hann hefur búið í um eitt ár.
Meira
Kanadíska þingið þurfti að fresta fundum sínum á föstudaginn vegna ótta við óeirðir milli mótmælenda og lögreglu, en hörð mótmæli gegn ráðstöfunum vegna kórónufaraldursins hafa staðið yfir frá því í janúar.
Meira
Fréttaskýring Andrés Magnússon andres@mbl.is Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram eftir tæpar fjórar vikur, í nokkru samræmi við samþykkt á fundi Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í fyrri viku.
Meira
Neyðarkall barst til Landhelgisgæslunnar frá norsku loðnuskipi á laugardagskvöld sem hafði fest veiðarfæri í skrúfunni. Varðskipið Freyja brást skjótt við, en varðskipið hefur verið við eftirlitsstörf á loðnumiðunum austur af landinu.
Meira
Ólína Guðbjörg Ragnarsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, lést 1. febrúar sl., 78 ára að aldri. Ólína fæddist 4. febrúar 1944 á Skagaströnd. Foreldrar hennar voru Steinunn Áslaug Jónsdóttir og Guðmundur Ragnar Árni Magnússon.
Meira
Konudagur var í gær, á fyrsta degi góu, hins forna mánaðar í tímatalinu. Á þeim tímamótum hefur sú venja skapast að gleðja konur með ýmsum hætti, líkt og karlar eru gladdir á bóndadegi, fyrsta degi þorra.
Meira
Mikið var um dýrðir í lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna í Peking og hófst hún með vísun í upphaf leikanna þegar stórt upplýst tákn snjókorns birtist og börn dönsuðu með luktir undir dillandi tónlist.
Meira
Vetrardagur Þingvellir eru staður engu líkur. Margir staldra við á nýlegum útsýnispalli við Hrafnagjá, þar sem er einstakt útsýni yfir vatnið og hið svipsterka Arnarfell, með Hengilinn í...
Meira
Andrés Magnússon andres@mbl.is Starfsmenn vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar hafa fengið sig fullsadda með það sem þeir nefna „hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í [sinn] garð,“ af hálfu...
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að allt benti til að Rússar ætluðu sér að hefja mestu stríðsátök, sem sést hefðu í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fréttamat er í stöðugri þróun og fylgir tíðaranda. Í fjölmiðlum á fólk að geta fengið raunsanna mynd af samfélagi hvers tíma, eins og ég tel okkur hér á Ríkisútvarpinu ná að bregða upp.
Meira
Veronika Steinunn Magnúsdóttir Stefán Gunnar Sveinsson Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur áhyggjur af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu, þar sem spennan hefur stigmagnast undanfarna daga.
Meira
Á meðan vesturveldin og Úkraína bíða í ofvæni og reyna að lesa í þau telauf sem húsbændur í Kreml skilja eftir sig, er vert að íhuga hvaða þýðingu innrás í Úkraínu geti haft fyrir Rússa og þá ekki síst Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
Meira
Sólveig Anna Jónsdóttir endurheimti formennsku í Eflingu í liðinni viku. Sigurinn var þó ósannfærandi, jafnvel á mælikvarða verkalýðshreyfingarinnar þar sem þátttaka í kosningum er almennt slök og lýðræðislegt umboð formanna eftir því veikt.
Meira
Bókarkafli | Í bókinni Af einskærri Sumargleði segir Ómar Ragnarsson frá árunum með Sumargleðinni, sem hann stofnaði með Ragnari Bjarnasyni söngvara. Þeir ferðuðust um landið sumurin 1971-1985 og héldu uppi söng, gríni og gleði.
Meira
Eftir Friðrik Rafnsson: "Starf leiðsögumannsins er margþætt og felst einkum í fimm meginatriðum: fræðslu, skemmtun, öryggi, náttúruvernd og neytendavernd."
Meira
Um helgina lauk 72. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Hátíðin er með þeim virtari í heimi kvikmyndanna en mikill heiður fylgir því að eiga þar tilnefnt verk.
Meira
Eftir Elínu Oddnýju Sigurðardóttur: "Sett hefur verið á laggirnar sérhæft öldrunarteymi Reykjavíkurborgar, SELMA, en sú þjónusta miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka gæði þjónustunnar."
Meira
Einar Ragnar Sumarliðason fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1950. Einar lést á heimili sínu 13. febrúar 2022. Hann var sonur hjónanna Sumarliða Kristjánssonar, f. 9. október 1913, d. 16. október 1981, og Þorbjargar Einarsdóttur, f. 1. október 1920, d. 6.
MeiraKaupa minningabók
Lárus Björnsson fæddist í Grundarfirði 25. júlí 1950. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. febrúar 2022. Foreldrar Lárusar voru Björn Jón Lárusson verkstjóri, f. 13. september 1917, d. 7. september 1996, og Elsa Magnúsdóttir, f. 20.
MeiraKaupa minningabók
Oddur H. Oddsson var fæddur í Reykjavík 20. maí 1944. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Oddur H. Björnsson og Sigríður Oddsdóttir.
MeiraKaupa minningabók
Ólöf Ingimundardóttir (Lóa) fæddist 21. júlí 1935 í Borgarnesi, látin 9. febrúar 2022 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hennar voru Guðrún Elísabet Ólafsdóttir frá Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, f. 2. maí 1915, d. 4.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Viðhorf fjárfesta í síðustu viku einkenndist af sveiflum á milli bjartsýni og svartsýni um líkurnar á átökum á landamærum Úkraínu og Rússlands og hreyfðust markaðir í samræmi við horfurnar hverju sinni.
Meira
6 til 10 Ísland vaknar Kristín Sif, Jón Axel og Ásgeir Páll vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 10 til 14 Þór Bæring Skemmtileg tónlist og létt spjall yfir daginn með Þór.
Meira
Gunnar Þorri Pétursson hlýtur Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á bókinni Tsjernobyl-bænin, framtíðarannáll eftir Svetlönu Aleksíevítsj. Silja Björk Huldudóttir ræðir við hann um verðlaunabókina og...
Meira
Hella Heiða Zuri Eiríksdóttir fæddist 24. maí 2021 kl. 20.19. Hún vó 4.060 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Eiríkur Sveinþórsson og Sarah Mareche...
Meira
Sigtryggur Jónsson er fæddur 21. febrúar 1952 á Akureyri en flutti til Reykjavíkur 1959. Hann var alla sína grunnskólagöngu í Langholtsskóla og lauk landsprófi frá Vogaskóla.
Meira
„Víst er að hlýna en þó er ekki fótur fyrir því að brátt vaxi bananar á Austurvelli.“ Þetta er fullyrt í trausti þess að bananamálið sé algerlega tilhæfulaust , með öllu ósatt og gersamlega úr lausu lofti gripið . Það þýðir orðtakið.
Meira
40 ára Tinna er Akureyringur, ólst upp í Þorpinu og býr þar. Hún er sjávarútvegsfræðingur að mennt frá Háskólanum á Akureyri og er framhaldsskólakennari við Menntaskólann á Akureyri.
Meira
Við Reykjavíkurtjörn“ eftir Pál Jónasson í Hlíð: Í Tjörninni er toppönd að róta og tína þá brauðmola er fljóta. En vötnunum heim nú verður að gleyma. Hún er fiskönd sem fékk engan kvóta.
Meira
Coca Cola-bikar karla 8-liða úrslit: Valur – Víkingur 32:25 KA – Haukar 28:26 Selfoss – ÍBV 33:28 *Hörður og FH eiga eftir að mætast í 16-liða úrslitum og sigurliðið mætir Þór.
Meira
Bikarinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markvörðurinn Bruno Bernat áttu stærstan þátt í að KA vann afar sterkan 28:26-heimasigur á Haukum í átta liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í gær.
Meira
Bikarinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs leika í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handbolta þriðja árið í röð. Það varð ljóst eftir að liðið vann öruggan 30:20-sigur á HK á heimavelli í gærkvöldi.
Meira
Titilbaráttan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta var opnuð upp á gátt á laugardag þegar Liverpool vann 3:1-heimasigur á Norwich og Tottenham vann ótrúlegan 3:2-útisigur á Manchester City.
Meira
Njarðvík og Fjölnir eru jöfn á toppi Subway-deildar kvenna í körfubolta eftir sigra í gærkvöldi. Eru þau bæði með 24 stig, tveimur stigum meira en Valur. Öll liðin hafa leikið 17 leiki. Njarðvík vann sterkan 78:70-útisigur á Haukum.
Meira
*Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson átti afar góðan leik fyrir Bolton er liðið vann öruggan 4:0-heimasigur á AFC Wimbledon í ensku C-deildinni í fótbolta á laugardag. Hann skoraði fyrsta markið sitt fyrir félagið á 36.
Meira
Vetrarólympíuleikunum í Peking lauk í gær. Á laugardagsmorgun náði Snorri Einarsson besta árangri Íslendings í skíðagöngu á Vetrarólympíuleikum þegar hann hafnaði í 23. sæti í 50 kílómetra göngu karla á leikunum.
Meira
England Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Titilbaráttan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta var opnuð upp á gátt á laugardag þegar Liverpool vann 3:1-heimasigur á Norwich og Tottenham vann ótrúlegan 3:2-útisigur á Manchester City.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.